Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. janúar 1976.
TÍMINN
13
Mikil er
trú þeirra
Mikil er trú þeirra
manna, sem halda að
setuliðið sé hingað
komið okkur til varnar,
og ætla með andófi að
fá þá til að hefjast
handa gegn Bretum i
árásaraðgerðum
þeirra. öllum má nú
vera ljóst, að þessi her-
stöð er til varnar
Bandarikjunum, og að
hagsmunir Banda-
rikjanna verða þar
vegnir og metnir langt
umfram okkar. Þeim
íslendingum, sem hafa
trúað staðhæfingum
bandariskra herfræð-
inga um nauðsyn og
öryggi, sem okkur er
af herstöðinni, væri
hollt að ihuga lygar
brezka flotans. Jafnvel
brezkir fréttamenn
hafa nú staðfest mál is-
lenzku skipherranna.
Er ástæða til þess að
ætla, að bandariskir
hermenn séu vandari
að meðulum. Fregnir
frá Bandarikjunum
benda sterklega til
hins gagnstæða, þar
sem hver forystu-
maðurinn af öðrum er
dreginn fyrir dóm
vegna falsana og lyga.
Forseti þeirra var jafn-
vel i hópi hinna ó-
heiðarlegu.
Þessar staðreyndir
sýna okkur, að við
verðum að vega og
meta stöðu islenzka
lýðveldisins án tillits til
nokkurs einstaks rikis.
Okkar sjónarmið
verður að vera:
Trygging á'þvi að við
getum haldið áfram að
byggja þetta land, haft
yfirráð yfir landinu og
auðlindum þess. Það
gerum við ekki með þvi
að ljá landið undir
árásar- eða varnarlið
einhvers hernaðar-
aðila, og gera það sjálf-
krafa að skotmarki i
hugsanlegri styrjöld. Á
styrjaldartimum verða
lif tvö hundruð þúsund
íslendinga ekki látin
varða miklu.
í staðgóðu viðtali i
Timanum sl. sunnudag
er gerð grein fyrir
iskyggilegum áhrifum
setuliðsins á efnahags-
lif okkar. Þar eru
leiddar likur að þvi, að
við gætum ekki i núver-
andi efnahagsástandi
sagt___upp varnar-
samningnum, til þess
værum við of háðir her-
setunni i efnahagslegu
tilliti.
Ef þetta er rétt, og
ekki er ástæða til þess
að bera brigður á það,
þá flýtur þjóðin sofandi
að feigðarósi. Þjóð,
sem ekki er efnahags-
lega sjálfstæð er ekki
til sem slik, til þess
hefur hún of litið
ákvörðunarvald i eigin
málum. Peninga-
furstar erlendir eru
þar valdhafar.
Gegn hættulegum
umsvifum bandariska
hersins hér á landi
verður að stemma
stigu nú þegar. Þó að
framsóknarmenn séu
nú um stundir i sam-
starfi við islenzka i-
haldið, þá verður að
undirbúa jafnt og þétt
þann tima sem við get-
um látið stefnumál
okkar komast til fram-
kvæmda með þvi að
herinn hverfi brott.
Engan veginn má það
gerast að við ánetjumst
þeim herrum meir en
orðið er.
Landhelgisbarátta
okkar ogveran i NATO
eru tengd mál. NATO
er varnarbandalag
vestrænna þjóða og
árás á eina þeirra
skoðast sem árás á þær
allar. Sá hængur er þó
á, að við árás eins
bandalagsrikis á annað
gerir bandalagið fátt.
Að þessu leyti er það
sambærilegt við Var-
sjárbandalagið, sbr.
Tékkóslóvakiu. Okkur
er þvi haldlitil vörn i
þessu bandalagi þegar
á reynir — eins og
dæmin sýna. Þegar við
berjumst fyrir þvi að
halda auðlindum
okkar, en þær gera
okkur kleift að byggja
þetta land, eigum við
að reka harða og af-
dráttarlausa utanríkis-
stefnu, svo að öðrum
þjóðum sé ljóst að
okkur er mikil alvara.
Engum tilgangi þjónar
aðsenda viðræðumann
til hinna ýmsu landa til
þess að kynna málstað
okkar, það hefur verið
gert og dugir enn.
Aðgerðir af þessu tagi
eru ekki hiklausar.
Ungir framsóknar-
menn viðs vegar um
landið hafa krafizt
tafarlausra stjórn-
málaslita við Bret-
land. Stjórnmálaslit
vekja meiri athygli um
lönd en þó öll rikis-
stjórnin færi mánuðum
saman i kynningarferð.
Ungir framsóknar-
menn hafa þessu næst
haldið þvi fram, að
setja ætti NATO úr-
slitakosti. Að banda-
lagið skipi Bretum að
hætta dólgslegum
árásum sinum á is-
lenzk varðskip og að
Bretar hlýði. Þetta
verði gert nú þegar, að
öðrum kosti gangi ís-
lendingar úr banda-
laginu. Ef ráðamenn
hafa meint allar þær
fullyrðingar um mikil-
vægi íslands fyrir
NATO, sem þeir hafa
látið sér um munn fara
á undanförnum árum,
er ekki að búast við
öðru, en að kostum
okkar verði gengið
tafarlaust.
Ungir framsóknar-
menn styðja forystu-
menn flokksins i að-
gerðum af þessu tagi.
-PE
Umsjónarmenn:
Helgi H. Jónsson
og Pétur Einarsson
Hilmar J. Hauksson fiskifræðingur:
Tengsl hagvaxtar og mengunar
Fyrir nokkru var Sambandi
ungra framsóknarmanna boðið
að senda fulltrúa á ráðstefnu
Evröpusambands róttækrar og
frjálslyndrar æsku, E.F.L.R.Y.
(European Federation of Liberal
and Radical Youth). Þá var
S.U.F. einnig boðið að senda full-
trúa á þing Heimssambands rót-
tækrar og frjálslyndrar æsku,
W.F.L.R.Y. (World Federation of
Liberal and Radical Youth). Ráð-
stefnan og þingið fóru fram i
Luxemburg dagana 6.-9. nóvem-
ber 1975. Viðfangsefni
E.F.L.R.Y.-ráðstefnunnar var
umræða um mengunarvanda,
sem fylgir örum hagvexti og
hvernig megi leysa hann, eða i
bezta falli minnka. Fór undir-
ritaður til Luxemburgar sem full-
trúi S.U.F. Félög i flestum Vest-
ur-Evrópu löndum eiga aðild að
E .F.L .R.Y. og sendu flest fulltrúa
sina til ráðstefnunnar, en þeir
voru um 80 talsins. Ráðstefnan
hófst með setningaræðu forseta
E.F.L.R.Y., Volkmars Kallen-
bach. Að setningarræðunni lok-
inni fluttu þátttakendur skýrslur
um stig mengunari heimalöndum
slnum og greindu frá þvi hvers
eðlis hún væri. Þá kynntu þeir
stefnu þeirra samtaka, sem þeir
voru fulltrúar fyrir, i náttúru-
verndarmálum. Stefnur aðildar-
félaganna i náttúruverndarmál-
um voru mjög mismunandi enda
drógu þær dám af sérvandamál-
um heimalanda félaganna. Til
dæmis voru frönsku fulltrúarnir
mjög óánægðir með ætlun frönsku
stjórnarinnar að byggja 200 smá-
ar kjarnorkustöðvar i Frakklandi
á næstu tiu árum, en það þýðir að
heimili sérhvers Frakka verði að
meðaltali I um 15 kilómetra fjar-
lægð frá slikum kjarnakljúf.
Fulltrúar frá Belgiu, Vest-
ur-Þýzkalandi og Bretlandi voru
áhyggjufullir yfir vaxandi áhrif-
um mengunar frá fjölþjóðafyrir-
tækjum (efnaverksmiðjum og
iðnaðarfyrirtækjum). Fjölluðu
þeir um leiðir til þess, að fá for-
svarsmenn slikra fyrirtækja til að
taka i þjónustu sina betri hreinsi-
tæki, sem hreinsuðu skaðleg efni
úr úrgangi fyritækjanna. Frænd-
um okkar frá hinum Norður-
löndunum varð tiðrætt um vax-
andi lifsgæðakapphlaup þjóða
sinna og minnkandi mótstöðu
gegn iðnaðarsamsteypum og
fyrirtækjum þeirra.
Skýrsla fulltrúa S.U.F. fjallaði
að meginhluta til um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar við Island i
200 sjómilur. Jafnframt var vikið
að rekstri álverksmiðjunnar i
Straumsvik og byggingu járn-
blendiverksmiðju i Hvalfirði.
Fulltrúi S.U.F. lagði á það
mikla áherzlu, að íslendingum
væri það lifsspursmál aðfá full og
óskor uð yfirráð yfir fiskimiðun-
um i kringum land sitt I þvi skyni
að geta komið i veg fyrir áfram-
haldandi ofveiði á fiskstofnunum
við Island. Bent var á, að fisk-
veiðiflotinn, sem nú stundar veið-
Frh. á bls. ío
Kaostetnan, sem hér segir frá, var haldin f Lúxemborg. Hér sér yfir hluta borgarinnar.