Tíminn - 03.02.1976, Page 7

Tíminn - 03.02.1976, Page 7
Þriðjudagur 3. febrúar 1976. TÍMINN 7 §T Tá s ■7/7 I k m Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna á Lyflækningadeild Borgar- spltalans eru lausar til umsóknar ein frá 1. marz og ein frá 1. april 1976 til 6 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavlkur viö Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrir störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 23. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 2. febrúar 1976. Stjórn sjúkrastofnana /f. Reykjavikurborgar ^ r ■m A myndinni sjást allmargar af þeim konum, sem vikulega starfa I sjúkrabókasöfnum Borgarspítalans, stjórnarformaöur, framkvæmdastjóri, aöstoðarframkvæmdastjóri og bókavöröur Borgarspítalans. Runebergs kvöld á fimmtudag FINNLANDSVINÁFÉLAGIÐ SUOMI efnir til kvöldfagnaðar i Norræna húsinu i tilefni af Rune- bergsdeginum fimmtudaginn 5. febrúar n.k. 20.30. Formaður félagsins flytur ávarp nýr sendikennari, Ros- marie Rosenberg, boðin velkom- in, og flytur hún stutt spjall dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður fjallar um bréf Ras- munds Rasks, þar sem hann rek- ur m.a. ferð sina til Finnlands I byrjun siðustu aldar. Rask var einn af fáum, sem bæði kunnu is- lenzku og finnsku. Þá leikur Skúli Halldórsson tónskáld syrpu af lögum eftir sjálfan sig, og sr. Sigurjón Guðjónsson, fyrrum prófastur, les úr þýðingum sinum á ljóðum finnskra skálda. Loks verður sýnd ný finnsk kvikmynd um listakonuna Eilu Hiltunen myndhöggvara. Kaffiveitingar með Rune- bergstertu verða á boðstólum. Aðalfundur félagsins verður haldinn á undan þessari kvöld- vöku og hefst kl. 20. Gunnar Hannesson sýnir í New York gébé—Rvik — ísienzkar ljós- myndir, sem Gunnar Hannesson hefur tekið, verða til sýnis á stórri ljósmyndasýningu, sem opnuð verður 3. febrúar n.k. I Nikon House við Madison Avenue I New York. Nefnist sýningin „Tvær eyjar, heit og köld”, og eru þarna eingöngu til sýnis ljósmyndir frá eyjunum fslandi og Puerto Rico. Sýning þessi verður opnuð við hátiðlega athöfn siðdegis 3. febrú- ar, en það erskrifstofa Loftleiða i New York, sem haft hefur veg og vanda af islenzka hluta sýningar- innar og sér um opnunarathöfn- ina. Ljósmyndirnar frá Puerto Rico tók bandariski ljósmyndarinn Ben Fernandez. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Tímabær umferðarljós tekin í notkun í dag — d mótum Grensdsvegar og Fellsmúla— Skeifunnar gébé Rvik — Kiukkan tvö i dag, þriöjudag, verður kveikt á umferðarljósum á gatnamótum Grensásvegar og Fells- múla-Skeifunnar, en umferð um þessi gatnamót hefur aukizt verulega síðustu ár, og talsverð brögð verið að þvi að aðal- brautarréttur væri ekki virtur. Þá hefur miðsvæði gatnamót- anna margoft fyllzt skipulags- litið af ökutækjum og gert um- ferðarstjórn lögreglunnar erfiða, og enn fremur er vaxandi umferð fótgangenda um gatnainótin, vegna stór- verzlana þarna i nánd. Fleiri til- iögur komu fram um Iagfærinu á umferð um þessi gatnamót, en skv. upplýsingum frá gatna- málastjóranum i Reykjavik, varð uppsetning umferðarljósa að lokum niðurstaðan á umræddum gatnamótum. Þessi nýju umferðarljós eru timastýrð og tengd umferðar- ljósum á Miklubraut og Suður- landsbraut. Þau eru að þvi leyti frábrugðin umferðarljósakerfi Miklubrautar, að þau hafa eng- an sérstakan vinstri beygju- tima, enda ekki um sérstakar beygjugreinar að ræða. Vinstri beygja úr suðri upp Fellsmúla hefur þó verið auðvelduð, þann- ig að grænt ljós slokknar nokkr- um sekundum fyrr á umferð úr norðri en suðri, jafnframt þvi sem græn ör logar með græna ljósinu móti umferð úr suðri. Árekstrar á gatnamótum Grensásvegar og Fells- múla-Skeifunnar hafa verið tiðir á undanförnum árum. Arið 1973 urðu þar 24 árekstrar, 29 árið 1974 og 22 árið 1975. Flestir hafa þeir haft mikið eignatjón i för með sér. fyrir alla VIKTUN Tónlistarhdtíð norræns æskufólks: Fimm íslenzkar stúlkur leika á hótíðinni Gébé—Rvik — Fimm ungir is- lenzkir hljóðfæraleikarar, allt konnr, taka þátt i árlegri tónlist- arhátið norræns æskufólks (Ung Nordisk Musikfest),sem að þessu sinni verður haldin I Árósum i Danmörku dagana 7.-13. febrúar nk. Þar verða að auki fluttar tvær islenzkar tónsmiðar, eftir þá Jón- as Tómasson og Rikharö Pálsson. Gert er ráð fyrir að alls verði þátttakendur um eitt hundrað og fimmtlu talsins, þar af fiörutíu tónskáld, og verður flutt sitt verk- ið eftir hvert þeirra. Islenzku hljóðfæraleikararnir á hátíðinni verða þessir: Agústa Jónsdóttir, vióla, Hrefna Hjalta- dóttir, vióla, Júliana Elin Kjart- ansdóttir, fiðla, Ólöf Sesselia óskarsdóttir, selló, og Sigriður Hrafnkelsdóttir, fiðla. Tónsmið Verlagsróð sjóvarútvegsins: Fiskverðið gildi áfram BH—Reykjavik — Yfirnefnd Verðlagsráðs hefur ákveðið, að fiskverð það, sem gilti I janúar 1976, sbr. tilkynningu ráðsins nr. 1 1976, skuli giida áfram dagana 1. til 15. febrúar 1976. Segir I frétta- tilkynningu frá Verðlagsráðinu, að þessi ákvörðun sé tekin, þar sem sýnt sé, að boðaðar bréyting- ar á útflutningsgjöldum og sjóð- um. sjávarútvegsins muni ekki koma til framkvæmda þegar i febrúarbyrjun. Segir i fréttatilkynningunni, að ákvörðun þessi sé reist á sömu forsendum og með sömu skilmál- um og fiskverðsákvörðun fyrir janúarmánuð. Einnig segir, að með þessari ákvörðun sé gefið svigrúm til þess aö ljúka setningu laga og reglugerða og samningsgerð, sem nauösynleg sé vegna fyrir- hugaðra breytinga á sjóðum sjáv- arutvegsins. Borgarspítalinn fær talbækur og peningagjöf 30. desember s.l. afhenti frú Katrin Hjaltested, formaður Kvennadeildar Rauða kross Is- lands, Borgarspitalanum að gjöf frá deiidinni 100 þús. kr. til kaupa á bókum til sjúkrabókasafna spítalans. Við sama tækifæri af- henti hún Bókasafni Borgar- spítalans 6 kassettusegulbands- tæki, sem lánuð verða sjúkling- um, sem hlusta vilja á upplestur af böndum, eða svokallaðar tal- bækur. Tæki þessi eru hluti af gjöf, sem Kvennadeild RKI barst á árinu 1975 frá fyrirtækinu Austurstræti 16 hf. Úlfar Þórðarson, læknir, formaður stjórnar Borgarspital- ans, veitti þessum góðu gjöfum móttöku og þakkaði sérstaklega hlýhug til Borgarspitalans og þá miklu og óeigingjörnu vinnu, sem Sjúkravinir Kvennadeildar RKI leggja af mörkum Jónasar Tómassonar nefnist Só- nata X, sem er fyrir 2 flautur, 2 óbó, 3 klarinett og 3 hom, en tón- smið Rikharðs Pálssonar heitir Beatriz Clara Goya, sem er fyrir einleiksfiðlu, og mun Júlíana Elin Kjartansdóttir flytja það verk. Eins og áður segir, eru þátttak- endur um 150 talsins, og eru þeir allir innan við þritugt. Tónsrriið- arnar eru með ýmsu formi og hljóðfæraskipan, svo sem hljóm- sveitar-, kammer-, einleiks-, og elektrónisk verk. Þá munu tón- skáldin 40 fjalla eitthvað um verk sin. Þátttöku íslendinga i hátiðinni kosta Menninga mála sjóður Norðurlandanna og menntamála- ráðuneyti Islands. Næsta tónlist- arhátið er fyrirhuguð i Reykjavik á næsta ári. Vogir fyrir: fiskvinnslustöðvar/ kjötvinnslustöðvar/ sláturhús/ efnaverksmiðjur/ verzlanin sjúkrahús/ heilsugæzlustöðvar, iðnfyrirtæki, f lugstöðvar. Ennfremur hafnar- vogir, kranavogir og fl. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sundaborg Reykjavík Sími 48-800 Vélsleði til sölu Harley-Davidson 440 c.c. árgerð 1974. Upplýsingar i sima 99-5840. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 30. janúar 1976. Lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi i Reykjavik, Lyfjabúðin Iðunn, er laust til utnsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1976, en leyfið veitist frá og með 1. októner 1976. Umsóknir sendist landlækni. Viðtakanda er skylt að kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðarinnar sbr. 1. málsgr. 32. gr. lyfsölulaga nr 30/1963. Jafnframt er viötakanda skylt að gera nauðsynlegar breytingar á húsakynnum og búnaði, samkvæmt mati lyfjaeftirlits rikisins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.