Tíminn - 03.02.1976, Síða 8

Tíminn - 03.02.1976, Síða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur :i. febrúar 1976. ............ ' , ............... * Ölafur Jóhannesson í umræðunum á Alþingi: Tilgangurinn að grafa undan dómstólakerfinu og veikja traust fólks á dómstólum EINS og fram kemur í for- siðufrétt, urðu umræður utan dagskrár í neðri deild Alþingis i gær um afskipti dómsmálaráðuneytisins af Klúbbmálinu svonefnda og Geirfinnsmálinu. Sighvat- ur Björgvinsson hóf um- ræðurnar, en að því búnu svaraði Ólafur Jóhannes- son dómsmálaráðherra fullyrðingum þingmanns- ins og hrakti þær lið fyrir lið. Fer ræða dómsmála- ráðherra hér á eftir, nokk- uð stytt. Píslarganga þingmannsins ..Pingheimur hefur nú lifað há- tiðlega stund, einkanlega þegar siðustu orðin voru sögð og mælt i þeim tón, sem verið væri að lesa húslestur, að réttsýni og sam- vizka þessa háttvirta vesalings þingsmanns, Sighvats Björgvins- sonar, hefði leitt hann hér upp i pontuna til þess að endurtaka og flytja inn i sali Alþingis rógskrif Visis. 1 þessum rógskrifum eru bornar mjög alvarlegar ásakanir á dómsmálaráðherra og dóms- málaráðuneytið. Þæreru að minu mati mjög mismunandi alvarleg- ar. Annars vegar er ásökun um það, að dómsmálaráðuneytið hafi fellt niður lokun veitingahússins Klúbbsins. Hins vegar er ásökun um það, að dómsmálaráðherra hafi hylmt yfir og komið i veg fyrir rannsókn á mannshvarfi, og jafnvel látið að þvi liggja á milli linanna, að dómsmálaráðherra hafi með þvi verið að reyna að hylma yfir morð og hindra að morð væri e.t.v. upplýst. Það er kannski táknrænt, hvað háttvirt- ur ræðumaður eyddi miklu lengra máli i fyrri sökina, sem er miklu minni háttar, en þó virðingarvert kannski, að hann færi hjá sér, að fara mörgum orðum um hitt við- kvæma málið og róta i þvi og velta sér upp úr svaðinu i sam- bandi við þann óhróður, sem bor- inn hefur verið fram i sambandi við það mál.” Undirstöðuatriði í lögfræði Siðan vék dómsmálaráðherra að slælegum undirbúningi Sig- hvats Björgvinssonar vegna þessa máls, og sagði: ,,Hefði nú ekki verið skynsam- legra fyrir háttvirtan þingmann, að gefa sér ofurlitið meiri tima og undirbúa ræðuna ofurlitið betur og koma fram með spurningar, þá hefði verið hægt að svara þeim um leið, en ég get upplýst þennan háttvirta þingmann strax um það, að þetta svokallaða Klúbb- mál, sem hann gerði hér að um- talsefni, liggur hjá embætti rikis- saksóknara, og hefur þvi miður legið þar allt of lengi, en það er rikissaksóknari, sem fer með á- kæruvaldið, en ekki dómsmála- ráðherra, og ég hygg, að mest af þeim tima, sem þetta mál hefur verið i höndum rikissaksóknara, hafi það verið i höndum vara- rikissaksóknara, Hallvarðs Ein- varðssonar, sem háttvirtur þing- maður gerði sér far um að nefna oft i sinni ræðu hér áðan, og það sem mun hafa verið talið standa á i sambandi við þetta mál er það, að staðið hefur á bókhaldsrann- sókn og að fá mann til þess að framkvæma hana. Nú mun að visu hafa verið úr þvi bætt og maður fenginn sem bókhalds- rannsóknari. Þess vegna getur háttvirtur þingmaður alveg verið rólegur i þvi efni, að þetta mál hefur ekki verið hjá dómsmála- ráðherra, heldur i höndum rikis- saksóknara. En þá er nú að leggja út i það verkefni, sem ég er voðalega hræddur um að mér verði ofraun, og það er að kenna háttvirtum þingmanni Sighvati Björgvinssyni fáein undirstöðu- atriði i lögfræði.” Öryggissjónarmið, en ekki réttarrannsóknir ,,Og þá skulum við koma strax að þvi ákvæði, sem hér er um að tefla, 2. málsgr. 14. gr. áfengis- laganna. Hún hljóðar svo, með leyfi hæstvirts forseta: „Áfengissölubúðir skulu iokað- ar á helgidögum þjóökirkjunnar og frá hádegi á laugardögum og aðfangadögum stórhátiöa. Kinnig þá daga er almennar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fara fram, svo og sumardaginn fyrsta, 1. mai, 17. júní, l.-júni og fyrsta mánudag i ágúst.” Þetta var nú fyrsta málsgrein. Hana hefði ekki þurft að lesa frekar en ýmislegt, sem háttvirt- ur þingmaður las upp úr greinar- gerð sem dómsmálaráðuneytið helur birt og öllum er kunnugt um, en i 2. málsgrein segir: ..Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vin- veitingar á veitingastöðum, scm leyfi hafa til áfcngisveitinga, fyrirvaralaust um lengri eða skemmritima, þegar sérstaklega stendur á. Áfengis- og tóbaks- vcrzlun rikisins, eða veitinga- maður sem i hlut á, gctur skotiö ákvörðun liigreglustjóra til dóms- málaráðherra. Ekki frestar mál- skot framkvæmd lokunarinnar.” Þetta hefur nú óbreytt staðið i áfengislögum alla tið frá 1935, er þau voru fyrst sett. Og það er komið inn i áfengislögin þetta á- kvæði um heimild lögreglustjóra til að loka vinveitingastað eða á- fengisútsölu samkvæmt breyt- ingatillögu, sem flutt var á Al- þingi þá. Ég efast ekki um, að háttvirtur þingmaður hefur kynnt sér þetta mál til rótar, þar sem hann hafði, að þvi er virtist, gert sér svo mikið far um að rannsaka það. Flutningsmenn þessarar til- lögu voru þingmennirnir Héðinn Valdimarsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og i framsöguræðu um þessa breytingatillögu segir Héðinn Valdimarsson, með leyfi hæstvirts forseta, orðrétt svo: „Annar liður þessarar 7. breyt- ingatillögu B-liður er um að lög- reglustjórum skuli vera heimilt að loka útsölu- eða veitingastað vina fyrirvaralaust um einn eða fleiri daga, þegar þeim virðist á- stæða til. Þetta álitum við nauö- synlegt til þess, að hægt sé að draga úr hættu á, að drykkjuskap ur gangi svo úr hófi fram, að ó- spekktum gæti valdið vissa daga, eins og kosningadaga. Þetta hefur verið framkvæmt, en okkur virðist rétt aö setja i lög heimild til þess.” Það liggur sem sé ljóst fyrir, að það sem vakti fyrir flutnings1 mönnum þessa ákvæðis i upphafi var öryggissjónarmið, en stóð ekki á neinn hátt i sambandi við hugsanlegar réttarrannsóknir. Þetta ákvæði hefur siðan verið endurtekið i lögum en ekki verið breytt.” Ekki í sambandi við réttarrannsóknir ,,Ég fullyrði, að það hafi ekki verið tilgangur þeirra, sem að endurskoðun löggjafarinnar stóðu, að breyta i neinu þeim til- gangi, sem á bak við þetta ákvæði bjó. Og það hefur svo verið endur- tekið i reglugerðum með mis- munandi orðalagi, en þó þannig, að það gefur allt til kynna þá sömu skoðun á þessu efni. f reglu- gerðinni frá 1954, sem mun vera núgildandi reglugerð, segir t.d. svo i 6. gr.: „Lögréglustjórum er heimilt að loku áfengisútsölu, eða banna vinveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, fyrirvaralaust um langan eða skamman tima, þegar sérstak- lega stendur á, Skal lögreglu- stjóri tilkynna dómsn'iálaráðu- neytinu slika ákvörðun svo fljótt sem ástæður leyfa. Áfengisverzl- un rikisins eða veitingamaður, sem i hlut á, gctur skotið ákvörð- un lögreglustjóra til dómsmála- ráðherra” o.s.frv. Það liggur þess vegna Ijóst fyrir, að þetta ákvæði, heimildin til lögreglustjóra til þess að loka veitingastað, er sett i þvi skyni að tryggja það, að misnotkun i sam- bandi við áfengisveitingarnar eigi sér ekki stað, þannig að ó- reglu valdi, en ekki i sambandi við réttarrannsóknir. Hún er rétt- aröryggisúrræði, en ekki réttar- rannsóknarúrræði. Ákvæði um réttarrannsóknarúrræði, þau úr- ræði, sem rannsóknarmenn og rannsóknardómarar mega beita, eru i allt öðrum lögum en áfengis- lögunum. Þau ákvæði eru i lögum um meðferð opinberra mála. Þau ákvæði eiga jafnt við um mál, sem að einhverju leyti standa i sambandi við áfengisverzlun eða leyfishafa veitingastaðar, eins og aðra, og brot, sem framin eru i sambandi við þau mál, eins og um önnur brot. Og til þessara rann- sóknarúrræða má gripa við til- tekin ákveðin skilyrði og það er réttaröryggis vegna, búið um þau með tilteknum hætti þannig að sá, sem fyrir sökum er hafður, á þar lika vissan rétt og getur komið við vissum vörnum i þvi sambandi.” AAisskildu lagaókvæðið „Ég vil að sjálfsögðu ekki segja neitt misjafnt um þá ágætu emb- ættismenn, sem háttvirtur þing- maður vitnaði hér i. En ég leyfi mér að halda þvi fram, að þeir hafi misskilið þetta lagaákvæði. Lögreglustjóri má ekki og á ekki að beita þessari heimild að geð- þótta sinum. Hann má þvi aðeins beita þessu ákvæði, að það séu fyrirhendi málefnislegar ástæður til þess, og hann á að beita þvi samkvæmt málefnislegum á- stæðum og þeim úrskurði hans og ákvörðun um það efni má skjóta til dómsmálaráðherra. Það er dómsmálaráðherra, sem fer með lokaórðið i þvi efni. Og dóms- málaráðherra er ekki frjálst að láta það vera að taka nokkra á- kvörðun i sliku máli, þegar þvi er til hans skotið. Málinu er áfrýjað til hans og honum er skylt að leggja sinn úrskurð á það eins og endranær þegar um er að ræða málefni, sem skotið er til æðra stjórnvalds. Það er ekki undir geðþótta dómsmálaráðherra komið, hvort hann lætur vera að skipta sér af þessu máli eða ekki. Hann verður að leggja úrskurð á það og hann verður einnig að leggja úrskurð á það eftir málefn- islegum ástæðum." Ekki á valdi ríkissaksóknara „Rikissaksóknari hefur ekkert um þetta að segja. Þetta er alger- lega i hendi dómsmálaráðherra. Til hans er ákvörðun lögreglu- stjóra áfrýjað, og það er eitt ein- faldasta atriðið, sem menn læra i íögfræði, — það er hin svokallaða valdþurrð, að eitt stjórnvald get- ur ekki gengið inn á svið annars stjórnvalds, komið i þess stað, farið að framkvæma athafnir, sem er i þess verkahring eða dómstólar geta heldur ekki geng- ið inn á það svið sem er óumdeil- anlega lagt undir framkvæmda- valdshafa og framkvæmdavalds- hafar auðvitað ekki inn á svið dómstóla. 1 þessu lagaákv. er valdinu skipað undir dómsmála- ráðherra, og þess vegna hefur rikissaksóknari ekkert um það að segja. Það þarf ekki að eyða á það orðum, hvort jafngrandvar og heiðarlegur embættismaður og margreyndur og Valdimar heit- inn Stefánsson rikissaksóknári hafi farið að skrifa bréf til dóms- málaráðherra og gefa honum leiðbeiningar, um það, hvort sem Ólafur Jóhannesson á Alþingi i gær.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.