Tíminn - 03.02.1976, Side 10
10
TÍMINN
Þriöjudagur I!. febrúar lí)7(i.
Fjöldi manns fylgdist af athygli meö umræðum á Alþingi f gær
segja hissa á þvi, ef nokkrum
háttvirtum alþingismanni dettur
það i hug i raun og veru. En þó
veit maður aldrei hvað leynist i
hugum manna. Lengi skal mann-
inn reyna.”
Leiðir Vísir
heimildarmann
sinn fram?
„Haukur Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður kannast
heldur ekki við það að vera heim-
ildarmaður að þessum rógskrif-
um Visis. Það væri ákaflega
æskilegt, að sá sem staðið hefur
að þessum Visisskrifum, til-
greindi heimildarmann sinn. 6g
get kannski vitað hver það er, en
það er hans að segja til þess, og
það væri ekkert slæmt að leiða
þann kauða fram i birtuna. Hver
veit nema hann hafi eitthvað á
samvizkunni.
Éghef nú gert efnislega nokkuð
grein fyrir þessu máli og skal láta
útrættum þætti þess. Mér er mik-
ilraun að þvi i sjálfu sér.að hafa
þurfi hér á Alþingi, að tala um
siðari þátt málsins. Hitt er svo
ákaflega fétt, og kemur ekki við
mig, að tala um lokun Klúbbsins
og niðurfellingu lokunar hans. En
að fara að hefja á Alþingi umræð-
ur um jafnviðkvæmt sakamál og
hér er um að tefla, og um þannig
mál yfirleitt, er alltaf varhuga-
vert. Við byggjum á þeirri þýð-
ingarmiklu grundvallarreglu, að
maður skuli talinn saklaus,
þangað til hann hefur verið sak-
felldur og við ættum að gæta þess,
að hverfa ekki frá henni.”
Aðferðir
Mafíunnar
,,6g hef ekki ætlað að nota
þennan dag til þess að skjóta á
þúfutittlinga. Vilmundur Gylfa-
son er i þessu sambandi ekki
nema eitt stórt núll. Gildi hefur
r.úll ekkert, ef það stendur eitt út
af fyrir sig. Gildi þess fer alveg
eftir þvi, i hvaða afstöðu það
stendur til annarra talna. Vil-
mundur Gylfason skrifar til að
lifa. Hann er verkfæri— verkfæri
i annarra höndum. Ég ætla ekki
að eyða orðum að honum ‘frekar i
þessu sambandi. Það eru menn-
irnir sem á bak við standa, sem
ábyrgðina bera. Það eru menn-
irnir sem standa að Visi, sem
bera ábyrgð á þvi,
hvað birt er i þvi blaði.
Þeir geta ekki skotið sér undan
þeirri ábyrgð. Þeir bera áhyrgð á
þeim skriíum, sem þar hala birzt
um mig og aðra og ég hef leyft
mér að kalla þann virðulega hóp
ef virðulegan skyldi kalla
„mafiu”. Ekki i þeim skilningi,
að hanr. standi i sambandi við
mafiuflokkinn sem á rætur að
rekja til Sikileyjar eða einhvers
annars staðar á Italiu heldur er
þetta samheiti á mönnum og fé-
lagsskap sem beita þeim aðferð-
um, sem þessir menn telja sér
sennilega sóma að leggja fyrir
sig, kannski eru það aurarnir sem
einhverju ráða. Það eru þessi
skrifsumra blaða.sem hafa verið
þess háttar, að þau hafa beinzt að
þvi, eins og ég áðan sagði, að
grafa undan lýðræði i þessu
landi.”
Allt á eina bók lært
„Hvernig hafa þessi blöð, eins
og Visir skrifað um þessa virðu-
legu stofnun, Alþingi íslendinga,
dýrmætustu stofnun islenzku
þjóðarinnar, nefnt hana hvers
konar ónefnum og óvirt hana á
allan háttog eru með þvi að grafa
undan traustinu á þjóðfulltrúa-
samkomu þjóðarinnar. Sam-
komu, þar sem þjóðkjörnir menn
sitja, menn sem hafa orðið að
sækja traust sitt til kjósenda,
menn sem þe'ssir Visismenn
mundu aldrei fá, aldrei. Þeir
mega þykjast góðir að hafa i
krafti' peninga komizt i stjórn
Visis. Og hvernig hafa þessi blöð
haldið áfram að naga rætur
lýðræðisins á íslandi. Jú, jú, ráð-
herrar eru náttúrlega landráða-
menn meira og minna. Hugguleg-
ur vitnisburður. Ég er ráðherra i
dag, annar á morgun. Það eiga
margir eftir að verða, en hvaða
traust verður borið til þeirra
manna, sem skipa þessar stöður
þegar þannig er búið að grafa
undan þeim og hvernig hefur
verið talað um framkvæmda-
valdið yfirleitt Er það ekki allt á
sömu leið. Nú á að byrja á
dómstólunum og dómstólakerf-
inu, grafa unda þeim, grafa
undan dómsmálaráðuneytinu og
veikja traust almennings á þess-
um stofnunum, sem eru hom-
steinar i islenzku þjóðfélagi,
hyrningasteinar undir isl, lýð-
ræði. Það er óþrifa- og óþverra-
verk, sem þessir menn standa I,
og þeir mega hafa skömm fyrir.
Það þýðir ekkert fyrir þessa
menn aö ætla að skjóta sér á bak
við Vilmund Gylfason. Það er
raunar litilmannlegt af þeim.
Þeir bera ábyrgðina, og sjálfur
ritstjóri Visisskrifar á forsiðuna i
Visi i dag og setur mér kosti:
„Dómsmálaráðherra gefinn kost-
ur á að draga ummæli sin til
baka.” Kannast menn við svona
vinnubrögð? Það skyldi nú aldrei
vera að „Mafian” viðhefði svona
vinnubrögð nokkuð viða, sendi
hótanir i blöðum eða hótunarbréf.
ef á þarf að halda? Mafia er hún,
og Mafi'a skal hún heita. Það er
svo annað mál, sem ég ætla ekki
að orðlengja um hér, að auðvitað
hafa oft verið úfar með
Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum. Framsóknarfor-
ystumenn hafa lika oft fengið
kaldar kveðjur i blöðum Sjálf-
stæðismanna, og það hefur sjálf-
sagt verið gagnkvæmt — og það
mætti nú rifja upp ýmis tilvik af
þvi tagi, allt frá Kleppi og út um
eyjar. Ég ætla að sleppa þvi núna,
en ég hef það allt geymt, og það
fyrnist ekki.”
Guðmundur Marteinsson:
Enn situr Loki á
svikráðum við Baidur
Og hvað fær sárar samvizkuna
kvalið
en svik við það, sem ábyrgð
vorri er falið?
Tómas Guðmundsson.
Vordag einn á siðast liðnu ári
var i þessu blaði forsiðumynd af
manni riðandi bráðfallegum hesti
á harða spretti, og var þess getið,
að hesturinn héti Baldur.
Undir myndinni stóð: „Þessi
hestur selur þúsund islenzka
hesta fyrir okkur,” og er það end-
urtekið i feitletraðri fyrirsögn á
grein inni i blaðinu, þar sem nán-
ar er sagt frá Baldri, sjö vetra
skagfirzkum gæðingi, sem „fór
snemma i morgun flugleiðis héð-
an áleiðis til Hollands og Þýzka-
lands, þar sem hann tekur þátt i
mótum fyrir islenzka hesta.”
„Eigandi Baldurs..... frábær
hesta- og tamningamaður, fer út-
an með hestinum”........Baldur
kennir ekki til tslands aftur, þar
sem bannaö er mcð lögum að
flytja hesta úr landi og heim aft-
ur” (leturbreyting min, G.M.)
...,með sömu flugvél og Baldur
fór utan hrossahópur. „Þetta er
fallegasti hrossahópur, sem ég
hef séð fara út landi,” segir selj-
andi hestanna, og virðist hreyk-
inn af. Og kaupandinn er talinn
vera „kunnur unnandi islenzkra
hesta.”
Hér er tilfært brot úr frásögu af
sölu hóps islenzkra hesta til út-
landa. I hópnum er frábær gæð-
ingurm sem ekki á afturkomu
auðið til sinna islenzku heim-
kynna, frekar en hinir hestarnir i
hópnum, og gæðingunum er borið
á brýn (það virðist raunar eiga að
vera hrósyrði), að hann muni
selja þúsund meðbræðra sinna til
útlanda.
Það er ekki ætlunin með þvi að
tilfæra þetta frásögubrot að beina
gagnrýni sérstaklega að þeim
mönnum, sem hér koma við sögu,
en umrædd blaðagrein er dæmi-
gerð um hið fullkomna blygðun-
arleysi, sem almennt virðist rikja
meðal islenzkra hrossaútflytj-
enda og erindreka þeirra.
Það vill svo til i þessu tilviki, að
nafn hestsins, sem kemur við
sögu, er BALDUK, glæsilegur
fulltrúi islenzkra hesta. „Loki”
er i þessu dæmi maðurinn. nánar
tiltekið islenzkir menn, sem taka
heslana sina úr hesthúsinu eða
sumarhögunum og selja þá i ævi-
langa útlegð.
Islenzkir hestar eru hluti af is-
lenzku samfélagi, rétt eins og is-
lenzkir menn. Landnámsmenn-
irnir fluttu með sér hesta og
önnur húsdýr yfir hafið, þegar
þeir námu hér land. Það urðu þeir
að gera. til þess að geta lifað i
þessu landi. Ilestarnir hafa á-
samt kúnum og kindunum haldið
lifinu i þessari þjóð gegnum ald-
irnar. Þar til fyrir örlaum ára-
tugum var hesturinn sannarlega
þarfasti þjónninn, og jafnframt,
ásamt hundinum. náinn l'élagi og
vinur mannsins.
En hesturinn er þvi aðeins
sjálfbjarga um fæðuöflun, að
grasi vaxin jorö sé honum að-
gengileg. A manninum hvilir sú
skylda að afla fæðu handa hestin-
um og fóðra hann á þeim árstima,
sem hann er ósjálfbjarga um
fæðuöflun, og veita honum aðra
aðhlynningu, sem honum er
nauðsynleg til þess að geta gegnt
sinu hlutverki, manninum til
gagns og ánægju. Þannig hafa
maður og hestur löngum verið
háðir hvor öðrum.
Sú breyting varð á fyrir nokkr-
um áratugum, að isiendingar
urðu „upp úr þvi vaxnir” að nota
hestinn við dagleg störf, til burð-
ar. dráttar og nauðsynlegra
ferðalaga. Nú eiga menn hesta
næstum eingöngu sér til skemmt-
unar, til likamlegrar og andlegr-
ar upplyftingar. En kaldhæðni
má það kallast, að jafnframt þvi
sem islenzkur landbúnaður er
þannig kominn á „hærra plan”,
og „þarfasti þjónninn” þar með
að verulegu leyti leystur frá
störfum, skuli hann gerður að fé-
þúfu með þeim hætti, sem hér er
rætt um.
Hesturinn er skyni gædd
skepna, með rikt skap og næmar
tilfinningar og afarsterka átt-
hagakennd. Þetta vita allir, sem
hafa umgengizt hesta, og er það
staðfest með fjölda sagna, gam-
alla og nýrra.
Sá er þetta ritar hefur áður i
blaðagrein (Mbl. 15. mai 1973)
látið i ljós þá skoðun, að sennilega
hafi margur hestaeigandinn
(bóndinn) skömm á þessari
hestasölu, en úr þvi að þetta við-
gangist, sé varla við öðru að bú-
ast en að margir þeir, sem til
þess hafa aðstöðu, taki þátt i þvi.
Svo mikil er freistingin, hátt verð
i boði fyrir islenzka hesta selda til
útlanda. Þess vegna dugi ekkert
minna til að stöðva þennan ósóma
en alþjóðasamtök. m.ö.o. að full-
trúar þjóðarinnar á Alþingi sam-
þykki lög, sem banni útflutning
iifandi hesta.
Nú er að sjálfsögðu ekki við þvi
að búast. að Alþingi rjúki til og
setji lög. nema fyrir liggi nokkrar
likur á þvi, að verulegur hluti
þjóðarinnar (kjósenda) sé
hlynntur slikri lagasetningu.
Spurningin er þvi, hvenær sóma-
tilfinning þjóðarinnar kemst á
það stig. að Alþingi fái nægilega
hvatningu til þeirrar verndar is-
lenzka hestsins. sem i slikri laga-
setningu fælist.
Væri það ekki verðugt verkefni
fyrir dýraverndunarfélög og
hestamannafélög viðs vegar um
landið :ið kanna hug þjóðarinnar
til slikrar lagasetningar, og jafn-
framt ljá hestinum fulltingi sitt
eftir mætti?
Um lög varðandi meðferð hús-
dýra almennter mér litt kunnugt.
Vitað er. að á liðnum öldum hefur
fénaður oft fallið úr hor, þegar
hart var i ari. en mannfólkið i
landinu varð einatt i hallæri að
sæta svipuðum örlögum.
En að úligangshrossabúskapur
skuli ennþá viðgangast i liinu is-
lenzka velferðarriki, er þjóðinni
lil litils sóma. Um það skal þó
ekki l'rekar fjölyrt að sinni.