Tíminn - 03.02.1976, Side 12
12
TÍMINN
Þriðjudagur 3. febrúar 1976.
Nona Gaprindasjvili
heimsmeistari kvenna í
skák - fyrsti stórmeistarinn
meðai kvenþjóðarinnar
í viðtali við Nonu Gaprinda-
sjvili, sem um langt skeið hefur
verið fremst kvenna i skák-
heiminum, var fyrst að þvi
spurt, hvernig háttað væri sam-
bandi skákkvenna viö FIDE, al-
þjóða skáksambandið.
— Við skákkonur höfum ekki
staðið i striði við FIDE eins og
karlar, enda þótt við höfum
ærna ástæðu til. Til dæmis voru
ólympiumót fyrir konur tekin
upp 30 árum á eftir karlamót-
um. Enn er ekki efnt til Evrópu-
meistaramóta eða heims-
meistaramóta fyrir stúlkur.
Stórmeistaratign fyrir konur
var tekin upp fyrir nokkrum
dögum, ef svo má segja.
Eins og eðlilegt er, keppa kon-
ur ekki við karla i flestum
iþróttum : þær hlaupa styttri
vegalengdir, kúla þeirra er létt-
ari, blaknetið er lægra o.s.frv.
Það er aðeins i skák, að við
mætum körlum sem jafningj-
um. En skák er reyndar mjög
erfið iþrótta. Það er ekki að
ástæðulausu að Petrosjan
horaðistum sex kiló i fyrsta ein-
vigi sinu við Spasski. Konu veit-
ist mjög erfitt að þola hið mikla
sálræna og likamlega álag
fimm stundir á hverjum degi,
kannski þrjár-fjórar vikur i
einu. Að ógleymdum mörgum
smáum og stórum vandamálum
kvenna.
— En karlar hafa lika sinn
djöful að draga. Samanber vig-
orðiö: „spörum karlana”.
— Gott og vel, spörum karla,
en ekkiþá sem tefla, segir Nona
brosandi. Ég get leyft mér að
segja þetta, þvi ég hefi mikla
reynslu af þvi að tefla við karla
og veit, að þvi fer fjarri að þeir
sýni riddaramennsku við tafl-
borðið. I fyrsta iagi skammast
þeirsin mikið fyrir að tapa fyrir
konu, og ieggja sig þvi alla
fram. Meistari nokkur, sem
tapaði fyrir mér, móðgaðist svo,
að hann heilsaði mér ekki i
nokkra daga. Gott og vel, þetta
getur maður skilið. En af hverju
láta þeir fara i bið og leika til
enda stöður, sem eru bersýni-
lega jafnteflisstöður, einmitt
þegar þeir eru að tefla við mig
— það er algjört hneyksli....
Sem fyrr segir hefur Nona
Gaprindasjvili, sem er frá
Grúsiu, sigrað hvern áskorand-
ann af öðrum. Siðast glimdi hún
við kornunga skákkonu, sem
einnig er frá Tblisi i Grúsiu,
Nönu Alexandriu. Heims-
meistarinn játar, að það hafi
verið erfið viðureign, og ekki
bara taflið sjálft, heldur lika
vegna þess „að mér hefur verið
spillt af þeim, sem halda með
mér. Ég man árið 1956, þegar ég
var fimmtán ára skólastelpa, þá
varð ég Grúsiumeistari með
15,5 vinninga af 16 mögulegum.
Þegar ég gekk út úr leikhúsinu,
þar sem teflt var, þurfti tvo lög-
reglumenn til að koma mér i
gegn um þyrpingu æstra aðdá-
enda. Þegar ég gekk á milli
þeirra, þá hrópaði kona ein
skelfingu lostin: Drottinn minn,
hvað hefur stelpugreyið gert af
sér”.
— En þurfti engan lifvörð
núna?
— Nei, ég var með eigin lif-
vörð, eiginmanninn, son minn
og bræður. En aðdáendurnir
höfðu ekki bara min vegna
þyrpztsaman. Nana Alexandria
nýtur mikilla vinsælda og i
fyrsta sinn varð ég þess vör, að
jafnvel i Tblisi, halda ekki nærri
allir með mér. Fyrst gramdist
mér þetta. Til dæmis þegar einn
meðhaldsmaðurinn spurði mig i
miklum barnaskap : Gætirðu nú
ekki leyft stelpunni að vinna?
Þú getur hirt af henni heims-
meistaratitilinn aftur eftir þrjú
ár. En svo skildi ég, að þetta er
allt eðlilegt. I gamla daga
„stal” ég vinsældum frá öðrum,
og það er timi til þess kominn
að ég fari að greiða þá skuld.
Mér er annars heldur vel við
þessa „aðdáendur”. Og mér
hefur alltaf þótt gott að tefla i
margmenni. Kiiðurinn og hvisl-
ið úr salnum hressir mig. Mér
þykir gaman, þegar áhorfendur
klappa fyrir fallegum leik. Ekki
fyrir sigri kannski, en fyrir fal-
legum leik. Á slikum augnablik-
um finnur maður greinilega, að
það er listrænn þáttur i skák,
sem getur veitt fagurfræðilega
ánægju.
En það versta við að-
dáendurna er, að þeir eru alveg
sannfærðir um að heims-
meistarinn verði að vera efst á
öllum mótum. Einu sinni lenti
ég i öðru sæti á alþjóðamóti
kvenna i Belgrad, og strax fóru
menn að hrista hausinn : Hvað
hefur komið fyrir hana Nonu?
En satt bezt að segja, þá finn ég,
að ég býst lika alltaf við sigrum
einum af knattspyrnuliðum eða
körfuboltaiðum Tblisiborgar —
liklega eru allir meðhaldsmenn
eins og verður ekki breytt.
— Hefurðu nokkurn tima
fundið til andstyggðar á skák?
— Það hefur komið fyrir. 1
siðustu umferð sovézka
meistaramótsins 1964 tefldi ég
við Olgu Andréévu. Mér var þá
þegar tryggt fyrsta sætið, en
Olgu hafði gengið illa, og úrslit-
in skiptu hana ekki máli. Sama
dag áttu handboltamenn frá
Tblisi að leika við Júgóslava i
keppni meistaraliða Evrópu, og
ég var búin að kaupa mér miða.
Ég tefldi hvitum, hafði drottn-
ingaskipti og stakk upp á jafn-
tefli. Ég var viss um að Olga
myndi samþykkja þetta, en hún
vildi tefla við heimsmeistarann
og neitaði. Og þessi lika stór-
spennandi handboltaleikur að
byrja, sem ég vildi ekki með
neinu móti missa af. Æ, æ! Ég
bað um kaffibolla og.reyndi að
gleyma handboltanum. Við
tefldum til máts. Kannski þótti
Olgu gaman, en ekki henni mér!
— Stundum eruð þið Vera
Mentsjík (um langan aldur
heimsmeistari kvenna) bornar
saman, og sagt að þér hafið
þegar skyggt á frægð hennar?
— Hvernig er hægt að bera
saman skákkonur, sern aldrei
hittust, og tefldu ekki einu sinni
viðsömu andstæðinga? Það get-
ur engin farið i föt Veru Ment-
sjik, þótt ekki væri nema vegna
þess, að það var hún, sem sýndi
fyrst fram á það, að konur geta
náð mjög langt á þessu erfiða
sviði. En ég vona það verði ekki
talið mér til grobbs þótt ég segi,
að kannski hafi ég með skákstil
minum, með stöðugri sóknar-
viðleitni og þvi að tefla til sigurs
við sterka skákmeistara, að
nokkru orðið til þess að kvenna-
meistarar tefla nú djarfar en
áður, eiga fleiri úrræði, að ótti
þeirra við að tefla við karla er
að hverfa. Og nú eruð þér sjálfir
aftur komnir inrr á „karla-
þemað”.
— Finnst yður, að þér séuð
alveg sanngjarnar við karlpen-
inginn?
— Ég ólst upp með fimm
bræðrum og lék þeirra leiki.
Enn hitnar mér um lófana, þeg-
ar ég man, hvernig ég stóð i
marki og varði vitaspyrnu. Ég
eignaðist mina fyrstu brúðu,
þegar ég var orðin heimsmeist-
ari — það voru stúdentar, sem
gáfu mér hana. Sambúð min við
manninn minn er i allra bezta
lagi og Datiko litli, sonur minn,
er min stærsta gleði. Ég er bara
að halda uppi málsvörn fyrir
sannleikann. Min uppáhalds-
lesning er t.d. ræður málflutn-
ingsmanna- Ég reyni bæði i
skák, sem móðir og sem þing-
maður að finna réttlátar lausn-
ir, hvernig get ég látið sem mig
varði engu, hvernig konum
vegnar i skák?
— Og að lokum?
— Ég skil. Ég skal taka það
fram, að ég hef mætur á tölunni
þrettán. Hún eltir mig á rönd-
um. Það eru 13 stafir i nafninu
minu. Númerið á ibúðinni, sem
ég bjó áður i og þeirri sem ég bý
i núna, er 13. Ég fékk 13 vinn-
inga i áskorendamótinu 1961, og
i tveim næstu einvigjum um
heimsmeistaratitilinn, sem ég
vann, voru tefldar 13 skákir.
Tvisvar hef ég unnið allar min-
ar skákir á alþjóðlegu móti — og
þær voru 13 i báðum tilvikum.
Einu sinni vann ég allar minar
skákir i hraðskákmóti karla i
Hastings — en meðal keppinaut-
anna var sjálfur Tal. Það er rétt
til getið, að þessar skákir voru
þrettán talsins.