Tíminn - 03.02.1976, Side 21

Tíminn - 03.02.1976, Side 21
Þriðjudagur 3. febrúar 1976. TÍMINN 21 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir lagabreytingum vegna sjóða sjávarútvegsins FB-Reykjavik. Rikisstjórnin samþykkti á fundi sihum að beita sér fyrir setningu laga og reglugerða, sem i öllum megin- atriðum fylgi tillögum þeim og ábendingum,sem settareru fram i skýrslu tillögunefndar um sjóði sjávarútvegs og hlutaskipti frá 19. janúar sl. Akvörðun þessi er á þvi reist, að samkomulag náist milli samtaka sjómanna og út- vegsmanna um breytingar á kjarasamningum i tengslum við þessar lagabreytingar og jafn- framt að samkomulag þetta nái jafnt til þeirra félaga sjómanna og útvegsmanna, sem hafa bundna samninga, sem þeirra, er nú hafa lausa samninga. Jafn- framt þessu hefur þess verið ósk- að, að nefndin starfi áfram að framgangi þessara mála i sam- ráði við sjávarútvegsráðuneytið. Nefnin leggur til, að breytingar á sjóðum verði i samræmi við eftirfarandi atriði: A. Löggjöf um sjóði og útflutningsgjöld l.Oliusjóður fiskiskipa verði lagður niður og niðurgreiðslu oliuverðs úr honum hætt. 2. Tekjur Tryggingasjóðs fiski- skipa af útflutningsgjöldum verði skertar um sem næst helming frá núgildandi gjald- skrá útflutningsgjalda og greiðslur iðgjaldsstyrkja úr honum lækkaðar að sama skapi. 3. Fiskimálasjóður og Fisk- veiðasjóður tslands verði sameinaðir undir einni stjórn. Til styrkveitinga úr Fiski- málasjóði verði varið ákveðn- um hluta af tekjum sjóðanna af útflutningsgjaldi. 4. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins starfi áfram. 5. Aflatryggingasjóður — bæði almenn deild og áhafnadeild — starfi áfram með svipuðum heildartekjum og núgildandi lög gera ráð fyrir. Fram fari rækileg skoðuná starfsreglum Aflatryggingasjóðs, m.a. með það i huga, að hann valdi minni tilfærslum milli skipa og útgerðarstaða en nú er. Athuguð verði sú tilhögun, að fé almennu deildarinnar i sjóönum skiptist á sérstaka svæðasjóöi i stað eins sjóðs fyrir allt landið. 6. Gjald til Stofnfjársjóðs fiski- skipa lækki og verði ekki hærra en 10% af verðlagsráðs verði sjávarafla við heima- landanir og 16% við landanir erlendis.öll ákvæði um Stofn- fjársjóð og ráðstöfun fjár úr honum verði felld i ein lög. 7. öll núgildandi ákvæði um út- flutningsgjöld af sjávarafurð- um verði numin úr lögum. Sett verði ein lög um út- flutningsgjald af útfluttum sjávarafurðum, sem varið sé i þágu sjávarútvegsins. Gjaldið verði einfalt % gjald af f.o.b.-verði gjaldskylds út- flutnings og ekki hærra en 6%. Gjaldskylduákvæði verði samræmd og undanþágur og ivilnanir vegna einstakra af- urða yfirleitt felldar niður og i staðinn sett almenn regla um ivilnun fyrir afurðir, sem hafa óvenju mikla vinnsluviðbót hér á landi. Tekjum af útflutningsgjaldi verði skipt með lögum milli viðtakendasem hér segir, mið- að við 0% gjald: Tillaga Núgildandi reglur % m.kr. % m. 1. Aflatryggingasjóöur a) Almenndeild 22 500 7,7 461 b) Ahafnadeild 26 590 9,3 554 2. Tryggingasjóður fiski- skipa 27 613 19,8 1.182 3. Fiskveiðasjóður — Fiskimálasjóður 8,4 497 a) Til lánastarfsemi b) Til styrkveitinga til 21 477 rannsókna, tilrauna og markaðseflingar 0.9 20 4. Til sjávarrannsókna og framleiðslueftirlits * sjávarafurða 2,3 53 1,0 62 5. Til samtaka sjómanna og útvegsmanna 0,8 18 0,2 13 (6. Til oliusjóðs — — 53,5 3.196) SAMTALS 100,00 2.271 w 100,0 5.965 Akvæði þessara laga gildi frá 1. febrúar 1976. B. Ákvörðun fiskverðs 8. Verðlagsráð sjávarútvegsins hagi fiskverðsákvörðunum sinum frá 1. febrúar 1976 i samræmi við þessar tillögur um útflutningsgjöld og Stofn- fjársjóð. Þetta hefði i för með sér verulega hækkun fisk- verðs. Sé miðað við 6% útflutningsgjald og 10% stofn- fjársjóðsgjald er reiknað með eftirfarandi fiskverðs- hækkun, vegna kerfisbreyt- ingarinnar: Hækkun frá gildandi verði 1. Algengt fiskverð (sbr. tilkynningu Verðlagsráðs nr. 26/1975) 24 % 2. Loðna (frá 2,05 kr., sem er reikniforsenda) 46,5% 3. Fiskúrgangur (sbr. tilkynningu Verðlags- ráðsnr. 30/1975) 64,4% Tekið skal fram, að þessar töl- ur eru meöaltölur breytinga og að ekki er nein tilraun gerð hér til þess að dreifa þessari hækkun nánar á tegundir eða gæða- og stærðarflokka og þar með á vinnslugreinar. C. Samningar um hlutaskipti Til þess að gera útgerðinni kleift að standa straum af aukn- um oliu-, tryggingar- og stofn- fjárkostnaði vegna afnáms Oliu- sjóðs, lækkunar iðgjaldsstyrkja og stofnfjársjóðsgjalda, telur nefndin einkum tvær leiðir koma til greina: Annars vegar, eins og greinir i 9., 10. og 11. hér á eftir: 9. Skiptaverðmæti innanlands á öllum sjávarafla, verði skil- greint i kjarasamningum sjó- manna og útvegsmanna sem verðmæti aflans á Verðlags- ráðsverði, að viðbættum hvers konar greiðslum fyrir afla öðrum en stofnf jársjóðs- greiðslum, en að írádregnum brennsluoliukostnaði veiði- skipa hérlendis. Uppgjör á oliukostnaði fari fram jafn- harðan samkvæmt sérstökum mælum auk oliureikninga. sem vélstjóri heíur viður- kennt, og verði staðfest af trúnaðarmönnum áhafnar (einum úr hópi háseta og öðr- um úr hópi annarra i áhöfn skipsins). Við landanir erlendis gildi sama regla, og tekur tillit til ákvæða kjara- samninga um skiptaverðmæti við sölu afla i erlendri höfn. 10. Brennsluoliuverðið, sem við er miðað i athugunum og tillögum nefndarinnar er kr. 24,20 á hvern gásoliulitra. Akvörðun um oliuverð til fiskiskipa þarf að liggja fyrir opinberlega fyrir fram við upphaf hverrar meginvertiðar og fiskverðstimabils, þannig að ákvarðanir um fiskverð geti tekið mið af þekktu oliu- verði. 11. Á það er bent, að til þess að hlutir áhafna úr hinu nýja sk ipta verðm æti haldist öbreyttir að meðaltali fyrir megingreinar flotans, eigi skiptaprósentur yfirleitt að haldast óbreyttar á bátaflot- anum nema á loðnuveiðum og sildveiðum, þar sem skipta- prósenta kynni að þurfa að lækka viö þessa breytingu. Hins vegar þyrftu afíaverð- laun á stærri skutttogurum að hækka til þess að halda meöalhlut áhafna óbreyttum og einnig skiptaprósenta á minni skuttogurum, þótt i minna mæli sé. Hér er alls staðar miðað við meðaltölur heilla greina, sem nánar þyrfti að ákveða i samning- um, enda um hrein samninga- mál að ræða. — — Vegna mikillar oliu- notkunar stóru togaranna m.v. aflaverðmæti og erfiðrar rekstrarstöðu þeirra ylli þessi breyting sérstökum vanda i togaraútgerð. Það mál þarfnast sérstakrar athugun- ar. Hins vegar, eins og fram er sett i 9a., lOa og 1 la : 9. a. Skiptaverðmæti hér innan- lands verði skilgreint i kjara samningum sjómanna og út- vegsmanna sem verðmæti afl- ans i verðlagsráðsverði að viðbættum hvers konar greiðslum fyrir afla öðrum en stofnfjársjóðsgreiðslum og að frádreginni fastri aðfanga- prósentu sem nemi: 10 — 12% af aflaverðmæti skipa undir 50 brl. 12—15% af aflaverðmaiti skipa 51—110 br. 15—20% af aflaverðmæti skipa 111—300 brl. 20—25% af aflaverðmæti skipa 301—500 brl. 30—35% af aflaverðmæti skipa 501 tonn og yfir. Við landanir erlendis reiknist þessi frádráttur af aflaverð- mæti eftir samningsbundinn og lögbundinn frádrátt vegna sölukostnaðar og stofnfjár- sjóðsgjalds. Aðfangaprósent- urnar hér að framan eru mið- aðar við viskverðshækkun skv 8. hér að framan og oliuverð kr. 24,20 hver gasoliuli'tri. Frádráttartölurnar yrðu samningsatriði. Heppilegast virðist, að hverri einstakri hlutaskiptareglu i samningum fylgi ákveðin aðfangaprósenta Hlutaskiptaákvæði samninga fyrir hin ýmsu veiðarfæri fylgja nokkuð breytilegum stæröarmorKum, m.a. þess végna er ekki hægt að slá þessum tölum föstum fyrir hvern stærðarflokk i upphafi. Talnabilin hér að framan gefa þvi ekki fullkomna mynd af málinu. Oliukostnaðurinn er uppistaðan i aðfangafrádrætt- inum og þvi hlytu tölurnar að taka mið af oliuverði. Hug- myndirnar um aðfangapró- sentu héraðofan eru eingöngu miðaðar við skip, sem brenna gasoliu. Skip, sem brenna svartoliu, hafa minni elds- neytiskostnað, og þyrfti að ákveða aðfangaprósentur sér- staklega fyrir þau. En með þeirri viðbót flóknar skipta- kerfið nokkuð enn. a. Sama og 10. a. Með framangreindri skil- greiningu á skiptaverðmæti þyrfti yfirleitt ekki að koma til breyting á skiptaprósentum vegna breytinga á útflutnings- gjöldum ogsjóðum sbr. 11. lið. Tölurnar i 9. a. eins og skipta- prósenturnar eru að sjálf- sögðu samningamál sjó- manna og útvegsmanna. Vegna mikillar oliunotkunar stóru skuttogaranna og erf- iðar rekstr.stöðu þeirra þyrfti að taka aflaverðlaun áhafna á þeim og rekstrargrundvöll þeirra i heild til sérstakrar athugunar. Grímu- búningar á börn og fullorðna til leigu. Grímubúningaleig- an. Simi 7-26-06. Stúlka óskar eftir vinnu viö garðyrkju/gróðurhús í Reykjavík eða ná- grenni, eða á sveitabæ. Er búfræðingur. Upp- lýsingar í síma 8-63-79 eftir kl. 6. AUGLYSIÐ í TÍAAANUM SÉRSTAKT VERÐTILBOÐ VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA BOSCH Borvél "l/2" HD (450 wött, tveggja hraða) Ætti að kosta: Kr. 25.500 En kostar: Kr. 19.900 HLIÐSTÆÐUR VERÐMUNUR Á FLEIRI BOSCH VÖRUM unnai Sfyzdióóon h.f. Akureyri • Glerárgötu 20 • Sími 2-22-32 Reykjavík • Suðurlandsbraut 16 • Simi 3-52-00 Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verður haldið i ÖLFUSBORGUM dagana 20.-29. febrúar næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samræmi við ákvæði i samningum milli almennu verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda, og er þátttaka heimil stjórnendum vinnuvéla hvaðanæva af landinu. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu, krana eða aðrar stærri vinnuvélar. Eftirtalin samtök annast skráningu þátttakenda: Verkamannafélagið Dagsbrún, Lindargötu 9, Reykjavik, simi 25633. Vinnuveitendasamband íslands, Garðastræti 41, Reykjavik, simi 18592. Verkamannasamband islands Lindargötu 9, Reykjavik, simi 12977, Þátttökubeiðnir þurfa að berast fyrir 12. febrúar. Gisting og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar veita ofangreind sam- tök. Stjórn vinnuvélanámskeiða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.