Tíminn - 03.02.1976, Side 23

Tíminn - 03.02.1976, Side 23
TiMINN 23 þriðjudagur :!. febrúar l!)7(i. f m - ffs . k Forseti islands mælti nokkur orð, þegar brjústmyndin var afhjúpuð ' Stjórnarráðinu. Bolvíkingar, nágrannar Bolvikingar, nágrannar. F'élagsmálanámskeið hefst i Félagsheimilinu i Boljyngarvik i kvöld. Leiðbeinandi verður Heiðar Guðbrandsson. Allir velkomnir. SUF, Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum og Framsóknarfélag Bolungavikur Brjóstmynd af Jóni konungsritara í stjórnarróðinu HINN annan febrúar voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Svein- björnssonar konungsrit- ara, og var þá brjóst- mynd af honum komiö fyrir i gamla Stjórnar- ráðshúsinu. Mælti dr, Kristján Eldjárn nokkur orð við það tækifæri. Myndin er hingað komin að frumkvæði sonar Jóns, Erlings Sveinbjörnssonar hagfræðings, sem eftirlét Islandi hana, en rik- isstjórn lét steypa hana i brons. Hingað tillands er einnig kominn einkennisbúningur Jónsogkorði. Jón Sveinbjörnsson var aðstoð- armaður i stjórnarráðinu árin 1904-1906, en fluttist þá til Kaup- mannahafnar. Konungsritari var hann 1918-1944. Hann andaðist 12. marz 1953. Korði Jóns konungsritara. Einar H. Einarsson á Skammadalshóli: Flug Concorde-þotunnar kom fram á jarðskjálftamæli Concorde-þotur hafa nýverið haf- ið áætlunarflug, þótt enn sé vafa- samt, hverja framtið þær eigi fyrir sér, ekki si'zt vegna þess, að bandarisk yfirvöld hafa meinað þeim um lendingarleyfi vestra vegna hávaðamengunar og ann- arrarhættu, sem stafaraf þessari gerð flugvéla, sem kostað hefur offjár að framleiða. Con- corde-vélarnar fljúga mjög hátt, ogmargir visindamenn eru þeirr- ar skoðunar, að þær muni smám saman eyðileggja þau hinna efri loftlaga, sem þær fara um, en þessi lög eru jörðunni nauðsyn vegna þess, að þau vernda allt jarðlif gegn geislun utan úr geimnum. Einar H. Einarsson sendi Timanum fyrir skömmu grein þá, sem hér fer á eftir, en þar segir frá þeim atburðum, sem urðu, þegar Concorde-vél sótti ísland heim i fyrsta og vonandi siðasta skiptið. Grein Einars er svolátandi: ,,Að undanförnu hafa verið a 11- miklar orðræöur i fjölmiðlum um erfiðleika á þvi að fá lendingar- leyfi fyrir Concorde-þotur i Bandarikjunum. Við þessar um- ræður vaktist það upp fyrir mér, að aldrei hef ég séð þess getið i fjölmiðlum, hvað gerðist hér i Mýrdal, þegar Concorde-þotan kom til Islands 7. febrúar 1974 og lenti á flugvellinum i Keflavik laust eftir kl. 13. Ég fór þvi að fletta upp i dagbók minni frá um- ræddum degi. Þar stendur þetta m.a.: Eftir matinn hallaði ég mér upp i divan, allt i' einu heyrðum við allmiklar sundurlausar drunur. Héldum að mikið grjóthrun hefði orðið i Kömbunum upp af bænum i Skammadal. Hraðaði ég mér út til að sjá ummerkin, en engin missmið sást á fjallinu og enga nýja steinasá ég I túnunum niður af þvi. Konan min fór vestur i Einar II. Einarsson á Skanima- dalshóli er eiiin hinna sjálfmennt- uðu náttúrufræöinga i isienzkri bændastétt og hefur skrifað margar athyglisverðar greinar i sérfræði rit um náttdrufræðileg efni. herbergið þar sem jarðskjálfta- mælir Orkustofnunar er, og ætl- aði að sjá úr glugganum þar, hvað væri að gerast upp af Skammadal. Varð henni litið á mælinn og kallaði til min, að þessar drunur hefðu Jcomið á hann. Mikið rétt, þarna var ekki um að villast, mælirinn sýndi skjálfta með komutima 12-46-00. Eftir útiiti linuritsins mátti halda að þetta væri jarðhræring. sem upptök hefði átt i sem næst 75 km fjarlægð, og að stærð verið nálægt 2 stigum á Richtersmælikvarða, en nokkuð var hann sérkenniieg- ur i útliti. Mitt fyrsta var að hringja i Lóranstöðina á Reynisfjalli og spyrja um hvort skjálftinn hefði komið inn á jarðskjálftamælinn þar, en skynjari (geofónn) hans er við Selfjall austan Múlakvisl- ar, en sendir inn á mælinn á Lóranstöðinni. Ekki stóö á þvi að skjálftinn hefði komið inn á þann mæli. Siðar talaði ég vi.ð Skammadal. bað var sama sagan þar og hjá mér. Fólkið þaut út til að sjá grjóthrunið sem það taldi aðdrunurnar stöfuðu frá, en þeg- ar út var komið sást engin hreyfing i Kömbunum. Mér virtist þetta alldularfullt, þvi ekki hafði ég vanizt þvi að slikar drunur heyrðust þótt jarð- skjálftamælirinn sýndi stærri skjálfta en þetta, svo ég talaði við jarðeðlisfræðideild Raunvisinda- stofnunar Háskólans. Þar höfðu þeir einskis orðið varir, en þenn- an dag var það mælirinn á Þor- birni við Grindavik sem sendi inn á sjálfritann hjá þeim. Það sýndi að upptök skjálftans gátu tæpast hafa verið vestan við mig. Datt okkur þá i hug að setja þetta i samband við þotuna, grennsluð- ust þeir fyrir um lendingartima hennar, og kom þá i ljós, að vel gat timasetningin á skjálftanum komið heim við það að þá hefði þotan verið að slá af hraðanum yfir hafínu hér suður af og rof hljóðmúrsins valdið þessum gauragangi hér i Mýrdal, og ann- að hefur aldrei sannazt. Siðar fékk ég þær upplýsingar, að viðar i Mýrdal og undir Eyja- fjöllum hefði fólk heyrt umrædd- ar drunur. Við umræðurum lendingarleyfi Concorde-þota i Bandarikjunum rifjaðist þessi atburður upp fyrir mér, og hafi þessar ályktanir okkar varðandi skjálftann og drunurnar verið réttar, sem við teljum engan vafa á, furðar mig ekki að til séu þeir, sem ékki eru neitt hrifnir af að eiga von á sliku yíir höfði sér.” Enginn ó veiðum ó Berufjarðardl Gsal-Reykjavik. LandhelgisgæzT^ an kannaöi i gær, hvort nokkrir bátar eöa skip vaeru að veiðumlT friðaða svæðinu á Berufjarðarál, en það svæði er friðað frá og með- 1. febrúar. Að sögn Jóns Magnús- sonar. talsmamns—Landlielgis- gæzlunnar, voru engin skip þar að ve iðu m. © íþróttir að la 5 villur, og einnig Armenn- ingurinn Birgir örn Birgis, og léku þeir þvi ekki með i framleng- ingunni. Mikil taugaspenna rikti siðan i framlengingunni — en hún gekk þannig fyrir sig. Armanii — Njarðvik Itogers Guðsteinn Rogers Jón S. Jón S. Haraldur 98:96 100:96 100:98 Kári 102:98 102:100 Jónas 104:100 104:101 Jönas (v) 104:102 Sigurður (v) 104:104 Jónas 106:104 108:104 Ármenningarnir voru sterkari á lokasprettinum, en þegar stað- an var 102:98, var Jimmv Rogers visað af leikvelli — 5 villur. Rog- ersvar stigahæstur hjá Ármanni með 44 stig, flest eftir frábærar sendingar frá Jóni Sigurðssyniog Guðsteini Ingimarssyni, en þeir áttu stórgóðan leik. Jón var pott- urinn og pannan i leik Ármanns- liðsins — skoraði 21 stig og sýndi mikið öryggi i vitaköstum. Guð- steinn skoraði 15 stig. Stefán Bjarkason var beztur hjá Njarð- vikingum — var óstöðvandi. þeg- ar hann komst á skrið, og skoraði 28 stig. Jónas Jóhannsson (20 stig) og Brynjar Sigmundsson 120 stig) voru einnig góðir. Kári Mariusson átti góða spretti. —sos Þessi mynd var tekin á Keflavikurflugvelli, þegar Coneorde-þota kom hingaö til lands.en frá þvi segir i grein Einars Halogen framluktir og þokuluktir. Speglar af mörgum gerðum. Vatns-dælur fyrir Austin Gipsy diesel. AAV-búðin Suðurlandsbraut 12. Simi 85052.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.