Tíminn - 03.02.1976, Qupperneq 24
Þri&judagur 3. febrúar 1976.
MET8ÖLUBÆKUR
ÁENSKUÍ .
VASABROTI í í
fyrirgóéan mat
^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Leiðtogar ítalskra kommúnista:
Stjórnarsamstarf við
kommúnista
nauðsynlegt,
ef leysa á
efnahags-
°g
stjórnmála-
kreppuna
Keuter/Kóm. Enrico Berlingu-
er, leiötogi kommúnistaflokks-
ins á ttaliu sagði að ekki yrði
unnt að leysa núverandi stjórn-
mála- og efnahagskreppu á
italíu, án þátttöku kommúnista-
flokksins i stjórnarsamstarfi.
Kemur þetta fram i viðtali, sem
birtist við Berlinguer i itölsku
dagblaði i dag.
Þátttaka okkar i stjórn-
armyndun mun ekki leiða nein
kraftaverk af sér, sagði Ber-
linguer. Hins vegar má það ljóst
vera, sagði hann, að erfitt verð-
ur að leysa aðsteðjandi vanda
án stuðnings þess flokks, sem
nýtur fylgis 33% atkvæðisbærra
landsmanna, þeirra á meðal
flestra verkamanna i landinu.
Berlinguer
Átökin í Vestur-Sahara:
Deiluaðila greinir á
um mannfallið
New York-
búar and-
snúnir
Concorde
Rcuter/New York. Það kemur
fram i skoðanakönnun, sem
birt var i New York i gær, að
þrir af hverjum fjórum New
York-búum eru á móti þvi að
Concorde-þotunni, sem byggð
var í sameiningu af Bretum og
Frökkum, verði veitt lending-
arleyfi i New York.
Það var New York Daily
Mail scm gekkst fyrir könn-
unn þessari.
Af þeim 532, sem spurðir voru,
viidu 63% banna alit flug Con-
corde til Bandaríkjanna. 23%
vildu veita þotunni umbeðin
ieyfi, en afgangurinn hafði
enga skoðun á málinu.
69% spurðra sögðust ekki
vilja fijúga mcð vélinni. Af
þeim sem vildu fjúlga með
Concorde voru kvenmenn i
ineirihluta.
Idi Amin, forseti
Uganda:
Reuter/Alsir, Rabat. Talsmenn
aisirsku stjórnarinnar sögðu i
gær, að hersveitir þeirra hefðu
drepið meira en 400 hermenn
Marokkostjórnar I átökunum i
Amgala eyðimörkinni i
Vestur-Sahara i siðustu viku. Það
var hið opinbera málgagn
alsírsku stjór narinnar, EI
Moudjahid, sem birti töiur
þessar. Ekkert var minnzt á
mannfail i liði Aisirmanna.
Heimildarmenn blaðsins fyrir
tölu þessari, eru hermenn þeir,
sem þátt tóku i átökunum, en eru
nú komnir aftur til stöðva sinna,
um 300 km. frá þeim stað, þar
sem átökin áttu sér stað.
E1 Moudjahid gerði engar at-
hugasemdir við frétt þá, sem birt
hefur verið i Marokko, um að 200
alsirskir hermenn hafi verið
drepnir og 109 handteknir.
Talsmenn Marokkostjórnar
hafa borið þessa fregn E1
Moudjahid algjörlega til baka og
segja hana hreinan uppspuna.
Sögðu þeir að alsirsku
hermennirnir hefðu flúið undan
hermönnum Marokkóstjórnar, og
þvi harla óliklegt, að þeim hafi
unnizt timi til að telja lik fallinna
áður en þeir flúðu.
Marokkostjórn itrekaði, að
mannfall i liði þeirra hefði ekki
verið mikið tveir hefðu fallið og 14
særðir. Hins vegar hefðu 200
alsirskir hermenn fallið og 109
verið handteknir.
Erlendir fréttamenn sem flugu
yfir vigvöllinn i Amgala sögðu i
gær, að þeir hefðu ekki séð neina
ónýta skriðdreka eða annan
vopnabúnað frá Marokkomönn-
um, sem alsirskir hermenn hefðu
grandað eins haldið var fram af
þeirra hálfu.
Angóla:
Líklegt að helztu
borgir UNITA falli
innan fárra daga
Reuter/Belgrad. Júgóslavneska
fréttastofan Tanjug sagði i gær,
að MPLA hreyfingin I Angola,
sem nýtur stuðnings stjórna
Sovétrikjanna og Kúbu, verði
innan örfárra daga búin að her-
taka þrjár helztu borgir UNITA-
hreyfingarinnar.
í fréttasendingu frá Luanda,
höfuðborg MPLA i Angola,
sagði að borgir þessar væru Lu-
ambo, höfuðborg UNITA, hafn-
arborgin Lobito og Luso, mið-
stöð járnbrautasamgangna.
UNITA hefur þegar yfirgefið
Luambo að hiuta og Luso, að þvi
er júgóslavneska fréttastofan
hermir.
CIA njósnarar í
V-Þýzkalandi afhjúpaðir
Reuter/Frankfurt. Vinstri sinn-
að vestur-þýskt dagblað, In-
formationsdienst, birti i gær
nöfn 15 bandariskra sendi-
ráðsstarfsmanna, sem blaðið
segir vera útsendara CIA, leyni-
þjónustu Bandarikjanna, i Vest-
ur-Þýzkaiandi. Þá birtir blaðið
heimilisföng manna þessara og
stutt æviágrip þeirra.
Informationsdienst kvaðst
hafa uppiýsingar sinar frá
heimildarmanni innan sendi-
ráðsins. Sagðist blaðið hafa birt
nöfnin þvi að enginn gæti talizt
óhultur vegna starfsemi manna
þessara.
Blaðið mótmælti þvi harö-
iega, að með nafnbirtingunni
setti það lif mannanna 15 i
hættu. ,,Það sem við erum að
skýra frá nú hefur KGB vitað i
langan tima,” sagði blaðiö.
Leiðtogar FNLA-og UNITA
reiðubúnir til samstarfs
við stjórn AAPLA í Angola
Reuter/London. Idi Amin, for-
seti Uganda, og formaður Ein-
ingars am taka Afrikurikja,
OAU hefur að nýju boðizt til
þess að miðia málum svo að
koma megi á friði i Angoia. Am-
in hefur áður boðizt til að miðla
málum I þessari deilu.
Frétt um þetta heyrðist i
London i útsendingu útvarpsins
i Uganda, þegar lesið var tilboð
Amins til Neto, forseta stjórnar
MPLA i Angola. Sú hreyfing
nýtur,eins og svooft hefur verið
skýrt frá, stuðnings sovézku og
kúbönsku stjórnanna.
1 tilboði Amins sagði, að hann
væri tilbúinn til að fljúga til
Luanda, höfuðborgar MPLA
ásamt sendinefnd, sem skipuð
væri fulltrúum vinveittum bæði
MPLA og hreyfingunum FNLA
og UNITA, sem berjast gegn
yfirráðum MPLA. Amin sagði i
orðsendingu sinni, að hann hefði
upplýsingar um það, að leiðtog-
ar FNLA og UNITA væru reiðu-
búnir að taka þátt i samstarfi
með MPLA um að byggja upp
sterkt og sameinað riki i
Angola.
I orðsendingunni segir Amin
einnig, að hann hafi ráðlagt
leiðtogum FNLA og UNITA að
senda málaliða þá, sem með
þeim berjist til sins heima, ella
muni þeir glata samúð OAU og
þriðja heimsins.
,,Sem núverandi formaður
OAU, er ég ákafur i að finna
lausn á máli þessu, og er reiðu-
búinn að koma til Luanda um
leið og ég hef fengið svar frá
yður,” sagði Amin loks i orð-
sendingu sinni til Netos.
í gær hófst í Barcelona ó Spdni:
RAÐSTEFNA UM VERNDUN OG
HREINSUN MIÐJARÐARHAFSINS
Reuter/Barcelona. Sérfræðing-
ar frá 18 iöndum komu samaii til
ráðstefnu i Barcelona á Spáni i
gær og er ætlun þeirra að ræða
möguleika á þvi að komast að
samkomulagi um hreinsun Miö-
jarðarhafsins og að hindra frek-
ari mcngun þess, áður en allt
verðurum seinan I þeim cfnum.
Ráðstefnan mun standa i tvær
vikur. Það var umhverfismála-
nefnd Sameinuðu þjóðanna,
sem kvaddi ráðstefnu þessa
saman. Mostafa Tolba, fram-
kvæmdastjóri umhverfismála-
neftidarinnar, sagði i gær, að
undirbúningsviðræður hefðu
þegar sýnt, að vel væri hugsan-
legtaðkomast að samkomulagi
um ráðstafanir gegn frekari
mengun Miðjarðarhafsins.
Sérfræðingar Sameinuðu
þjóðanna telja, 'að um 100
milljónir manna búi við sjávar-
siðuna úmhverfis Miðjarðar-
hafið, og að þangað komi miklu
meiri fjöldi til sumarfria ár
hvert. Telja sérfræðingarnir
liklegt, að um árið 2000 verði 200
milljónir manna búsettir á
þessum slóðum og sé þá ekki
með talinn allui- sá fjöldi, sem
þangað muni koma i frium sin-
um.
Segja sérfræðingar þessir, að
90% af öllu skolpi og úrgangs-
vatni, sem i Miðjarðarhafið
renni, renni þangað óhindrað og
án þess, að nokkrar ráðstafanir
séu gerðar til að fyrirbyggja
skaðleg áhrif þess, enda er svo
komið að kvikasilfursmagn i
mörgum fisktegundum er kom-
ið langt upp fyrir það, sem heil-
brigðisyfirvöld telja forsvaran-
legt.