Tíminn - 10.02.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 10. febrúar 1976 „Ég er mjög ánægður með stökkin. . . þau færði mér sigur, sagði A-Þjóðverjinn sterki Ulrich Wehling, sem sigraði í Norrænu tvíkeppninni í gær ULRICH WEHLING...endurtók afrek sitt frá Sapporo. Ulrich Wehling, hinn 23 ára sterk- byggði skólanemandi frá Ober- wiesenthal, tryggði sér gullið i Norrænu tvíkeppninni. Þessi kraftalegi skiðamaður kom mjög á óvart iSapporo 1972— þá aðeins 19 ára — þegar hann skaut þekkt- um köppum ref fyrir rass og tryggði sér gullið þar. Hann var mjög ánægður eftir keppnina. — ílg var mjög ánægður með stökk- in — þau færðu mér sigur, sagði Wehling, sem er mjög góður stökkvari, en aftur á móti miðlungs-göngumaður. Ulrich Wehling sigraði i stökk- keppninni með yfirburðum — stökk 80 og 80,5 m. Þessi árangur dugði honum til sigurs, þó að hann yrði aðeins ellefti i 15 km göngunni. Úrslitin i Norrænu tvikeppninni urðu þessi: stig. Wehling, A-Þýzkalandi ....423,39 Urban Hettich, V-Þýzka ...418,90 Konrad Winkler, A-Þýzk .. .417,47 Hettich sigraði i göngukeppn- inni, en hann varð aftur á móti i ellefta sæti i stökkkeppninni. — SOS Sovézka stúlkan Galina Kulakova, sem vann bronsverðlaun i 5 km göngunni, varð að skila verðlaununum sinum i gær — þar sem það kom fram, að hún notaði örvandi lyf fyrir keppnina. Vinkona hennar Nina Baldicheva, sem varð fjórða i göngunni, hlaut þvi bronsið. Kulakova var ekki dæmd frá keppni i lnnsbruck — hún má keppa i 10 km gnngunni. KULAKOVA SKILAR BRONSVERÐLAUNUM FF IAN CALL- AGHAN... lætur ekkert að sér hæða. Rauði herinn" á toppinn —Mersey-liðið er algjörlega osigrað ósigrandi um þessar mundir „Rauði herinn” frá Liverpool er algjörlega óstöðvandi — hann leggur nú að velli hvern keppi- nautinn af öðrum i keppninni um enska meistara- titilinn, Leikmenn Leeds-liðsins voru fórnarlömb hans á Anfield Road — þar sem 54.525 áhorfendur, sáu Liverpool-liðið vinna öruggan sigur (2:0). Það voru „tviburarnir” Kevin Keegan og John Toshack sem skoruðu mörk Mersey-liðsins — markið, sem Torshack, skoraði var hreint stórkostlcgt. Þrumufleygur frá honum þandi 1. DEILD Birmingham. .. (0) 2Middlesb .... ..(0) 1 Iloward Kendall, David Mills Itoh Ilatton 18.599 Burnley .. (0) 0 Ipswich ...(0)1 15.496 Kevin Beattie (Vitaspyrna) Coventry .... ..(1)1 Man. United. ..(0)1 Les Cartwright 33.821 Lou Macari Liverpool.... Kevin Kcegan, (1) 2 Leeds . (0) 0 John Toshack 54.525 Man. City.... .. (0) 2 Aston Villa.. ...(1) 1 Tommy Booth, Andy Gray Asa Hartford 32.331 Newcastle .., .(1)4 Derby .(0)3 Colin Todd Steve Powell, (Sjálfsniark), Charlie George, Geoff Nulty, Tommy Graig Bruce Rioch (vftaspyrna). 44.215 Malcolm Macdonald Norwich .. (2) 3 Arsenal ..(1) 1 Martin I’eters 2, BrianKidd Ted MacDougall 23.000 Q.P.R .. (2) 4Wolves ..(1)2 Don Givcns 2. Dave Thomas, Bobby Gould 2 Gcrry Francis (vftaspyrna) 17.153 Shelt. Utd ... (0) 0 Everton 20.153 (0)0 Stoke ..(1)1 Leicester.... (1) 2 Ian Moores Frank VVorthington, 21.000 Bob Lee Tottenham... (0) 1 West Ham (0) 1 John Duncan Trevor Brooking út netamöskva Leeds-liðsins Toshack átti einnig stóran þátt fyrra markinu, en þá skallaði hann knöttinn fyrir fæturnar á Keegan.sem þakkaði fyrir sig — með góðu marki. Stewe Heighway átti stórleik hjá Liverpool-liðinu — lék á fullri ferð allan leikinn og hrellti hvað eftir annað leikmenn Leeds með hraða sinum og leikni. Gamla kempan Ian Callaghan, sem lék sinn 733. leik með Liverpool-lið- inu, lék eins og unglingur — hann lætur ekkert að sér hæða kappinn sá. Skotinn Lou Macari tryggði Manchester United jafntefli (1:1) gegn Coventry á Highfield Road, þegar hann skoraði með skalla, eftir hornspyrnu frá Gordon Hill 10 minútum fyrir leikslok. Les Cartwright skoraði mark Coventry — þrumufleygur af 30 m færi. Malcolm MacDougall — „Sup- er-Mac” var hetja Newcastle- liðsins á St. James Park. Þessi mikli markaskoraði skoraði sigurmark Newcastle, þegar 5 minútur voru til leiksloka — með skalla. Newcastle-liðið hafði tvisvar sinnum tveggja marka forystu — 2:0 og siðan 3:1. Mark Wallington, markvörður Leicester lék stórt hlutverk hjá liðinu gegn Stoke — hann varði vitaspyrnu frá Geoff Salmons. STAÐAN 1. deild Liverpool Manch. 28 14 11 3 46:23 39 Utd. 28 16 7 5 45:26 39 QPR 29 13 10 6 40:24 36 Derby 28 15 6 7 46:38 36 Leeds 27 15 5 7 45:28 35 West Ham 28 13 6 9 38:39 32 Manch. City 28 11 9 8 43:25 31 Ipswich 28 9 12 7 33:29 30 Newcastle Middles- 28 11 7 10 53:40 29 boro 28 10 9 9 30:27 29 Stoke 28 11 7 10 34:34 29 Everton 28 9 11 8 44:50 29 Leicester 28 8 13 7 32:38 29 Norwich 28 10 7 11 43:42 27 Tottenham 28 7 13 8 39:44 27 Coventry 28 8 10 10 29:38 26 AstonVilla 28 8 9 11 33:39 25 Arsenal 28 8 7 13 32336 23 Birming- ham 28 8 4 16 39:55 20 Wolves 28 6 7 15 30:44 19 Burnley 28 5 7 16 28:45 17 Sheff. Utd. 28 1 7 20 18:55 9 „Eg er mjög hamingjusöm'1 — sagði hin glæsilega 25 óra skauta- drottning fró Sovétríkjunum, Tatjana Averina, sem vann tvö gull um helgina — ÉG ER mjög hamingjusöm. Ég hefði glöö látiö öll heimsmetin min fyrir þcssi gullvcrölaun, sagði Tatjana Averina, hin glæsi- lega 25 ára skautadrottning frá Gorky við bakka Volgu-fljótsins i Sovétrikjunum, eftir að hún hafði tryggt sér gullverðlaunin i 1000 m skautahlaupi i Innshruck á laug- ardaginn. Averina, sem hefur sett 12 heimsmet á undanförnum ár- um, kom i mark á nýju ólymplu- meti — 1:28,43 minútum — og sló met (1:31,40) Moniku Holzner frá Vestur-Þýzkalandi, sem hún setti I Sapporo 1972. Þetta gamla met var margslegið, þvi að 9 stúlkur af 28, sem tóku þátt i hlaupinu, komu i mark á betri tima. Tatjana Averina var aftur i sviðsljósinu á sunnudaginn, þeg- ar hún varb fyrst til að vinna tvenn gullverðlaun i Innsbruck — þá sigraði hún i 3000 m skauta- hlaupi, eftir gifurlega keppni við 15árastúlku— Andreu Mitscher- lichfrá Dresden og Lisbeth Kors- mo, hina 28 ára húsmóður frá Osló. Averina hefur þvi náð frá- bærum árangri i Innsbruck, en þaðan fer hún með tvenn gull- verðlaun og tvenn bronsverðlaun, hún var þriðja i 1500 og 500 m skautahlaupi. 1000 m skautahlaup: Averina, Sovét...........1:28,43 Leah Poulos, Bandar .....1:28,57 Sheila Young, Bandar. ....1:29,14 3000 m skautahlaup: Averina, Sovét...........4:45,19 Mitscherlich, A-Þýzkal .. .4:45,23 Korsmo, Noregi...........4:45,24 Karin Kessow, A-Þýzkal ..4:45,60 Incs Bautzmann, A-Þýzkal4:45,67 Eins og sést á árangrinum, var um spennandi keppni að ræða — Korsmo missti af silfurverðlaun- unum, þar sem hún var með að- eins einu sekúndubroti lakari tima en hin 15 ára Mitscherlich. — Ég vissi að ég átti góöa m ögu- leika á sigri. Það var mitt stærsta leyndarmál — og ég vildi ekki segja frá þvi fyrir keppnina, sagði Averina. Herforingi stökk lengst HANS-GEORG Aschenbach, 24 óra herforingi i a-þýzka hern- um, sem er heimsmeistari i skiðastökki af 70 og 90 m palli, tryggði sér gull- verðlaunin i 70 m skiðastökki. ASCHENBACH Aschenbach átti lengsta stökkið I kcppninni, hann stökk 84,5 m, sem gaf honum 128 stig — en sam- tals fékk hann 252,0 stig. Verðlaunahafar urðu þessir i 70 m stökkinu: Aschenbach, A-Þýzkal...... 252,0 (stökk: 8,45 og 82 nt) Danneberg, A-Þýzkal.......246,2 (stökk: 83,5 og 82,5 nt) Karl Schnablc, Austurriki... 242,0 (stökk: 82,5 og 81,5) — Það kom mér mjög á óvart, hvað lélegum árangri stökk- mennirnir frá Austurriki náðu, sagði Aschenbacheftir keppnina. PUNKTAR Hermaður úr rauða hernum fékk gull NIKOLAI BA- JUKOV, 22 ára sovézkur her- maður úr rauða lhernU"1’ . „ r EÖ> tryggði ser gull- -A iði 15 km skiða- Mk | Q ■ göngu i Seefeld, M meö þvi að WU vinna öruggan W I sigur See- 3 feld-göngu- V ■' ^ brautinni. mmmBMmm Keppnin var geysilega liörð framan af, og var Finninn Arto Koivisto k (28 ára) talinn \ mjög sigur- stranglegur — * en han.i missti BAJUKOV alla von, þegar hann féll, þegar aðeins 2 km voru i mark. — Ég missti af gullverðlaununum, þeg- ar ég féll — það voru hinir fjöl- mörgu áhorfendur, sem komu i vcg fyrir sigur minn. Þcir tróðu niður slóðina og lokuðu henni — meðsnjó, sem þeir höfðu sparkað i hana, sagði Koivisto, og von- brigðin leyndu sér ekki — þrátt fyrir að hann hafði tryggt sér bronsverðlaunin. Þeir sem komu fyrstir i mark i 15 km göngunni, voru: Bajukov, Sovét......43:58,47 Beliaev, Sovét......44:01,10 Koivisto, Finnlandi..44:19,25 Ivan Garanin, Sovét..44:41,98 Ivar Formo, Noregi...45:29,11 WiIIiam Koch, Bandar ...45:32,22 íslendingarnir Hallddr Matthi- asson og Trausti Sveinsson tóku þátt i göngunni — llalldór varð nr. 47 — 48:56,97 — og Trausti varð nr. 69 — 52:59,29. Þjóðhetja í Finnlandi — Ég er I sjöunda hirnni. Þetta var ekki auðveldur sigur, sagði hin 28 ára sölukona frá Finnlandi, Helena Takalo, sem kom skemmtilega á óvart i Seefeld, þegar hún „stal” gullinu frá so- vézku stúlkunum f 5 km göngunni. Takalo cr nú þjóðhetja i Finn- landi — hún tryggöi Finnum fyrsta gulliö i Innsbruck. Verðlaunahafarnir i 5 km göng- unni urðu: Takalo, Finnlandi ..15:48,69 Smetanina, Sovét.....15:49,73 Kulakova, Sovét.....16:07,36 Hinn frábæri heimsmeistari Galina Kulakova.sem tryggði sér gullið, bæði i 5 og 10 km göngunni i Sapporo, varð að láta sér nægja brons.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.