Tíminn - 10.02.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. febrúar 1976
TÍMINN
7
v... ........... /
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:;
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu,
.simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500.
— afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasiim 19523. Verð j
lausasölu ér. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
f' Blaöaprent fT.fJT
Hvers virði er þátt-
takan í Nato?
Á vegum Atlantshafsbandalagsins er nú unnið að
þvi að finna lausn á deilu Islendinga og Breta.
Rikisstjórnin hefur talið rétt að verða við þeim ósk-
um ýmissa stjórna bandalagsrikjanna að fresta á
meðan slitum á stjórnmálasambandi við Bretland,
sem ella væri margföld ástæða til. Að öðrum kosti
myndi þvi verða kennt um, ef þessar samkomulags-
tilraunir misheppnast, að það væri sök íslendinga.
Þeir hefðu spillt fyrir samkomulagi á þann hátt að
rjúfa stjórnmálasambandið, þegar samkomulags-
tilraunirnar stóðu sem hæst.
Af þessum ástæðum er vafalitið rétt að veita Nato
nokkurn frest, en hann má ekki standa lengi.
Fyrir Atlantshafsbandalagið ætti ekki að vera
erfitt að dæma i deilu íslendinga og Breta. Bretar
sjálfir viðurkenna, að óhjákvæmilegt sé að draga úr
þorskveiðum við Island, ef ekki á að stefna þorsk-
stofninum i stórfellda hættu. Þegar forsætisráð-
herrar Islands og Bretlands hittust i London fyrir
rúmum hálfum mánuði, var það lagt til grundvallar
viðræðum þeirra, að leyfður hámarksafli á þorski á
árinu 1976 yrði 265 þús. smálestir. Jafnframt var
það lagt til grundvallar, að Islendingar leyfðu öðr-
um þjóðum en Bretum að veiða um 20 þús. smál. af
þorski, og var Færeyingum ætlaður bróðurpartur-
inn af þvi. Eftir voru þá 245 þús. smál., sem komu til
skipta milli íslendinga og Breta.
Þegar hér var komið útreikningum, var komið að
þvi að meta, hver forgangsréttur strandrikisins ætti
að vera, en Bretar hafa margoft lýst yfir þvi, að
þeir viðurkenni forgangsrétt strandrikisins i þess-
um efnum. Um þetta mat náðist ekki samkomulag á
fundum forsætisráðherranna. Ef Nato ætlar að láta
deiluna til sin taka og vinna að lausn hennar, verður
það fyrst og fremst að leggja til grundvallar, hver
forgangsréttur Islendinga eigi að vera.
Samkvæmt þvi, sem brezk stjórnarvöld hafa til-
kynnt, hafa þau ákveðið að láta brezka togara veiða
a.m.k. 85 þús. smál. af þorski á tslandsmiðum á ár-
inu 1976, ef ekki næst samkomulag. Það er 10—15
þús. smál. minna en Bretar veiddu af þorski á Is-
landsmiðum á siðast liðnu ári. Ef miðað er við 265
þús. smál. heildarafla þorsks á íslandsmiðum á ár-
inu 1976, verða samkvæmt þessu ekki nema 160
þús. smál. eftir handa íslendingum. Þorskafli Is-
lendinga var á siðast liðnu ári um 240 þús smál. ís-
lendingar eiga samkvæmt þessu að veiða 80 þús.
smál. minna af þorski á þessu ári en á siðast liðnu
ári.
Af þessum tölum má bezt ráða, hvernig Bretar
meta forgangsrétt íslendinga til þorskveiðanna. Á
sama tima og Bretum er ætlað að minnka þorskafla
sinn um einar 10—15 þús. smál., eiga íslendingar að
minnka þorskafla sinn um 80 þús. smál. Sannarlega
er ekki hægt að hugsa sér meira öfugmæli en þegar
Bretar lýsa hátiðlega yfir þvi, að þeir viðurkenni
forgangsréttlslendinga, en hyggjast svo fylgja hon-
um fram með áðurgreindum hætti!
Ef Natoþjóðirnar lita með sanngirni á þessi mál,
ætti ekki að þurfa að efast um úrskurð þeirra. Þær
ættu ekki að þurfa marga daga til að átta sig á þvi,
hvort þær eiga að taka afstöðu með íslendingum
eða Bretum. Á íslandi er nú beðið með mikilli eftir-
væntingu eftir þessum dómi þeirra. Nú reynir fyrst
á það i alvöru, hvers virði það er Islendingum að
eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu. Eftir þetta
verður auðveldara fyrir Islendingá að dæma um,
hvort þeir eiga þar heima eða ekki. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Marchais hafnar
alræði öreiganna
Samkeppnin við Mitterrand hefur stutt að því
NÚ UM helgina lauk sögu-
legu þingi kommúnistaflokks
Frakklands. Það tók þá
ákvörðun, að flokkurinn
hyrfi frá þeirri meginstefnu,
sem hann hefur fylgt frá
upphafi að takmark hans væri
aðkoma á alræði öreiganna. 1
staðinn markaði flokkurinn
sér stefnu á þingræðisgrund-
velli. 1 raun og veru má segja,
að hér sé ekki um stefnubreyt-
ingu að ræða, heldur miklu
fremur stefnubyltingu. Flokk-
urinn hefur, a.m.k. i orði, hætt
að vera byltingarflokkur og
gerzt umbótaflokkur á
borgaralegum grundvelli, i
likingu við róttæka sósial-
demókratlska flokka i
Evrópu.
1 itarlegri ræðu, sem foringi
flokksins Georges Marchais,
hélt við þingsetninguna, tók
hann beint og óbeint afstöðu
gegn ýmsum stjórnarathöfn-
um i Sovétrikjunum, en þó
einkum þeim refsiaðgerðum,
sem gagnrýnendur stjórn-
kerfisinsþar væru beittir, eins
og þrælkunarvinnu og innilok-
un á geðveikrahælum. „Við
viðurkennum ekki undir nein-
um kringumstæðum,” sagði
Marchais, „verk eða athafnir,
sem setja blett á sósial-
ismann. Við munum lika fara
okkar eigin leið,” sagði hann,
„en ekki eftir erlendum fyrir-
myndum, til þess að árétta
hina nýju stefnu sem bezt.”
Marchais komsteinnig svo að
orði, að þar sem ekki væri
frelsi, væri ekki heldur sósial-
ismi.Hann tók þaðþófram, að
ágreiningur um slik atriði yrði
ekki til þess að rjúfa sam-
starfið við kommúnistaflokk
Sovétrikjanna, en slik sam-
vinna yrði af augljósum
ástæðum að byggjast á jafn-
réttisgrundvelli.
Franski kommúnistaflokk-
urinn hefur verið talinn
tregastur kommúnistaflokka i
Vestur-Evrópu til að hafna
forustuhlutverki rússneska
kom múnistaflokksins. Þvi
vekur þing hans nú aukna
athygli. Segja má, að hér hafi
kommúnistaflokkur Italiu rutt
brautina. Það þótti ljóst eftir
fund þeirra Marchais og
Berlinguers, leiðtoga italskra
kommúnista, sem var haldinn
i Róm i nóvember siðast liðn-
um, að þess myndi skammt að
biða, að franskir kommúnist-
ar fylgdu hér i slóð italskra
flokksbræðra sinna. Eftir
fundinn birtu þeir yfirlýsingu,
sem benti eindregið i þessa
átt.
Fyrir þá fulltrúa kommún-
istaflokks Sovétrikjanna, sem
Francois Mitterrand
sátu flokksþing franskra
kommúnista, hefur það verið
allt annað en ánægjulegt að
hlýða á ræðu Marchais og
fylgjast með ályktanagerð
þingsins. Segja má, aðhér hafi
endanlega verið kippt fótum
undan þeirri von valdhafanna
i Moskvu, að þeim tækist á
ráðgerðu þingi kommúnista-
flokka i Evrópu, að fylkja
þeim að nýju undir íeiðsögu
sina, og að fá samþykkta
sameiginlega grundvallar-
stefnu i þeim anda, sem þeir
helzt kysu. Það mun þó ef til
vill hafa verið þeim nokkur
huggun, að engir fulltrúar
voru mættir frá kommúnista-
flokki Kina, enda þótt þingið
sætu fulltrúar kommúnista-
flokka eða skyldra flokka frá
85 löndum.
AÐ SJÁLFSÖGÐU er mikið
um það rætt, hvað hafi ráðið
mestu um þessa stefnubylú
ingu frá frönskum kommún-
istum. Sjálfir segja þeir, að
hér sé um að ræða eðlilega
þróun, sem sé I samræmi við
breyttar aðstæður og breytta
tima. Andstæðingar þeirra
segja hins vegar, að stefnu-
breytingin sé aðeins i orði, en
ekki á borði. Hún sé gerð til
þess að afla þeim kjörfylgis.
Leanut, leiðtogi miðflokk-
anna, sem á sæti i rlkisstjóm
d’Estaings, hefur orðaðþetta
þannig: „Þeir taka ofan grim-
una, ef þeir komast til valda”.
Mitterrand, leiðtogi sósial-
ista, hefur verið spurður.
hvort hann áliti þessa stefnu-
byltingu hjá kommúnistum
sýndarmennsku. Svar hans
var á þá leið, að hann vissi það
ekki, en hann vonaði, að svo
væri ekki.
Annars er það álit margra
fréttaskýrenda, að Mitterrand
eigi óbeint mikinn þátt i þess-
ari stefnubyltingu kommún-
ista. Árið 1972 komst á sam-
vinna milli kommúnista og
sósialista um vissan málefna-
grundvöll, er gerði þessum
flokkum mögulegt að standa^
saman að framboði Mitter-
ands i forsetakostningunum
1974. A þeim tima, sem siðan
hefur liðið, hefur komið i ljós, i
aukakosningum, að fylgi
sósialista fer vaxandi, en fylgi
kommúnista stendur i stað,
eða tæplega það. Samkvæmt
skoðanakönnunum, sem ný-
lega hafa farið fram, virðast
sósialistar hafa um 30% kjós-
enda að baki sér, en komm-
únistarum 20%. Liklegt þykir,
að leiðtogum kommúnista hafi
þótt þetta iskyggilegar tölur.
Jafnframt hafi þeir talið, að
jæssari þróun yrði ekki breytt,
nema þeir breyttu um stefnu
og næðu til kjósenda, sem nú
taka sósialista fram yfir þá.
Reynslan frá Italiu getur lika
hafa verið þeim hvatning i
þessum efnum.
ENN ER erfitt að spá um,
hvaða áhrif þetta getur haft á
frönsk stjórnmál. Ýmsir
fréttaskýrendur draga i efa.
að þetta verði til að styrkja
samstarf sósialista og komm-
únista. Það hefur farið versn-
andi að undanförnu, m.a.
vegna þess, að kommúnistar
hafa óttazt samkeppnina við
sósialista og gagnrýnt þá i
vaxandi mæli, en sósialistar
hafa svarað fullum hálsi. Nú
þykir ekki ósennilegt, að
sósialistar óttist meira eftir en
áður samkeppnina við komm-
únista, þar sem þeirhafa farið
inn á svið sósialista, ef svo
mætti segja. Þá þurfa sósial-
istar ekki aðeins að gæta þess
að missa ekki fylgi til komm-
únista, heldur einnig til hægri.
Nýlega hefur einn af leiðtog-
um þeirra, Eric Hintermann,
gengið úr flokknum og stofnað
nýjan sósialdemókratiskan
flokk, sem ætlar að bjóða fram
i héraðsstjórnakosningum.
sem fara fram á næsta ári.
Þingkosningar verða ekki fyrr
en 1978, og forsetakosningar
ekki fyrr en 1981.
Þ.Þ.
Georges Marchais