Tíminn - 12.02.1976, Síða 12

Tíminn - 12.02.1976, Síða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Óvelkominn qestur Jane setti snögglega frá sér bakkann og lét fallast niður á stól. Bref ið auðvitað.... Neil var búinn að opna það. Hún horf ði sviplaust á hann í nokkrar sekúndur. — Hérna, taktu það, Hann rétti henni úrklippuna eins og blaðið væri glóandi og andlitið var dökkt af reiði. --- Þetta var allt, sem ég þarfnaðist, sagði hann loð- mæltur,— Sannanir fyrir því, hvernig þú gerðir allar á- ætlanirnar. Afar þægilegt fyrir Dick, að ég skyldi biðja þín á réttu andartaki, ekki satt? Gráu augun voru líkust is.— Þú hlýtur að hafa skemmt þér kostulega yf ir því að ég vissi ekkert um auðæfi þín. Hann hló hæðnislega. — En mér líkar ekk að f ólk f ari á bak við mig, hvorki þú né Dicks. Lítill vöðvi við munnvik hans kiptist til af,æsingl og hann hélt áfram þungri röddu, — Svik eru....ófyrir- gefanleg. Hann ýtti stólnum aftur á bak með hræðilegum hávaða og gekk hratt út úr herberginu. 9. kaf li. Lömuð yfir viðbrögðum Neils sat Jane eins og stytta við borðið og starði beint fram fyrir sig. Andlitið var snjóhvítt og hún skalt innvortis. Svo beindust augu henn- ar að blaðaúrklippunni, sem lá fyrir framan hana. — Enskur erfingi giftist auðugum búgarðseiganda. Hún starði á feitt, svarf fyrirsagnarletrið og orðin döns- uðu fyrir rökum augum hennar. Þegar hún sá skýrt aftur, las hún áfram: Það var allt þarna, ýkt að sjálf- sögðu.... menntuð í Englandi..... auðug og þekkt fjöl- skylda...styrkur frá ömmu hennar... Þeir hötðu meira að segja grafið upp fjarskyldan ættingja.... skyld Sir Miles Morton, heimsfrægum landkönnuði. Hún leit yfir til Davids og stundi. Frú Conway hafði sannarlega ekki eytt timanum til ónýtis. Hún hafði á- reiðanlega verið í essínu sínu og allt of fús til.að fræða blaðamennina um það sem hún hafði komizt á snoðir um. Skyndilega tókutárin að renna niður vanga hennar og hún féll fram á handleggi sína á borðinu. David haf ði horf t á hana, án þess að segja nokkuð. Það var áhyggjusvipur á viðkvæmu andliti hans. Hann greip úrklippuna og las hana vandlega. Hann lofaði Jane að jafna sig i nokkrar mínútur og strauk fingrunum gegn- um þykkt, úfið hárið. — Svei mér, ef ég skil þetta full- orðna fólk. Jane hló skjálfandi og leit upp á hann með tárvott and- litið. — Aumingja David. Það er furðulegt fólk, ekki satt? Nú komst allt í einu aðeins ein hugsun að í höfði henn- ar, að David skynjaði ekki að líf hennar var að hrynja í rúst. Hún herti sig upp og sagði ákveðinni röddu: — Við skulum fá okkur kaffi. Svo getum við kannske spilað svolítið, ef þig langar til. Augu drengsins Ijómuðu. — Það væri gaman, Jane. Ertu viss um að þú getir það? Hún kinkaði kolli og brosti dauflega. Síðan hellti hún í bollana og ýtti öðrum til hans. — Drekktu kaffið David, ég held, að við höfum bæði gott af því. Þegar við erum búin, skulum við fara með leirtauið fram til Wilmu. Ég held, að hún haf i ekkert á móti því að þvó ein upp í kvöld. Við skulum spila þrjú spil og svo er kominn háttatími, drengur minn. — Allt í lagi, sagði David ákaf ur.— Hann var f ús til að gera hvað sem er til að fresta því að fara í háttinn. — Heldurðu, að ég verði nógu hress til að ríða með þér út í fyrramálið? Jane hikaði. David var því miður ekki innifalinn í þeirri áætlun, sem var að mótast í höfði hennar. — Ekki á morgun, sagði hún. — Bíddu einn eða tvo daga. Þú ert ekki nógu sterkur ennþá og læknirinn sagði þér að taka það rólega. David varð vonsvikinn á svip, en fór að stokka spilin og gleymdi að tala meira um útreiðarferðina. Hann vann fyrstu tvö spilin auðveldlega. Höf uðið á Jane var eins og býf lugnabú og hún átti erf ítt með að einbeita sér. Dreng- urinn tók vist ekki eftir því, hugsaði hún, en það var aldrei hægt að vera alveg viss, þegar David var annars vegar, hann var svo glöggur. Hún mundi sakna hans, þegar hún kæmi aftur til Vancouver. Það fór hrollur um hana. Lífið framundan var dapurt og endalaust að sjá, Mundi hún nókkurn tíma gleyma Conway? Hún efaðist um það. — Jæja, nú ferðu í háttinn, David, sagði hún þegar hann setti sigri hrósandi út síðasta spilið sitt. — Ég er uppgef in líka, svoég held, aðég fari líka að hátta. Hún bauð Wilmu góða nótt, sótti baðsloppinn sinn og fór f ram á baðið, þar sem hún þvoði sér um hárið og fór í sturtu. Er öruggtað flottinn er= ^ :skipulagður eftir tilræðið? <? Einhver sem heitir . 'Walker. náunginn mei honum? . *.Walker er dulnefni Dreka Framhald: „T Fimmtudagur 12.febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson flytur þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Suk-trióið leikur Trió i g-moll fyrir pianó og selló op. 15 eftir Smetana / Fine Arts kvartettinn leikur Strengjakvartett i e-moll op. 44 nr. 2 eftir Mendels- sohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.35 Spjall frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson talar við tvo dýralækna, Eggert Gunnarsson og Þorstein Ólafsson, um dýralækning- ar ytra og heima. 15.00 Miðdegistónleikar Ro- berto Szidon leikur tvö pianóverk eftir Alexander Skrjabin: Sónötu-fantasiu i gis-moll op. 19 nr. 2 og Fantasiu i h-moll op. 28. Ungvérska rikishljómsveit- in leikur Svitu eftir Béla Bartók, János Ferencsik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar Úr verkum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar Lesið verður úr sögunum „Eiriki Hans- syni” og „Vornóttum á Elgshæðum”, svo og sungin tvö ljóð. Flytjendur: Guð- rún Birna Hannesdóttir, Þorsteinn V. Gunnarsson, Hólmfriður Hafliðadóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir. 17.30 Framburðarkennsla i ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið i vikunni Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Gestur i útvarpssal: Walton Grönroos óperu- söngvari frá Finnlandi syngur tvo ljóðaflokka. Agnes Löve leikur undir. a. „Ljóð um dauðann” eftir Yrjö Kilpinen. b. „Söngvar Eiriks konungs” eftir Ture Rangström. 20.15 Leikrit: „Beðið eftir Godot” eftirSamuel Beckett Þýðandi: Indriði G. Þor- steinsson. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson, sem gerði útvarpshandrit. Persónur ogleikendur: Vladimir: Ró- bert Arnfinnsson. Estra- gon: Helgi Skúlason. Pozzo: Valur Gislason. Rödd: Sigurður Pálsson. Drengur: Skúli Helgason. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „t verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les siðara bindi (18). 22.40 Létt músik á siðkvöldi 22.25 Fréttir i dagskrárlok. Kaupið bílmerki Landverndar ÍVerjurnK ídé&óður) ijfverndumi ^JandQff^f Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreiöslum og skrifstotu Landverndar Skólavörðustíg 25

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.