Tíminn - 12.02.1976, Síða 13
Fimmtudagur 12. febrúar 1976
TÍMINN
13
III ffilSffl.lliH.lli„
TITOrf
I
É#|'
linW^iil
Talan 9 fyllir aldrei tug
Landfari góður.
Ég ætla nú að þessu sinni að
biðja þig fyrir fáeinar línur.
Svo er n.l. mál með vexti, að
ég var að lesa ágæta endur-
minningabók Meyvants á Eiði,
skráða af Jóni Birgi Péturssyni.
Á fyrstu bls. kemur fyrir
leiðinleg meinloka. þar stendur:
,,En vikjum að þessum gaml-
ársdegi 1899, siðasta degi 19
aldarinnar”. Svo kemur veður-
lýsingin: ..Rosaveður með snjó-
byljum.... en þegar fór að liða
að kveldi. bliðkuðust máttar-
völdin”
Það liggur beinast við að
hugsa sér, að þetta ártal (1899),
sem skráð er i bók Meyvants, sé
prentvilla, hefði ekki viljað svo
til, að um áramótin 1969 og 70.
var uppi i blöðum, og jafnvel
vikuritum, allhörð deila um
hvort með árinu 1970 hefði byrj-
að áttundi tugur aldarinnar. Og
það voru ekki menn eins og ég,
og minir likar, sem aldrei hafa á
skólabekk setið, sem héldu
þeirri meinloku fram, að með
tilkomu ársins 1970 væri byrjað-
ur áttundi tugur tuttugustu
aldarinnar, heldur jafnvel rit-
stjórar og ýmsir aörir mennta-
menn. Þó erfitt muni að koma
þvi heim og saman, að nokkur
tugur eða hundrað endi á tölunni
9.
En vikjum nú að öðru: Til er
bók sem heitir ,,öldin okkar” og
þarf ég ekki að kynna hana. Á
bls. 7 i fyrsta bindi stendur
skráð með stóru letri efst á
siðustu
„1901”
„Tuttugasta öldin gengur i
garð.”
„REYRVÍKINGAR KVEÐJA
GÖMLU ÖLDINA OG FAGNA
ÞEIRRI NÝJU.”
Svo kemur veðurlýsingin:
„Menn höfðu gert sér vonir um
stillu og hreinviðri, en i stað
þess blés nú austan landnyrð-
ingsstormur, hlóð fönn að dyr-
um manna og sveiflaði mold-
viðrisstromum i fangið á þeim,
sem höfðu kjark til að lita út.”
Ég sé nú ekki annað en þetta
sé svipuð veðurlýsing og i bók
Mevvants. Þó önnur sé frá 1899,
en hin frá 1900, Og ég mun að
minnsta kosti hafa það fyrir
satt, að 19. öldin hafi endað kl.
12 á miðnætti 31. desember árið
1900. Og 20. öldin byrjaði lika á
miðnætti sama kvöld eða nótt.
Að endingu vil ég svo geta þess,
að mér þykir bók Meyvants á
Eiði bæði skemmtileg og
fróðleg.
Guðm. Einarsson,
Brjánslæk.
Meðalið fæst ekki
Ég er einn af þeim mörgu,
sem háðir eru augnmeðölum.
Þessi meðöl kosta ekkert smá-
ræði. En látum það vera. En
þegar sá aðili, sem hefur með
höndum innkaup á þvi, getur
ekki séð um, að apótekin fái
það, vaknar sú spurning, hver
sé ábyrgð hans.
Þetta meðal (heitir.C. diamox
dupl., belgir) má ekki falla úr
einn dag.
9908-7153.
Margt hafa þeir að-
hafzt
Svo má skilja af fréttum, að
helztu rök Breta (ef rök skal
telja) séu þau, að brezkur fisk-
iðnaður verði fyrir óbætanlegu
tjóni, og að fiskimenn þeirra og
aðrir þeir, er hafa lifsbjörg sina
af fiskveiðum og fiskiðnaði,
verði atvinnulausir, ef þeir fá
ekki að halda áfram óáreittir að
eyða fiskstofnunum á Islands-
miðum.
Væri ekki ráð að rifja upp
nokkur atriði úr sögu brezkrar
togveiði við Island frá þvi er
Danir leyfðu þeim að veiöa allt
upp að þremur sjómilum frá
ströndinni (sem Islendingar
hafa aldrei viðurkennt). Þá
kæmi fram, að Bretar létu sér
það ekki nægja, heldur skröp-
uðu botninn inn um flóa og firði
og upp að fjörusteinum, þar til
ekkert kvikt kvikindi var þar
lengur að fá, og hefur ekki verið
siðan. Það mætti minna Bret-
ana á, að þá, og ávallt siðan,
hafa það verið islenzkir fiski-
menn og þeir, sem við fiskafl-
ann unnu, sem misstu lifsbjörg
sina. Það mætti geta þess að is-
lenzkir menn létu lifið fyrir ti 1-
verknað brezkra togaraskip-
stjóra, og það mætti minna á
mannrán þeirra, þegar þeir
hafa tekið til fanga islenzka
valdsmenn, löggæzlumenn, og
fluttu til Englands, tóku þá i is-
lenzkri landhelgi inni á fjörðum
og flóum. (Hannes Hafstein,
Guðmund Björnsson, sýslu-
mann Barðstrendinga, Snæ-
björn hreppstjóra i Hergilsey og
marga varðskipsmenn). Þá
mætti einnig minna á hinar fjöl-
mörgu tilraunir brezkra togara
til að sigla á islenzk fiskiskip.
Allt þetta, og margt fleira,
mætti draga fram i dagsljósið,
og yrði það Bretum ekki til mik-
ils sóma.
Ég geri ráð fyrir, að Bretar
muni glotta út i annað munnvik-
ið að þessu öllu saman. Ofbeld-
ishneigð þeirra virðist vera svo
sterk, að þeim finnst þetta ekki
vera nema sjálfsagt. En ég á
bágt með að trúa öðru en það
hefði þó nokkuð mikið áróðurs-
gildi meðal annarra þjóða.
Það er leitt að þurfa að skrifa
þannig um Breta, þvi að sem
einstaklingar eru þeir flestir á-
gætis menn. En enginn er ann-
ars bróðir i leik, allra sizt i jafn-
gráum leik og hér er i frammi
hafður.
Ég þakka birtinguna.
5/2 ’76
Jón Eiriksson.
Drápuhlið 13, R.
Týndur launaseðill
Nú nýverið var breytt formi
launaseðla Reykjavikurborgar,
og hafði þá nafn mitt fallið niður
með þeim afleiðingum, að ég
fékk ekki greidd laun um leið og
vinnufélagar minir. út af þvi
kom mér i huga þessi visa:
I kerfinu er alltaf einhverju verið að breyta,
og útkoman verður þá misjöfn sem vonlegt er.
„Hvort er það heldur ég sem að launaseðlinum leita
eða er launaseðillinn búinn að týna mér?”
Sigriður Gunnarsdóttir.
Þorrablót um alla
Húnavatnssýslu
SJ-Reykjavik— Rækjuveiði gekk
stirðlega hér framan af vertið-
inni, sagði Brynjólfur Sveinbergs-
son mjólkurbússtjóri á Hvamms-
tanga i samtali við Timann i gær,
— en nú er heldur betri veiði eftir
að dag tók að lengja. Bátarnir
héðan mega fá 270 tn á vertiðinni
og eru ekki hálfnaðir enn. Fyrir
áramót komu um 75 tn á land og
45 tn i janúar.
Þrir bátar stunda nú rækju-
veiðar frá Hvammstanga, en
bátarnir voru fimm I vertiðar-
byrjun. I desember kviknaði i
einum bátnum, svo útgerð hans
stöðvaðist og annar bátur fór frá
Hvammstanga.
Auk þess landa þrir bátar rækju
á Hvammstanga, en aflanum er
siðan ekið til Blönduóss til
vinnslu.
Bátar frá Skagaströnd,
Hvammstanga og Blönduósi
mega fá 750 tn af rækju á vertið-
inni, og er skiptihlutfallið 22%,
18% og 10% af 1500 tonnum. Auk
þess má landa 60 tn fyrir vinnsl-
una í Djúpuvik. Bátar frá Hólma-
vik og Drangsnesi mega einnig
veiða 750 tn. Oftast hefur siðar á
vertiðinni verið leyft að veiða
meira, en að sögn Brynjólfs
Sveinbergssonar er óvist að svo
verði nú.
I Húnavatnssýslu blóta allir
þorra um þessar mundir og eru
þorrablót á einum og tveim stöð-
um isýslunni um hverja helgi.
Haldin eru þorrablót i hverjum
hreppi.
Ungmennafélagið og Kven-
félagið á Hvammstanga eru að
undirbúa leiksýningu, og er
ætlunin að frumsýning verði um
mánaðamótin.
Um áramótin var farið að
sækja mjólk á tankbilum til allra
framleiðenda á svæði mjólkur-
búsins á Hvammstanga. Bændur
eru nú að útvega sér heimilis-
tanka, þ.e.a.s. þeir fáu, sem ekki
höfðu þá fyrir. Tiu manns vinna
nú við mjólkurbúið.
Nokkrar stúlkur vinna á
saumastofu, sem rekin er á
Hvammstanga, og vinnur aðal-
lega ullarpeysur til útflutnings til
Sovétrikjanna.
I vetur er unnið á einni vakt i
rækjuvinnslunni, en i fyrra var
unnið á tveim vöktum. Er þar
minni vinna og færra starfsfólk
en i fyrra.
HANDVERKFÆRI
’w
ixjs @ T',°
AEG
“1
II • »
Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar-
bygginga- og tómstundavinnu.
Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri.
IBRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Fjármálaráðuneytið,
10. febrúar 1976.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald-
dagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber
þá að skila skattinum tii innheimtumanna rikissjóðs á-
samt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið,
10. febrúar 1976.
Sérstakt tímabundið
vörugjald
Viðurlög falla á sérstakt timabundið vörugjald fyrir
timabilið október, nóvember og deseir.ber 1975, hafi
það ekki verið greitt i siðasta lagi 16. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddu sérstöku vörugjaldi
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau
eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbót-
ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 9.
mars.
StaKYNNING
Bragðmikill
45% Gouda ostur
Ódýr 30%
Bræddur ostur
I DAG OG A MORGUN KL. 14-18
Hanna Guttormsdóttir húsmæðrakennari
kynnir ostasalöt, ostadýfur o.fl. —
Okeypis nýjar uppskriftir
Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54
---> i > . ■ <-----