Tíminn - 25.02.1976, Side 12

Tíminn - 25.02.1976, Side 12
12 TÍMINN Miövikudagur 25. febrúar 1976 hluti, þá getur allt verið f sæmilegu lagi með vitið. En sé allt „undarlegt", sem þeir gera, þá fer mann að gruna ýmislegt. Ég held, að hugsunin um Derby veðreiðarnar og áhyggjur af Prinsinum hafi ruglað hann í kollinum. — Er Prins folinn, sem þér eruð að temja og þjálfa? — Já, og sá bezti á öllu Englandi, hr. Holmes. Það ætti ég að vita betur en allir aðrir. Ég vil nú tala opinskátt við yður, því að ég veit, að þér eruð heiðursmaður, og að það, sem ég segi fer ekki lengra. Sir Robert verður að vinna í þessum Derby-veðreiðum. Hann er f læktur í skuldir upp fyrir höf uð, og þetta er síðasta von hans um að rétta við. Allt, sem hann fær lánaðeða getur veðjað um, er byggt á voninni um þennan hest. Veðmálin voru hagstæð í fyrst- unn! fyrir Prins, nærri því hundrað gegn einum. Nú er þetta aðeins f jörtíu gegn einum, síðan Sir Robert gerðist hlédrægari með hestinn. — En hvernig er því háttað, ef hesturinn er svona góð- ur? — Alþýða manna veit ekki hve góður hann er. Sir Ro- bert er slægari en mann varir. Hann á annan hest, sem er hálfbróðir Prins, og hefur hann í spretthlaupaæf ingum. En f lýtismunur hestanna er mikill, þóað þeir séu svo lík- ir, að hvorugan má frá öðrum þekkja. En Sir Robert hugsar ekki um annað en hesta og veðreiðar. Hann lifir og hrærist í hugsuninni um það tvennt. Hann leitar lána hjá Gyðingum nú í bili. Ef Prins skyldi svo bregðast á veðreiðunum, þá er Sir Robert búinn að vera. — Þetta sýnist vera nokkuð áhættusamt f járhættuspil. En hvernig lýsir svo þessi vitfirring sér? — Nú, í fyrsta lagi á útliti hans. Ég held, að hann sofi ekki á nóttunni. Hann er öllum stundum niðri við hest- húsin. Augnaráðið er æðislegt, svo auðséð er, að taug- arnar eru ekki í góðu lagi. Svo er nú f ramkoma hans við lafði Beatrice. — Hvað er um hana að segja? — Þau hafa alltaf verið miklir vinir. Þau höfðu bæði sama smekk, hún elskaði hesta engu síður en hann. Á hverjum degi ók hún um sama leyti dags til hesthúsanna til að sjá hestana, einkum þótti henni vænt um Prins. Hann var líka vanur að sperra eyrun, þegar hann heyrði vagnhjólin urga á mölinni, og hann brokkaði út að vagn- inum til þess að fá sykurmola. En allt er þetta breytt nú. — Og hvers vegna er það breytt? — Hún virðist hafa misst allan áhuga á hestum. [ heila viku hefur hún ekið fram hjá hesthúsunum án þess að seg ja svo mikið sem góðan dag, hvað þá meira. — Haldið þér, aðsystkinin haf i lent í deilu? — Já, og sú deila hefur verið hörð og vægðarlaus. Hvers vegna mundi hann annars hafa farið að gefa í burtu eftirlætisloðhundinn hennar, sem hún dekraði við líkt og hann væri hennar eigið barn? Fyrir fáum dögum gaf hann hundinn Barnes gamla, sem hefur ,,Græna- drekann", þrjár mílur héðan. — Það er vissulega undarlegt. — Hún þjáist af vatnssýki og hefur veikt eða bilað hjarta. Hann var þó þrátt fyrir allt vanur að sitja hjá henni tvær stundir á hverju kvöldi í herbergi hennar. Ekki var það neitt ofgert, því hún hefur verið reglulega góð við hann. En einnig þetta er nú alveg breytt. Hann leitar nú aldrei á fund hennar, og það gengur henni víst hjarta nærri. Hún er fálát og hnuggin og drekkur. Hún drekkur eins og svampur, hr. Holmes. — Gerði hún það áður en þessir fáleikar hófust milli þeirra systkina? — Nei, hún kann að hafa fengið sér glas við og við, en nú er þaðoft heil f laska á einu kvöldi, eða svo segir Step- hens kjallaravörður mér. Allt er gjörbreytt þarna, það er• eitthvað rotið og óheilbrigt, sem hér á sér stað. Hvað get- ur húsbóndinn t.d. verið að sýsla í gömlu grafhvelf ing- unni að næturlagi? Og hver er maðurinn, sem hann hittir þar? Holmes neri á sér hendurnar. — Haldið áfram, hr. Mason. Þetta verður sífellt fróð- legra og skemmtilegra. — Það var kjallaravörðurinn, sem sá til ferða hans. Klukkan var tólf að kvöldi og hellirigning. Næsta kvöld var ég sjálf ur úti við húsið. Það stóð heima. að húsbónd- inn var að leggja af stað. Við Stephens fylgdum honum eftir, en það var áhættusamt atferli, því illa hefði farið fyrir okkur, hefði hann orðið okkar var. Hann hefur harða hnefa og kann að beita þeim. Skiptir ekki máli, hver á í hlut, ef hann er móðgaður. Við vörðuðumst því að koma of nærri honum, en fórum í humátteftir honum. Hann hélt beina leið til grafhvelfingarinnar, þar sem reimleikinn er, og þar beið maður eftir honum." — Hver er þessi reimleikastaður? Þetta var alveg öruggt) Hann sleit fangelsi, þeir voru allir i keöjurn.... keðjurnar /{yðar hágöfgi, rneð berurn höndurn! Allir fangarnir eru horfnir i lög reglu bilunurn okkar! X Farnir I hvert? /Þið verðið að finna þá, þeir skulu allir deyja! MIÐVIKUDAGUR 25.febrúar 7.00 Morgunútvarp. \. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Hofs- staðabræður” eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili Jón R. Hjálmarsson les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Njósnir að næturþeli” eftir Guðjón Sveinsson. Höfundur les (9). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Sigurður Björnsson syngur lög úr lagaflokknum ,,1 lundi ljóðs og hljóma” eftir Sigurð Þórðarson, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Um islenska þjóöhætti. Frosti Jóhanns- son stud mag. flytur þátt- inn. c. Visnaþáttur Sigurður Jónason frá Haukagili tekur saman og flytur. d. Hann afi minn á Ekru. Torfi Þor- steinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frá. e. Þar dali þrýtur.óskar Halldórs- son lektor flytur fyrri hluta frásögu Jóns Kr. Kristjáns- sonar á Viðivöllum i Fnjóskadal um skáldin á Arnarvatni. f. Kórsöngur Þjóðleikhúskórinn syngur fslensk lög, Carl Billich st jórnar og leikur jafnframt undir á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Kristni-. hald undir Jökli” eftir Ilalldór Laxness. Höfundur les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (9). 22.25 Kvöldsagan: „1 verum” sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guð- mundsson les siðara bindi (23). 22.45 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 25.febrúar 18.00 Mjásiog Pjási.Tékknesk teiknimynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.20 Robinson-fjölskyldan. Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 3. þáttur. Bruno. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 List og listsköpun. Hug- myndir að listsköpun. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og visindi. öry ggisútbúnaöur. Loft, ýmis áhrif þess og notkun. Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 21.05 „Land veit ég langt og mjótt......” ltalskur skemmtiþáttur. Listamenn frá ýmsum löndum skemmta með söng og dansi. Meðal þeirra sem koma fram i þessum þætti, eru Mina, Middle of The Road, Adriano Celentano, Erroll Garner og Mireille Mathieu. 21.55 Baráttan gegn þræla- haldi. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.