Tíminn - 06.03.1976, Side 6
6
TÍMINN
Laugardagur 6. marz 1976.
Frumvarp um rannsóknarlögreglu ríkisins:
Markvert skref til nýtískulegri hátta og
skjótari vinnubragða við rannsóknir mála
Herra forseti.
Frumvarp þaö, sem hér er lagt
fyrir háttvirta neöri deild um
rannsóknarlögreglu rlkisins, er
samiö af nefnd, seimég skipaöi I
okt. 1972 til aö endurskoða dóm-
stólakerfi landsins á héraösdóms-
stiginu og gera tillögur um,
hvernig breyta mætti reglum um
málsmeðferö i héraði til að af-
greiösla mála yröi hraöari. 1
greinargerö með frumvarpinu
segir, hverjir voru skipaðir I
þessa nefnd og hafa starfað þar.
En þaö eru menn meö mjög fjöl-
breytta reynslu á þessu sviöi. Þaö
eru þeir Björn Fr. Björnsson
sýslumaöur, sem ég hygg, aö sé
elztur starfandi sýslumaöur i
embætti hér á landi nú, var auk
þess formaöur Dómarafélagsins
eöa sýslumannafélagsins, þegar
nefndin var skipuð. Það er I öðru
lagi Sigurgeir Jónsson, bæjar-
fógeti I Kópavogi, sem hefur að
baki mjög langa reynslu við emb-
ættisstörf i einum stærsta kaup-
staö landsins, en haföi auk þess
áöur starfað i dómsmálaráðu-
neytinu. Það er i þriöja lagi Björn
Sveinbjörnsson hrl., sem er for-
maður nefndarinnar, en hann
hafði og hefur aö baki langa
reynslu, bæði i dómarastörfum og
sem lögmaður, og i fjórða lagi er
það Þór Vilhjálmsson, nýskipaö-
ur hæstaréttardómari, sem hefur
aö baki alllanga reynslu i dóm-
arastörfum við borgardóminn hér
i Reykjavik, en hefur auk þess
gegnt dósentsenibætti og prófess-
orsembætti um allmörg ár,
og kennslugrein hans hefur ein-
mitt verið réttarfar, þannig aö ég
tel, aö hjá þessari nefnd sé saman
komin viötæk þekking og reynsla
varöandi það málefni, sem nefnd-
inni var faliö að fjalla um. Nefnd-
in hefur unnið mikiö undirbún-
ingsstarf aö hinu umfangsmikla
verkefni sinu, og er þess vænzt,
aö innan tiöar, og hugsanlega á
þessu þingi, veröi unnt að leggja
fram i lagafrumvarpi tillögur
nefndarinnar um höfuöverkefni
hennar, þ.e.a.s. endurbætur á
dómstólakerfi landsins á héraðs-
dómsstiginu. Ég get búizt viö, aö
um þær tillögur veröi skiptar
skoöanir. Umdæmaskipting
landsins, sem bundin er viö þau
embætti, sem hér er um aö tefla,
er oröin ákaflega gömul og á sér
djúpar rætur. Ég get þess vegna
búizt við þvi, að menn verði nokk-
uö fastheldnir á þá umdæma-
skiptingu.
Miklarþjóðfélags-
breytingar
Hins vegar segir heilbrigð
skynsemi okkur-, að þaö er ekki
hægt aö loka augunum fyrir þvi,
aö umfangsmiklar breytingar
hafa orðiö i þessu þjóöfélagi frá
þvi aö þessi umdæmaskipun
komst á, og aö hún er I ýmsum til-
fellum þannig, aöhún svarar ekki
til þeirra þarfa, sem nú eru fyrir
hendi á þessu sviði. Ég hygg, að
hér veröi aö reyna að brjdta upp á
nýrri leið til þess að leysa þetta
mál. En þaö er ekki ástæöa til
þess að fara að ræða það á þessu
stigi, þar sem þaö liggur ekki hér
fyrir, og það er þá fyrst timabært
að ræöa þær tillögur, þegar þær
hafa séð dagsins ljós og veröa
lagðar fýrir hæstvirt Alþingi.
í frumvarpi þvi, sem hér liggur
fyrir, er aðeins fjallað um af-
markaðan þátt málsmeðferðar i
opinberum málum. En nefndin
taldi efni þess svo skýrt afmark-
að, að unnt væri aö ljúka fyrr
meöferö þessa mikilvæga mál-
efnis meö þvi aö greina þaö frá
öörum verkefnum, sem nefndin
vinnur aö. Þaö má segja, aö flutn-
ingur frumvarps I þessa átt eigi
sér nokkuö langan aðdraganda,
þótt ekki hafi það áöur verið boriö
fram meö þvi nafni, sem þaö nú
hefur, það er um rannsóknarlög-
reglu rikisins. Meö frumvarpi til
laga um meðferð opinberra mála,
sem lagt var fyrir Alþingi áriö
1948, var stefnt að mjög umfangs-
mikilli endurnýjun á réttarfari i
opinberum málum. Var meö þvi
frumvarpi ráðgert, að ákæru-
valdiö skyldi fengið sérstökum
embættismanni, saksóknara
rikisins. Einnig var gert ráð fyrir
þvi, aö sérstakur embættismaö-
ur, rannsóknarstjóri, er lyti sak-
sóknara rikisins, skyldi taka viö
yfirstjdrn rannsóknarlögreglu i
Reykjavík, en einnig skyldi hann
fjalla um rannsóknirmála annars
staöar á landinu, þegar sakstíkn-
ari teldi þess þörf. Þessar tillögur
náðuekkifram aöganga, fyrstog
fremst af kostnaðarástæöum.
vegna hinnar fyrirhuguðu emb-
ættaskipunar. Réttarfarsbálkur-
inn var siðan lögtekinn 1951.
Embætti saksóknara rikisins
fékkst fyrst stofnað 10 árum siö-
ar, áriö 1961. í lagafrumvarpi,
sem lagt var fyrir Alþingi
1969—1970 á grundvelli þings-
ályktunartillögu frá 1968, var ráð-
gert, aö stofnað yröi embætti
rannsóknarstjóra, er lyti lög-
reglustjóra I Reykjavik og skyldi
stýra lögreglurannsókn brota-
mála og fara með stjórn rann-
sóknarlögreglu. Verkefnið viö
yfirstjóm og framkvæmd lög-
gæzlu og framkvæmd sérstakra
þátta löggSlu eða lögreglu-
rannsókna utan Reykjavikur
mátti einnig fela þessum aðil-
um.Frumvarp þetta náði ekki
fram að ganga.
Aukinn kostnaður
Ýmsár ástæöur hafa valdið þvi,
hve treglega hefur gengið aö afla
stuðnings viö þá nýskipan á stjórn
rannsóknarlögreglu, sem greint
hefur verið frá. Hafa kostnaöar-
sjónarmiö ráöiö mestu, þótt fleira
hafi komið til. 1 greinargerð
þessafrumvarpser bentá nokkur
atriöi hinna áformuðu breytinga,
sem valda þvi, að frumvarpiö
horfir engan veginn alfariö til
aukins kostnaðar. Telja höfundar
frumvarpsins jafnvelekki vist, að
stofnun rannsóknarlögreglu
rikisins i þeirri mynd, sem
frumvarpiö gerir ráö fyrir, heföi I
för meö sér aukinn kostnað. Ég
skal hins vegar hreinskilnings-
lega játa, aö ég tel liklegra, að af
Dreytingum þessum muni leiöa
aukinn kostnað, sérstaklega við
pá þróun málsmeöferöar, sem af
oreytingunum mun leiða. Ég tel
lins vegar ekki áhorfsmál, aö
eita beri lögfestingar á hinum
yrirhuguöu skipulagsbreyting-
am á rannsóknarmeöferö opin-
Derra mála, þar sem meö þeim
/rði stigið markvert skref i átt til
nýtizkulegri hátta i réttarfars-
legri meðferð opinberra mála og
til bættra, hagkvæmari og skjót-
virkari vinnubragða við rann-
sóknir mála.
Tveir höfuðþættir
Höfuöþættir frumvarpsins eru
;veir. Með stofnun rannstíknar-
ögreglu rikisins skapast betri
nöguleikar en áður á aö beina
sérhæföum starfskröftum sér-
'róöra rannsóknarmanna að
meðferð þeirra mála, sérstaklega
oæöi i Reykjavik og annars stað-
ar á landinu. Þaö sem mestu
varöaði, aö hinir færustu menn,
jafnvel I sérgreindum verkefn-
um, gætu þegar á frumstigí rann-
sókna veriö til taks, bæöi til sjálf-
stæðrar rannsóknar á vandasöm-
um málum og til stuðnings starfs-
félögum við önnur lögreglustjóra-
embætti. Mér þykir rétt að benda
á það, að þegar sagt er i 1. gr.
frumvarpsins aö rannsóknarlög-
regla rikisins lúti yfirstjórn
dómsmálaráðherra, þá er þar aö
sjálfsögöu átt við embættislega
yfirstjórn.
Hinn höfuðþáttur frumvarps
þessa er, aö meö þvi er yfirsaka-
dómarinn I Reykjavik leystur frá
þvi að vera yfirmaöur rannsókn-
arlögreglunnar i Reykjavik. Er
með þvi stigiö markvisst skref I
átt til þess aö skilja aö dómsvald
og rannsóknarstjórn i opinberum
málum, og meö þvi enn stigið
skref i átt frá hinu forna rann-
sóknarréttarfari til ákæruréttar-
fars. Þótt dómarar utan Reykja-
vikur yröu áfram stjórnendur
lögreglumanna, mundi þátttaka
rannsóknarlögreglu rikisins I
meöferð þeirra veigameiri máls-
rannsókna einnig þar stuðla aö
þvi, aö dómararnir stæöu nokkru
meira en nú er utan við rannsókn-
arstjórnina.
Straumhvörf í
meðferð opin-
berra mála
Eins og ég sagði áöan, á mál
þetta nokkuö langa forsögu og er i
sjálfu sér eðlilegt, aö öll slik þró-
untakisinn tima,ekki siztiokkar
landi, þar sem svo mjög þarf aö
gæta þess, vegna fámennis, að
reisa sér ekki huröarás um öxl.
Ég tel þó vist, aö háttvirtir al-
þingismenn ættu að geta fallizt á,
aö timabært sé, að fljótlega veröi
enn eitt skref stigið til úrbóta á
dómsmálakerfi landsins, og mér
býöur I grun, að miðað viö það,
hve takmörkuð sú umbreyting þó
er, sem hér er fyrirhuguð, muni
hún geta valdið meiri straum-
hvörfum I meðferð opinberra
mála, en auðvelt er aö þreifa á
fyrirfram.
Það hefur nokkuö boriö á gagn-
rýni á meðferð dómsmálayfir-
valda og lögreglu á rannsókn
mála. Það er út af fyrir sig ekki
ný bóla. Sjálfsagt er sú gagnrýni I
ýmsum tilfellum á rökum reist.
Hins vegar getur nú verið, aö hún
sé stundum nokkuð úr lausu lofti
gripin og stundum getur hún
e.t.v. stafað af misskilningi og
nokkurri vanþekkingu á þvi,
hvernig meðferð þessara mála er
háttað. Þaö er auövitaö svo, að
jafnan er manna á milli i gangi
umtal um það, aö eitthvert i-
myndaö eða raunverulegt mis-
ferli hafi átt sér stað, einhver
Imynduö eða raunveruleg afbrot
hafi verið framin. Þá er oft fundið
að þvi, aö skorti á frumkvæöi af
hálfu dómsyfirvalda og lögreglu
að skerast hér i leikinn. Ég held,
að oft geti veriö erfitt fyrir dóms-
yfirvöld og lögreglu að fara eftir
slfkum sögusögnum. Ég er
hræddur um, aö þaö þætti oft og
tiöum vera nokkuð mikil hnysni,
sem i þvi fælist um einkahagi
manna. Ég efast um, aö þvf yröi
alltaf vel tekið. Ég ætla aö vona,
að við hér á Islandi lifum aldrei
þá tið, aö hér risi lögregluriki
heldur réttarriki, þó aö viö verð-
um þá jafnframt aö þola þaö, að
nokkur seinagangur geti fylgt af-
greiðslu mála.
Gagnrýnin er
oft byggð á
vanþekkingu
En eins og ég sagði áöan, held
ég, aö sú gagnrýni, sem fram er
borin, eins og ég sagði lika, oft
sjálfsagtmeö rökum,sé einnig oft
á vanþekkingu byggö. Það er
auðvitaö ekki hægt aö ætlazt til
þess, að almenningur eöa jafnvel
hæstvirtir alþingismenn geti farið
að lesa langar bækur um réttar-
far og kynna sér það, hvernig
þessum málum er fyrir komiö og
hefur verið fyrir komið. En ég get
bent mönnum á ákaflega stutta
og glögga grein um þetta efni, að
minu mati. Það er grein sem
Bjarni heitinn Benediktsson
skrifaði á sínum tima um á-
kæruvaldiö i tímaritiö Úlfljót,
timarit laganema, áriö 1955. Auö-
vitað hefur sú breyting orðið á
siðan að sil grein var rituð, að
saksóknari er kominn til sögunn-
ar og ákæruvaldið ekki lengur að
neinu leyti I höndum dómsmála-
ráðherra eða dómsmálaráðu-
neytis. En að breyttu breytanda
held ég, að sú lýsing, sem þarna
er gefin i mjög stuttu máli, geti
veitt nokkurn fróðleik um það,
hvernig meðferö þessara mála er
og hefur oftast verið. Og ég held
llka, að margar skynsamlegar at-
hugasemdir, sem greinarhöfund-
ur gerir varðandi þetta efni, séu
enn Ifullu gildi og þær erum.a. á-
reiðanlega byggðar á alilangri
reynslu hans þá sem dómsmála-
ráðherra. Ég býst við þvi, að það,
sem hann segir m.a. um ákæru-
valdið og saksóknaraembættið i
þvi sambandi, eigi nokkurt erindi
til manna og það hafi sýnt sig, að
hann sá þar nokkuð rétt, þó að
flestir eða kannski allir séu sám-
mála um það, að með stofnun
saksóknaraembættisins hafi ver-
ið stigið spor I rétta átt.
Afbrotum hefur
fjölgað
En hvað sem um það er, þá er
það leiðinleg staðreynd, sem við
verðum að horfast I augu við, að
afbrotum hefur fjölgað hér á
landi siðustu árin. Ég held, aö til
þess liggi nú ýmsar og mismun-
andi ástæöur. Ég held t.d., að á
þeim árum hafi komið til tiltölu-
lega nýtt vandamál, sem menn
ekki áður þekktu og það eru fikni-
efnin og smygl á þeim, og þau af-
brot, sem unnin eru i sambandi
við þau og undir áhrifum þeirra.
Þetta var sem betur fer óþekkt
áður.
Þá er það einnig svo, að þvi
miður á sjálfsagt vaxandi áfeng-
isþamb okkar Islendinga sinn
þátt f ýmsum þeim afbrotum,
sem unnin eru, ekki sizt ofbeldis-
og hryðjuverkum og slysum, sem
þar hljótast einatt af. Þjóðfélagið
hefur lika tekið margvislegum
breytingum á siðustu árum. Það
er orðið umfangsmeira. Ýmiss
konar viðskiptastarfsemi hefur
vaxið, og það er rétt, að i sam-
bandi við það hafa sjálfsagt skot-
ið upp kollinum meiri fjársvika-
mál en áöur og h'tt þekktar teg-
undir af þeim, eins og t.d. það ó-
skaplega tékkamisferli, sem nú á
sér oröið stað I viðskiptum, sem
nú er reynt að gera ráöstafanir til
þess að reisa nokkra rönd við,
vegna þess að að þeim málum
starfar nú sérstök nefnd af hálfu
bankanna og viðskipta- og dóms-
málaráðuneytis og er vonandi, að
það takist að setja þar einhverjar
skorður við.
Varnarllðið bætir
ekki stöðu Kefla-
víkurflugvallar
Þessar ástæður og margar
fleiri eigasjálfsagt sinn þátt I þvi,
að við veröum að horfast I augu
viö þá staðreynd, að ýmiss konar
afbrotum hefur fariö fjölgandi og
ný afbrot hafa komið til sögunn-
ar, sem áður voru litt þekkt. Þá
verðum við auðvitað lika að hafa i
huga, að við erum komin i meiri
þjóðbraut en áður. Það er alþekkt
fyrirbæri, að sumar tegundir
brota eiga sér stað ekki hvað sizt i
sambandi við flugvelli, alþjóða-
flugvelli, t.d. smygl. Sjálfsagt
bætir það ekki aðstöðu Kefla-
vikurflugvallar i þessu sam-
bandi að hann hefur þá sér-
stöðu, að þar dvelst jafnframt er-
lent varnarlið. Þessi orð min ber
náttúrlega ekki að skilja á þá
lund, að ekki hafi þekkzt afbrot
hér á landi fyrr en allra siðustu
árin. Afbrot hafa verið framin á
Islandi sjálfsagt frá þvi að sögur
hófust, en I misjöfnum mæli.
Smygl hefur t.d. þekkzt lengi vel
hér á landi. Ætli það sé nema svo
sem áratugur sfðan gert var út al-
veg sérstakt skip til þess að flytja
þann varning til landsins, þannig
að þó að menn festi sjónir á þvi
nú, að um allmikil afbrot sé að
ræða, þá er alveg óþarfi að
gleyma þvi, sem á undan var
gengið. Þvi miður áttu sér lika
stað, við skulum segja á sl. ára-
tug, 1960—1970, manndráp og
morð hér á landi, morð, sem þvi
miður upplýstist ekki og er ekki
upplýst enn þann dag i dag. Rétt
er að menn hafi þetta i huga. Hitt
er skiljanlegt, að háttvirtir þing-
menn séu áhyggjufullir yfir þeirri
þróun, sem átt hefur sér stað i
þessum efnum.
Er allt í lagi með
uppeldismálin?
Það breytir engu þótt hægt sé
að rekja rætur þeirrar þróunar á
ýmsan hátt, eins og ég hef hér
gertog e.t.v.værinúekki ofaukið
að bæta hér við einni ástæðunní
eða a.m.k. spurningunm. Hun er
sú, hvort allt sé i lagi i uppeldis-
málum okkar, hvort meðferð
okkar á ungmennum þessa lands i
okkar glæsilegu skólum eigi
kannski ekki einhvern þátt i þvi,
að þeir lenda því miður of margir
á villigötum. Þetta er a.m.k. I-
hugunarefni. En allt ber hér að
einum brunni, að mér sýnist, að
háttvirtir alþingismenn hljóta að
vera fullir áhuga á aö reyna að
bæta úr þessu á allan þann hátt,
sem kostur er. Þess vegna vona
ég, að þeir taki þessu frumvarpi
vel. Það er viðleitni I rétta átt.
Það er sannfæring min, að það sé
stórt spor I rétta átt. Þegar svo
er, mega menn ekki stara um of á
kostnað, sem er þvi samfara.
Samfara þessu frumvarpi eru
borin fram tvö lagafrumvörp til
samræmingar við efni þessa
frumvarps. Er annað þeirra um
breyting á lögum um meðferð
opinberra mála 1974 og 1975, en
hitt um breytingu á lögum um
skipun dómsvalds I héraði, lög-
reglustjdrn tollstjórn o.fl. nr. 74
frá 1972. Ég tel ekki ástæðu til að
geta þeirra lagafrumvarpa frek-
ar I þessu sambandi, en mun
segja um þau aðeins örfá orð hér
á eftir að lokinni umræðu um
þetta frumvarp. Ég tel rétt að
benda á, að þótt ég hafi að sjálf-
sögðu mikinn áhuga á fljótum
framgangi þessa máls, þá muni
það vera rétt fyrir þá háttvirtu
nefnd, sem fær þetta mál til með-
ferðar, að leita umáagnar ýmissa
aðila um efni þess, svo sem rikis-
sakstíknara, lagadeildar Háskól-
ans og annarra, sem henni þætti
rétt að fjölluöu um málið. Slikrar
formlegrar umsagnar hefur dcki
verið leitað af réttarfarsnefndinni
né dómsmálaráðuneyti, þó að
nefndin að sjálfsögðu hafi efa-
laust borið saman ráö sin við ein-
staka aðila um einstaka þætti
málsins.
Ég vil svo, herra forseti, óska
þess, að frumvarpinu verði, að
lokinni þessari umræðu visað til
2. umræðu og visað til háttvirtrar
allsherj arnefndar.