Tíminn - 06.03.1976, Page 8

Tíminn - 06.03.1976, Page 8
TÍMINN Laugardagur G. marz 1976. Laugardagur 6. marz 1976. Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? Stöðugt nálgast sá dagur, aö Bandarikjamenn kjósi sér for- seta. Val frambjóöenda og bar- áttan um útnefninguna er um- svifamikiö og flókiö, auk þess aö vera stirt í vöfum. Aö minnsta kosti tólf frambjóðendur berjast um bitann. Mánuðum saman hafa þeir staðið i eldlinu bardagans, sibrosandi, haldandi ræður viös vegar og þeir feröast fram og aft- ur milli landshluta jafnt land- leiðis sem flugleiöis. Sérhver þeirra berst um athygli fjölmiðl- anna, einkum sjónvarpsins. Allir sem einn biðla þeir til stuðnings- manna sinna um fjárframlög, þvi að ekki er á færi nema velstæðra manna að steypa sér út i jafn fjárfreka baráttu sem þessa. Þrátt fyrir eldlegan vilja og þrot- laust strit er það engu að siður staðreynd, að til þessa hafa fram- bjóðendur ekki náð að vekja at- hygli meginhluta kjósenda á mál- stað sinum. Ástæða þessa er ein- föld. Bandarikjamenn minnast enn Viet-Nam striðsins og hafa enn ekki jafnað sig eftir Water- gate-hneykslið, sem olli þvi m.a. að Nixon varð aö segja af sér embætti, fyrstur Bandarikjafor- seta. Ennfremur verður pólitisk þreyta sifellt meira áberandi meðal þjóöarinnar. Nú styttist óðum i lokabardag- ann og vist er, að i vændum eru einar sögulegustu kosningar i Bandarikjunum til þessa. Það sem mesta athygli vekur er veik staða aðalframbjóðandans, Ger- alds R. Ford. Forsetinn er nú 62 ára. Hann átti sæti i fulltrúadeild Bandarikjaþings samtals 25 ár fyrir Michigan riki. Hann var valdaiitill áður en Nixon setti hann i embætti varaforseta, 1973, eftir að Agnew var vikið úr em- bætti fyrir mútuþægni og skatt- svik.Tæpum ellefu mánuðum sið- ar varð Ford forseti i kjölfar af- sagnar Nixons vegna Watergate- málsins. Ford er þvi fyrsti forseti Bandarikjanna, sem ekki er kjör- inn i embættið. Hann á um þessar mundir mjög i vök að verjast gegn flokksbróður sinum, Ronald Regan, sem er mjög ihaldssam- ur. t bessari baráttu er framtið Fords og Repúblikanaflokksins i talsverðri hættu. Sannarlega má flokkurinn muna sinn fifil fegri. Yfirleitt hafa repúblikanar staðið sig vel i kosningum. Uppreisn Regans vekur nú ægilegar minningar um afhroð -það sem Barry Goldwater galt i kosning- unum 1964. En Ford á undir högg að sækja á fleiri vigstöðvum. Ber þá fyrst að nefna velferðaráætlun hans. Ennfremur er stirðbusaleg framkoma hans höfð á orði, kú- vending hans i ýmsum mikil- vægum málum, m.a. afstaða hans til fjárhagsörðugleika New York- borgar og snögg skoðanaskipti hans i þvi máli. Loks tala menn um annálaðan klaufaskap hans. t skoðanakönnunum Gallup-stofn- unarinnar hefur hann farið hall- oka fyrir Regan, enda þótt hann sæki nokkuð á. Mönnum býður i grun, að haldi Regan áfram að aukast fylgi á ný, geti það orðiö til þess aö bola Ford frá keppninni um útnefninguna fyrir vorið. Ber þá loks að nefna umdeilda Kina- för Nixons, sem kom á versta tima, aðeins þrem dögum fyrir forkosningarnar i New Hampshire Þessi heimsókn Nixons var mikiö áfall fyrir Ford. Kinverjar eru meö þessu aö gagnrýna forsetann fyrir að halda illa Shanghai-sátt- málann. Ennfremur lita Kinverj- ar illum augum vinahót Banda- rikjamanna i garð Rússa. Grein þessi er rituð áöur en forkosning- ar i New Hampshire fara fram. Svo gæti fariö aö úrslitin þar skeri ekki úr um hvor þeirra Regan eða Ford séu öflugri frambjóðandi. Þá gæti svo farið að repúblikanar taki að ihuga þriðja mann, John Connally, sem Nixon hafði raun- ar i huga sem eftirmann sinn. Þó ætla mætti að demókrata- flokkurinn hlakki yfir þessari sundrung i herbúðum and- stæðinganna, þá er deginum ljós- ara að flokkurinn á við ærinn vanda að striða i eigin búðum. Demókratar ættu með réttu að eiga góðar sigurlikur. Má til nefna Watergate, verðbólgu, efnahagskreppu og brokkgengi Fords, sem er repúblikönum fjöt- ur um fót. En leitin að traustum frambjóðanda gengur erfiðlega. Til þessa hafa um ellefu menn gefið kost á sér, og sá tólfti, Hu- bert H. Humprey, biður þess að flokkurinn snúi sér til hans. Ekki skortir hæfileikamenn, en of margir eru þó um hituna. Enginn þeirra hefur enn skotið öðrum ref fyrir rass. Þótt George Wallace sé bundinn við hjólastólinn er hann enn sem fyrr baráttuglaður. Fylgi hans er traust og stöðugt. Wallace gæti þvi skemmt veru- lega fyrir hverjum hinna, ef hon- um sýndist svo. Sem stendur virðast talsverðar likur á þvi, að sætzt verði á Humphrey sem málamiðlun. Það yrði i annað skipti á átta árum sem þessi gamla striðskempa tekur þátt i baráttu um útnefningu i forseta- embættið. Forystumenn demókrata og repúblikana óttast mest að litil þátttaka verði i kosningunum. Þessi ótti er ekki aö ástæðulausu. Ariö 1972 neyttu aðeins 54.5 pró- sent bandariskra kjósenda at- kvæðisréttar sins. Ekki er búizt við mikið meiri þátttöku að þessu sinni. Fyrir repúblikana er meira i húfi en það hvort þeim tekst að halda völdum i Hvita húsinu. Jafn miklu og kannski enn meira máli skiptir hvort flokkurinn getur bætt sér upp fylgistapið, sem fylgdi i kjölfar Watergate-máls- ins. Þetta á jafnt viö um töpuð þingsæti á Bandarikjaþingi, auk fylkisþinganna og fylkisstjóra- embætti. Þótt flokkurinn haldi forsetaembættinu án þess að vinna aftur þingsæti, yrði þaö beiskur sigur. Margir repú- blikanar óttast mjög að þeir Regan og Ford séu ekki þau for- setaefni, sem verða megi flokkn- um til sigurs i þing- og rikis- kosningunum, nema þvi aðeins að demókrötum verði á mistök likt og þegar McGovern varð forseta- efni þeirra. Einkum óttast þeir, að Regan geti orðið dragbitur á fylgisaukningu flokksins þá fram i sækir. Flestir eru þeir þeirrar skoðunar, að Ford-Regan barátt- an gæti ráðizt ógnvænlega skjótt i fyrstu forkosningunum i New Hampshire (grein þessi er rituð skömmu áður en þær fóru fram), Florida og einkum þó Illinois, þrátt fyrir yfirlýstan ásetning beggja um að berjast af hörku allt til þess að flokksþingið verður haldið i Kansas City. Þá verður ljóst hvort flokksmenn repú- blikana styðja Ford eður ei. Svo gæti farið, að sigur Regans i ein- um eða tvennum þessara fyrstu forkosninga hrindi af stað sókn- þungri árás hans á Ford. Slikt gæti útilokað frekari framboðs- möguleika Fords. Svar við slíkum vangaveltum fæst að likindum ekki siðar en i aprilbyrjun. Þá eru i vændum forkosningar i N- Karólinu, New York og Wiscon- sin. En verði linurnar ekki orðnar skýrar um það leyti, þá i for- kosningunum sem fram fara i Pensylvaniu og Texas i mai. RONALD REGAN er 65 ára, fyrrum Hollywoodleikari og rikisstjóri Kaliforniu i átta ár, 1966-74. Skoðanir hans eru um flest svipaðar skoðunum Fords. Regan hefur að sögn manna yfir sterkari kosningavél að ráða. Helzti munur þeirra Fords og Regans er sá, að hinn siðast nefndi er öllu ihaldssamari en forsetinn. Það er litil dyggð i aug- um frjálslyndra demókrata. Samt sem áður nýtur Regan meira álits þeirra en Ford. Demókratar telja stöðu Fords þó sterkari, enn sem komið er. t her- R E G A N búðum Regans segja menn að nái hann meira fylgi en 40 prósent i forkosningunum i New Hamps- hire, sé það hreinn sigur yfir Ford. Jafnvel þótt Regan verði i öðru sæti, en fylgi fast á hæla Fords, verði það framboði Reg- ans mjög öflugur stuðningur. Enn er Regan helzti keppinautur for- setans. Mesti vandi Regans er sá, að hann verður að sýna og sanna að kjósendur flykkist fremur til hans en Fords, án þess þó að hann ráðist persónulega á forset- ann. Þá verður hann að sannfæra flokksþingið um að það sé ekki höfuðglæpur að stugga til hliðar veikum frambjóðanda, þótt flokksbróðir sé og forseti i ofan- álag. Haft er eftir flokksforingja i miðvesturrikjunum, að fylgi Reg- ans sé traust þar. Flokksmenn muni ekki svikjast undan merkj- um við Ford, en fari hann halloka i fyrstu lotunum, muni þeir flykkja sér um Regan. I ljósi þessa hefur Regan einbeitt áróðri sinum að New Hampshire og Florida, ásamt N-Karólina og Wisconsin. Einn kosningaráð- gjafa Regans lét hafa eftir sér, að Bandarikjamenn láti sig litlu varða smáatriðin i stefnuskránni. En margir áhrifamiklir repú- blikanar efast um þetta. Regan hefur einmitt verið fundið það til foráttu, að hann geti ekki gert nægilega skýra grein fyrir ein- stökum atriðum stefnu sinnar. Hann er sakaður um yfirborðs- kennda hugmyndafræði. Fyrr eða siðar telja menn að fréttamiðlar taki að núa Regan þessu um nas- ir. Þá gæti vel svo farið, að hvorugur fái umtalsvert fylgi i forkosningunum. Slikt væri reiðarslag. Sá frambjóðandinn sem mer sigurinn verður Repú- blikanaflokknum ekki til fram- dráttar. Sem stendur þora repú- blikanar ekki að leita til þriðja manns fyrir forkosningaslaginn. Slikt gæti orðið Ford dýrkeypt fremur en Regan. Ástæða þessa er sú, að Ford hefur gagnrýnt Re- gan óvægilega, m.a. kallað hann tækifærissinna og laumusósial- ista. Nái Regan ekki útnefningu, má búast við að miöjumenn innan Repúblikanaflokksins freistist til að styðja óflokksbundinn þriðja aðila, eða kjósi frambjóðanda demókrata, nema þeir sitji með öllu hjá. Margir repúblikanar þykjast sjá tilhneigingu til ihaldssemi meðal kjósehda. Arið 1976 ætti með réttu að verða demókrötum blómum stráð. Repúblikanar eiga sem fyrr er getið við ærinn vanda að etja. Fyrst er að nefna bágt efna- hagsástand, innanflokksdeilur um forsetaframbjóðendur, sem orðið gætu til að eýðileggja fram- boð núverandi forseta. En á næst- liðnum árum hafa demókratar verið lagnir við að spilla fyrir sjálfum sér. Að þessu sinni hafa þeir att að minnsta kosti tiu yfir- lýstum frambjóðendum fram á vigvöllinn, auk tveggja annarra, sem enn er ekkert hægt að full- yrða um. Þessi mikli fjöldi slæst heiftúðlega um atkvæðin og hver dregur fylgi frá öðrum. Einhvern veginn verða demókratar að sættast á lokaframbjóðandann án þess að kljúfa eigin raðir. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þessum frambjóðendum: HENRY JACKSON öldunga- deildarþingmaður er nú 63 ára. Kosningavél hans er bezt fjár- mögnuð og hefir hann skrifstofur i nær öllum rikjunum. En Jack- son á við sömu vandamál að glima og i útnefningarbaráttu sinni árið 1972. Hann er mikill vinnuþjarkur en ekki skjótvirkur að sama skapi. Það dregur veru- lega úr stuðningi áhrifamikilla vina hans. Þá er að nefna óvægi- legar árásir hans á détente-stefnu Bandarikjastjórnar i garð Rússa. Sú afstaða hans vekur andúð i frjálslyndari armi flokksins, sem að likindum mun ekki styrkja framboð Jacksons. Þá má nefna andstöðu hans gegn verzlunar- samningi Rússa og Bandarikja- manna. Vitað er, að meðal annars af þessum sökum lita Rússar hann miður hýru auga. En Jack- son lætur ekki deigann siga. Hann heldur hiklaust fram skoðunum sinum á ýmsum málum, enda þótt slikt kunni að reynast honum dýrkeypt siðar. Jackson er frjáls- lyndur i innanrikismálum en harður i utanrikismálum. Eink- um er tilnefnd tortryggni hans og nærri þvi fjandskapur i garð Sovétrikjanna. Ljóst er að Jack- son verður að minnsta kosti að vinna einn stórsigur i forkosning- unum eigi hann að koma til greina sem forsetaefni. Af þess- um sökum hefir Jackson nú hert róðurinn. Hann ætlar sér ekki að taka þátt i forkosningunum i New Hampshire en býst við allgóðum úrslitum i Massachusetts, Florida og New York. Jackson er áhrifamestur i hægri armi flokks- ins, ef Wallace er undanskilinn. Andstæðingar Jacksons á frjáls- lynda kantinum gætu spillt fram- boðum sinum — honum i hag. En eftir sem áöur er allt undir sigri hans i forkosningunum komið. BIRCH BAYH öldungadeildar- þingmaður er 48 ára. Hann nýtur mikils stuðnings verkamanna- sambanda i New Hampshire, auk þess sem frjálslynd öfl styðja hann mjög. Þessi stuðningur frjálslyndra dregur mjög úr von- um þeirra Morris Udall og Fred Harris. Bayh ætlar sér fyrst að sigrast á Udall, þá ætlar hann aö útiloka Jackson eða hvern þann annan, sem eftir stendur i útnefn- ingarbaráttunni. Fyrst þarf Byah að sigrast á Udall i forkosningun- um i New Hampshire og Massa- chusetts. Að svo mæltu getur hann einbeitt sér að baráttunni gegn Jackson i New York og Pennsylvaniu. En Bayh verður einnig að sigrast á Georg Wallace i Indiana þann 4. mai. Af ásettu ráði hefur hann ekki gert itarlega grein fyrir stefnumálum sinum. Bayh höfðar til gamla kjarnans i demókrataflokknum. Þá á hann einnig miklu fylgi að fagna meöal blökkumanna og kvenna. Stuðn- ingsmenn hans telja hann standa bezt að vigi vegna viðtæks fylgis, og margir tala um hann sem Kennedy Mið-Vesturrikjanna. Udall MORRIS UDALL frá Arizona er 53 ára. t áróðri sinum hefir hann til þessa lagt mesta áherzlu á djarflegar tillögur um um- hverfisvernd og skipulagningu efnahagslifsins. Kosningasjóðir Udalls eru ekki digrir, og mun hann þvi einbeita sér aö góðri út- komu i New Hampshire og Massachusetts forkosningunum. Þeir Udall og Bayh eru mjög svipaðir að styrkleika, og barátta þeirra takmarkast sem stendur við þá sjálfa. Annar hvor þeirra fellur úr lestinhi innan skamms. Udall reiðir sig fremur á persónu- töfra en pólitisk afrek sin. FRED HARRIS fyrrum öldungadeildarþingmaður Okla- homa. Hann á stuðning sinn til sterkra að sækja, er vinsæll meðal almennings og reiðir sig mjög á sjálfboðaliða i baráttu sinni, þar sem lágt er i sjóðum hans. Helzta vandamál Harris er að fáir flokksbræðra hans taka framboð hans alvarlega enn sem komið er. Þó er ljóst, að hljóti hann verulegt fylgi i for- kosningunum breytist það skjótt. JIMMY CARTER fyrrum rikis- stjóri i Georgiu er næstur. Fylgi hans er töluvert meðal sam- flokksmanna i Demókrataflokkn- um. Þá virðist hann eiga traust fylgi i Iowa og Oklahoma. Áhöld eru um hvar hann verður i dilk dreginn. Carter getur jöfnum höndum talizt ihaldssamur og frjálslyndur eftir málaflokkum. Þessi óljósa staða gæti komið honum i koll siðar. Carter er harður keppinautur Wallace meðal hvitra verkamanna i Suðurrikjunum og einnig meðal ihaldsafla beggja flokka. Carter tekur kosningabaráttuna mjög alvarlega og vinnur af kappi. I Florida á Carter mikið fylgi, en þar á hann við Wallace að etja. Óhætt er að fullyrða, að Florida verði prófraun Carters. GEORGE WALLACE er 56 ára og hefir lengi verið rikisstjóri i Alabama. Nái hann kosningu tel- ur hann það andúðaryfirlýsingu demókrata á áberandi vinstri stefnu i röðum þeirra. Hugmynd- ir hans i kynþáttamálum gera hann þó umdeildan. Flestir demókratar telja að hann muni ekki hljóta útnefningu flokksins sem forsetaefni. Staða Wallace er hins vegar mjög sterk, og gæti hann notað hana sér til fram- dráttar. T.d. gæti hann dregið sig i hlé á siðustu stundu og styrkt sameiginlegt framboð flokksins. Þannig gæti hann ef til vill krækt sér i gott embætti i hinni nýju stjórn. LLOYD BENTSEN frá Texas er af dönsku bergi brotinn. Hann segist staðfastlega stefna að for- setaútnefningu, enda þótt flestum virðisthann vera að styrkja stöðu sina við samningaborðið, væntan- lega til að hljóta ráðherrastöðu i nýrri rikisstjórn — ellegar þá til að hreppa útnefningu sem vara- forseti. Hann ætlar að taka þátt i forkosningunum i Missisippi, Oklahoma, S-Karólinu og Vir- giniu. Jafnvel hefir hann hugsað sér að reyna við New York og Illi- nois. Þó beinist sóknarþungi hans fyrst og fremst að Texas-for- kosningunum gegn Wallace, þann 1. mai. Baráttuaðferð Bentsens er að láta aðra frambjóðendur úti- loka hvern annan i fyrstu lotunni, en að hann verði svo eins konar málamiðlun. Fjársjóðir hans eru æði digrir. Hætta er hins vegar á að einhver frambjóðenda nái ótviræðri forystu áður en Bentsen lætur til skarar skriða. TERRY SANFORD. Sem stendur skuldar kosningasjóður hans um 100.000 dali, en þessi fyrrverandi rikisstjóri N-Karó- linu er bjartsýnn. Hann veröur þo að vinna stóran sigur i heimariki sinu ef framhald skal á verða. SARGENT SHRIVER þekkja trúlega margir. Hann var til skamms tima yfirmaður friðar- sveitanna og hefir þess utan gegnt fjölda embætta. Hann er einniggiftur inn i Kennedyættina. Margir álita að Shriver sé aðeins að undirbúa framboð Edwards Kennedy, en sjálfur harðneitar Kennedy þvi að hann hyggist gefa kost á sér. Shriver er eiginlega sá eini meðal frambjóðendanna, sem nafnkunnir eru innan Banda- rikjanna og utan. Barátta Shriv- ers hefir silazt áfram, og margir flokksbræðra hans efast um hæfni hans. Shriver reiðir sig á öflugan sigur i Massachusetts, heimariki Kennedys. Undir þeim úrslitum er komið hvort hann tekur þátt i forkosningum i New York og Illi- nois, en i siðastnefnda rikinu var hann um skeið starfandi sem yfir- maður fræösluráðsins þar. MILTON SHAPP rikisstjóri i Pennsylvaniu segist býast við sæmilegum árangri i Massachu- setts, Florida og New York. Þol- raun hans verður i Pennsylvaniu. Til þessa hefir framboð hans þó litinn hljómgrunn hlotið meðal keppinautanna. Liklegast ætlar Shapp að tryggja sér sæmilega samningsaðstöðu á flokksþing- inu, þvi litlar likur eru á þvi að hann hljóti útnefninguí FRANK CHURCH öldunga- deildarþingmaður fyrir Idaho er nú vel þekktur um heim allan. Hann er formaður sérlegrar þing- nefndar, sem rannsakar leyni- þjónustuna CIA. Árangur og skýrslur þeirrar nefndar eru vist öllum kunn. Má þar nefna hleran- ir, mútur, innbrot og annað litt ljósþolið atferli CIA. Af störfum sinum er Church nú á hvers manns vörum. Þó hyggst hann ekki gefa kost á sér meðan nefnd- in er að störfum. Church mun þvi likast til ekki taka þátt i forkosn- ingum fyrr en i april, og þá i Wis- consin-riki. Eina von hans er að aðrir frjálslyndir frambjóðendur spilli svo hver fyrir öðrum, að hann eigi greiða leið án mikilla átaka. Humphrey HUBERT H. HUMPHRE Y öldungadeildarþingmaður skal siðast nefndur. Hann er nú 64 ára og hefur ekki gefið kost á sér. Hljóti enginn frambjóðendanna nægilegt fylgi i forkosningunum, kann svo að fara að flokkurinn snúi sér til Humphreys, sem bæði er reyndur og virtur stjórnmála- maður. Sjálfur segir Humphrey, að lokaframbjóðandinn verði maður, sem gengið hafi gegnum forkosningaslaginn. Fari hins vegar svo, að flokkurinn verði að snúa sér annáð, þá verður hin gamalreynda striðskempa ávallt reiðubúin, enda maðurinn bar- áttuglaður og virtur af öllum gamalreyndum flokksmönnum. Auk þess benda skoðanankannan- ir til þess, að Humphrey hafi traust fylgi. Sumir leiðtogar demókrata hafa hvatt Minnesota- þingmanninn til að taka a.m.k. þátt i einhverjum forkosning- anna, t.a.m. Kalifornfu og New Jersey. Leiði fyrstu for- kosningarnar ekki fram á sjónar- sviðið einn frambjóðenda, sem hefur ótviræða forystu, kann þessi þrýstingur á Humphrey að aukast enn. Það er greinilegt, að Humphrey nýtur þess að vera hafinn yfir bardagann og striðs- þjarkið. Haft er eftir Humphrey, að það bezta sem maður i hans stöðu geti gert, sé að gera ekki neitt. Flokksþingið verður haldið i Madison Square Garden. Til að hljóta útnefningu þarf frambjóð- andi að hafa atkvæði 1505 kjör- fulltrúa. Enn sem komið er sjást þess engin merki að einhver einn frambjóðenda nái sliku fylgi fyrir þann tima. Heimildir TimeaNewsweek islenzkun H. Blöndal. TÍMINN Rætt við búnaðarþingsfulltrúa: Skipuleggja þarf land- búnaðarframleiðsluna og gera hana hagkvæmari — ÞAÐ þarf að stefna að þvi smátt og smátt með lánafyrir- greiðslu i sambandi við bygging- ar og bústofnskaup bænda, að beina framleiðslu þeirra á hverj- um staö inn á þær brautir, sem hagkvæmastar eru fyrir þjóðar- búið, sagöi Guðmundur Jónasson, búnaðarþingsfulltrúi frá Ási i Vatnsdal, i viðtali við Timann. Guðmundur situr á búnaðar- þingi fyrir Austur-Húnvetninga, en hann er kunnur fyrir mikil af- skipti af félagsmálum, bæði i hér- aði og viðar. M.a. var hann for- maður stjórnar Kaupfélags Hún- vetninga um fjölda ára og á sæti i sýslunefnd Austur-Húnavatns- sýslu. Guðmundur hefur ásamt fleir- um flutt á búnaðarþingi tillögu um það, hvort ekki sé timabært að taka til endurskoðunar ýmsa þætti búvöruframleiðslunnar, einkum með það sjónarmið fyrir augum, að hagnaður bænda verði meiri. Má þar til nefna markaðs- skilyrði, jafnvægi i framleiðsl- unni, flutningskostnað, og heppi- lega nýtingu jarðanna. t viðtali við Timann sagði Guð- mundur, að hann óttaðist þá til- viljunarkenndu þróun, sem nú ætti sér stað i landbúnaðarmál- um. Virtist lítið tillit tekið til þess, hvað hagkvæmast væri að fram- leiða á hverri jörð, með tilliti til nýtingar landsins. Heldur virtust miklu fleiri bændur hallast að þvi, að hafa eingöngu fé. Þannig væri bóndinn lika frjálsari. Taldi Guðmundur, að mikil hætta væri þvi á, að af þessu leiddi þaö, að kúabúin yrðu allt of fáog allt of dreifð. Gæti það haft i för með sér,að ekkiyrði nægilega mikil mjólk framleidd i landinu, auk þess sem dreifð kúabú geröu mjólkurflutningana mjög óhag- kvæma. Þetta leiddi siðan af sér þá hættu, að á vissum landsvæðum væri ekki nægilega mikil mjólk- urframleiðsla. Nú er mjólk t.d. flutt frá Akureyri til ísafjarðar. Slikt er fásinna að gera. Miklu nær væri að framleiða mjólkina fyrir vestan og losna þannig við flutningskos tnaðinn. Vinnuálag kúabænda of mikið — Ein ástæðan fyrir þvi, hve margir bændur eru nú að hætta við að hafa mjólkúrkýr, sagði Guðmundur, er hve vinnuálag kúabænda er mikið. Sérstaklega þurfa þeir að vinna mikla nætur- og helgidagavinnu. Fyrir það verða þeir aö fá sanngjamlega greitt. Guðmundur Jónasson Asi Ég hef heyrt marga kúabændur segja,að þeir hefðu aldrei farið út i þá framleiðslugrein, ef þeir hefðu vitað hve gi'furlegt vinnu- álagið væri. Þeir lita lika öfund- araugum sumarfrelsi sauðfjár- bænda. Landið nýtist bezt með blönduðum búskap Ég er þess fullviss, að á mörg- um jörðum hentar blandaður bú- skapur bezt. Stór fjárbú þurfa mikið land, en yfirleitt er ekki hægt að fullnýta jarðir ef þar eru eingöngu kýr. Þvi er þetta bezt hvað með öðru. Þannig næst bezt nýting út úr landinu, og er minnst hætta á ofbeit. Með þessu er ég þó ekki að segja, að einhæfur búskapur eigi engan rétt á sér. Það geta ýmsar ástæður legið til þess að hann sé réttlætanlegur. En það, sem ég legg aðal- áherzluna á, er að eitthvað verði gert til að skipulegg ja landbúnað- arframleiðsluna áður en tilviljun- arkenndar framkvæmdir hafa skapað óyfirstiganleg vandræði. Að minu áliti væri eðlilegast, að búnaðarsamböndin væru fengin til að gera úttekt á bújörðunum, sem sýndi hagkvæmustu búvöru- framleiðsluna á hverri jörð fyrir sig. A grundvelli þeirra úttektar mætti siðan gera áætlun um bú- vöruframleiðsluna, svo menn fari ékki að framleiða eitthvað og eitt- hvað eftir duttlungum sinum. Allt of margir ótryggðir Guðmundur sagði, að trygging- armál bænda væru mjög mikið stórmál og allt of margir bændur væru ótryggðir gagnvart ýmsum óhöppum og t jónum. Það má eng- inn við þvi að vera ótryggður, þegar óhöpp eigá sér stað, og standa jafnvel uppi eignalaus, sagði Guðmundur. I fyrra var samþykkt á búnaðarþingi tillaga frá Búnaðarsambgndi Aust- ur-Húnvetninga um að stjórn B.l. leitaði eftir tilboði tryggingarfé- laga i tryggingar, og værimeð þvi leitast við að fá þær á sem allra hagkvæmustu verði. — Þá tel ég, að nauðsynlegt sé að B.í. hafi mann á sinum vegum til að leiðbeina bændum við að ná rétti sinum gagnvart tryggingar- félögunum, sagði Guðmundur. Það er alltof algengt að trygging- arfélög séu með undanbrögð við að greiða bætur fyrir tjón. Gagn- vart þvi standa tjónþolar oft ráð- þrota. Þvi gæti verið mjög mikiö gagn að þvi að hafa mann á veg- um Búnaðarfélagsins til að leið- beina bændum. Búnaðarþing mikilvægt Að lokum vékum við Guðmund- ur talinu að þýðingu búnaðar- þings fyrir islenzkan landbúnað. Sagði Guðmundur, að það væri fyrst og fremst mikilvægt i sam- bandi við löggjöf uml landbúnað- armál. — Hér koma öll landbún- aðarfrumvörp til umræðu, og hér er fjallað um þau af mönnum, sembezt þekkja til þessara mála. En hinn þátturinn i störfum búnaðarþings er þó ekki siður mikilvægur. Hér hittast menn og bera saman bækur sinar og hér fæðastmargar hugmyndir. Þess- ar hugmyndir eru oft á tiðum undirstaðan að setningu merkrar löggjafar um landbúnaðarmál. — Ég vil nefna, að á búnaðar- þingi fyrir nokkrum árum lögðum við Magnús Sigurðsson og Sig- mundur Sigurðsson fram erindi um eignarhald á jörðum. Fyrir það þing voru einnig lögð fleiri er- indi um svipað efni. Ég tel, að þessierindi hafi orðið kveikjan að jarðalagafrumvörpum þeim.sem lögð voru fyrir Alþingi 1973. Þvi miður náöu þau frumvörp ekki fram að ganga þá, en ég legg mikla áherzlu á, að þessi frum- vörp fari nú að sjá dagsins ljós að nýju. Landbúnaðarráðherra lýsti þvi yfir við setningu þessa búnaðar- þingsað likurbentu til þess, að nú væri að nást samstaða með stjórnarflokkunum um þessi frumvörp. Vona ég að svo reynist, þvi að ég er fullviss um það, að þau eiga eftir að verða islenzkum landbúnaði til heilla. Vöruskiptajöfn- uðurinn í janúar óhagstæður SJ—Reykjavik— Verðmæti ut- flutnings i janúarmánuði siðast liðnum nam 3.028,2 milljónum króna, en á sama tima var inn- flutningurinn að verðmæti 4.924,8 millj. kr. Vöruskipta- jöfnuður var þvi — 1.896,6. 1 sama mánuði i fyrra var flutt út fyrir 2.307,6 m illjónir en inn fyr- ir 3.618,4 og vöruskiptajöfnuður- inn var — 1.310,8 milljónir. Við samanburð utanrikis- verzlunarinnar verður að hafa i huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris i janúar 1976 er talið vera 36,1% hærra en það var i sama mánuði 1975. Á1 og álmelmi var flutt út fyrir 410,6 milljónir (293,3) i janúar sl., en innflutningur Is- lenzka álfélagsins nam 277,8 milljónum (86,8). Innflutningur Landsvirkjunar (að mestu vegna Sigölduvirkjunar) nam 241,4 milljónum (20,7). Tölurnar i svigunum eru frá jan. 1975. Reykjavíkurmót í snjó-rally '76 LIONSKLOBBARNIR Njörður og tækjum fyrir björgunarsveitirn- Freyr hafa i samráði við björg- ar, sem aðstoða Lionsklúbbana unarsveitirnar, sem unnið hafa að undirbúningi Snjó-Rally-móts- ins á Reykjavikursvæðinu ákveð- ið að flytja mótið, sem ætlunin var að halda við Sandskeið, — og halda það núna i dag laugar- daginn 6. marz við Þingvalla- veginn, þar sem hann liggur um Mosfellsheiði. Nægilegur snjór ei þar og hefst mótið klukkan tvö — ef veður leyfir. Fjöldi þátttakenda hefur skráð sig til keppni og virðist mikill áhugi fyrir mótinu, en það var á Hellu á Rangárvöllum um siðustu helgi. Tókst það með ágætum og var fjölsótt. Leiðin á mótsstað verður vel merkt og engin hætta á að menn finni ekki mótssvæðið. Aðgangseyrir er kr. 300 fyrir full- orðna og 100 fyrir börn, en eins og fram hefur komið i fréttum, fer ágóði af mótshaldinu til kaupa á við framkvæmd mótsins. Keppt verður um tvo bikara i snjósleðakeppninni, annar er gefinn af Öliuféláginu Skeljungi og hinn af Ford-umboðinu. *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.