Tíminn - 06.03.1976, Side 11
TÍMINN
11
Laugardagur 6. marz 1976.
Tvísýn
barátta
í Eng-
landi
— Fimm lið berjast
þar um
meistaratitilinn
BARATTAN um Englandsmeist-j
aratitilinn er geysilega hörð ogj
tvisýn og má búast við glfurlegri
lokabaráttu, þar sem fimm lið,
Liverpool, Manchester United,
Queens Park Rangers, Derby og
Leeds, verða þátttakendur.
Liverpool og QPR verða i sviðs-
ljósinu i dag, en þá mætir QPR
Coventry á heimavelli og Liver-
pool mætirMiddlesborough á
heimavelli. Manchester United
og Derby leika I bikarkeppninni,
en Leeds-liðið á frí i dag.
Eftirtalda leiki eiga toppliðin
fimm eftir að leika:
LIVERPOOL: — Middlesborough
(H), Birmingham (Ú), Norwich
(U), Burnley (H), Everton (H),
Aston Villa (Ú), Leicester (H),
Stoke (H), Manchester City (Ú)
og Wolves (Ú).
MANCHESTER UNITED: —
Norwich (Ú), Leeds (H), New-
castle (Ú), Middlesbrough (H),
Manchester City (H), Ipswich
(Ú), Everton (H), Burnley (Ú),
Stoke (H) og Leicester (Ú).
Q.P.R.:— Coventry (H),Everton
(Ú), Stoke (ú), Manchester City
(H), Newcastle (Ú), Middles-
borough (H), Norwich (Ú),
Arsenal (H) og Leeds (H).
DERBY: — Norwich (H),
Middlesborough (Ú), Birming-
ham (H), Aston Villa (Ú), Ever-
ton (H) og Ipswich (Ú).LEEDS:
— Manchester United (Ú), Ever-
ton (Ú), Arsenal (H), Burnley
(H), Tottenham (Ú), Sheffield
United (H), Manchester City (H),
Leicester (Ú), QPR (Ú), West
Ham (H), og Newcastle (Ú).
(H) — er heimavöllur og (Ú) —
útivöllur.
STAÐAN
Staða efstu liðanna i 1. deildar-
keppninni, er nú þessi:
Liverpool ... .32 15 13 4 49:25 43
QPR.........33 16 11 6 47:25 43
Manútd...... 32 17 9 6 53:42 43
Derby...... 33 17 9 7 53:42 43
Leeds ......31 16 7 8 48:32 39
Middlesboro . .32 12 10 10 35:29 34
ManCity.....30 12 9 9 47:28 33
Everton.....31 11 11 9 48:53 33
WestHam ... .32 13 7 12 40:48 33
Ipswich.....30 10 12 8 37:32 32
— og staða neðstu liðanna er
þessi:
Norwich.....30 1 0 8 12 44 : 46 2 8
Burnley ....33 7 9 17 37:52 23
Birmingh....31 9 5 17 42:58 23
Wolves......32 7 8 17 34:53 22
Sheff.Utd. ...32 2 9 21 22:60 13
PALL BJÖRGVINSSON. stóð sjg mjög vel I æfingaleikjum lands liðsins i Frakklandi og V-Þýzkalandi. Hann skoraði alls 19 mörk i fjór-
um leikjum.
LANDSLIÐIÐ KOMIÐ
TIL JÚGÓSLAVÍU
— eftir erfiða keppnisferð um Frakkland og V-Þýzkaland, þar sem það lék
gegn sterkum félagsliðum á hverju kvöldi
★ Jón Ásgeirsson mun lýsa ólympíuleiknum gegn Júgóslövum ó morgun
íslenzka landsliðið í hand-
knattleik er nú komið til
Þórsarar á
höttum eftir
þjólfara....
Akureyrarliðið Þór er nú á hött-
unum eftir knattspyrnuþjálfara,
og eru Þórsarar nú að leita fyrir
sér um möguleika á enskum
þjálfara. Þórsarar reyndu að fá
Danann Jack Johnson, sem þjálf-
aði 1. deildar lið Akureyrar 1974
— en þeir fengu endanlegt afsvar
frá honum fyrir stuttu, þar sem
hann sá sér ekki fært að koma til
islands i sumar.
Zagreb í Júgóslavíu, þar
sem það mun mæta Jógó-
slövum á sunnudaginn í
síðari leik liðanna í undan-
keppni ólympíuleikanna.
Landsliðið hefur búið sig
vel undir leikinn — ferðazt
um Frakkland og V-Þýzka-
land og leikið erfiða leiki.
Róðurinn verður örugglega
þungur hjá landsliðsmönnum
okkar, en þeir þurfa að vinna 7
marka sigur yfir Júgóslövum til
að tryggja sér farseðilinn til
Munchen. Leikmennirnir eru
ákveðnir i að gera sitt bezta til að
reyna að vinna upp 6 marka for-
skotið, sem Júgóslavar tryggðu
sér i Laugardalshöllinni. Hvort
þeim tekst það? — svarið við þvi
fæst á morgun.
Landsliðið kom i gær til Júgó-
slaviu, eftir æfinga- og keppnis-
ferðalag um Frakkland og V-
Þýzkaland, þar sem það hefur
leikið fjóra leiki gegn frönskum
og v-þýzkum 1. deildarliðum.
Landsliðið gerði jafntefli (25:25)
gegn franska liðinu Metz en siðan
sigraði það Nancy 26:17. Þá sigr-
aði landsliðið v-þýzka liðið Hutt-
enberg 24:16, og á fimmtudags-
kvöldið lagði liðið Munchenarliðið
Milbertshofen að velli — 19:17.
Þar með var hinni ströngu
æfingaferð lokið — liðið férðaö'ist
á daginn, og lék siðan leiki á
hverju kvöldi. Landsliðsmennirn-
ir mæta Júgóslövum á morgun i
Novomesta, smábæ fyrir utan
Zagreb. Þess má geta, að Jón As-
geirsson mun lýsa leiknum — kl.
16 — i útvarpinu.
Jóhann stjórnar
skíðakennslu
— fyrir almenning við skíðaskólann í Skólafelli næstu helgar
Skíöadeild KR mun um
næstu helgi standa fyrir
skíðakennslu fyrir al-
menning undir stjórn Jó-
hanns Vilbergssonar
skíðakappa, en honum til
aðstoðar verða nokkrir
skíðamenn, er kenna sem
sjálfboðaliðar á vegum
KR.
Kennslan fer fram við lyftu 5,
sem er austasta lyftan i Skála-
felli, og eru brekkur þar mjög
hagstæðar til kennslu fyrir al-
menning.
Kennt verður i þrem flokkum,
eftir getu hvers og eins. Þátttak-
endur verða sem næst 10 i hverj-
um flokki. Kennslugjald er kr. 300
fyrir hverja önn og er 100 kr. fyrir
börn innan 12 ára.
Fyrri önn er frá kl. 11.00-12.30.
Siðari önn er frá kl. 15.00-16.30.
Skráning fer fram við lyftu 5.
Kennsla hefst næst komandi
sunnudag.
Reynt verður að kynna al-
menningi allt það nýjasta, sem
kennt er i skiðaiþróttinni, og eru
nokkrir KR-ingar erlendis um
þessar mundir i þeim tilgangi að
fylgjast með nýjungum.
PUNKTAR
• BRADFORDí
SVIÐSLJÓSINU
LONDON. — Leikmenn Brad-
ford-liðsins, sem hafa komið
skemmtilega á óvart I ensku bik-
arkeppninni, verða i sviðsljósinu
á Valley Parade Ground i dag,
þegar >,eir fá Dýrlingana frá
Southampton i heimsókn — i bik-
arkeppninni. Fróðir menn telja
sigurmöguleika Bradford-Iiðsins
mikla, þar sem Southampton-Iið-
ið hefur sýnt, aðþað er ekki sterkt
á útivelli.
Leikirnir i 8-liða úrslitum bik-
arkeppninnar verða allir leiknir i
dag, en þá mætast:
Sunderland — Crystal Palace
Derby — Newcastle
Man United. — Wolves
Bradford — Southampton
• OPIÐMÓT
í BADMINTON
Á AKRANESI
AKRANES — Badmintonráð
tþróttabandalags Akraness held-
ur opið mót I badminton laugar-
daginn 13. marz 1976. Keppt
verður i einliðaleik og tviliðaleik
karla og kvenna og I tvenndarleik
i A- og B-flokki. Keppni hefst kl.
11.30, og verður henni lokiö á
laugardeginum og þau félög sem
senda keppendur á þetta mót
verða látnir vita, hvenær áætlað
er að það verði, þegar fjöldi kepp-
enda liggur fyrir. Þátttöku þarf
að tilkynna til Hinriks Haralds-
sonar I sima 93-2117 ekki seinna
en laugardaginn 6. marz. Hinrik
mun einnig veita nánari upplýs-
ingar um mótið.
Byrjuðu með
trillubát....
— en eiga nú yfir glæsilegum bátakosti að ráða
SIGLIN-GAFÉLAGIÐ Ýmir var stofnað 4. marz 1971 af 14 siglingaáhugamönnum og kon-
um, sem áður höfðu starfað i siglingaklúbbi á vegum Æskulýðsráös. Ýmir hélt upp á 5 ára
afmæli sitt i gærkvöldi I Kópavogi, þar sem félagið hefur siglingaaðstöðu við Vesturvör.
Þegar félagið var stofnað, var bátakostur þess fremur rýr — lánsbátur frá Æskulýðs-
ráði, einn seglbátur og trillubátur, sem haföi verið breytt i seglbát. Breytingar hafa orðið
miklar og áhuginn á siglingaiþróttinni aukizt, siðan trillubáturinn klauf öldurnar með fé-
lagana i Ými. Tæplega 100 félagar eru nú i félaginu, og hafa þeir yfir að ráða glæsilegum
bátakosti, sem þeir eiga sjálfir — en á vegum félagsins eru eftirtaldir bátar/ 1 Cresent, 2
Flipper, og 8 Fireball seglbátar, 2 25 feta Quarter toner, 1 27 feta Vega og 1 38 feta Ohlson.