Tíminn - 10.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 10. marz 1976 Finnlandi og Belgiu fer þannig fram, að tilbúnar yfirbyggingar eru sendir þangað frá Sviþjóð og samsetningu hinna ýmsu bil- hluta siðan lokið þar. Fram- leiðslan i Finnlandi varð 25685 bilar siðastliðið ár og 6356 bilar i Belgiu og 5379 i Arlöv. ★ AAörg ný hótel rísa í AAoskvu I Ismailovo, sem er bæjarhluti i austanveröri Moskvu, er nú verið að reisa nýtt hótel, sem veröur stærsta hótel i borginni. Bygginginer fjórar samtengdar 28 hæöa blokkir og rúmar hún alls 10 þúsund gestí, en það er nálægt tvöfalt meira heldur en hið stóra hótel Rossia við Kreml rúmar. 1 veitingasölum hótels- ins geta 8000 gesttr setiö til borðs i einu, og þar hefur verið komið upp neðanjarðarbilageymslu fyrir 1000 bila. Nú er einnig unnið aö mörgum fleiri hótelbyggingum I Moskvu. ★ Ný álma Hótel Moskvu sem snýr útað KarlMarx útsýnissvæðinu og Sverdlov- og Byltingartorg inu, rls hratt af grunni. 1 þessari nýju álmu hótelsins verða 1000 herbérgi, en I þvi voru fyrir 700 herbergi. I grennd við ungherjabæinn á Leninhæð, er verið að reisa barnahótel, ætlar börnum, sem koma viðs vegar aö af landinu svo og frá útlöndum til Moskvu til þess að fara til Artekbarna- búðanna á Krim og fleiri barna- búða þar og annnars staðar við Svartahaf. Þarna verður rúm fyrir rösklega 1600 börn. Her- bergin eru búin húsgögnum fyrir borðtennis skák og fleiri dægradvalir. Einnig verður þar kvikmyndasalur og gestirnir munu auk þess fá aðgang að bókasafni, leikhúsi, sundhöll og tómstundasölum ungherja- bæjarins. A lista yfir verkefni, sem enn er ekki byrjað á, er hótel, sem á að rúma 3000 gesti og reisa á i grennd við landbúnaðarsýning- una, annað hótel fyrir 2000 gesti i grennd við Kievstöðina og loks eitt enn i sambandi við sýning- arsvæðið i Sokolnikigarðinum. * Peningar þurrkaðir með hórþurrku 1 Hamborg kom mikið vatns- veður i janúar, og var samfara þvi háflóð og mikil lægð var yfir þessu landsvæði. Sum hverfi i borginni, sem liggja nálægt höfninni, eða ánni Elbe, urðu fyrir tjóni vegna flóða. Flæddi inn i kjallara og vörugeymslur. A skrifstofu einni við höfnina flæddi inn i peningaskápinn, — hvað þá annað — og sjáum við hér skrifstofufólkið vera að hella úr skúffu úr skápnum, og peningaseðlarnir hafa verið hengdir upp til þerris með bréfaklemmum, og svo reynir gjaldkerinn að þurrka þá með hárþurrku. 1 þessu óveðri urðu einnig mikl- ar skemmdir hjá bændum þarna i nágrenninu, svo að hið opinbera varð að koma til hjálpar. Tjón varð viða á byggingum, og þá fuku og skemmdust mörg storka- hreiður, en storkur hefur mikið haldið sig þarna á lág- landinu nálægt Hamborg, en annars hefur honum mikið fækkað viða i Evrópu. Bændur reyndu að gera við hreiðrin, þvi að þeir vilja styðja að þvi, að storkurinn hafi búsetu hjá þeim. Allir bændur voru samtaka i þessu uppbyggingarstarfi fyrir storkafjölskyldurnar, — nema einn bóndi, sem átti 10 börn með konu sinni og bjuggu þau á litilli jörð. Hann sagði: — Storkurinn hefur þegar verið of oft á ferð- inni á minum bæ! Ein milljón Saab bíla framleiddir síðan 1950 Ein milljón Saab bifreiða hafa nú lokið ferð sinni um færibönd Saab-Scania verksmiðjanna i Trollhattan. Afmælisbillinn, Saab 99 Combi Coupé veröur gefinn til umferöarráðs Sviþjóð- ar og verður hann notaöur I her- ferð til aukins umferðaröryggis á árinu 1976. Fyrstí Saabinn Saab 92 lauk ferö sinni i verksmiðjunni i desember 1949, en fjöldafram- leiösla hófst ekki fyrr en 1950 en þá voru 1246 Saab bflar fram- leiddir. Tiu árum siöar haföi ársframleiðslan náð 26066 bilum og 1970 voru 73982 Saab fram- leiddir. A þessu ári er gert ráð fyrirað 100.000 bilar veröi fram- leiddir i hinum ýmsu verk- smiöjum Saab. Auk framleiöslunnar i Troll- hattan, þá eru Saabbilar einnig framleiddir i Finnlandi, Belgiu og i Arlöv, sem er rétt hjá MalmöISviþjóð. Framleiðslan i „Einhver ætti að finna upp bað með lifsábyrgð." DENNI DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.