Tíminn - 10.03.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.03.1976, Blaðsíða 19
18 TtMINN IVliðvikudagur 10. marz 1976 — lagði alla keppinauta sína að velli á Húsavík Þingeyingurinn Ingi Yngvason var i miklum vígamóði/ þegar bikar- glíma íslands fór fram á Húsavík. Þessi snjalli glimumaður lagði alla keppinauta sína að velli og tryggði sér sigur i bikarglímunni. Ingi hlaut 7 vinninga, en Keykvikingurinn Guðmundur ólafssou úr Ármanni varð i öðru sæti, hlaut 6 vinninga. Glimukóngur tslands, Pétur Yngvason — bróðir Inga, varð að láta sér nægja fjórða sæti f glimunni. Ungur Þingeyingur Eyþór Pétursson varð sigur- vegari i unglingaflokki. 5 breytingar á kvenna- landsliðinu Hansína nálgast landsleikjametið IngLí víaamóði GUÐRÚN SIGURÞÓRSDÓTTIR...hin snjalla stúlka úrArmanni, sést hér i landsleik gegn Svfum. dóttur úr Val, sem hefur leikið 20 landsleiki. Landsliðiö, sem mætir Bandarikjunum i Hafnarfirði, verður skipað þessum stúlkum: Markverðir: Magnea Magnúsdóttir, Ár- manni Gyða Úlfarsdóttir, FH. Aðrar stúlkur: Hansina Melsted, KR Oddný Sigsteinsdóttir, Fram Erla Sverrisdóttir, Ármanni Hjördis Sigurjónsdóttir, KR Harpa Guðmundsdóttir, Val, Guðrún Sigurþórsa . Armanni Jóhanna Halldórsdóttir, Fram Kristin Jónsdóttir, Breiðablik Jóna M. Brandsdóttir, FH Hrefna Bjarnadóttir, Val. 5 brcytingar hafa nú veriö gcrðar á kvcnnalandsliðinu i handknattlcik, sem keppir i Ilafnarfirði á föstudaginn við lið frá Bandarikjunum. Oddný Sig- steinsdóttir, Fram, Hansina Melsted, KR, Guörún Sigur- þórsdóttir, Ármanni, Kristin Jónsdóttir, Breiðabliki, og Magnea Magnúsdóttir, Ar- manni, hafa veriö vaidar i liðiö. Kristin Jónsdóttir leikur þá sinn fyrsta landsleik, en Hansina Melsted leikur sinn 19. landsleik, og ef hún ieikur einnig með landsliðinu gegn Bandarikjunum á laugardaginn á Akranesi, þá jafnar hún lands- leikjamet Sigrúnar Guðmunds- Borussia er að missa flugið — hefur tapað tveimur leikjum í röð í v-þýzku „Bundesligunni" Hamburger SV saxar nú stöðugt á forskot Borussia Mönchengladbach í v-þýzku „Bundesligunni". V-Þýzka- landsmeistararnir frá Mönchengladbach voru búnir að ná yfirburðastöðu í //Bundesligunni" — 7 stiga forskoti/ en hafa tapað tveimur siðustu leikjum sínum. 22 þús. áhorfepdur sáu þá tapa (0:2) fyrir VfL Bocum um helg- ina. HamburgerSV vann góðan sig- ur (2:1) yfir 1. FC Köln i Ham- borg, og er liðið frá hafnarborg- inni frægu við Elbu komið upp i annað sæti — þremur stigum á eftir Borussia. Evrópumeistarar Bayer Múnchen eiga enn mögu- leika á að hljóta meistaratitilinn, þegar 11 umferðir eru eftir i „Bundesligunni”. Aðeins 27 þús. áhorfendur voru á Olympiuleikvanginum i Miinch- en, þegar Franz „Keisari” Beckenbauer og félagar hans unnu sigur (3:2) yfir Schalke 04. Bayern náði yfirburðum i fyrri hálfleik, en þá skoraði liðið öll mörkin sin — Kapellmann, Durn- berger og markaskorarinn mikli Gerd Muller. Úrslit i „Bundesligunni” á laugardaginn urðu þessi: Bochum—Borussia 2:0 Hertha—Dusseidorf 2:2 Frankfurt—Offenbach 1:0 Bayern^Schalke 04 3:2 Essen—Hannover96 1:0 Braunsch.—Uerdingen 1:0 Duisburg—Kaisersl. 1:2 Karlsruher—Bremen 2:0 Hamburger—1. FC Köln 2:1 Sviinn Ronald Sanberg var á skotskónum — hann skoraöi bæöi mörk 1. FC Kaiserslautern gegn Duisburg. Staðan er nú þessi I v-þýzku .Bundesligunni”: Borussia ... .23 12 8 3 45:22 32 Hamburger SV .23 12 5 6 38:19 29 Braunschweig22 10 7 5 32:24 27 Kaiserslaut 22 10 6 6 40:37 26 Frankfurt .. .23 10 6 7 52:33 26 Bayern Múnchen ... .23 10 6 7 42:33 26 Essen .23 9 7 7 43:45 25 Schalkc 04 ... , 22 7 8 7 47:37 22 Hcrtha .22 9 4 9 42:35 22 l.FCKöIn .. .22 7 8 7 34:34 22 Duisburg ... .23 8 6 9 42:44 22 Karlsruher . .22 8 5 9 30:31 21 Dusseldorf.. .23 7 7 9 30:38 21 Bochum 22 7 5 10 28:36 19 Bremcn •22 7 3 12 30:41 17 Offenbach .. .23 6 5 12 25:52 17 Hannover 96 .23 5 6 12 29:44 16 Uerdingen .. .23 4 8 11 19:43 16 . Jt Þjóð- hetja í V-Þýzka landi! — Markvörðurinn Manfred Hofman er nú vinsælasti mað- urinn i V-Þýzkalandi — hann erorðinn algjör dýrlingur þar. Astæðan fyrir þvi? Jú, hann tryggði v-þýzka landsliðinu i handknattleik farseðilinn til Montreal, með þvi að verja vitakast frá A-Þjóðverjanum Engel, þegar leiktiminn var útrunninn á landsleik V- Þýzkalands og A-Þýzkalands, eins og sagt var frá, hér á siö- unni i gær. Hér á myndinni sést Hofman i landsleiknum. Gowling skorar mest í Englandi — þessi marksækni leikmaður hefur alls skorað 27 mörk á keppnistímabilinu ALAN Gowling, hinn marksækni leikmaöur Newcastle, hcfur skor- að flest mörkin i ensku knatt- spyrnunni á keppnistím abilinu, eða 27. Þessi mikli markaskorari, sem Manchester únited gat ekki notað á sinum tima og seldi til Huddersfield fyrir smáupphæð, hefur verið heldur betur á skot- skónum síðan Newcastle keypti hann frá Huddcrsfield á 80 þús. pund i vetur. Gowling hefur skor- að Clmörk i 1. deildarkeppninni, 7 mörk i deildarbikarkeppninni og 7 inörk i bikarkeppninni. — Hann skoraöi mark eða mörk I öllum umferðunum, sem Newcastle lék i bikarkeppninni. Þeir, sem hafa skorað flest mörkin af leikmönnum 1. deildar- liöanna — i deildinni, deildar- bikarkeppninni, bikarkeppninni og Evrópukeppni, eru: Gowling, Newcastle..........27 MacDougall, Norwich.........25 George, Derby...............23 Duncan, Tottenham...........21 Toshack, Liverpool..........20 Tueart, Man.City......... MacDonald, Newcastle ...... Ritchards, Wolves........ Noble, Burnley........... Cross, Coventry.......... McKenzie, Leeds.......... Royle, Man. City......... A. Taylor, West Ham...... Fra ncis, Birmingham..... Macari, Man. United...... ALAN GOWLING..J vitahug. N Miðvikudagur 10. marz 1976 TÍMINN 19 — sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri. Laugardalsvöllurinn getur verið tilbúinn i byrjun júní, ef veðurfarið verður gott Þessa mynd tók Róbert ljósmyndari af Laugardalsvellinum i gær. Hann er nú nakinn, en biöur cftir klæðnaöi fyrir sumariö. „Bíðum eftir vorinu'' Hamill - stúlkan óviðiafnanleaa Þessi skemmtilega mynd sýnir hina 19 ára bandarísku stúlku/ Dorothy Hamill, sem hefur veiö ósgrandi að undanförnu í listhlaupi á skautum. Þessi 19 ára stúlka varð sigurvegari i listhlaupi á Olympiu- leikunum i Innsbruck, og um helgina tryggði hún sér heimsmeistara- titilinn. Keppnin um heimsmeistaratitilinn fór fram í Gautaborg um helgina. — Við bíðum spenntir eftir vorinu. Þá getum við hafið framkvæmdir við völlinn aftur, sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri, þeg- áfram Manchester United vann sigur 3-2 yfir Úlfunum I gærkvöldi i ensku bikarkeppninni og mætir United Derby i undanúrslitum. Það var Sammy Mcllroy, sem skoraði sigurmark United i fram- lengingu. Staðan var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktima. Steve Kin- don og John Richard skoruðu mörk úlfanna á aðeins tveim minútum, en Stewart Pearson svaraði (2-1) fyrir United og Bri- an Greenhoff jafnaði. 1. deild Leeds — Westham l-l 2. deild y Fulham —Southampton 1-0 Unglinga- mót á Siglufirði Unglingameistaramót Islands i badminton verður haldið á Siglu- firði 20. og 21. marz n.k. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarleik. Keppt verður i öll- um aldursflokkum unglinga. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt tii Jóhannesar Þ. Egilssonar Siglufirði i sima 96- 71690 og 71691 fyrir 16. marz n.k. ásamt þátttökugjaldi, sem er kr. 800.- fyrir einliöaleik og kr. 500,- fyrir tviliða og tvenndarleik. ar við spurðum hann um hvenær framkvæmdir hæfust við að tyrfa Laugardalsvöllinn. — Strax og veður leyfir mun- um við bera mold á völlinn og siðan verður hann tyrfður eða um leið og hægt verður að skera torfið sem notað verður á völlinn, sagði Baldur. Baldur sagði, að Laugardals- völlurinn yrði tilbúínn fyrir kapp- leiki i byrjun júnimánaöar — ef veðurfar og tið yrði góð i april- mai. Þá sagði Baldur, að nýi grasvöllurinn fyrir framan Laugardalshöllina væri mjög goður, og ekkert frost væri i hon- um. Þessi nýi völlur mun taka 5-6 þúsund áhorfendur og mun 1. deildarkeppnin byrja á honum. — Svo framarlega sem „skelli- nöðrugæar” yrðu ekki búnir að eyðileggja hann. — Þeir hafa ver- iö að leika þar listir sinar og farið illa með grasið á vellinum. sagði Baldur. Fram sigraði Val Framstúlkurnarstanda nú með pálmann i höndunum i 1. deildar keppninni i kvennahandknattleik eftir yfirburðasigur þeirra, 13-5, gegn Val i gærkvöldi. Þær þurfa nú aðeins jafntefli gegn KR i siðasta leik sinum t.þ.a. tryggja sér Islands- meistaratitilinn. Þá sigraði Armann FH 15-10. Ármenn- ingar sýna listir sínar Armenningar halda starfsdag sinn i iþróttahúsi Kennaraháskóla Islands á sunnudaginn, þar sem allar deildir félagsins koma fram og sýna listir sinar i keppni, leik og sýningu. Sýningin hefst kl. 2 og eru allir velunnarar félagsins og áhugamenn um iþróttir velkomnir og er að- gangur ókeypis. • • Vík- verjar efla starfs- semi sína Ungmennafélagiö Vikverji i Reykjavik vinnur nú að þvi að efla starfsemi sina. Félagið sem hefur aðallega haft á stefnuskrá sinni glimu, frjáls- ar iþróttir og skák, hefur hug á að taka upp þjóðdansa og föndurkvöld fyrir eldri borg- ara. Glimuæfingar eru reglulega hjá félaginu i iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á mánu- dags, miövikudags og föstu- dagskvöldum kl. 7-8. Þá eru skákkvöld haldin einu sinni i viku f Lindargötuskólanum og eru skákkvöldin, sem eru á miðvikudagskvöldum, opin öllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.