Tíminn - 10.03.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Miðvikudagur 10. marz 1976
AAiðvikudagur 10. morz 1976
DAG
Heilsugæzia
Slysavaröstofan: Simi 81200,
eftir skiptborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafn-
arfjörður, simi 51100.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 5. marz til 11. marz er i
Vesturbæjar apóteki og Háa-
leitis apóteki. Það apótek sem
fyrr er nefnt, annast eitt
vörslu á sunnudögum, helgi-
dögum og almennum fridög-
um.
Sama apótek annast nætur-
vörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga, en til
kl. 10 ó sunnudögum, helgi-
dögum og almennum fridög-
um. Athygli skal vakin á þvi,
að vaktavikan hefst á föstu-
degi.
Hafnarfjöröur — Garðabær:
N'ætur og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni. simi 51100.
Læknar:
Revkjavik — Kópavogur.
nagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Kvöld- og næturvakt: Kl.
17:00-08:00 mánud-föstud.
simi 21230. Á laugardögum og
helgidögum eru læknastofur
lokaöar, en læknirertil viðtals
á göngudéild Landspitalans,
simi 21230. Upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu
eru gefnar i simsvara 18888.
Heimsóknartimar á Landa-
kotsspitala:
Mánudaga til föstud. kl. 18.30
til 19.30.
Laugardag og sunnud. kl. 15 til
16.
Barnadeild alla daga frá kl. 15
til 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opið kl. 9-12 og sunnu-
daga er lokað.
Heilsuverndarstöð Reykjavik-
ur: Ónæmisaðgerðir fyrir full-
orðna gegn mænusótt fara
fram i Heilsuverndarstöð
Revkjavikur á mánudögum
kl. 16.30-17.30. Vinsamlegast
hafið með ónæmisskirteini.
Lögregla og
slökkvilió
Reykjavik: Lögreglan simi
11166, slökkvilið og sjúkrabif-
reiö, simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi
41200. slökkvilið og sjúkrabif-
reið, simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreiðsimi 51100.
Bilanatilkynningar
Rafmagn: 1 Reykjavik og
Kópavogi i sima 18230. 1 Hafn-
arfirði i sima 51336.
Ilitaveitubilanir simi 25524.
Vatnsveitubilanir simi 85477.
Símabilanir simi 05
Bilanavakt borgarstofnana.
Simi 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svaraö allan sólarhringinn.
Tekið við tilkynningum um
bilanir i veitukerfum borg-
arinnar og i öðrum tilfellum
sem borgarbúar telja sig
þurfa aö fá aðstoö borgar-
stofnana.
Vaktmaður hjá Kópavogsbæ.
Bilanasimi 41575, simsvari.
Félagslíf
Kvenfélag Kópavogs: Aðal-
fundur félagsins verður
fimmtudaginn 11. marz i
Félagsheimilinu 2 hæð kl.
20,30. Konur mætið vel og
stundvislega. Stjórnin.
Kvenfélagið Seltjörn
heldur fund miðvikudaginn 11.
marz kl. 20:30 I félagsheimil-
inu. Kynnt verður saumanám-
skeiö á vegum Gróu Guöna-
dótturkjólameistara, Margrét
Jónsdóttir sýnir hárgreiðslu.
Stjórnin.
Nemendasamband Löngu-
mýrarskóla: Munið fundinn i
kvöld kl. 20:30 i Lindarbæ.
Kirkjan
Laugarneskirkja: Föstu-
messa í kvöld kl. 21:30. Sr.
Garðar Svavarsson.
Frikirkjan i Hafnarfirði:
Samkoma verður haldin á
morgun fimmtudag 11. marz
kl. 20,30. Verður þar einkum
rætt um málefni þroskaheftra
barna. Menntamálaráðherra
Vilhjálmur Hjálmarsson flyt-
ur aðalræðuna og mun svara
fyrirspurnum varðandi þetta
mikilvæga mál. Hafnfirðingar
og nágrannar notið tækifærið
til þess að ræða þetta mál,
sem æskulýðs- og fórnarvika
kirkjunnar er helgað.
Siglingar
Skipadeild S.t.S. Jökulfell fór i
gær frá Gautaborg til Hafnar-
fjarðar. Disarfell fer i dag frá
Húsavik til Fáskrúösfjarðar.
Helgafell lestar i Svendborg.
Mælifell fer væntanlega i kvöld
frá FáskrUösfirði til Gdynia og
Rotterdam. Skaftafell fór i gær
frá Akranesi til Gloucester.
Hvassafell fer i dag frá Akur-
eyri til Húsavikur. Stapafell
kemur til Reykjavikur i dag,
fer siðan til Vestmannaeyja.
Litlafell fer i kvöld frá
Reykjavik til Vestfjarða-
hafna. Suðurland fór i gær frá
Ólafsfirði til Akraness. Sæ-
borg lestar i Rotterdam um 15.
þ.m. og Hull þann 18.
Tilkynning
Fótaaögerðir fyrir aldrað fólk
I Kópavogi. Kvenfélagasam-
band Kópavogs starfrækir
fótaaðgerðarstofu fyrir aldrað
fólk (65 áfa ogeldri) að Digra-
nesvegi 10 (neðstu hæð gengið
inn aö vestan-verðu) alla
mánudaga. Sfmapantanir og
upplýsingar i sima 41886.
Kvenfélagasambandið vill
hvetja Kópavogsbúa til að not-
færa sér þjónustu þessa.
Kvenfélagasamband Kópa-
vogs.
Skagfirska söngsveitinminnir
á happdrættismiöana, gerið
skil sem fyrst I verzlunina
Roöa Hverfisgötu 98 eða
hringiö i sima 41589 eöa 24762
og 30675.
13. marz. hefst námskeið i
hjálp i viðlögum og fl. er að
ferðamennsku lýtur, I sam-
vinnu við hjálparsveit skáta.
Nánari uppl. á skrifstofu
Ferðafélags Islands, Oldugötu
3, S: 19533, 11798.
Feröafélag Islands.
Simavaktir hjá
ALA-NON
Aðstandendum drykkjufólks
skal bent á simavaktir á
mánudögum kl. 15-16 og
fimmtudögum kl. 17-18 simi
19282 i Traðarkotssundi 6.
Fundir eru haldnir i Safnaðar- _
heimili Langholtssafnaðar
alla laugardaga kl. 2.
Nes- og Seltjarnarnessóknir.
Viðtalstimi minn i kirkjunni er
þriðjudaga til föstudaga kl. 5-
-6.30 og eftir samkomulagj
simi 10535. Séra Guðmundur
Óskar Olafsson.
Tilkynningar sem
birtast eiga i þess-
um dálki veröa aö
berast blaðinu i siö-
asta lagi fyrir kl.
14.00 daginn birtingardag. fyrir
Skipting
veiðisvæða
SAMKVÆMT 1. gr. reglug. um
skiptingu veiðisvæða eftir veiðar
færum fyrir Suðvestur- og Vest-
urlandi eru veiðar með botn- og
flotvörpu bannaðar timabilið 1.
marz — 15. mai 1976, á svæði er
takmarkast af linu, sem dregin er
réttvisandi suður frá Hafnarnesi
að 63 gráðum 32’0 N.brd. þaðan I
réttvisandi vestur i punkt 63 gráð-
ur 32’0 N og 22 gráður OO’O V, það-
an réttvisandi suður i punkt 63
gráður 25’2 N og 22 gráður OO’O V
og þaðan i vesturátt að linu, sem
dregin er i réttvisandi suðvestur
25 sjómilur frá Reykjanesauka-
vita. Þó er skipum heimilt að
veiða á svæði, er markast af
lengdarbaugunum 21 gráða 57’0 V
og 22 gráður 32’0 V innan linu,
sem dregin er milli þeirra þrjár
sjómilur út frá ströndinni i sam-
ræmi við ákvæði laga um veiðar
með botnvörpu og flotvörpu i fisk-
veiðilandhelginni.
2163
Lárétt
1) Jarðvinnsluverkfæri.- 6)
Alfa.- 10) Kyrrð,- 11) 45,- 12)
Fugl,- 15) Hanki,-
Lóðrétt
2) Bandalag.- 3) Leyfi.- 4)
Tæpast.- 5) llát,- 7) Þýfi,- 8)
Baktal.-9) Stia.-13) Miðdegi.-
14) Vigt.-
X
Ráðning á gátu nr. 2162
Lárétt
I) Óholl.- 6) Drangey.-10) Do.-
II) Es.- 12) Akranes,-15) Snú-
ir.-
Lóðrétt
2) Hóa.- 3) Lýg,- 4) Oddar.- 5)
Byssa.- 7) Rok.- 8) Nia.- 9)
EEE.- 13) Rán,- 14) Nei,-
PC i 3
4. 1
" ■ ■ "
ll /i /v
■L ■ i
VSÍ og Vinnumálasamband samvinnufélaganna:
Athugasemdir vegna frá
sagna fjölmiðla af verk-
falli kvenna á Akranesi
Vegna frásagna fjölmiðla af
verkfalli kvennadeildar Verka-
lýðsfélags Akraness og þess
ágreinings, sem risið hefur á
Akranesi um efnisatriöi nýs
samnings um kauptryggingu
verkafólks i fiskvinnu, vilja
Vinnuveitendasamband íslands
og Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna láta eftirfarandi
koma fram:
1. Hráefnisöflun til fiskvinnslu-
stöðva er viða skrykkjótt og
óstöðug, og getur af hlotist
margvisleg óvissa bæði fyrir
vinnuveitanda og starfsfólk
hans. Vegna sérst. fiskvinnsl-
unnar að þessu leyti hafa lengi
verið um það ákvæði i kjara-
samningum verkafólks, að ekki
þyrfti að greiða kaup ef vinna
félli niöur vegna skorts á verk-
efni. 1 febrúarsamningunum
1974 var i fyrsta sinn samiö um
að verkafólk i fiskvinnu skyldi
aö uppfylltum ákveðnum
skilyrðum eiga rétt á að gera
sérstakan ráðningarsamning,
er tryggði þvi kaup um nokkurt
skeið, þótt vinna félli niöur
vegna hráefnisskorts. Þó skyldi
vinnuveitanda heimilt aö segja
samningum þessum upp með
tilteknum fyrirvara, enda ööl-
ast verkafólk rétt til atvinnu-
leysisbóta með venjulegum
hætti meðan kauptryggingar-
samningur gildir ekki.
2. Fljótlega eftir að fyrrgreindur
kauptryggingarsamningur
hafði tekið gildi, kom i ljós, að
sum ákvæöi hans voru óskýr,
auk þess sem bókstafstúlkun
gat leitt til ástands, er braut
gegn upphaflegum tilgangi
samningsins. Semdæmi um hið
siðarnefnda má nefna það
ákvæði samningsins, að eftir að
vinna hæfist á ný, skyldi verka-
fólk njóta áunninna réttinda.
Vinnuveitendur töldu, að ef
skýra ætti ákvæðiö þannig, að
vinnsla væri hafin á ný, þegar
einungis væri um einstaka
farma að ræða en ekki eðlilega
vinnslu, gæti þaö orðið til þess,
að fiskvinnslustöðvar visuðu
tilfallandi förmum frá fremur
en að kalla fólk út til starfa t.d.
i einn dag gegn þviað þurfa þá
að borga kaup i marga daga
áður en ný uppsögn tæki gildi.
Vegna slikra ágreinings- og
vafaatriða hófust þegar á
siðastliðnum vetri samninga-
umleitanir um skýrari reglur
um framkvæmd og túlkun
kauptryggingarsamninga.
Báru þær að visu ekki árangur
fyrr en nú.
3. Samkomulag það, sem nú náð-
ist við Verkamannasamband
Islands, setur skýrari reglur
um þau atriði, sem áður var um
deilt. Vinnuveitendur hafa fall-
ist á, að áunnin réttindi verka-
fólks skuli vakna við þegar
vinnsla hefst á nv að vfirstað-
inni . vinnslustöðvun. Þá hafa
samningsaðilar fallist á skiln-
ing stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs varðandi það
við hvaða tima skuli miða
kauptryggingarréttindi, upp-
sögn ráðningarsamnings og
gildistöku nýs ráðningarsamn-
ings.
4. Kvennadeild Verkalýðsfélags
Akraness hefur ekki viljað una
heildarsamningi Verkamanna-
sambands Islands og vinnu-
veitenda i fiskiönaði og hefur
m.a. gripið til ólöglegra verk-
fallsaðgerða til áréttingar
kröfum sinum. Konurnar
leggja áherzlu á tvennt: að
uppsagnir kauptryggingar
miðist við vikuskipti og að
samningur, sem stofnast eftir
að vinnsla hefst á ný, gildi frá
og með vikubyrjun hvaða dag
vikunnar, sem vinnslan byrjar
að nýju. Þessar kröfur fælu það
í sér að konur, sem kvaddar
hefðu verið til vinnu 2 daga, t.d.
sl. föstudag og i dag, mánudag,
vegna tilfallandi hráefnis, sem
ekkert framhald yrði siðan á,
ættu kröfu á kaupa I 14 daga,
þ.e. aila siðustu viku, alla þessa
viku og fjóra fyrstu daga næstu
viku, þótt samningnum væri
sagt upp I kvöld (tnánudaginn
8. . marz). Skv. almennu
samningunum yrðu greiddir
sex dagar. Vart myndi slik
samningstilhögun hyetja fisk-
vinnslustöðvar til tilfallandi
hráefnisöflunar, auk þess sem
slik framkvæmd á samningum
færi þvert á skilning stjórnar
Atvinnuleysistryggingasjóðs
með þeim afleiðingum væntan-
lega, að viðkomandi vinnuveit-
endum yrði ekki endurgreitt úr
sjónum þar til ákveðið hlutfall
útlagðrar kauptryggingar. Ber
og að hafa hugfast, aö allar
fiskvinnslustöðvar búa við
sama fiskverö.
5. Það er allra hagur, að hráefnis-
öflun sé sem jöfnust og traust-
ust. Hefur sizt á það skort á
Akureyri, þar sem keyptir hafa
verið 3 nýir skuttogarar og sá
fjórði er i pöntun. Með kaup-
tryggingarsamningum i fisk-
iðnaði er verið að" reyna að
nálgastþað mikla vandamál aö
tryggja svo sem kostur er,
fasta vinnu þrátt fyrir að hrá-
efnisöflun, eins og öllum ís-
lendingum mun kunnugt, getur
verið stopul á ýmsum timabil-
um og ýmsum stöðum á land-
inu. Kauptryggingarsamning-
urinn hefur stuðlaö verulega að
festu I þessu sambandi og það
leiðir af sjálfu sér að þegar
náðst hefur heildarsamningur
varðandi þessi vandmeðförnu
málefni við Verkamannasam-
band Islands og þar með á
landsmælikvarða, þá er ekki
réttlátt að fámennur hópur
verkakvenna geti með vald-
beitingu knúið fram viðbætur
og önnur kjör fyrir sig. Samtök
vinnuveitenda myndu sannar-
lega ekki styðja hóp vinnuveit-
enda eins og t.d. á Akranesi i
þvi að neita að veita verkafólki
á staðnum kjarabætur, sem
heildarkjarasamningar heföu
gert ráö fyrir gagnvart öðru
verkafólki i landinu. Hliðstæð-
ar kröfur varðandi samræm-
ingu verður að gera til kvenna-
deildar Verkalýðsfélags Akra-
ness.
Vinnuveitendasamband
islands.
Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna.
Bakkfirðingar
Árshátið Átthagafélags Bakkfirðinga verður haldin I
DomusMedica, föstudaginn 12. þ.m., og hefstkl. 20.30.
Sýndar verða iitskuggamyndir aö austan.
Guörún A. Simonar syngur meö aöstoö Guðrúnar
Kristinsdóttur.
Dans.
Takið með ykkur gesti og mætið stundvislega.
Stjórnin.
Jr
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér og
konu minni vinsemd og virðingu á aldarafmæli minu.
Guð blessi ykkur öll.
Árni Guðmundsson
frá Brekku.