Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. april 1976 TÍMINN 5 Þegar sannfæringin verður söluvara í umræðunt, sent urðu utan dagskrár I efri deild i gær um vestur-þýzku samningana, varð Stefáni Jónssyni, þing- manni Alþýðubandalagsins, tiðrætt um það, að stjórnar- þingmenn hefðu samþykkt þessa samninga gegn sann- færingu sinni. Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra átaldi þingmanninn fyrir þessi siendurteknu og órökstuddu fullyrðingar og kvaðst ekki ætla, að þingmenn almennt greiddu atkvæði gegn sannfæringu sinni. Kvaðst hann t.d. ekki ætla það, að þingmenn Alþýðubandalags- ins hefðu gert slikt, þegar þeir samþykktu samningana við Breta 1973. Þegar hér var komið sögu, greip Stefán Jóns- son fram I fyr- ir utanrikis- ráðherra, og sagði, að svo hefði einmitt verið Alþýöubandalagsmenn hefðu greitt atkvæði meö brezku samningunum gegn sannfærðingu sinni. Þessi yfirlýsing Stefáns Jónssonar er harla athyglis- verð. Hún sýnir, að þingmenn Alþýðubandalagsins eru litlir hugsjónamenn, þegar á reyn- ir, ekki sizt, þegar um ráð- herrastóla er að tefla. Þá verður sannfæringin söluvara, eins og Stefán Jónsson upp- lýsti. Herstöðvamólið næsta söluvara? Með tiUiti til þess, hversu langeygðir Alþýöubandalags- menn eru orðnir eftir ráð- herrastólum nú, þarf ekki að koma á óvart, þótt þeir efni til uppboðs á pólitis kri sann- færingu á sinni á næstunni, eins konar stórmarkaðs, þar sem hugsjónir Stefáns Jóns- sonar og annarra þingmann Alþý ðubandalagsins gengju kaupum og sölum. Og fyrst landhelgishugs jónin var þannig til sölu, virðist koma til álita, að sannfæring þeirra i herstöðvarmálinu verði einnig boðin upp. Það væri þá ekki I fyrsta sinn. En lítið er geð guma, þegar sannfæringin vegur ekki meira en þetta. r Ovæntur stuðningur Sem kunnugt er, hefur Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra flutt mörg frumvörp á Alþingi, sem miða að þvi að efla og bæta skipan dómsmála hérlendis. Hefúr þess ekki orðið vart, að þing- menn Alþýðuflokksins sýndu þessum málum mikinn áhuga á undanförnum árum. En á þingfundi i gær brá svo við, að þingmennirnir Sighvatur B'örgvinsson og Gylfi Þ. T ilason lýstu yfir sérstökum stuðningi viö frumvörp þau, sem nú liggja fyrir þinginu. Meira að segja gekk Sighvatur svo langt, að hann hund- skammaði aðra þingmenn fyrir aö leggjast á frumvörp dómsmálaráðherra með þvi að svæfa þau i nefndum. Ekki verður annað sagt en batnandi mönnum sé bezt að lifa, og dómsmálaráðherra má vel við una að fá slikan stuðning úr þessari átt. — a.þ. f 7. flokki. Ibúð 5 milliónm BIFREIÐAR EFTIR VALI. 1 MILLJ. KR. BIFREIOAR EFTIR VALI, 500 ÞÚS. KR. UTANLANDSFERÐ EFTIR VALI UTANLANDSFERÐIR EFTIR VALI. 150 ÞÚS. UTANLANDSFERÐIR EFTIR VALI. 100 ÞÚS. HÚSBÚNAÐUR EFTIR VALI. 50 ÞÚS. KR. HÚSBÚNAÐUR EFTIR VALI. 25 ÞÚS. KR. HÚSBÚNAOUR EFTIR VALI, 10 ÞÚS. KR. KR. KR. KR. KR. KR. KR KR. KR. 2.000.000.00 3.500.000.00 250.000.00 300.000.00 1.500.000.00 500.000.00 500.000.00 4.410.000.00 3.— 4. 5.—11. 12. 13.—14. 15—29. 30.-39. 40,—59. 60.-500 "Hetja vinnunnar" stýrir sovézkum vísindaleiðangri, sem hefur viðdvöl f Sundahöfn SJ-Reykjavik — Við vinnum m.a. að rannsóknum i Norður-Atlantshafinu ogáorku andrúmsloftsins, en hér er einmitt miðpunktur gagn- verkandi áhrifa, sagði prófessor Alexey F. Trehnikov forstöðu- maður Heimskautarannsókna- stöðvarinnar i Leningrað, sem við hittum um borð i sovézka rannsóknaskipinu Prófessor Vize ' . Margvislegar veður- fræðilegar og haffræðilegar rannsóknir eru gerðar um borð i skipinu, sem er miðstöð upp- lýsinga frá fleiri rannsóknaskipum á norður- slóðum og rannsóknastöðvum i landi. M.a. vinna visinda- mennirnir um borð að isspám tiu mánuði fram i timann vegna siglinga i Norður-tshafinu til og frá höfnum Sovétrikjanna þar. Annað skip er með i förinni, Prófessor Zubov, og komu þau til Reykjavikur á mánudags- morgun til að hvila áhafnirnar. Þessi leiðangur er liður i alþjóðlegu rannsóknastarfi. Um miðjan mai er von á þriðja sovézka rannsóknaiskipinu til Reykjavikur. Prófessor Vize lét úr höfn i Leningrað i byrjun april og verður rúmlega 100 daga i þessum leiðangri. Um 150 manns eru á hvoru skipi, áhafnir og visindamenn. Skipin eru búin fullkopinum tækjum m.a.til að kanna sjóinn fráyfirborði niður á hafsbotn og andrúmsloftið frá yfirborði sjávar og 30 km upp. Leiðangursstjórinn prófessor Alexey F. Treshnikov, sem hlotið hefur heiðursmerki Sovétstjórnarinnar, „Hetja vinnunnar”, hefur starfað að rannsóknum á heimskauta- svæðunum ifjörtiu ár. Hann var leiðangursstjóri 1954-55 i þriðja leiðangri Sovétmanna á Norðurheimskautið og öðrum leiðangri þeirra til Suðurskauts- landsins 1957. HVOLL! sumnnnMLD KLÚBBUR 32 Ferðakynning annað kvöld föstudaginn 30. april. SKEMMTÍATRIÐI: Stór-ferðabingó Þrjár glæsilegar Sunnu-ferðir til Mallorca, Costa del Sol og Costa Brava. Allt vinningar á einu kvöldi. TÍZKUSÝNING • KARON samtök sýningarfólks sýna tizkuna 1976. Stjórnandi Heiðar Jónsson. Ný spónarkvikmynd frá liðnu sumri. — Missið ekki af þessari glæsi- legu skemmtun og ferðabingói. Hin fræga hljómsveit KABARETT leikur. Skemmtunin hefst kl. 8.30 stundvislega. Sætaferðir frá: HVERAGERÐI, SELFOSSI, Þorlákshöfn, Vik i Mýrdal. Frá LAUGARVATNI kl. 19,00 og BSÍ kl. 19,30. Veríð velkomin É SÓLSKINSSKAPI NED SUNNU FERÐASKRIFSTOFAN SVNNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.