Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN l'immtudagur 2í). aprQ 197« Kimmtudagur 29. apríl 1976 Margir halda þvi fram aO skólakerfið hafi brugðizt þvi hlut- verki sinu, að kenna nemendum að tjá sig. Aö visu séu nemendur látnir skrifa ritgeröir, en i fæstum tilfellum eru þeir látnir flytja þær frammi fyrir skólasystkinum sin- um, hvað þá að flytja talaö mál i formi ræðu. Til að reyna að bæta öriitið úr þessu, hefur Æskulýðs- ráð rikisins gefið út námsefni fyr- ir félagsmálafræðslu og hefur það verið notaðá mörgum námskeið- um. Einnig hefur Æskulýðsráð gengizt fyrir námskeiðum fyrir leiðbeincndur. Ungmennafélög i landinu hafa verið sérlega dugleg viö aö not- færa sér þetta námsefni og hafa nú veriö haldin um 160 félags- málanámskeið á vegum ung- mennafélaganna og þátttakendur á þeim orðnir hátt á þriðja þús- und. Nýlega voru haldin 10 slik nám- skeiö á vcgum Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga. Leið- beinandi á þeim var ólafur Odds- son, en hann hefur leiðbeint á félagsmálanámskeiðum i öllum landshlutum. Til að fræöast nán- ar um þessi námskeið tókum við Ölaf tali og spurðum fyrst hvernig námskeiðin i Austur-H únavatnssýslu hefðu verið skipulögð? — Ég leiöbeindi á almennum námskeiðum viös vegar um héraðið á kvöldin, en á daginn fór ég i skólana og leiðbeindi ung- lingunum. Sumpart var þessi fræðsla felld inn i almenna kennslu og voru þá allir nemend- ur skyldugir til aðsækja tima eins og i öðrum fögum. Jafnframt var áhugasömum nemendum gefinn kostur á að sækja námskeið utan kennslutima. — A hvað er áherzla lögð á þessum námskeiðum? — Við leggjum aðaláherzluna á hópstafið. Það skortir mikið á að fólk kunni að vinna i hópum, en eftir að það hefur fengið nokkra þjálfun i hópvinnubrögðum vakn- ar mikill áhugi hjá flestum að auka samstarfið á flestum svið- um. Einnig er mikil áherzla lögð á, fram, hve skólastjórar héraðsins voru vakandi fyrir þessari starf- semi og lögðu sig fram til að nem- endur skólanna gætu tekið þátt i námskeiðunum. Þá voru þeir allir boðnir og búnir til að lána kennslustofur undir almenn nám- skeið á kvöldin. Mættu margir aðrir skólastjórartaka sér það til fyrirmyndar, en þvi miður eru skólarnir allt of viða m jög lokaðir fyrir frjálsu félagsstarfi. — Nú hefur þú leiðbeint á nám- skeiðum viös vegar um land. Er mikill munur á þátttakendum eft- ir landshlutum? — Félagslegt ástand er mjög misjafnt eftir landshlutum og innan einstakra landshluta. Og ef við vikjum sérstaklega að skólun- um eráberandi i öllum þeim skól- um, sem ég þekki til hve ungling- ar úr sveit eru miklu félagslega þroskaðir en unglingar úr þétt- býli. Sveitirnareru langtum stericari félagslega séð og þvi ber að leggja mun meiri áherzlu á félagslega uppbyggingu á þétt- býlisstöðunum en nú er gert. Verði slikt látið undir höfuð leggjast,er ég hræddur um að svo kunni að fara að öll félagsleg upp- bygging leysist upp i félagslegum glundroða. M.Ó. Hvaö skyldi vera rætt i þessum hópi. Niðurstöður umræðuhópa ræddar á sameiginlegum fundi. Jón Gislason, yngsti þátttakandi á námskeiðum Ungmennasambands Austur-Húnvetninga flytur ræöu I loka- hófinu, þegar allir þátttakendurnir voru saman komnir i Félagsheimilinu á Blönduósi. A mál hans er hlustað af athygli eins og sjá má. Framkoman þjálfuð og sjálfstraustið aukið — á félagsmálanámskeiðum víða um land Námskeiöunum lauk með hófi, þar sem m.a. voru flutt nokkur skemmtiatriði. Einn þátttakenda, Þórdis Þrir úr hópnum gefa skýrslu Sigurðardóttir flytur ræðu. að sem flestir séu sem virkastir og hafi sem mest gagn af veru sinni á námskeiðunum. — i hvaða tilgangi sækir fólk slík námskeið? — Allir þátttakendur sem nám- skeiðin sækja eru spurðir þessar- ar spurningar og flest svörin eru á þá leið, að fá þjálfun i fram- komu og auka sjálfstraustið. Einnig kemur fólk til að verða virkari þátttakendur i félags- störfum. — Káða þátttakendur á hverju námskeiöi einhverju um hvaða efni er farið yfir? — Jú, i upphafi hvers nám- skeiðs er gerð könnun á þvi, á hvað fólk vill leggja aðaláherzl- una, og slik könnun er aftur gerð þegar liður á hvert námskeið. — Nú er ræðuflutningur stór lið- ur á hverju námskeiöi. Fá þátt- takendur mikla tilsögn i ræðu- mennsku? — Þátttakendur eru látnir gagnrýna ræöuflutning hvers annars, en gallinn er sá aö oft fer það út i að efni ræðunnar er gagn- rýnt, en ekki hvernig það er sam- an sett og flutt. Þetta er galli, þvi áherzluna ber að leggja á efnis- skipan og flutning. Til að bæta úr þessu fer ég yfir helztu atriðin og leiðbeini hverjum þátttakanda fyrir sig. miklar framfarir. Einnig er yfir- ferð unglinganna langtum meiri, en þeirra fullorðnu og þar er minni tima eytt i að ræða fyrri reynslu í félagsstörfum. En reynsla þeirra fullorðnu er oft bezti skólinn og því tókum við það upp að bjóða unglingunum að koma á námskeiðiö hjá þeim full- orðnu og af þvi höföu þau mikið gagn. — En hvaða ávinning hafa þeir eldri af námskeiðunum? — Þeir hafa margt út úr þeim, en flestum kemur skemmtilegast á óvart hve hópvinnubrögðin eru skemmtileg. Þannig kynnist fólk mun meira en á annan hátt og fólk, sem þekkzt hefur um fjölda ára kynnist frá allt annarri hlið. Þá eru umræður i hópunum um hin ýmsu félagslegu vandamál mjög gagnleg og skilningur fólks á vandamálunum vex. — Hvað var mest einkennandi fyrir námskeiðin i Austur-Húna- vatnssýslu? — Mest fannst mér einkennandi fyrir þau, hve þátttakendurnir voru þakklátir fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að taka þátt i þess- um námskeiðum. Og það kom fram greinilegur áhugi á að fá framhaldsnámskeið næsta vetur. Þá vil ég einnig láta það koma Ólafur Oddsson leiðbeinandi. — Veröurðu var við mikla framför hjá þátttakendum á námskeiðunum? — Já, sérstaklega hjá ung- lingunum.Þeir eru mun hæfari til að taka á móti fræðslu en full- orðnir, enda eru þeir i mikilli námsþjálfun. Hjá þeim verða þvi TÍMINN Árni Benediktsson: Árni Benediktsson Að stöðva verðbólguna Miklu af pappir og prent- svertu hefur verið varið i um- fjöllun verðbólgunnar sl. hálfan fjórða áratug, en allt hefur komið fyrir litið, hún hefur haldið sitt strik. Þess er varla að vænta að þar á verði nokkur breyting á næstunni, en það er nú einu sinni árátta á mann- inum að hugsa um þau vanda- mál, sem er mest aðkallandi að leysa. Þess vegna verður þetta greinarkom til. Þeim mun meiri ástæða er til aðhugleiða þessi málnú, að lfk- legast er að verðbólgan sé að færast á nýtt stig, hún sé að færast óðfluga nær þvi marki, sem endanlega stefnir að, — hrunið nálgast sjónmál. Flestar eða allar rikisstjórnir frá striðs- lokum hafa haft það að einu meginverkefni sinu að takast á við verðbólguna. Þvi verkefni hefur verið sinnt af misjafnri alvöru og með misjöfnum árangri, en þó hefur gliman oftast staðið um að halda henni um eða innan við 10% árlega. Á þvi stigi sem verðbólgan er nú og hefur verið allra siðustu árin, virðist ekki gerlegt fyrir stjóm- völd að setja markið hærra en að freista þess að ná þeim tökum, að verðbólgan komist niður undir eða niður i 20% árlega. Það má vera að hægt sé að halda efnahagslifi, þar sem er 20% árleg verðbólga eða meira, starfhæfu i bili. Hins vegar minnkar framleiðni atvinnu- veganna stöðugt, og sifellt verður erfiðara og erfiðara að halda þeim starfhæfum. Lifs- kjömm almennings hlýtur að hraka óðfluga, sem aftur knýr til aðgerða, sem leiða af sér ennþá meiri verðbólgu og ennþá lakari h'fskjör. Þetta er greið- asta og öruggasta leiðin til fátæktar. Það virðist þvi ekki ástæðu- laus t að staldra ögn við og rey na að gera sér grein fyrir hvort nokkrar leiðir séu færar til útrýmingar verðbólgunni i náinni framtið, eða hvort nauðsynlegt verður aö biða hrunsins með þeim hörm- ungum, sem þvi fylgja. Hér á eftir verður þess freistað að visa til leiðar, sem ef til vill kynni að reynast fær. t striðsbyrjun hófst sú verð- bólga, sem við hefur verið að striða allar götur siöan. Hún hófst sem eftirspurnarverð- bólga af völdum striðsins. Fljót- lega fylgdu launahækkanir i kjölfarið og gekk svo öll striðs- árin. Stjórnvöld gerðu fátt til þess að stemma stigu við vixl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags á þessum árum. Astæðan fyrir þvi var einfaldlega sú, að það var þjóðhagslega hagstætt i bili aö kaupgjald hækkaði, þar sem verulegt beint samband var milli launa og gjaldeyris- tekna, vegna setuliðsvinnunnar. Að loknu striði, þegar undir- staðan undir þeim lifskjörum, sem við höfðum notið á striðs- árunum, var brostin, og þjóðin varð að semja sig að öðrum og lakari efnahagsgrundvelli átti hún erfitt með að sætta sig við breytinguna, og hefur raunar ekki gert allt fram á þennan dag. Krafizt var betri lffskjara en jjjóðarbúiö fékk risið undir. Við þetta breyttist eðli verö- bólgunnar. Hún fékk það hlut- verk aðleiðrétta þann mismun, sem varð á umsömdum lifs- kjörum og raunverulegum lifs- kjörum þjóðarinnar. Eða með öðrum orðum, hún varð kostnaðarverðbólga. Þaö ástand hefur rikt með stuttum hléum allt frá striðslokum eða þar um bil. Kostnaðarverð- bólgan hefur verið annar megin þáttur verðbólgunnar i þessa þrjááratugiogerþaðenn. Skylt er að geta þess, þó að hér sé aðeins stiklaö á stóru, að það hefur aukið mjög á erfiðleika viö eðlilega stjórnun efnahags- mála, hve útflutningsverðlag hefur jafnan verið sveiflukennt og erfitt hefur verið af þeim sökum að setja fasta raunveru- lega viðmiðun um lifskjör, þar sem lifskjaragrundvöllurinn hefur oft og tiðum breytzt, ýmisttil hinsbetra eða verra, á ótrúlega skömmum tima. Hinn meginþáttur verðbólg- unnar, sem hér verður nefndur ávanaverðbólga, er sýnu erfiðari viðfangs, vegna þess að ávanaverðbólga byggist ekki á raunverulegum efnahagslegum hagsmunum, heldur hugsunar- hætti. Þegar verðbólga hefur geisað i ákveðinn tima hefst hugarfarsleg aðlögun, þar sem gert er ráð fyrir verðbólgu sem föstum þætti efnahagsmálanna, sem stöðugt verði að gera ráð fyrirog taka tillit til. Farið er að miða allar fjárhagsráðstafanir, bæði einstaklinga og fyrirtækja, við hagsmuni af verðbólgunni og smátt og smátt geta verð- bólguhagsmunirnir orðið aðal- atriði, og þá er komið að loka- stiginu, sameinuðu ómeðvitandi átaki mikils hluta þjóðfélagsins um að viðhalda verðbolgunni. Þessi aðlögun hófst hér þegar ástriðsárunum.ogvar i upphafi hverjum manni augljós, vegna þess að hún var andstæð almennum hugsunarhætti. Hún gekk undir nafninu verðbólgu- brask, og verðbólgubraskari var fyrirlitlegt viðurnefni. En smátt og smátt hefur þessi aðlögun teygt sig um allt þjóð- félagið. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki urðu að laga sig að rikjandi ástandi, hvort sem þeim likaði betur eða ver, og að lokum teygði þessi aðlögun sig inn i sjálft stjórnkerfið. Lifs- gæðabaráttan beindist stöðugt rneir og meir að verðbólguhags- munum en raunverulegum hagsmunum, Hin niðrandi nafn- gift — verðbólgubraskari — heyrist ekki lengur. Ekki af þvi að fyrirbærið sé horfið, heldur af hinu, að þaö er löngu orðið almennt, það er orðinn rikjandi þáttur i hugsunarhætti manna, þáttur sem menn veita ekki lengur neina athygli, hvorki hjá sjálfum sér né öðrum. Þeir fáu menn, sem ekki hafa aðlagazt þessum hugsunarhætti, eru að nútiðarsjónarmiði á nútima- máli „algjörir imbar”. Það eitt að hafa ekki aðlagazt verðbólguhugsunarhættinum er orðið ótvirætt merki um heimsku. Svo almennur og rót- gróinn er þessi hugsunarháttur orðinn. Það er einmitt þetta, sem gerir svo erfitt að fást við þennan þátt verðbólgunnar. Það þarf hugarfarsbreytingu, og hugarfarsbreyting kemur ekki nema sem aðlögun að öðrum nýjum viöhorfum. Þess vegna hefur veröbólga af þessu tagi ævinlega endaö i efnahagslegu hruni af einhverjum toga. Þá fyrst hefur verið unnt aö byrja á ný á heilbrigðum grundvelli. Markmið okkar hlýtur að vera að þaö gerist ekki hér. Markmið okkar hlýtur að vera, að koma efnahagslifinu á heilbrigðan grundvöll AN ÞESS AÐ KOMI tilhruns. Við veröum aö útrýma verðbólguhugsunarhættínum áður — eða samhliða — útrýmingu verðbólgunnar. Ein þeirra leiða, sem gæti virzt fær að þessu marki, er að lögfesta langtimaáætlun um hjöðnun verðbólgunnar. Aætlun, sem gerði ráð fyrir að útrýma henni stig af stigi í fyrirfram ákveðnum áföngum. Eftir ákveðið timabil, t.d. fimm ár, verði náð fyrirfram ákveðnu verðbólgulausu ástandi. Aætlunin geri ráð fyrir hægfara aðlögun að þessu ástandi, þar sem smátt og smátt verði ein- angraðir og útilokaöir þeir þættir efnahagslifsins, sem leiða til og viðhalda ávanaverð- bólgu. Aætlunin geri ráð fyrir nýrri fjármagnsuppbyggingu, þar sem útilokaður sé mögu- leikinn af verðbólguhagnaði og jafnframt að unnt sé að komast af án verðbólguhagnaðar. Aætlun geri ráð fyrir fullnægj- andi ráðstöfunum til þeirra breytinga á f járhagslegum samskiptum manna, að unnt verði að standa við fjárhags- legar skuldbindingar án verð- bólgu, þar á meðal launaskuld- bindingar. Vitundin um ákveöið skil- greint ástand fram i timann gerir hugarfarslega aðlögun mögulega, jafnframt þvi að það gerir hana nauðsynlega. Sú hugarfarsbreyting þarf að hafa farið fram áður en sjálf breytingin á sér staö, eða i siðasta lagi jafnhliða, annars verður breytingin brotin á bak aftur, eins og ævinlega hefur gerzt á undanförnum árum, þegar gerðar hafa verið til- raunir til þess að hamla gegn verðbógunni. Ég tek hér eitt dæmi til frekari skýringar. Ég leyfi mér að einfalda málið, og tek dæmi af einum einstaklingi. Til þess að gera dæmið sem almennast vel ég dæmi af manni, sem hyggst koma sér upp húsnæði. Það þurfa flestir að gera, og er það dæmi þar að auki mjög ein- kennandi um þá hagsmuni, sem menn telja sig hafa af verðbólg- unni. Sá sem hyggst koma sér upp húsnæði sér strax fram á, að bað er algjörlega ókleift. Hann mun þurfa meira en helming tekna sinna til þess að greiða vextiogafborganir.Slíkt eref til vill gerlegt um mjög skamman tima, en til frambúðar er það útilokaö. En þá er það sem verðbóglan kemur til sögunnar. Með þeirri veröbólguþróun, sem veriö hefur, hverfur megin- þungi vaxta og afborgana á tíl- tölulega skömmum timaog eftir fá ár er orðinn leikur einn að fást við greiðslur vaxta og afborgana. Þessi maður hlýtur að leggja allt kapp á aö berjast gegn stöðvun verðbólgunnar. Hann leggur alls staðar, þar sem hann fær þvi við komið , lóð á þá skálina að viöhalda verðbólg- unni, það er honum hrein efna- hagsleg nauðsyn. Einn maður má sin að visu ekki mikils, en samanlagðar þær tugþúsundir manna, sem hafa byggt fjármál sin upp á svipuöum grunni, hafa afl til þess aö koma i veg fyrir stöðvun verðbólgunnar, og þær hafa gert það og þær munu halda áfram að geia það, að öðru óbreyttu. Aætlun um að losna út úr þessum vitahring yrði að byggjast á eftirfarandi atriðum 1) Að lækka kostnaðarstig hús- bygginga mjög verulega. Til þess að það megi verða þarf all- langan aðlögunartima, en það er algjör forsenda þess að hægt séað ná unandiárangri á öðrum sviðum. 2) Að endurskipuleggja fjármögnun byggingariðnaðar- ins frá grunni og lækka vexti. þannig að greiðsla vaxta og afborgana af húsnæði verði viðráðanleg þegar i upphafi. 3) Að verðtryggja að fuilu allt fjár- magn, bæði nýtt og eldra. til þess að koma algjörlega i veg fyrir hugsanlegan hagnað af áframhaldandi verðbólgu. Þessi atriði öll þurfa að hafa komið til framkvæmda þegar verð- bólgunni linnir. Ég vona að þetta einfalda dæmi sé nógu skýrt til þess að gefa i skyn hvað átt er við með tillögunni um langtimaáætlun til útrýmingar verðbólgunni. Menn skyldu þó gera sér grein fyrir þvi, að i raunveru- leikanum er ekki um neitt ein- falt dæmi að ræða. verðbólgu- hagsmunirnir eru margslungnir og teygja sig viða, og það þarf mikil rannsókn að fara fram áður en komizt er fyrir allar rætur hennar. En ég hygg að skynsamlegt væri að skipuð yrði nefnd hinna hæfustu manna til þess að rann- saka þessi mál til hlitar og undirbúa lagafrumvarp um stöðvun verðbólgunnar i áföngum og um þær undirstööu- breytingar á fjármálalifi þjóðarinnar, sem þvi verða óhjákvæmilega að verða sam- ferða. Það mun gera öllum tillögum i þessa átt örðugt uppdráttar. að þeir sem lita þær augum. hafa flestir tileinkað sér þann hugsunarhátt, sem stuðlar að viðhaldi verðbólgunnar. Þessar tillögur erú andstæðar þeim hugsunarhætti. þær eru and- stæðar rikjandi hugsunarhætti. — og þess vegna væntanlega litils virði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.