Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 29. april 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall — Þaö væri sannarlega fallegt af þér, Brent! En sú gjafmildi! Það er sannast að segja góðverk gagnvart manni, sem tók þig af barnaheimili og gekk þér í föður stað! Hann gætti þín, ól þig upp, keypti handa þér liti og pensla! Uppgötvaði hæfileika þína og þroskaði þá og gerði þig að þeim fræga listmálara, sem þú ert! Mér f innst næstum þvi, að þú skuldir honum svolítið meira en eitthvað af ávöxtum! Rödd hennar skalf og brast loks. Hann horfði á hana, svo forviða, að hann reyndi ekki að dylja það. Aldrei hefði hann getað ímyndað sér, að þessi rólynda, hógværa stúlka, sem hafði tilbeðið hann, vogaði sér að gagnrýna hann. En nú sá hann f yrirlitninguna i augum hennar og leið illa. — Hvaða rétt hefur þú til að dæma um það? spurði hann reiðilega. — Hvaða rétt hefur þú yfirleitt til að segja svona lagað? — Ég er læknir og mér er annt um velferð sjúklings mins — og ég hef rétt sem manneskja gagnvart annarri manneskju. Það er margt, sem þú veizt ekki um Simon Beaumont. Brent, þú hefðir getað komizt að því, ef þú hefðir nennt að hafa f yrir því, og þú hefðir getað komið í veg fyrir það! Hann er ekki bara veikur, hann er blá- snauður. Já, hann sveltur og þjáist af næringarskorti! Hann starði á hana, en sagði svo hægt: — Ég trúi þvi ekki! Ég4rúi ekki orði af því, sem þú segir! — Allt í lagi, komdu þá með mér í herbergið við Rue Guillotine, þá skal ég sýna þér eigur hans — fáeina storknaða liti og pensla svo slitna að enginn gæti málað neitt með þeim. Ekki spyrja mig, hvernig hann haf i farið svona, þú ert listamaður og ættir að vita, að slíkir harm- leikir gerast, þegar listin tekur nýjar stefnur. Ég býst við að hann sé af gamla skólanum og það hefur ekki verið svo vinsælt undanfarin ár, að mér skilst. Og þegar einn maður er svo gjaf mildur að hann tekur aðra að sér, meðan hann er á tindi frægðarinnar og eys í þá pening- um, býst ég ekki við að hann haf i lagt neitt til hliðar f yrir erfiðari tíma. Brent horfði enn skilningssljór á hana, en sannfærðist siðan um að hún segði satt. Orð hennar voru farin að ganga inn í heilabú hans. Velgengnin hafði stigið honum til höfuðs, verið að því komin að eyðileggja hann sem manneskju. Hann þurfti áfall til að vakna upp og ef Myra var ekki að stuðla að því núna, var hann illa svik-. 40 inn. Það einkennilega var, að það virtist ekki hið minnsta erfitt. Reiði hennar og fyrirlitning bókstaflega barði skynsemina gegn um eigingirnisskelina utan á honum/ — Eg held, að ég geti sagt þér, hvers vegna hann svaraði ekki bréfinu þínu, Brent. Hann vildi ekki að þú kæmist að því, hvernig komið var. Hann er stoltur, svo stoltur, að hann hefur meira að segja haldið nafni sínu leyndu fyrir okkur á sjúkrahúsinu. — Þá veiztu ekki fyrir víst, hvort þetta er hann? f lýtti Brent sér að spyrja. — Jú, ég veit það. Mér fannst ég alltaf kannast við andlitið á honum, en i tyrstu mundi ég ekki hvaðan. Ég vissi, að ég gat ekki haf a hitt hann, en ég haf ði séð and- litið. Þá mundi ég það. Þú sýndir mér einhvern tíma myndir frá því þú varst strákur og á einni þeirra voruð þið saman. Þú áttir úrklippur um hann líka, hann var yngri þá... nú er hann gamall og veikindi og örbirgð hafa breytt honum mikið. En þegar ég fór heim til hans og sá myndirnar á veggnum, var ég viss. Aðeins einn maður gat átt þær. — Ekki endilega. Einhver gat hafa keypt þær. Ég var farinn að selja myndir á þessum tíma. — Myndi óþekktur kaupandi hafa metið þær svo mikils, að hann sylti áður en hann seldi þær? — Ég efast um það, viðurkenndi hann loks. — Get ég heimsótt hann á morgun, Myra? — Ef þú vilt. — Ég vil það sannarlega. Já, ég vil gera meira fyrir hann en það.... — Hversu mikið meira, Brent? — Ég held, að þú vitir það. Ég vil gera það sem hann gerði einu sinni fyrir mig og það strax! Hún brosti. Þetta var sá Brent, sem hún hafði elsk- að... góður, heiðarlegur og skyldurækinn maður. Ósjálf rátt rétti hún f ram höndina og greip um hönd hans af þakklæfí. Hann fann granna fingur hennar þrýsta sina... og það fór hlýr straumur um hann. Hún var svo indæl, svo góð.... Ef bara Venetia væri ekki.... Tilhugsunin um Venetiu olli honum óróa. Henni myndi ekki geðjast að þessu, en nú hafði hann annað mikilvæg- ara en sýningu að hugsa um. Hún yrði bara seinna. Það var eins og hann hef ði skyndilega fengið eitthvað nýtt að lifa fyrir, rétt eins og hann hefði vaknað upp af djúpum svefni. Fréttirnar af Simon Beaumont höfðu valdið hon- ■’rs’ZF'" *>■ Þarna eru búðir ^ Brukka! 1 enda skarðsins! Þá byrjar gamanió! Hér er ! djúpur snjór) leiðum I hestana! J © Ljlls 29. april 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Harpa Karlsdóttir les smdsöguna „Aðkomuhund- inn” eftir Þröst Karlsson. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða Við sjóinn kl. 10.25: Hjálmar R. Bárðarson sigl- ingamálastjóri talar um öryggi fiskiskipa. Tónleik- ar. Morguntónleikar kl. 11.00: Rena Kyriakou og Walter Klien leika Þrjá rómantiska valsa fyrir tvö pianó eftir Emmanuel Chabrier/ Ungverska rikis- hljómsveitin leikur Dans- svitu eftir Rezsö Kókay: György Lehel stj. Gábor Gabos og Sinfónluhljóm- sveit ungverska útvarpsins leika Pianókonsert nr. 1 eftir Béla Bartók: György Lehel stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (17). 15.00 Miðdegistónleikar Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim leika Sónötu I F-dúr fyrir selló og pianó op. 99 eftir Johannes Brahms.ltalski kvartettinn leikur Strengjakvartett i F-dúr „Ameriska kvart- ettinn” op. 96 nr. 6 eftir Antonin Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Bryndls Vig- lundsdóttir stjórnar Stjórn- andinn og nokkur börn úr Garðabæ tala saman um ýmislegt, sem fram kom i spjalli Bryndisar um indi'ána. Einnig svarar Bryndis bréflegum fyrir- spurnum barna um sama efni. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Grænlensk læknisráð, þjóðsögur og ævintýr GIsli Kristjánsson ritstjóri les þýðingu sina á efni úr ritlingum, sem prentaðir voru i Godthaab á árunum 1856-60. Lesari meö honum: Benedikte Kristiansen. 19.55 Samleikur i útvarpssal: Guðný Guðmundsdóttir og Vilhelmina Ólafsd. leika Fiðlusónötu i A-dúr eftir Carl Nielsen. 20.20 Leikrit: „Sviðið land” eftir Pal Sundvor Þýðandi: Asthildur Egilson. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Kona: Helga Bachmann, Hermaðurinn: Þorsteinn Gunnarsson Liðsforinginn: Gisli Alfreðsson Rödd: Hjalti Rögnvaldsson. 21.00 Kórlög eftir Carl OrffOt- varpskórinn I Munchen syngur. Söngstjóri: Heinz Mende. 21.15 Þjóð i spéspegli: Bandarikjamenn Ævar R. Kvaran leikari flytur þýð- ingu sina á bókarköflum eftir Georg Mikes(Áður útv. sumarið 1969). Einnig sungin og leikin amerisk þjóðlög og létt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Sá svarti senuþjóf- ur”, ævisaga Haraids Björnssonar Höfundurinn, Njörður P. Njarðvik les, (15). 22.40 Kvöldtónleikar Tónlist eftir Beethoven við leikritið „Egmont” eftir Goethe. Elisabeth Cooymans syngur með hollenzku útvarps- hljómsveitinni. Stjórnandi: Zoltan Persko. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.