Tíminn - 29.04.1976, Blaðsíða 16
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UAA LAND ALLT
fyrir gæði
Guöbjörn
Guöjónsson
Heildverzlun Siðumúla 22
Símar 85694 & 85295
Tryggið gegn stein-
efnaskorti-gefið
STEWART fóðursalt
SAMBANDIÐ
INNFLUTNINGSDEILD
PLAST
ÞAKRENNUR ^
Sterkar og endingagóðar
Hagstætt verð.
cfflj Nýborg
Ármúla 23 — Sími 86755
Reuter, Paris. — Fulltrúar
stúdenta iFrakklandigengu i gær
til atkvæöagreiöslu og ákváöu aö
halda verkfalli þvi, sem lamaö
hefúr flesta háskóla i landinu
áfram. Akvöröun þessi var þó
ekki einróma og merki um skipt-
ár skoöanir voru greinileg.
Um þrjátiu manns slösuöust,
þegar stúdentar I mótmælagöngu
lentu i átökum viö lögreglu viö
Strassbourg-háskólann I
Austur-Frakklandi á þriöjudags-
kvöld. Notuöu stúdentarnir
bensih-sprengjur og grjót, en lög-
reglan svaraöi meö táragas-
sprengjum.
Þrátt fyrir átök þessi minnkar
enn greinilega stuöningshópur
stúdenta i kröfugöngum þeirra.
Kissinger
háður áróðri
Reuter, .Accra. — Rikis-
stjórnin i Ghana hefur neitaö
þvi, að afboðun heimsóknar
Henrys Kissingers utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna til
landsins hafi orsakazt vegna
erlendra áhrifa.
Sagði talsmaður stjórn-
arinnar i gær, aö hún hefði
ætlað að taka á móti ráð-
herranum með tilheyrandi
viöhöfn og heföi undirbún-
ingur verið langt kominn
þegar ófyrirsjáanlegar aö-
stæður geröu þaö ókleift aö
af komu hans gæti orðið.
Bandariskir embættis-
menn hafa sagt, að áróöri
sovézkra aöila 1 Ghana, sem
hefðu verið á móti heimsókn
Kissingers yröi mótmælt.
Sögöu fulltrúar i verkfallsráöi
stúdenta, aö ákvöröunin um aö
halda verkfallinu áfram, heföi
veriö tekin vegna mikils þrýst-
ings frá öfgahrevfingu kommún-
ista og byítingarsinnaöra
stúdenta.
Hefur samband vinstrisinnaöra
stúdenta tekiö vægari afstööu i
málinu, og hvetur þaö nú félaga
slna til aö taka aftur upp nám og
undirbúning undir lokaprófin i
vor.
Stúdentarnir eru aö mótmæla
breytingum sem rikisstjórnin
ætlar aö gera i háskólum, meö
þaö fyrir augum aö auka kennslu
i þeim fögum, sem skortur er á
fólki I.
Stutt flug-
braut talin
slysavaldur
Reuter, St. Thomas. —
Þrjátiu og átta manns hafa
fundizt látnir eöa er saknaö,
eftir að Boeing 727 þota fórst
i lendingu á flugvellinum i
St. Thomas á þriöjudag.
Fimmtiu ar þeim áttatiu
og átta farþegum og áhafn-
armeðliimum sem i vélinni
voru liföu slysiö af en tveir
þeirra eru alvarlega slasað-
ir. Flestir fengu að fara af
sjúkrahúsinu, eftir að hafa
hlotið sárameðhöndlun þar.
Flugbrautin þar sem slysiö
varö hefur um árabil valdiö
deilum, þar sem hún var tal-
in of stutt.
Sigur Carters afgerandi:
Virðist honum nú útnefning sem
forsetaefni Demokratanna tryggð
Reuter, Philadelphia. — Jimmy
Carter fagnaði i gær mjög góöum
árangri sinum i forkosningum
Demókrataflokksins I
Pennsylvaniu, en sigur hans þar
er talinn gera að engu vonir
tveggja helztu keppinauta hans
um útnefningu fiokksins sem for-
setaefni.
Sérstaklega var þessi sigur
Carters, sem er fyrrverandi
fylkisstjóri i Georgia-fylki, biturt
áfall fyrir Henry Jackson,
öldungadeildarþingmann, sem
lagt haföi mesta áherzlu á og
bundið mestar vonir viö fylgi sitt I
norðlægum iönaðarfylkjum, svo
sem Pennsylvaniu.
Þessi sigur Carters gerir þaö
einnig aö verkum, aö nú viröist
fullseint fyrir öldungadeildar-
þingmanninn Hubert Humphrey,
sem nýtur mikils stuðnings meöal
verkalýösleiötoga og frjálslyndra
innan Demókrataflokksins, aö
hefja þátttöku i forkosningunum.
Humphrey hefur beðiö átekta á
meöan Carter hefur byggt
upp stööu sina meö þvi að vinna
sigur I sjö af þeim niu for-
kosningum sem fram hafa farið
til þessa.
Sumir af fylgjendum
Humphreys hvöttu hann i gær til
aö hefja þegar þátttöku i for-
kosningunum, en aörir töldu að
hann væri þegar of seinn.
t dag eru siöustu forvöö fyrir
frambjóöendur að tilkynna þátt-
töku sina I forkosningunum i New
Jersey þann 8. júni, en þær eru
hinar siöustu hjá Demókrata-
flokknum.
1 kosningunum i Pennsylvaniu
hlaut Carter alls um 37%
greiddra atkvæða, en hann hefur
áunniö sér nafngiftina hinn
„Suðræni Kennedy” vegna
einstæörar brosmildi sinnar.
Jackson öldungadeildarþing-
maður, sem er Ihaldssamur,
hlaut fjórðung atkvæöa, 25%, og
hinn af tveim helztu keppinautum
Carters, Morris Udall, fulltrúa-
deildarþingmaður, hlaut aöeins
19%.
Samkvæmt þessu hefur þvi
Carter tryggt sér atkvæði sextiu
og fimm fulltrúa frá Penn-
sylvaníu á flokksþingi
Demókrata I New York i júli
næstkomandi, og hefur hann þvi
nú rúmlega þrjú hundruö fulltrúa
á bak við sig.
Jackson hlaut aðeins 17 fulltrúa
og hefur þvi alls tæplega tvö
hundruð á bak við sig.
Þjóðaratkvæði ó Spáni í haust og
almennar kosningar að ári
Reuter, Madrid. — Þjóöar-
atkvæðagreiösla verður haldin á
Spáni I október, um breytingar á
stjórnarskrá landsins, og
almennar kosningar verða siöan
haldnar snemma á næsta ári,
eftir þvi sem Carlos Arias
Na varro, forsætisráðherra
landsins, tilkynnti i gær.
1 tilkynningu sinni, sem hann
las i útvarp og sjónvarp og sent
var út um allan Spán, sagöi
Navarro, aö þjóöaratkvæöa-
greiöslan i október væri aö visu
háö þvi aö þing landsins
samþykkti þær breytingatillögur,
sem fyrir lægju.
Hann hafnaöi meö öllu kröfum
stjórnarandstööunnar um aö
Spánverjar losuðu sig viö fortiö
sina, og haldin yröi þjóöar-
atkvæðagreiösla um það hvort
landið skuli vera konungsriki
áfram, eöa lýöveldi.
— Allar byltingarkenndar
hugmyndir um breytingar eru
utan við stjórnmálaheim okkar,
sagöi forsætisráöherrann.
Sagöi hann að þann 15. mai i
vor, myndu allar tillögur og
frumvörp um stjórnmálalegar
umbætur veröa tilbúin, nema
frumvarp um ný kosningalög,
sem sent yrði þinginu þann 15.
júli.
Stjórnmálasérfræöingar á
Spáni segja, aö atkvæöagreiöslan
i haust gæti vel dregizt vegna
andstööu i þinginu, sem aö mestu
leyti er i höndum hægrimanna.
Þessi ræða forsætisráöherrans
er talin árangur af sivaxandi
þrýstingi á rikisstjórnina um að
hún flýti umbótum þeim, sem
hægrimenn hafa unniö svo mjög
á móti. Þeir vilja viöhalda þvi
valdakerfi, sem Franco hers-
höföingi og einvaldur setti upp.
Stjórnarandstaöan hefur i
hyggju, að efna til viötækra verk-
falla og annarra aögerða á verka-
lýösdaginn þann 1. mai, þrátt
fyrir bann rikisstjórnarinnar.
Sagöi Navarro i ræðu sinni, aö
honum hefði þótt nauðsynlegt aö
halda hana, vegna vaxandi óvissu
og öngþveitis i iandinu.
Haestiréttur Indlands:
Fangelsun án dóms og laga
Reuter, Nýju Dehli. — Hæsti-
réttur Indlands úrskuröaði i gær,
aö rikisstjórnin heföi fullan rétt
til aö handtaka og fangelsa fólk
án dóms og réttar, svo framar-
lega sem fylgt væri þeim lögum,
sem heimila undanþágur af þessu
tagi og enginn dómstóll sér sér
fært að gripa inn i.
Hæstaréttardómararnir fimm,
undir forsæti Ajits Naths Rays,
úrskuröuðu með fjórum atkvæö-
um gegn einu, að þjóðarleiðtogi
skuli hafa rétt til aö afnema öll
borgararéttindi i landinu.
— A timum þegar landið i heild
á i erfiöleikum, veröa lög þau,
sem annars tryggja einstaklingn-'
um borgararéttindi hans, að vikja
fyrir hagsmunum rikisins, sagöi
yfirdómarinn.
Sá dómaranna, sem greiddi
atkvæöi gegn úrskuröinum sagöi
að reglugeröir, sem heimiluðu
handtökur án dóms og laga væru I
algeru ósamræmi við þann
skilning indverskra laga, aö
einstaklingurinn væri frjáls.
Rikisstjórnin á Indlandi hefur
ekki enn gefið upp hversu margir
hafa verið handteknir siöan
bráðabirgðalögin voru sett þann
26. júni á siöasta ári, en talið er aö
fleiri þúsundir manna hafi veriö
fangelsaöir án dóms og laga.
I tilskipun frá forseta landsins
fyrir sex mánuðum, var svo
ákveðið, aö yfirvöld heföu
heimild til aö halda hverjum og
einum i fangelsi um óákveðinn
tima, án þess aö gefa upp nokkrar
ástæöur fyrir fangelsun hans.
Lýðveldið írland:
Þingmaður rekinn úr flokki
sínum fyrir þátttöku í göngu
Reuter, Dublin.— Einn af þing-
mönnum Verkamannaflokksins
á Irlandi var I gær rekinn Ut
þingflokki sinum, fyrir aö taka
þátt i mikilli fjöldagöngu, sem
haldin var af áhangendum hins
ólögiega Irska lýöveldishers
(IRA), siöastliöinn sunnudag.
Þingmaöurinn, David
Thomley, sem sagöist hafa
tekið þátt i göngunni og úti-
fundinum, sem haldinn var I
sambandi viö hana vegna þess
aö hann tryöi á þann grundvall-
arrétt manna aö mega safnazt
saman ogganga eftir eigin vild,
getur átt málssókn yfir höföi
sér.
Gangan á sunnudag var farin
til aö minnast uppreisnarinnar
gegn brezkum yfirráðum i
Dublin áriö 1915.
BUizt var viö aö lögreglan i
Dublin myndi fljótlega hand-
taka nokkra af leiðtogum þeim,
sem stóöu aö göngunni. Þeir
mega eiga von á sektum, jafn-
vel allt aö þriggja mánaöa
fangelsi, samkvæmt lögumlrska
lýöveldisins.
Thomley sagöi á þriöjudag i
útvarpsviðtali, aö hann styddi
ekki IRA og væri algerlegá mót-
fallinn ofbeldi.en hann kvaöst
einnig vera orðinn leiöur á
sviptingum borgararéttinda i
landi sinu. —
Fjörug réttarhöld yfir
fimm írum.
Reuter, Manchester. — Fimm
lrar, sem sakaöir eru um
kommúnistar I Aslu eru vest-
rænum skoöanabræörum
sinum. Hann sagöi aö þaö
myndi vera glæfralegt af
rikisstjóminni i Sineapore aö
Hl llftSHORNA
Á IVIILLI
væru félagar i skæruliðasam-
morö, og fyrir aö hafa haft
undir höndum sprengiefni auk
fleiri lögbrota, neituöu aö
segja til nafna sinna og geröu
hróp aö dómaranum, þegar
þeir komu fyrir rétt I gær.
Allir mennirnir fimm, sem
sjá um málsvörn sina sjálfir,
neituöu aö svara þegar þeir
voru spuröir hvort þeir væru
sekir eöa saklausir og hrópuöu
þeir: „Fasistaskepnur”.
Mennirnir voru þegar fluttir
til klefa sinna á ný.
Einn mannanna, Brendan
Dowd, hfopaöi iréttarsalnum,
aö ekki væri takandi mark á
neinum játningum þeirra
félaga, þar sem þær væru
allar fengnar meö pyntingum,
ruddalegri og niöurlægjandi
meöferö.
Dómarinn, Joseph Cantley,
fyrirskipaði þá fangavöröum.
aö bera mennina i klefa sina
og vom þeir bornir út,
fæturnir á undan.
Kommúnistar hér —
og kommúnistar þar.
Reuter, Singapore. —
Forsætisráöherra Singapore,
Lee Kuan Yew, hótaöi i gær aö
flokkur hans, „Peolpeá Action
Party”, myndi draga sig Ut úr
alþjóöasamtökum sósialista,
vegna herferöar sem
samtökin hafa stutt, en hún
stefnir aö þvi aö stjórnin I
Singapore láti lausa nokkra af
leiötogum kommúnista þar.
Sagöi forsætisráöherrann,
aö þaö væri vafalitiö erfitt
fyrir vestræna sósialista aö
skilja hversu ólikir
láta menn þessa lausa, án þess
aö þeir fyrst heiti þvi aö beita
ekkii ofbeldi til aö ná völdum.
Stonehouse staf frá
sjáifum sér
Reuter, London. — John
Stonehouse, fyrrverandi ráö-
herra i Bretlandi dró sér fé úr
eigin fyrirtækjum á skipu-
legan hátt, til þess aö hann
gæti hafið nýtt lif I Astraliu,
ásamt einkaritara sinum, eftir
þvi sem fram kom i réttar-
höldunum yfir honum i gær.
Sækjandinn sagði, aö
Stonehouse heföi tekið sér
nafn látins manns, aö hann
hefði dreift miklu fé á banka-
reikninga á sinu nafni, á
kostnað lánadrottna fyrir-
tækja hans, og að hann heföi
ennfremur keypt liftryggingu,
sem eiginkona hans heföi tekiö
út eftir hvarf hans, að upphæð
125.000 sterlingspund.
Stonehouse gegndi embætti
flugmálaráðherra I rikisstjórn
brezka verkamannaflokksins
á sjöunda áratug þessarar
aldar. Búizt er við aö réttar
öldin yfir honum og einka-
ritara hans, Sheilu Buckley,
sem bæði eru ákærð fyrir svik,
samsæri og þjófnaö, standi um
þriggja mánaöa skeiö.
Ætluðu að hleypa
upp Olympíuleik-
unum í Montreal
Reuter, Montreal.— Lögregl-
an i Montreal handtók i gær
tvo menn, sem hún sagði að
tókum, sem heföu ætlaö aö
hieypa upp Olympiuleikunum,
sem halda á I Montreal I júli-
mánuöi næstkomandi.
Lögreglan gaf ekki upp nöfn
mannanna, né heldur nafn
samtakanna, sem þeir eru
taldir féiagar I og engar upp-
lýsingar fengust um þaö hvers
kyns árásir eöa hermdarverk
þeir heföu fyrirhugaö aö
fremja.
Búizt var við fleiri handtök-
um i gær vegna máls þessa, en
við handtöku mannanna
tveggja var tekinn af þeim
riffill og skammbyssa, sem
taliö er að hafi veriö stolið i
Quebec árið 1971.
Lögreglan taldi i gær of
snemmt að segja til um stærð
samtakanna, sem mennirnir
væru félagar i, en aftók með
öllu að þau væru alþjóöleg.
Biðst hælis á Spáni
Reuter, Bilbao. — Sjómaður
frá Rúmeniu hefur beöizt hæl-
ist sem pólitiskur flóttamaöur
á Spáni, eftir þvi sem lögregl-
an i Bilbao sagöi i gær.
Sagöi lögreglan aö Voiku
Marin, tuttugu og átta ára
gamall rafvirkjanemi, heföi
yfirgefiö Rúmenska flutninga-
skipiö Vulcan siöastliöiö
laugardagskvöld og fariö til
aðalstööva lögreglunnar i
Bilbao, þar sem hann baöst
hælis.
Skipstjóri Vulcan tilkynnti
hvarf mannsins til yfirvalda.