Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 11
MiOvikudagur 9. júni 1976 TÍMINN 11 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Þriðja aflið í landhelgisbaráttunni Það er orðið almennt álit, að íslendingar hafi náð eins hagkvæmum samningum i Osló og frek- ast var hægt að gera sér vonir um.Einkum sé það þó mikilvægt, að Bretar hafa fallið frá sögulega réttinum svonefnda og viðurkennt yfirráð ís- lendinga yfir 200 milna fiskveiðilögsögunni. Vegna þessa ákvæðis i Oslóar-samningnum geta íslendingar nú hrósað fullum sigri i baráttunni fyrir 200 milna fiskveiðilögsögunni og þurfa ekki að biða eftir endalokum hafréttarráðstefnunnar, sem óvist er hvenær verða. Þótt þjóðin hafi oftast staðið saman um megin- stefnuna i landhelgisbaráttunni, hefur oft greint á um vinnuaðferðir og leiðir. Lengst til vinstri hafa staðið þau öfl, sem aldrei hafa viljað semja við þjóðir Vestur-Evrópu um þessi mál, m.a. vegna þess, að þau hafa viljað nota þau til að koma á ágreiningi milli Islands og Atlantshafsbanda- lagsins. Lengst til hægri hafa hins vegar verið þau öfl, sem hafa verið reiðubúin til samninga, m.a. sökum þess, að þau hafa óttazt að ella gæti risið hættulegur ágreiningur miUi íslands og ann- arra þjóða Atlantshafsbandalagsins. Þriðja aflið hefur svo staðið þarna á milli. Það hefur ekki neitað að semja undir öllum kringumstæðum, en það hefur heldur ekki viljað samninga um neitt, sem kalla mætti afarkosti, eins og t.d. málskot til Alþjóðadómstólsins. Það hefur þvi aðeins viljað semja, að íslendingar mættu vel við una. Þessi þriskipting kom allvel i ljós, þegar rætt var um, eftir könnunarviðræður Einars Ágústs- sonar og Geirs Hallgrimssonar við Anthony Cros- land, hvort rétt væri að hefja samningaviðræður við brezku stjórnina. Stjórnarandstaðan hafnaði strax öllum viðræðum. Hefði hún fengið að ráða, væri þorskastriðið enn i fullum gangi og engin viðurkenning fengin. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti fyrir sitt leyti á einum stytzta fundi I sögu sinni, að viðræður skyldu hafnar á grundvelli þeirra hugmynda, sem Cros- land hafði varpað fram. Þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins ræddu mál- ið á löngum fundi, þar sem nær allir viðstaddir tjáðu skoðun sina. Hún var einróma á þá leið, að þvi aðeins bæri að gera samninga við Breta, að þorskastrið hæfist ekki að nýju og viðunandi viðurkenning fengist á yfirráðum Islendinga. I hugmyndum Croslands var ekki neitt að finna um þessi atriði. Ráðherrar Framsóknarflokksins fengu siðan umboð til að vinna að málinu á þess- um grundvelli. Það var fyrst eftir að nokkur vissa var fengin um þessi atriði, að rikisstjómin ákvað að hefja samningaviðræður við Breta. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Framsóknar- flokkurinn hefur verið hið öfluga þriðja afl, sem hefur ráðið mestu um gang landhelgismálsins, og áorkað þvi, að sú leið var farin sem hyggilegust var. Það er engin tilviljun, að hann er eini flokkurinn, sem hefur setið i öllum rikisstjórnum, sem hafa fært fiskveiðilögsöguna út. Á engum mönnum hefur útfærslan i 50 milur og siðar i 200 milur hvilt meira en þeim Einari Ágústssyni sem utanrikisráðherra og Ólafi Jóhannessyni sem dómsmálaráðherra. Þjóðin hefur vissulega ástæðu til að þakka þeim fyrir farsæla forustu á þessu sviði. ERLENT YFIRLIT Sundrast Arabar vegna Líbanons? Bandaríkín og ísrael fagna innrás Sýrlendinga SVO viröist nú, sem borgarastyrjöldin i Libanon ætli aö hafa heimssöguleg áhrif, er geti gerbreytt gangi mála fyrir botni Miöjaröar- hafsins. Varlegast er þó aö spá ekki mikhi um þetta, þvl aö taflstaöan breytist oft skyndi- lega i þessum hluta heims. Astæöan er sú, aö samvinna Arabaþjóöa hefúr oft veriö skrykkjdtt og skammt milli vináttu og fjaldskapar i sam- búö þeirra. Hiö eina, sem hef- ur tengt þær saman hefur ver- iö andúöin á Israel. Þegar þvi sleppir hafa þær og þó einkum valdhafar þeirra setiö á svik- ráöum hverjir viö aöra. Borgarastyrjöldin, sem hófst I Libanon fyrir um þaö bil 14 mánuöum, er oröin með mannskæðustu borgara- styrjöldum um langt skeið. Taliö er, aö um 25-30 þús. manns hafi falliö I henni og er það meira mannfall, en samanlagt I þeim fjórum styrjöldum, sem Israelsmenn og Arabar hafa háö. Upphaf- lega rakti borgarastyrjöldin rætur sinar til hinna hefð- bundnu átaka Múhameðs- trúarmanna og kristinna manna i Libanon, en eftir þvi sem hún hefur staðiö lengur, hefur hún snúizt meira upp I þaö, aö vera átök milli hægri afla og róttækra vinstri afla, þar sem mikiö hefur borið á Palestlnumönnum, enda hafa öflugustu skæruliðasveitir þeirra haft bækistöðvar I Libanon. Ekki aðeins Jórdaniumenn, heldur einnig Sýrlendingar, hafa gætt þess að leyfa ekki Palestinumönn- um aö þjálfa skæruliðasveitir I löndum sinum, þótt þeir hafi stutt þá á stjórnmálasviöinu. FRA SJÓNARHÓLI Sýr- lendinga skiptir það miklu máli, að sæmilegur friður riki I Libanon. Fyrir stjórn Sýr- lands væri þaö lika allt annað en æskilegt, ef róttækir vinstri menn tækju völdin i Libanon, enda gæti þá vel farið svo, að Palestinumenn réðu mestu um stjórnarhættina. Þeir gætu t.d. hæglega efnt til styrjaldar við Israel á tönum, sem hvorki Sýrland eða Egyptaland teldi æskilega. Af þessum ástæðum hefur stjórn Sýrlands reynt að miðla mál- um i Libanon, en þær tilraunir allar farið út um þúfur. Stjórn Sýrlands hefur þvl talið óhjá- kvæmilegt að skerast i leikinn með beinu vopnavaldi. Hún sendi hersveitir inn i Libanon Assad, forseti Sýrlands fyrir nokkrum dögum og hafa þær stöðugt verið aö færa út yfirráöasvæöi sitt. Þessu hef- ur veriö sæmilega tekiö af kristnum mönnum og hægri mönnum, sem telja stjórn landsins ekki lengur færa um aö halda uppi lögum og regl- um. Vinstri menn og þó eink- um Palestinumenn hafa hins vegar snúizt öndveröir gegn innrás Sýrlendinga. Þeir ótt- ast m.a., aö Sýrlendingar hyggist þrengja að skæru- liða-samtökum i Libanon, likt og gert hefur verið I Sýrlandi. ÞAÐ er þessi innrás Sýr- lendinga, sem virðist vera að breyta valdataflinu i þessum heimshluta. Aður en til inn- rásarinnar kom, var Sýrland talið ósáttfúsasta nágranna- riki tsraels, stutt af Libýu, trak, og Alsir. Egyptaland var hins vegar talið sáttfúsasta nágrannarikið, stutt af Saudi-Arablu, Kuwait og litlu furstarikjunum viö Persaflóa, sem miöla Egyptum af ollu- auöi sinum. Nú hefur þetta alveg snúizt við. Stjórnir Llbýu, Iraks og Alsirs, sem eru allar vinstrisinnaöar, hafa snúizt á sveif með vinstri mönnum i Libanon og for- dæmt innrás Sýrlendinga. Sama hefur stjórn Egypta- lands nú einnig gert, þótt mörgum komi þaö á óvart. Hún hefur rofiö stjórnmála- sambandiö viö Sýrlendinga, en tekiö upp aö nýju stjórn- málasamband viö Palestinu- menn, en þaö haföi verið slitiö, þegar þeir fordæmdu siöasta áfan gasamninginn milli Egyptalands og tsraels. Egyptar viröast nú óttast, aö Sýrland, Jórdania og Libanon geri meö sér bandalag, sem semji viö tsrael, m.a. um Golanhæöir og vesturbakkann svonefnda, en tsraelsmenn ættu auðvelt meö aö halda áfram Sinaiskaga, ef þeir væru búnir að sem ja viö áður- nefnd riki. ÞAÐ ÝTIR undir þennan ótta Egypta, að Israelsmenn og Bandarikjamenn hafa óbeint lagt blessun sina yfir innrás Sýrlendinga i Libanon. Bandarlkin telja hana væn- legatil að styrkja þau öfl, sem eru þeim vinveittust i Liban- on. Rússar, sem hafa vingazt við Sýrland slöan Egyptar rufu vináttusáttmálann viö þá, veröa nauöugir aö sætta sig við innrásina. Svo illa stóð á hjá þeim, að Kosygin var i heimsókn I Sýrlandi, þegar i innrásin hófst. Einsog áður er sagt, bendir nú margt til, að upp úr þessari innrásSýrlendinga hefjist nýtt og flókiö valdatafl, sem erfitt er að segja fyrir um, hvernig muni lykta. Sýrlendingar telja bersýnilega, að Egyptar hafi brugðizt sér, þegar þeir gerðu siðari sérsamninginn viö tsrael. Vel má vera, aö þeir geti nú hugsaö sér aö leika sama leikinn. tsraelsmenn láta sér vel lika þessar deilur Araba, en óttast þó, aö bætt sambúö Bandarikjanna og Sýrlendinga gæti aukiö þann þrýstíng Bandarikjanna, aö tsrael láti Sýrlendingum eftir meira af Golan-hæöum. Fróölegt veröur aö fylgjast meö fundi utanrikisráöherra Arabarlkjanna, sem kom saman i gær, til aö ræöa þessi nýju viöhorf .Þaö mætti teljast kraftaverk, ef honum tækist aðfinna lausn, sem öll Araba- rikin gætu sætt sig viö. Þ.Þ. Sadat og Arafat eru aftur orönir vinir Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.