Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 9. júni 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 70 það! Estelle hló. — Er ástæða til að halda upp á eitt- hvað? — Já, svo sannarlega! — Þið komið í veizluna til mín, bæði tvö. Á föstudags- kvöldið klukkan hálf átta. Ef Pollý er á vakt, þá gefið henni frí. Ef þér eigið vakt, skal ég sjá um það. Hún hló lágt um leið og hún hélt áf ram eftir ganginum. Málverkinu var lokið. Simon steig eitt skref aftur á bak og virti það fyrir sér. — Nú megið þið sjá, bæði tvö. Myra teygði fegin úr sér og stóð stirðlega upp úr stóln- um á pallinum. Já, þá var myndin sem sagt búin, svo að segja um leið og hún var á förum frá París. i vikulokin færi hún frá París og sjúkrahúsinu og manninum, sem hún elskaði, Hún hafði ekki séð Mark síðan um kvöldið á La Ronde — og það var nærri hálfur mánuður síðan. Hann hafði óvænt verið kallaður á ráðstefnu í London og hún vissi ekki, hvort hann kæmi aftur áður en hún færi. Hún hrökk upp úr hugsunum sinum við rödd Brents: — Simon! Þér hefur tekizt það! Það er stórkostlegt! Hver sagði, að þú hefðir glatað neistanum? Myra! Komdu og sjáðu! Hún gekk yfir gólfið og nam staðar við trönurnar. Hennar eigið andlit horfði á hana.með þrá í svipnum, svolítið dapurt, en stolt og ákveðið. — Er ég raunverulega svona dapurleg á svipinn, Símon? spurði hún. — Ekki dapurleg, vina mín. — Þetta er dreymni og slíkt verkar alltaf aðlaðandi á málverkum. Hann leit spyrjandi á hana. — Líkar þér það ekki? — Þúhefurekkiglataðneinuaf tækninni. Hverig líður þér að vera búinn með það? — Hamingjusamari en ég hélt að ég gæti orðið fram- ar, en alls ekki ánægður með það. Alls ekki ánægður. — Enginn sannur listamaður er það nokkurn tíma. — Myra þú hef ur aldrei sagt sannara orð, sagði Brent hlæjandi. —Og myndin var tilbúin alveg í tæka tíð. — í tæka tíð til hvers? spurði Simon. — Bíddu bara og sjáðu til, svaraði Brent leyndar- dómsf ullur. — Myra, þú ert þó ekki að fara strax? — Ég verð. Ég á vakt eftir hálftíma. Brent hjálpaði henni í kápuna og fylgdi henni til dyra. Hún sneri sér við log leit á Simon. Hann stóð við mynd- ina, niðursokkinn í hugsanir sínar. En það sást á hnakka- svipnum, að hann var glaður og stoltur yfir verki sínu. — Bless, Simon, kallaði Myra. — Þetta er falleg mynd, of falleg! — Það heldur þú, sagði Brent og fylgdi henni fram að lyftunni. Henni fannst hann þreytulegur og fann skyndi- lega til meðaumkunar með honum. — Brent sagði hún skyndilega.— Hvers vegna heimsækirðu ekki Venetiu? — Ef hún hef ur áhuga á mér, léti hún mig vita. — Hún bíður kannski eftir að þú látir hana vita. — Þaðverðurað koma frá henni, svaraði hann stutt- lega.— Hún sagði mér að fara og ef hún vill mig aftur, verður hún að biðja mig að koma. — Þú elskar hana ennþá, sagði Myra eins og það væri f ullvíst. — Já.... og ég hef áhyggjur af því. Ég held að ég muni elska hana á meðan ég lif i, en samt vildi ég að það hefði orðið par úr mér og þér, Myra. — Nei, f lýtti Myra sér að segja. — Það var blessun, að þú skyldir slíta því, Brent. Við hefðum aldrei átt saman og ég hefði ekki komizt að því, fyrr en við hefðum verið gift. — Og samt var ég svo eigingjarn að ég vildi, að þú héldir áfram að elska mig, viðurkenndi Brent. Hún hristi höf uðið. — Nei, Brent, það er aðeins vinátta min, sem þú vilt og ef hún er þér einhvers virði, er þér hún velkomin. — Hún er mikils virði, Myra. Þú veizt ekki sjálf hvað vinátta þín skiptir mig miklu máli. Hann ýtti á lyftu- hnappinn. Svo sagði hann fljótmæltur: — Viltu gera dálítið fyrir okkur Simon, áður en þú ferð? — Auðvitað, hvað er það? — Komdu og borðaðu hjá okkur á föstudagskvöldið. Ég hef boðið nokkrum gestum til að koma og sjá mynd- ina á eftir. — En gaman. Auðvitað kem ég. Síðar, þegar hún fékk boðið frá Estelle, var hún þakklát f yrir að haf a verið búin að þiggja boð Brents. Þá gat hún hreinskilnislega sagt, að hún væri því miður upptekin. En fyrst Estelle var að halda veizlu, hlaut Mark að vera kominn aftur. Skyndilega langaði hana til að þiggja boðið svo hún gæti hitt hann einu sinni enn, en svo ýtti hún hugsununum frá sér. Hún vöðlaði bréfinu ^^Viís náfinm Þú hefur w Kominn timi tl Sing af her^núnf h^ta vi6 Brukka sofandi eöa txeiri. ■ J hinum stóra nf rlpiilrlrnnm til « ! / \ ROnSl, i of drukknum til ■ þess aö þeir gátu •wvarizt. ' A Hirðingjai^þegar sóliir Ég Gor, mun vinna ...meö þvi að kemurupp mun mér rétt til aö ráöa ‘ sigra Brukka Brukka vak'na viö ^ yfir öllum hernum... fheiöarlegu aö fá áskorun frá einvigi A meöan i höll Luaga forseta. „ Takið til tvo kassa af dýnamil og sprengjuþræði. Nóg til að sprengja upp stórhýsi. Z' Ihillliiiií 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Einar Björgvin heldur áfram sögu sinni „Palla, Ingu og krökkunum i Vik” (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkju- tónlist kl. 10.25: Kammer- kór tónlistarskólans i Veil- ved I Noregi syngur lög eftir Britten, Schuts og Bach/ Johan Varn Ugland leikur á orgel Prelúdiu og fúgu i h- moll eftir Bach. Morguntón- leikar kl. 11: Fllharmonlu- sveit Vinarborgar leikur Sinfóniu nr. 3 I d-moll eftir Anton Bruckner, Carl Schuricht stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Oscar Wilde. Valdimar Lárusson les þýöingu Sig- urðar Einarssonar (10). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitthvað til aö lifa fyr- ir” eftir Victor E. Frankl Hólmfriður Gunnarsdóttir les þýöingu sina á bók eftir austurriskan geölækni (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 20.00 Einsöngur I útvarpssal: Hreinn Llndal syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Isólfsson, Emil Thor- oddsen og Karl O. Runolfs- son. ólafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka. a. t Laug- arvatnsskóla veturinn 1930. Agúst Vigfússon kennari segir frá. b. Störin syngur. Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les ljóö eftir Guðmund Frimann. c. Tveir á ferö um Tungu og HlIÖ.Halldór Pét- ursson flytur frásöguþátt, fyrri hluta. d. Kórsöngur. Kammerkórinn syngur. Söngstjóri: Rut L. Magnús- son. 21.30 tJtvarpssagan: „Siöasta freistingin” eftir Nikos Kaz- antzakis.Sigurður A. Magn- ússon les þýðingu Kristins Björnssonar (37). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Hækkandi stjarna” eftir Jón Trausta. Sigrlöur Schiöth les (2). 22.45 Djassþáttur Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Tilræöi viö ástargyöjuna Þýðandi Bríet Héöinsdóttir. 21.05 Karlakórinn Svanir Karlakórinn Svanir frá Akranesi syngur undir stjórn Hauks Guölaugsson- ar. Undirleikari Fríöa Lárusdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.25 Læknisaögerö án upp- skurðar Þýsk fræöslumynd um nútimatækni viö læknis- aðgeröir. Þýöandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.10 Spilverk þjóöanna Félagarnir Valgeir Guöjónsson, Egill ólafsson og Sigurður Bjóla fremja eigin tónsmið með aðstoö ýmissa vina og vanda- manna. Tónlist þessa kalla þeir háfjallatónlist. Stjórn upptöku Egill Eövarðsson. Aöur á dagskrá 6. septem- ber 1975. 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.