Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN IYliðvikudagur 9. júni 1976 70% aukning hjá gíró-þjónustunni Um þessar mundir eru fímm ár liðin frá þvf að giróþjónusta var tekin upp hér á landi, en almenn gh'óviðskipti hófust 1. júni 1971. Á þessu timabili hafa giróvið- skipti aukizt jafnt og þétt og þeim ferstöðugtfjölgandi, sem notfæra sér þessa þjónustu. Samtals hafa nú verið afhentir frá prent- smiðjum 5,6 millj. giróseðlar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hafa verið afgreiddir um850þús. giróseðlar ámóti 500 þúsundum á sama tima 1975, sem er 70% aukning. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður BARNASPÍTALI HRINGSINS FÓSTRA óskast i fast starf frá 15. júli n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf ásamt meðmælum óskast send Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 1. júli n.k. Nánari upplýsingar veitir yfir- hjúkrunarkona, simi 24160. FÓSTRA óskast nú þegar til af- leysinga i sumar. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkona, simi 24160. ENDURHÆFINGARDEILD YFIRSJÚKRAÞJÁLFARI óskast til starfa frá 1. júli n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknir ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 27. júni n.k. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir. SJÚKRAÞJÁLFARI óskast til starfa nú þegar eða eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir. Reykjavik, 8. júni, 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Reglusamur maður vanur sveitavinnu (heyskap) óskast til starfa á bú við Reykjavik. Húsnæði (ibúð) og fæði á staðnum. Upplýsingar eftir kl. 3 i sima 41649. Í„l!Íl!!ÍM M.IiiiH.Sffl.lÍJlim. AAyndlistarklúbbur Seltjarnarness Sýna 166 verk í Valhúsaskóla Seltjarnarnesið er litið og lágt, en núna er þar eigi að siður merkilegur bær. bar búa eink- um (held ég) vel stæðir borg- arar, sem flestir hafa atvinnu i Reykjavik eða nágrannabæjun- um, þvi fátt er um fyrirtæki á nesinu, og svo á kvöldin fara þeir heim að slá blettinn sinn og sjá sólina siga vestar og vestar unz hún l'ellursnarkandi i hafið. Þó Seltjarnarnesið sé fyrst og fremst svefnbær, með malbik- uðum götum og blómum, þar sem þú hefur það á tilfinn- ingunni að riki innra jafnvægi ogöryggi, þá verðum við oft vör við ólgu, sem sannar það, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Manninum dugar ekki einvörðungu vinnan, þótt hún sé vel borguð, og ekki einu sinni garðurinn, þótt hann sé i fegursta skrúði. Þetta hefur leitt til þess, að margháttuð tómstunda- og menningarstarfsemi dafnar vel á Seltjarnarnesi. Við höfum far- ið þangað i leikhús oft i vetur, ekið gegnum hriðarkófið og skafrenninginn á Valhúsa- hæðinni og fengið að koma i leikhús, þar sem innlendir og erlendir leikflokkar hafa haldið sýningar, og svo sýndu Sel- tirningar sjálfir ágætan gaman- leik i vetur, sem bar af flestu i heim dúr, sem áhugaleikflokkar taka sér fyrir hendur. Seltjarnarnesið hefur orðið miðstöð gestaleikja á höfuðborgarsvæðinu, þeirra er ekki gera of miklar kröfur til sviðsbúnaðar. Nú er liðið að lokum leik- ársins, þótt sýningum á gam- anleik þeirra sé liklega ekki að fullu lokið og þá tekur við annað sem sé myndlistin, en Mynd- listarklúbbur Seltjarnarness hefur starfað undanfarin ár og lýkur svo starfinu á vorin með sýningu á verkum klúbbfél- aganna. Nú stendur ein slik fyr- irdyrum i hinum nýja Valhúsa- skóla, en þar er makalaust góð aðstaða til myndlistarsýnihga, og ber af húsum sem jafnvel voru ætluð til myndlistar- sýninga fyrst og fremst. Myndlistarklúbbur Seltjarn- arness var stofnaður árið 1971, þegar nokkrir menn og konur komu saman og fóru að teikna og nota liti i gamla Mýrarhúsa- skólanum. Þetta mun hafa verið 20 manna hópur. og Sigurður K. Arnason. listmálari tók að sér að leiöbeina þeim, en Sigurður K. Árnason er sjóaður vel i' list- inni, hleypidómalaus lista- maður, sem ekki boðar trú, heldur hefur þann ágæta skiln- ingá myndlistarstörfum, að þar eigi hver aðleita að sjálfum sér, en ekki að telja listastefnurnar einar það haldreipi, sem drýgst verður til listsköpunar. Sýningar Seltirninga njóta þessa ágæta viðhorfs, mynd- irnar eru ' persónulegar, þótt ýmislegt megi að þeim finna, eins og gengur hjá áhuga- mönnum. i vetur hefur, að sögn Sig- urðar, verið góð aðsókn og þátt- taka i starfi myndlistarklúbbs- ins, og á sýningunni, sem opnar núna um helgina, verða til sýnis 166 málverk eftir 16 einstak- linga. F'lest oliumálverk. Þeir, sem sýna, eru: Auður Sigurðardóttir, Sigriður Gyða Sigurðardóttir, Ásgeir Valdimarsson, Grétar Guð- mundsson, Lóa Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Garðar Ólafsson, Jóhannes Olafsson, Magnús Valdimars- son, Anna Bjarnadóttir, Anna Karlsdóttir, Guðmundur Karls- son, Sigurður Karlsson, Arni Garðar Kristinsson, Selma Kaldalóns og Björg Isaksdóttir. Jóhannes Geir, listmálari aðstoðaði nemendur við val mynda á sýninguna og veitti leiðbeiningar um upphengingu myndanna. Sýningin i Valhúsaskóla verður opin virka daga frá kl. 17.00 - 22.00, en á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00 - 22.00, og henni lýkur sunnudag- inn 13. júni næstkomandi. Jónas Guðmundsson. Tekjur af erlendum ferðamönn- um 1975 námu 3 milljörðum A árinu 1975 var heildarfjöldi erlendra ferðamanna sem kom til landsins 79.006 einstaklingar; Sambærilegur fjöldi á árinu 1974 var 74.214 einstaklingar, en það er fjölgun á milli ára sem nemur 4.792 einstaklingum eða 6.5%. Af heildarfjölda ferða- manna komu 71.068 eða 90% með flugvélum. Meö bilferjunni Smyrli komu til landsins 608 erl. ferðamenn eða 0,8% af heildar- fjöldanum. Með 16 ferðum skemmtiferðaskipa, sem höföu hér skamma viðdvöl, komu 7.330 erl. ferðamenn eða 9,3% af heild. Flestir hinna erl. ferðamanna komu frá Bandarikjunum, en þeir voru 25.053 eða 31,7% af heild. Næstir að höfðatölu voru Vestur-Þjóðver jar 7.877 eða 10,0% af heild. Danir voru 6.665 eða 8,4% af heildarfjöldanum. Sviarvoru 5.751 eða 7,3% afheild- inni, en Englendingar voru 5.649 eða7,l% af heild. Aberandier hve norrænum feröamönnum fjölgar árlega, en á árinu 1975 voru þeir samtals 18.967 eða 24,0% af heildárfjölda erl. ferðamanna það ár. Af heildarfjölda erl. ferðamanna á árinu 1974 komu 51.893 eða 65,7% frá byrjun mai- mánaðar til loka ágústmánaðar. Beinar og óbeinar tekjur vegna hinnaerl. ferðamanna.sem komu til landsins á árinu 1975, námu samkv. upplýsingum frá Hag- deild Seðlabanka tslands 3 milljörðum og 10 milljónum isl. kr. Sambærileg upphæð á árinu 1974 var kr. 2.372.500.000,00. Þannig varð aukning á milli áranna sem nemur kr. 637.500.000,00. eða 26,9% Á árinu 1975 var heildar- verðmæti útflutningsvöru lands- manna kr. 47.436.600.000,00. Sam- kvæmt þvi jafngilda beinar og ó- beinar tekjur vegna erl. ferða- manna 6,3% af heildarverðmæti útfluttrar vöru. Talið er, að nú starfi um 4% af vinnuafli landsmanna að þjónustu við islenzka og erl. ferðamenn, segir i fréttabréfi Ferðamála- ráðs. Halló bændur Ég er 13 ára skapgóður og snúningsgjarn, van- ur sveitavinnu. óska eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar i síma 40788. Á morgun veröur dregiö í B.flokki. 9.450 vinningar aö fjárhæö nS3.93a.ooo.oo. í dag er siöasti endurnýjunardagurinn. 6. flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 —- 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 342 - 50.000 — 17.100.000 — 9.063 - 10.000 — 90.630.000 — 9.432 123.030.000 kr. Aukavinningar: 1C á 50.000 kr. 900.000 — 9.450 123.930.000.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.