Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. júni 1976 TÍMINN 9 Samkomu lagið í Osló Samkomulagið i Osló var is- lenzkur sigur. Þar s egir, aö eftir l. desember 1976 veiði Bretar ekki við tsland nema „i sam- ræmi við það, sem samþykkt kann að verða af íslands háifu.” — Þetta er meginatriði sam- komuiagsins en af þvi leiöir svo m. a. þetta: Bundinn er endir á alvarlegt hættuástand á fiskimiðunum og þungri ábyrgð létt af islenzkum stjórnvöldum. Friðun svæða verður virt og ungfiski þyrmt i samræmi við islenzkar reglur, eins ogþær eru og kunna að verða. Sókn Breta næstu 6 mánuði minnkar um meira en helming miðað við togarafjölda júni-nóvember s.l. ár. og um tugi þúsunda smálesta hvernig sem á málið er litiö. Veiðisvæði Breta minnkar frá þvi sem var fyrir útfærsluna vegna miklu stærri friðunar- svæða og vegna breytinganna úr 12 i 20og 20130sjómilur. Útlegð innlendra fiskiskipa af Austf jarðamiðum er lokiö og ís- lendingar fá frið til að veiða á öðrum heimiluðum veiðisvæð- um. Unnt er að hefja viðgerðir á varöskipunum og efla land- helgisgæzluna á annan hátt til almenns eftirlits og gæzlu i fisk- veiðilögsögu tslands. Tollar lækka og hagkvæmari viðskipti fást i löndum EBE. Islenzk -brezk viðskipti á mörgum sviðum ná aftur að þróast eðblega. Gifurlegu álagi er létt af ýms- um islenzkum aðilum, þar á meðal Alþingi og rikisstjórn, sem nú geta beitt sér af auknum þunga að lausn aökallandi við- fangsefna á sviði efnahags- mála, atvinnurekstrar, orku- öflunar og s.frv. Mönnum hefur að vonum orð- ið tíðrætt um, hvort íslending- um hafi orðið lið að NATO i landhelgisdeilunni við Breta. Herskip bandalagsins skárust ekki I leikinn á fiskimiðunum. Og ég er ekki sannfærður um, að það hafi verið vilji Islendinga, að þau gerðu það. Við viljum i lengstu lög vinna sjálfir lög- gæzlustörfin á landi og I land- helginni. Hins vegar mun At- lantshafsbandalagið hafa beitt Breta miklum þrýstingi um að draga herskipin út og ganga til samninga. Aðstoð I þvi formi gátum viö þegið. örðugt er að segja með vissu á þessari stundu, hvern þátt það hefir átt I sbjótum árangri við samninga- bórðið I Osló. Og aldrei verður vitað, hver staða okkar hefði orðið i deilunni við Breta án aðildar að NATO. Þar verða menn að spá I eyður og draga ályktanir af likum. Samkomulagið i Osló var harðast gagnrýnt, áður en menn gátu að fullu gert sér grein fyrir efnisatriðum. Slðar kom i ljós, að mótmælin voru ekki vel grunduðog vilég vikja stuttlega að nokkrum þeirra. Sumir telja þetta samkomu- lag stjórnarskrárbrot. Þjóð- kunnur lögfræðingur og hæsta- réttardómari telur svo ekki vera. Og tvær siöustu rlkis- stjórnir hafa margsinnis staðið á sama hátt að slikum samning- um. Þingflokkar stjórnarandstöö- unnar vilja, að Alþingi sé kallað saman. Þess eru mörg dæmi, aö millirikjasamningar séu ekki lagðir fyrir Alþingi jafnskjótt og þeir eru undirritaðir af rikis- stjórnum. Landhelgismálið var rætt meira en önnur mál s.l. vetur. Rikisstjórnin hefur kann- að afstöðu þingmanna stjórnar- flokkanna. Og I þessu máli hefur hún tvöföld tengsl við Alþingi um utanrikismálanefnd og landhelgisnefnd. Nokkrir menn úr röðum stjórnarandstæðinga ganga svo langt að halda þvi fram, að i samkomulaginu felist ekki viöurkenning á 200 milunum. Þetta er fjarstæða sbr. texta samkomulagsins. Slikur mál- flutningur þjónar engum til- gangi nema styöja hugsanlega rangtúlkun erlendra aðila, ef nokkur tæki mark á honum. Þá er sagt, að samkomulagiö sé óþarft, þar sem hafréttarráð- stefnunni ljúki i september n.k. En sannleikurinn er sá, að eng- inn veit hvenærráöstefnan gerir bindandisamþykktir né hvenær þær samþykktir tækju gildi. Brýn nauösyn var að binda þeg- ar I stað endir á hættuástand á fiskimiðum og smáfiskadráp á friðlýstum svæðum. Þvi er haldið fram, að Is- lendingar láti af hendi svo og svo mikið magn fiskjar næstu 6 mánuði. Þetta er algjör sjálfs- blekking, þvi aflamagn Breta skerðist við samningana hvernig sem á málið er litið — enekkihið gagnstæða. (Fækkun togara, skerðing veiðisvæða, is- lenzkar reglur virtar o.s.frv.). Fundið er aö þvi, að haft skuli samband við brezk eftirlitsskip ef togari brýtur. Þetta var einnig gert samkvæmt samningnum 1973, og virtist ekki valda verulegum erfiöleik- um. Það ætti þvi ekki að skipta meginmáli nú þegar samið er um færriskip ogskemmri tima. Þá er þvi haldiö fram, að bók- un 6 falli úr gildi eftir 1. desem- ber. Það er ekki skoöun rikis- stjórnarinnar. Og hvaö sem þvi líður: An samninga mundi bók- un 6 ekki taka gildi. Af bréfi Croslands má ráða, að Breta fýsi aö fiska á Islands- miðum eftir 1. desember. Varla hefur nokkrum dottið annaö i hug. En i 10. gr. samkomulags- ins segir, að brezk skip veiði ekki innan þeirra marka, sem islenzka reglugerðin tiltekur nema ,,i samræmi við það sem samþykkt kann að verða af Is- lands hálfu.” Sú yfirlýsing er án fyrirvara. Enn bera menn sér það i munn, að til einskis hafi skips- hafnir varöskipanna háð hetju- lega baráttu við ofurefli fyrst nú sésamið. Þetta erendaleysa þvi samningur til stutts tima með svo skertri sókn sem þessi greinir, og fulla viðurkenningu á 200 mílunum hefir aldrei fyrr staðið til boða, og hefði ekki fengizt nú heldur án undanfar- andi baráttu. Þvi ber að þakka landhelgis- gæzlunni allt frá yngsta skip- verjanum til æðsta yfirmanns i landi um leið og þakka ber for- ystu utanrikisráðherra og ómetanleg störf þeirra fjöl- mörgu manna, sem unnið hafa málstað íslands gagn á haf- réttarráðstefnunni og við samningaborðið. Nokkrir. menn hafa tekið sér fyrir hendur að æpa á sam- komulagið I Osló. Og auðvitað hefði veriðæskilegt að öll útlend veiðiskip heföu horfið af ls- landsmiðum strax þegar fært var út i 200 miiur. En af langri reynslu vissu Islendingar að þessvar ekki að vænta. Nú sem fyrr varö þessi fámenna þjóð að olnboga sig áfram að settu marki. Og þar sem ytri aðstæð- ur eru hagkvæmari en áður þá , hefir þetta tekizt á skemmri ' tima en nokkru sinni fyrr, eða á rétt rúmlega 12 mánuðum frá þvi að fært var út. Mörgum er heitt i hamsi sem von er. En I viðskiptum milli rikja nægir skaphiti skammt. Þar hlýtur köld skynsemi og yfirvegun að ráða. Og eftir rólega ihugun þá munu flestír sannfærast um, aö samkomu- lagiö i Osló var giftudrjúgt spor álangri en strangri sigurgöngu íslendinga i þessu mikla lifs- hagsmunamáli, eins og löngum hefir verið komizt að orði á þessum misserum. Vilhjálmur Hjálmarsson Sjúkrahótelið á Akureyri. Timamynd: K.S. Akureyri: Sjúkrahótel tekur til starfa KS-Akureyri — Rauði krossinn á Akureyri hefur nú fest kaup á húseigninni Skólastig 5 þar i bæ. Aætlað er að reka þar í framtið- inni sjúkrahótel með svipuðu sniði og gert er i Reykjavik. Þar munu geta dvalið sjúklingar, sem ekki þurfa daglega læknishjálp né hjúkrun, en eru samt til rann- sóknar og eftirmeðferðar hjá F.S.A. Að sögn Guðmundar Blöndals, starfsmanns Rauða kross deildar Akureyrar var kaupverð hússins 12 milljónir króna. Akureyrar- deildin stendur ein að þessum húsakaupum, en nýtur stuðnings frá Rauða Krossi Islands. Aætlað að afhending hússins fari fram i ágústmánuði. I fyrstu er gert ráð fyrir að þar verði 6-8 sjúklingar, en þegar búið er að gera breytingar á húsinu geta verið þar 10-12 manns. Brýn þörf var orðin á sliku sjúkrahóteli á Akur- eyri, ekki sizt fyrir fólk úr ná- grannasveitum. Ak. sem þarf að vera undir rannsókn og eftirliti en þarf ekki að vera á sjúkrahúsi. Hvers virði er góður útbúnaður? ——, \Upphitað ökumannshús með farþegasæti Sambyggður sveiflu- og lyftikrókur. Verkfærasett. ISTEKK” Yfirstærð dekkja. Lágmúla 5 Simi 84525 Loftþjappa. Þetta er meðal þeirra hluta, sem þið oft greiðið fyrir aukalega með öðrium traktorum en eru innifaldir í verði ZETOR. i i 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.