Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 9. júni 1976 Miðvikudagur 9. júni 1976 Arni Jóhannsson. Síöari hluta júlimánaöar mun sautján manna hópur frá Land- búnaðarháskólanum i Kaup- mannahöfn koma til Dalvikur og gera tillögur um afnot og skipu- lagningu opinna svæða á staðn- um. Fer hér á eftir viðtai viö Arna Jóhannsson, sem hefur haft veg og vanda aö þessu einstæöa fram- taki og er jafnframt eini íslend- ingurinn i hópnum. 13 nemendur koma til Dalvikur. Á fimmtu hæð i Landbúnaöar- háskólanum i Kaupmannahöfn hitti ég Arna Jóhannsson ásamt einum af kennurum hans L,s Park. Veggir og borö eru þakin teikningum ýmist af húsum, óskipulögöum garðsvæðum, fyrirhuguðum hraðbrautum ásamt yfirlitskortum frá Dalvik. Arni, sem sjálfur er Dalvikingur, var við nám i Bandarikjunum árið 1970 til 1971, en hóf siöan garðyrkjunám við Garðyrkju- skóla rikisins og lauk þaðan prófi vorið 1974. Siðan hefur hann stundaö framhaldsnám við Land- búnaöarháskólann i Kaupmanna- höfn. — Hvaðan er sú hugmynd runnin Árni að taka sér ferð á hendur alla leið til Dalvikur og skipuleggja þar gróðursvæði? — Þegar ég byrjaði hér i Landbúnaðarháskólanum haustið 1974, sat ég eitt sinn og var að ræða við þrjá félaga mina um námiðog skólannogkom þá fram óánægja hjá okkur öllum með að fá ekki meiri raunhæfa reynslu i námi okkar. Datt mér þá i hug friðland Svarfdæla og að gaman TILLAGA UM GRÆNA BYLTINGU Á DALVÍK væri aö spreyta sig á þvi. 1 fyrst- unni var hugmyndin sú, að viö færum bara fjórir heim og ynnum aö þessu, en þegar fariö var að ræða málið hér i bekknum hjá okkur, kom i ljós mikill áhugi á hugmyndinni, þannig að ákveðið var að kanna málið með það fyrir augum að allur hópurinn, eða 13 nemendur, gætu tekið þátt i ferðinni. Góðar undirtektir — danskar krónur. Þegar Árni var spurður að þvi hvernig undirtektirnar hefðu verið heima, sagði hann þær hafa verið góðar. Veturinn 1974 skrif- aði hann bæjarstjórn Dalvikur bréf þar sem hann stakk upp á þvi, að gert yröi uppkast aö garð- og útivistarsvæöum á Dalvik og að fyrrgreindir nemendur sæju um verkefnið. Urðu menn strax hrifnir af hugmyndinni og lofaði bæjarstjórnin að útvega vinnuað- stöðu i skóianum en leyfa fólkinu aö sofa i heimavistinni. Sagði hann lika að bæjarstjórnin ætlaði að veita þeim eina heita máltið á dag.enaðöðrumkostiætluðu þau að sjá um sig sjálf. - Eftir að málið hafði fengið svo góðar mót- tökur heima, samþykkti deildin hér að skrifa meðmælabréf til fjáröflunar fyrirtækinu. Siðan gekk ég hér á milli sjóða I Kaup- mannahöfn, leitaði fyrt til Nor- disk Kultufrond en fékk afsvar, þar sem ekki voru þrjú Norðurl. sem þátt tóku i þessu. Var mér bent á að fara til menntamála- ráðuneytisins þar sem ég fékk strax jákvæðar undirtektir og sömuleiðis i forsætisráðuneytinu. Siðan leitaði ég til tveggja annarra sjóöa, Fondet for Dansk — Islandsksamarbejde og Dansk — Islandsk Fond, og fékk ég lika góða fyrirgreiðslu þar. 1 allt höfum við fengið styrk, sem nemur um 900.000 isl. króna, en samkvæmt kostnaðaráætlun sem viö höfum gert mun sú upphæð slaga hátt upp i þörfina. Ég leitaði ekki til islenzkra aöilja vegna þess að ekki er nema eðlilegt að Danir greiöi kostn- aðinn þar sem hér er um að ræða fólk á vegum danska Land- búnaðarháskólans og allt Danir nema ég. Aftur á móti vonaðist Árni tilaöhægtværiaðfá islenzkt fjármagn til að útvikka þessa til- raun enn frekar, þannig að sú vinna sem nú yrði lögð í skipu lagið kæmi einhverntima að notum 17 mauna hopur — leróaáætlun. Árni sagði að fyrir utan þá 13 nemendur, sem þátt tækju i ferðinni, yrðu með þeim 4 lekt- orar. Þetta eru allt nemendur sem ljúka cand.hortonom prófi eftir tvö ár. Við leggjum upp 10. júli frá Kaupmannahöfn og ætlum okkur að dveljast þrjá daga á Garðyrkjuskóla rikisins i Hvera- gerði, þar sem hópnum verður komið inn i islenzkar aðstæður eftir föngum: 'Sérfróðir menn munu kynna þar fyrir okkur gróöurmöguleika við mismun- andi aöstæður, veðurfar og annað sllíkt. Siðan er ætlunin að ferðast um landið, fara austur um og norður yfir Sprengisand, staldra við hjá Mývatni og á Akureyri,áður en farið verður að vinna á Dalvik. Siðan er búizt viö að fara utan i lok mánaðarins. Annars höfum við ekki endan- lega ferðaáætlun enn sem komið er, en við vinnum sleitulaust að þvi að setja okkur inn i alla stað- hætti áöur en við förum, þannig að ekki þurfi að eyða miklum tima i að kynna okkur landið. 1 þessu skyni gerum við likan af þorpinu og næsta nágrenni þess. Ég hef lika sýntmikiðaf myndum frá Dalvik og vikulega höldum við meö okkur fundi þar sem skipzt erd skoðunum og fólk kemur meö myndir úr blöðum og annaö i þeim dúr, sem kynni að koma að gagni. Ekki alls fyrir löngu hélt Gisli Jakobsson arkitekt, fyrir- lestur hjá okkur þarsem hann gaf innsýn inn i skipulagningu grænu svæðanna i Reykjavik. Þótt þetta séu allt Danir, sem fara i þessa Arni, ásamt einum kennara sinna, Lis Park, framan við loftmynd af Dalvik. ferð eru allir á einu máli um, að miða starfsemina fyrst og fremst við Island og islenzkar aðstæður: nota islenzkt hráefni og reyna eftir megni að forðast innflutning á erlendum hugmyndum. Vinnutilhögun. — Hvernig ætlið þið ykkur svo að vinna þegar til Dalvikur verður- komið? — Við gerum fyrst og fremst teikniskissur af þeim svæðum, sem unnið verður með, siðan verða teknar myndir, athugaður gróður og möguleikar á gróður- ræktun, gerðar tilraunir með til- fallandi hráefni svo sem grjót, torf o.fl. Einnig verða teknar jarðvegsathuganir og með I förinni verður sérfróður maður i athugun veðurfars á gróður og mun verða rannsakað seltumagn i loftinu áhrif snjóalaga og annað þvi likt. — Árni fer að hlæja þegar hann er spurðurað þvihvers vegnaDalvik hafi orðið fyrir valinu: — Bæði er það nú vegna þess ég er frá Dal- vik og þekki staðinn þvi vel, og svo má lita á Dalvik sem tákn- rænan stað fyrir sjávarþorp á tslandi. Takist okkur að vinna að hugmyndinni þannig að góður ár- angur náist, má segja sem svo, að slikt megi gera i öllum þorpum á landinu. Sérstök svæði fyrir- huguð. — Eru það einhver ákveðin svæði sem þið ætlið aötaka fyrir? — A smum tima stakk ég upp á þvi við bæjarstjórnina að við tækjum svæðið meðfram Brim- nesánni allt frá árós og upp i gilið. Einnig svæðið fyrir neðan kirkj- una, Lágina, gróðrarreitinn sunnan Stórhóls og friðland Svarfdæla, sem eru mýrarflák- arnir suðaustur af bænum og ná allt frá sjó og fram i Svarfaðar- dal. Við undirbúningsvinnu höfum viö siuozt við kort og loftmynöir sem okkur hafa verið send frá Dalvik og sömuleiðis munum við styðjast við likanið, sem ég minntist á áðan. Siðan fer tölu- verður timiiað setja sig inn i alla staðháttu, og reyni ég að gera mitt bezta i þeim efnum, bæði með þvi að sýna myndir og kynna danskinum hvernig hið daglega lif gengur fyrir sig i bæ eins og Dalvik. 1 þessu skyni hef ég tekið saman söguágrip bæjarins. Við munum eingöngu grófvinna verkið á meðan við dveljumst á Dalvik en i haust eftir að skólinn er byrjaður, verður efnið finunnið út i Kaupmannahöfn og eftir að niðurstöður verða kunnar og við búin að ganga frá öllum teikn- ingum, langar mig að fara heim og kynna Dalvikingum úrslitin, þviéger sannfærðurum aðmikill áhugi rikir hjá fólki heima að vita hver árangurinn hefur oröið. Dalvík vinsæll staður. Aðspurður svaraði Árni að sér fyndist ákaflega gott að vinna með Dönum og samvinna væri góð i alla staði. Ekkert af þessu fólki hefuráður komið til landsins og hér er oftar talað um Dalvik heldur en nokkurn annan stað á jarökúlunni. Ekki sagöist Arni vita til þess að tekizt hefði verið á viö hliðstætt verkefni, en þó hefði hópur fólks frá Listaakademiinu farið heim fyrir nokkrum árum og mælt upp torfbæi viða um landið. Tilgangurinn — Og hver er svo tilgangurinn með þessari ferð? — t sjálfu sér er tilgangurinn margþættur, en þó er ein aðal- ástæðan sú að vekja áhuga bæjar- yfirvalda Dalvikur á þeim svæðum, sem heyra undir bæinn. Staðreyndin er sú að á Dalvik, eins og svo viða annars staðar, hafa bæjaryfirvöld snúið sér til veggjar um leið og minnzt er á ræktun útivistarsvæða, að ég tali ekki um gróðursetningu trjá- gróðurs eða blóma. Þvi er svo ekki að neita að óviða á landinuer fólkáhugasamara aðrækta garða sina og fegra umhverfis hús áin. A Dalvik eru óteljandi möguleikar á þvi að gera umhverfið mann- eskjulegra og það er von okkar allra sem að þessu standa, að okkur takist að vinna hugmynd okkar þannig að hún megi koma að sem mestu gagni, bæði bænum sjálfum og fólkinu. GA. Að vilja sigra allt Guðinundur Danielsson: BRÓÐIR MINN HÚNI. Skáld- saga. Almenna bókafélagið. Rcykjavik 1976. 228 bls. í umræðum um þessa nýju bók Guðmundar Danielssonar hefur komið fram, að nokkur hluti hennar er áður kunnur. Höfundur tekur upp i hana smá- sögur sem birzt hafa i söfnum hans, flestar óbreyttar. Þetta geta lesendur séð með þvi að fletta upp i bókunum Vængjaðir liestar og Drengur á fjalli. En Bróðir minn Húni er skáldsaga og verður að meta hana frá þeim sjónarhóli. Ytra form hennar er meö þeim hætti aö Siguröur Bergsson gefur út handrit, sem bróðir hans Hún- bogi (Húni) hafði látiö eftir sig I vörzlu konunnar Eyju Brims og hún raunar slegið á eign sinni. I inngangi Sigurðar segir að Hún- bogi hafi horfið ,,frá dvalar- heimilisinu, Fifilgötu 10 i höfuð- staðnum (húsi Eyju Brims) nálægt sumarmálum á fjórða áratugi þessarar aldar, tuttugu og þriggja ára gamall, og hefur aldrei fundizt, þrátt fyrir mikla leit, um fjörur og heiðar og hraun. Um ævidag hans mætti segja, að árdegið hafiekki verið liðið, þegar hann hvarf bak við næturfjöll.” Handriti Húnboga, þáttum úr bernsku- og æskudögum hans sjálfs i þriöju persónu, lætur Sigurður fylgja innskot og við- auka frá sjálfum sér til skýring- ar. Þar er einkum vikið að sam- skiptum þeirra bræðra við Eyju Brims og er svo að sjá, að kynni þeirra af konunni hafi reynzt ör- lagarik og raunar kostað Hún- boga lifiö. En sannleikurinn er sá aö kona þessi er i sögunni næsta óskýr, ef til vill að yfir- lögðu ráði. Og hvernig háttað var valdi hennar yfir Húna fáum við aldrei að vita. En há- tiðleg „mýstik”, sem samneyti þeirraersveipað isögunni, birt- ist glögglega i þessum orðum Eyju i bréfi til Sigurðar: „Húni drengur var brauð mitt og vta og mitt frelsandi sakramenti.” Hér er sem sé róiö á mið laun- helga. Og öll er sagan þessu marki brennd, en um leið er hún að ýmsu leyti raunsæileg og ljóslifandi lýding bernsku- reynslu drengs i sveit á fyrstu tugum aldarinnar. Guðmundur Danielsson kem- ur fram sem skáldsagnahöf- undur á miðjum fjórða tug aldarinnar. Kreppan og að- vifandi sorti syrjaldarinnar, skerptu mjög öll félagsleg átök, og þjóöfélagshyggja var hið rikjandi viðhorf i islenzkum skáldskapá þessum árum, jafnt ljóðlist sem sagnagerð. Guð- mundur varð vitaskuld snortinn af þessari hreyfingu og má sjá þess merki i fyrstu sögum hans. Þeirri spurningu er aldrei svaraö nema meö almenn- um orðum. í inngangi Sigurð- ar hefur hann þessi ummæli eftir systur þeirra bræðra: „Ég var lengi búin að finna á mér að hann Húni bróðir kæmi ekki aft- ur. 1 Héraðsskólanum, þar sem ég. var i fyrravetur, lærðum við mannkynssögu, og þá varð mér stundum hugsaö til Húna. Það er i honum eitthvert Napóleons- eðli: aö vilja sigra allt. Loksins kemur aö þvi aö svoleiðis menn biða ósigur og eru teknir til fanga, og þeir veslast upp i fangelsinu og deyja. En Siggi, þú ert öðruvisi en hann Húni, þó r aö þið séuð likir, — er það ekki, Siggi?” „Alveg vafalaust Mæja, — töluvert frábrugðinn honum.” Sú bræðrasaga sem hér er fitjaö upp á verður aldrei leidd til lykta i bókinni. Eölisþættir Húna, óbugandi viljastyrkur hans og metnaður, sem sögunni er ætlað að leiða I ljós, hljóta ekki fulla staðfestingu f henni sjálfri, og þá ekki heldur sáttar- gerð hans við sjálfan sig undir lokin. Þróunarferill Húna er með öörum orðum ekki rakinn skilmerkilega. Sagan er brot- kennt verk, lauslega samansett, meö einhverjum hætti ófullnað. Ef til vill stafar þetta að nokkru leyti af þvi að sagan er En i rauninni er hann fyrst og fremst hneigður til sálfræði- legrar könnunar i sögum sinum. Áhugi hans beinist að þvi að „analysera manneskjuna” eins og hann hefur einhvern tima sagt sjálfur. Og i sögum hans er með stilfærðum og einatt feiknlegum hætti reynt aö bregöa ljósi á þau öfl sem togast á innra með manninum, lifs- mátt og sjálfstortimingu. Og þaö ræðst af styrkleikahlutföll- um einstakra eðlisþátta i manneskjunni hvort valdið verð- ur yfirsterkara, fremur en sam- félagslegar aðstæður marki stefnuna. Þetta sem nú var sagt á við um sögu bræðranna Húnboga og Sigurðar. Sá siðarnefndi verður þó, likt og Eyja Brims, fremur svipdaufur. Má þaökallast veila i verkinu hve litil rækt er við hann lögð þvi að hann getur þá ekki orðið það mótvægi bróður sins sem skerpt heföi drama- tiskan kraft og örlagaþunga þessarar harmsögu. Slikt mót- vægi fær Húnbogi raunar ekki i sögunni. En hliðstæðan, i skap- gerð og örlögum föður bræðranna vikkar þar á móti svið hennar. Hvers vegna ferst Húnbogi? til orðin á löngum tima en ekki hugsuð sem heild frá upphafi. En ýmsir einstakir þættir henn- ar eru svo vel og kunnáttusam- lega ritaðir, að bókin ber höfundarkostum Guðmundar Danielssonar hið bezta vitni, þrátt fyrir það að hún standi ekki undir sér sem heilsteypt skáldverkað minum dómi. Hér má benda á þættina Viglsa, Pytturinn botnlausi, Strið (Tapað strið) og A fjalli (Drengur á fjalli) sem allir eru áður prentaðir. Einnig nefni ég kaflana Leikbróðir og Sláttur. Raunar eru þessir þættir hver öðrum betri en benda má á lýsingu fjallferðarinnar sem tekur fram flestu öðru, sem ég hef lesið um slika reynslu. I þeim þáttum sem að ofan voru nefndir nýtur sin i senn raunsæ- isskyn höfundar, næmleiki hans á umhverfi og náttúru og innsæi I sálarlif unglings. Arangurinn verður minnileg ritlist. Einn kafli er enn ónefndur sem lesandinn hlýtur að staldra við: Kulvistör.Varthef églesiö öllu óhugnanlegri lýsingu á skefjalausri grimmd manns- hugans: áhrifineru bláttáfram lamandi. En ekki er rétt aö svipta lesendur þeim með þvi að rekja þennan kafla nánar. Guömundur Danfelsson vill gæða þessa sögu dauðahrolli. Húni drengur kemst ungur að þvi „hvað það kostar að vera lifandi vera á jörðinni: að það kostar strið”. Þátturinn Vigsla lýsir þvi á eftirminnilegan hátt hvernig þessi sannindi renna fyrst upp fyrir drengnum. En höfundur leggur of mikla á- herzlu á atburði af þessu tagi. Ekki sjaldnar en þrisvar i sögunni er lýst skepnudrápi. Eitt þeirra, viðbjóðsleg slátrun ær, sem örmagnast i marga daga rekstri sláturfjár til Reykjavikur virðist öldungis ó- þarft i samhengi sögunnar. Sá atburöur verður tilefni þess að hnykkt sé enn á hetjuskapar- stefnu Húna: „Gefstu ekki upp! Gefstu ekkiupp!”, hvislar hann æ ofan i æ að lambinu, sem rölti aftast i hópnum. „Ekki gefast upp! Sá sem gefst upp er skor- inn á háls. Það eina sem gildir er að gefast ekki upp”. Þrálátar yfirlýsingar af þessu tagi veikja söguna miklu fremur en hitt. Eins og vænta má i frásögn af æskureynslu skiptir hinn kyn- ferðislegi þáttur miklu. 1 reynslu Húna af konum ætlar höfundur augljóslega að fela „hina dýpri skirskotun” verksins: „Eitt er þó vist”, segir i eftirmála Sigurðar: „konan sýnist alla tið hafa orðið Húna örlagárik: amman Randiöur, móðir okkar, stúlkan úr mýrinni, Eyja Brims. Ósjálfrátt koma mér i hug dularfull orð Njálu um einn af sonum Siðu-Halls, Þiðranda, „þann er sagt er að disir vægju.” Þessi mýstik, sem sérstak- lega er dregin fram bæöi i inn- gangs- og lokaorðum Sigurðar er sá þáttur verksins, sem örðugast er að festa hendur á. Hér er augljóslega komið aö þungamiðju, sjálfri harmsögu Húna drengs. En nú spennir höfundurinn bogann of hátt, ætlar sögunni meir en hún ris undir. Hátiðleiki hans þegar vikur að þessum dularfullu kvennamálum verður einatt til- geröarlegur, uppskrúfaöur, fjarri þvi raunsæi, sem annars er aðal verksins. Má þar benda á kaflann um „gyðjuna” Fata Morgana. Sá þáttur er að veru- legu leyti samhljóða smá- sögunni Faðir og sonur, en við- bótin varpar skýru ljósi á tvi- skinnung verksins: við raunsæi- lega og lifandi frásögn prjónar höfundur háspenntri og þoku- kenndri dulspeki. Þetta tvennt fellur ekki saman með eðlileg- um hætti i vef sögunnar. Ég hygg að Bróöir minn Húni sé að ýmsu leyti gott sýnishorn af skáldskap Guðmundar Dani- elssonar. Annmarkarnir i heildarsniöi verksins eru ef til vill ljósari en ella sökum þess hvernig bókin er til komin. En innan spjalda hennar má einnig finna prýðileg dæmi þess hvers-' höfundur er megnugur þegar honum tekst upp. Hann getur sagt sögu af iþrótt sem margur mætti öfunda hann af. Þar er hann sigurvegari— á heimavig- stöðvum. Gunnar Stefánsson TÍMINN 13 Olíuverzlun íslands hefur Á næstunni mun nýtt, íslenskt einkenni Bensíntankar, birgöageymslur, bifreiöar og tæki félagsins veröa m.a. þannig merkt framvegis. Olís hefur þó áfram umboö fyrir BP og MOBiL olíur og aörar vörur þessara framleiðenda. OLÍUVERZLUN M ÍSLANDS HE (ul@

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.