Tíminn - 25.07.1976, Síða 7

Tíminn - 25.07.1976, Síða 7
Sunnudagur 25. júli 1976. TÍMINN 7 HELGARSPJALL Jón Skaftason: BETUR MÁ EF DUGA SKAL Nokkur batier merkjanlegur i efnahagsbúskap landsmanna frá þvi' er var s.l. 2 ár og sizt var vanþörf á þvi. Þetta má þakka meiri aðhaldsstefnu stjórnvalda og batnandi viðskiptaárferði. Mikil verðbólga og vaxandi viðskiptahalli við útlönd voru aðalefnahagsvandamálin þessi ár. Nokkuð mun draga úr verð- bólguvextinum i ár og likur eru á aðhann verði á bilinu 25-30%. Er það umtalsverð bót frá árinu 1974, er verðbólga reyndist 54% og 1975 er hún rúmlega 40%. Þessi árangur er þó hvergi næg- ur. Ennþá er verðbólgan tvisvar eða þrisvar sinnum hærri hér, en i helstu viðskiptalöndum okkar. Þámá gera sér rökstudda von um að óhagstæður viðskipta- jöfnuður við útlönd verði a.m.k. helmingiminni I ár en i fyrra og hittifyrra, en þá nam hann um 22 milljörðum, hvort árið. Þaðer þvi ótvirætt, aðnokkuð stefnir i rétta átt, þótt enn þá séum við fjarri æskilegu marki. Að þvi verður að stefna áfram miskunnarlaust og hvergi slá af. Það er ánægjulegt að þessum árangri hefur veriðnáð, án þess að til atvinnuleysis hafi verið stofnað I landinu, eins og nú er i mörgum löndum i kring um okkur. Rétter hinsvegaraðgera sér þess fulla grein, að i ýmsum veigamikum atriðum er grund- völlur efnahagsbúskapar okkar afar veikur. Erlendar lántökur eru geysiháar og hærri en nokkru sinni, miðað við þjóðar- tekjur, það bezt ég veit. Staða surhra aivinnuveganna er lika tæpog tekjumunur einstaklinga virðist hafa farið vaxandi sið- ustu árin. Allt er þetta þó smáræði hjá þeim ósköpum, sem leiða munu af útrymingu þorskstofnsins, ef svoölánlega á eftir að takast til hjá okkur. Það má ekki gerast, eftir að við höf- um unnið striðið um 200 milurn- .lón Skaltason. ar — og þá ekki sizt með þvi að beita þeim rökum á erlendum vettvangi, að 200 milna fisk- veiðilandhelgi umhverfis Island hafi verið nauðsyn vegna rán- yrkju útlendinga — að þá skuli þorskstofninn i hvað mestri hættu vegna skammsýnnar græðgi okkar sjálfra. Slikt væri þjóðarhneisa. Rikisstjórn, alþingi og önnur stjórnvöld ættu nú i framhaldi af þeim árangri, sem þegar hef- ur náðst, að gera ráðstafanir til þess að styrkja gengi krónunnar iviðskiptum innanlands. Ekkert hefur orðið verr úti i hrunadansi undanfarinna verðbólguára- tuga, en aumingja krónan okk- ar. Margt illt hefur af þvi leitt og ekki þá sizt sú mikla fjár- málaspilling og eyðslasem mikið er nú umrædd. Að sjálfsögðu eykur minnkandi verðbólga gengi krónunnar. En jafnhliða baráttunni við verðbólguna ætti að undirbúa, sem fyrst, útgáfu nýrrar og þyngri krónu með þvi að skera a.m.k. eitt, ef ekki tvö núll aftan af i peningakerfinu. Þannig yrði 100 kr. að 10 krónum eða jafnvel 1 krónu. Þetta er ekki vandalaus aðgerð ogþarf mikinn undirbúning. En • til mikils er lika að vinna ef endurvekja á trú almennings á verðmæti gjaldmiðilsins. Eitt af þvi,sem leiða myndi af slikri aðgerð til góðs er, að þá mætti draga mjög úr „kerfinu” margumtalaða, sem nú er allt of dýrt og býður upp á mismunun þegnanna og pólitisk hrossa- kaup. Það væri mikið þarfa- verk, ef slikt mætti takast. Ef menn gætu treyst þvi, að lánuð króna fengist endurgreidd með sama verðgildi og hún var lán- uð, þá myndi ásóknin á lána- stofnanir og sjóði minnka veru- lega, þar sem draga myndi úr verðbólguf járfestingu og spákaupmennsku. Núverandi rikisstjórn hefur setið hálft kjörtimabilið og ýmislegt gert vel. Hún tók þó of seint við sér og of langur tirr i leið án róttækra aðgerða i efna- hagsmálum. Ef siðari hluti kjörtimabilsins verður notaður til þess að koma á meiri stöðug- leika i efnahagsbúskapnum og lagfæra veilur i efnahagsstarf- seminni, þá verður hennar minnzt, sem góðrar stjórnar. unglinga- hátíð að úlfIjótsvatni um verslunar- mannahelgi Glœsilegasta dagskrá sem um getur: Föstudagur: Kvöld: Mótssetning Dansleikir við tvo palla Experiment leikur f. dansi Cabarett leikur f. dansi Laugardagur: Eftirmiðdagur: Bátaleiga opin frá 10.00-16.00 Kvöld: • Ávarp hátiðargests, Flosa ólafssonar • Paradis leikur fyrir dansi. • Galdrakarlar leika fyrir dansi • Diskótekið Áslákur og Halli og Laddi skemmta i pásum. • Varðeldur i umsjón Galdrakaria • Flugeldasýning. • Skipulagðar gönguferðir um ná- grennið • Tivoli og hæfileikakeppni starfrækt • Ýmsar iþróttir: m.a. blak, handbolti, viðavangshlaup. • Skemmtidagskrá með Randver og Halla og Ladda. • Maraþondanskeppni Bátaleiga opin frá kl. 10.00-16.00 Sunnudagur: Eftirmiðdagur: • Hugleiðing um landvernd. • Skipulagðar gönguferðir um nágrennið • Tivoli og hæfileikakeppni starfrækt • Skemmtidagskrá með Gísla Baldri Randver og Þokkabót. • Uppákoma. • Maraþonkossakeppni. Kvöld: • Dansleikir við tvo palla • Paradis leikur fyrir dansi. • Cabarett leikur fyrir dansi. • Diskótekið Áslákur og Gisli Rúnar og Baldur skemmta i pásum. • Varðeldur i umsjá Þokkabótar. Mónudagur: Bátaleiga kl. 10.00-13.00. • Mótsslit. • Þá mun Holberg Másson bjóða upp á loftbelgsferð á laugardag og sunnu- dag. • Athugið að um marga dagskrárliði er um að velja samtimis Aðgöngumiði gildir sem happdrœttismiði. Kr. 3.500,-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.