Tíminn - 26.08.1976, Page 1
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur — Rif Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
Stjórnlokar
Olíudælur
Olíudrif
■BSBESiQliHH
Síðumúla 21
Sími 8-44-43
A miðvikudag var flæsa sums staðar á mestu óþurrkasvæðum landsins, og menn ruku I hey eins og
m vndin ber með sér til þess að reyna að ná saman ruddanum sinum. Hér að neðan er svo álit veðurfræö-
ings á þvi, hvers vænta má næstu dægrin, og þaðer miður ekki neitt gott. Timamynd: Gunnar.
Sólskin í Reykjavík um stund í gær:
„Ekki til frambúðar"
Gsal-Reykjavik. —Nei, þetta er
ekkert til frambúðar, bara smá-
glenna fra kaffi og fram að
kvöldmat, sagði Knútur
Knúdsen veðurfræðingur i sam-
tali við Timann siðari hluta
dags i gær, þegar Reykvikingar
sáu aðeins til sólar.
Knútur sagði að búast mætti
við þvl að það færi að þykkna
upp með kvöldinu, og i dag sagði
Knútur að gera mætti ráð fyrir
sama dumbungnum og veriö
hefði að undanförnu með smá-
vætu.
ibúar á Norður- og Austur-
landi lifa hins vegar enn i sömu
sumarsælunni, t.d. var 19 stiga
hiti á Akureyri klukkan
fimmtán i gær og viða um 15 stig
á Norður- og Austurlandi.
Karfastofninn
minnkar enn
— en stórar loðnutorfur við Austur
Grænland
-hs-Rvik. —Eins ogskýrtvarfrá i
blaðinu i gær, virðist svo sem
þorsk- og ýsuklakið hafi tekizt
betur i ár, en nokkru sinni fyrr,
siðan seiðarannsóknir voru hafn-
ar árið 1970. Karfaklakið hefur
hins vegar ekkitekizt eins vel, þvi
að minna hefur fundizt af karfa-
seiðum I ár, heldur en i fyrra og
hefurfjöldinn reyndar farið sifellt
minnkandi siðan árið 1973.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæm-
undsson hefur undanfarið verið
viðseiðarannsóknir áhafinumilli
Islands og Grænlands. Það sem
hér að ofan greinir, sagði
Vilhelmina Vilhelmsdóttir, leið-
angursstjóri skipsins, Timanum i
gær. Hún sagði að aðallega hefðu
fundiztkarfaseiði, en eins og áður
greindi, i minna magni en nokkur
siðustu ár. Sagði hún þetta ekki
koma mjög á óvart, þvi að karfa-
Framhald á bls. 12
Uppgangurá
Hvammstanga
— t júli- og ágústmánuði hefur
verið lagöur hér upp fiskur til
söltunar, og það hefur aldrei fyrr
gerzt síðastliöinn aidarfjórðung,
sagði Brynjólfur Sveinbergsson,
fréttaritari Timans á Hvamms-
tanga. Annaðer það.sem ekki má
siður til tiöinda teija: Dýpkunar-
skipið Hákur var hér i mánaðar-
tima, og má afdráttariaust segja,
að hér sé komin afbragöshöfn,
auk þess, sem landauki fékkst
með sandinum, sem dælt var upp.
Ifáum orðum sagt er hér allt i
miklum uppgangi, hélt Brynjólf-
ur áfram, vinna svo að segja eins
og hver vill og hátt i þrjátiu
ibúðarhús á ýmsum stigum bygg-
ingar i smiðum. Þar að auki er
verið að reisa frystihús i sam-
bandi við sláturhús kaupfélags-
ins, og búið er að byggja yfir
rækjuvinnsluna, sem er hér mikil
lyftistöng.
Hér hafa orðið þáttaskil á
seinni árum, sagði Brynjólfur að
lokum, næstum þvi ótrúlegur
uppgangur.
Aðstoðarbankastjór-
ar i Búnaðarbankann
SÍLDARSÖLTUN AÐ
HEFJAST Á HÖFN
ASK-Reykjavik. Tveir bátar eru
nú farnir á sildveiðar með reknet
frá Höfn i Hornafirði. Það eru
Akurey og Steinunn, en alls munu
10 til 12 bátar stunda þessar
veiðar frá Höfn. í fyrradag land-
aðiAkurey 35 tunnum og Steinunn
um 20 tunnum. Þá komu þrir að-
komubátar til hafnar i gær með
frá 15og upp i 60 tunnur eftir nótt-
ina. Fleiri heimabátar eru annars
að búa sig á veiðar og munu þeir
halda út innan skamms.
Að sögn Aðalsteins Aðalsteins-
sonar, fulltrúa á Höfn, þá
SHÞ-Kaupmannahöfn. — 1 Kaup-
mannahöfn var selt i gær 34
„sektar” skildingaumslagið, það
er að segja umslag með álimdu
islenzku skildingamerki frá tima-
bilinu 1873-1876. Bréf þetta er sent
frá Reykja vik þann 8.5. — ártal er
ekki I stimpli, en stimpillinn er af
Antiqua-gerð. Bréfið kom frá ó-
þekktum sendanda i Reykjavik til
herra Kjöbmand J. Mortensen
ved Tveraa paa Söderö. Siðan er
reyndist sildin við fitumælingar
16-18% og vel hæf til söltunar.
Gerði hann ráð fyrir, að söltun
myndi jafnvel hefjast i dag, en i
fyrra, þegar söltun hófst , var
fitumagn sildarinnar svipað og
nú.
Samkvæmt upplýsingum
sjávarútvegsmálaráðuneytisins,
þá er gert ráð fyrir þvi, að leyft
verði að veiða aUt að 5000 tonn af
sUd i reknet. Ekki þurfa bátar að
sækja um sérstök leyfi til þessara
veiða, en þær stunda bátar af
stærðarflokkunum 100 til 200 tonn.
bréfið dagstimplað, það er mót-
tökustimpiaö i Þórshöfn með
lapidarstimpli þann 11.5. Af þessu
sést, að bréfið hefur aðeins á
þeim tima, á timabilinu 1873-’76
verið þrjá daga á ieiðinni milli
Reykjavikur og Þórshafnar.
Bréf þetta var selt fyrir 50
þúsund danskar krónur, en þar
við bætist 15% söluskattur. Jafn-
gildir þetta rúmlega 1,5 millj.
islenzkra króna, og er hæsta verö,
Hins vegar þarf leyfi til sildveiða
i nót og er búizt við að allt að 52
bátar sæki um það. Leyfi þessi
þarf að staðfesta fyrir sjöunda
næsta mánaðar.
Nótaveiðin er bundin við 10
þúsund tonn, þannig að sæki allir
þeir sem uppfyUa þau skUyrði
sem sett eru, þá koma um 200
lestir i hlut hvers báts. Sildina
þarf að isa i kassa svo ekki verður
um verulegt magn sem hver
bátur kemur með eftir veiðiferð,
stærstu bátar geta e.t.v. komið
Framhald á bls. 12
sem enn er vitað um að hafi verið
greittfyrir islenzkt skUdingabréf
á borðið.
Atta skUdingar voru á þessum
tima hið rétta burðargjald fyrir
venjulega bréfstærð, það er i dag
allt að 20 gr. milU landa.
Söluna á bréfinu annaðist
Arhus Frimærkehandel. Kaup-
andinn er óþekktur, en bréfið var
ekki selt á uppboði, heldur var um
einkasölu að ræða.
JH-Reykjavik. — Við réðum i dag
tvo aöstoöarbankastjóra i Búnað-
arbankanum, sagði Stefán Val-
geirsson, formaður bankaráðs-
ins, við Timann i gær. Hinir nýju
aðstoðarbankastjórar eru þeir
Hannes Pálsson og Svavar
Markússon og er ráðning þeirra
miðuð viö 1. september.
Stefánsagði.að lögum um Bún-
aðarbanka Islands hefði verið
breytt siðastliðinn vetur til sam-
ræmis við lögin um Landsbank-
Hannes Pálsson.
ann og Ctvegsbankann, og i
þessum nýju lögum væri heimUd
til þess að ráða aðstoðarbanka-
stjóra. Auglýst hefði verið eftir
umsóknum og fjórtán borizt,
flestar frá reyndum bankamönn-
um.
Hannes Pálsson hefur að und-
anförr.u verið útibússtjóri i Aust-
urbæjarútibúi Búnaðarbankans,
en Svavar verið yfirmaður vixla-
deildar aðalbankans og aðstoðar-
maður bankastjóra.
Svavar Markússon.
ISLENZKT SKILDINGABREF
SELT A 1,5 MILLJ. KR.
— Selt í Danmörku á hæsta verði, sem greitt hefur verið fyrir
skildingabréf