Tíminn - 26.08.1976, Page 2

Tíminn - 26.08.1976, Page 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 David Blackman og þingmennirnir John Prescott og Manfred Schmidt. Tlmamynd Gunnar. Efnahagsbandalagið mun ekki þvinga íslendinga til samninga Oó-Reykjavik. Tveir fulltrúar Evrópuþingsins, sem er i tengsl- um við Efnahagsbandalag Evrópu, hafa dvalizt hér á landi i tvo daga til a6 kynna sér viðhorf islenzkra ráöamanna varðandi efnahagslögsögu, breytt viðhorf i fiskveiöimálum, nýtingu auölinda hafsins og væntanlega millirikja- samninga um hana. beir eru John Prescott þingmaöur frá Hull, sem kom hingað er fiskveiöideilan milli Islendinga og Breta stóð sem hæst og vildi bera klæði á vopnin, og Manfred Schmidt, þingmaður frá Munchen. Sá fyrr- nefndi er þingmaður fyrir Verka- mannaflokkinn og hinn sósial- demókrata. Eru þingmennirnir á leið til New York og munu kynna sér þar störf hafréttarráöstefn- unnar og viöhorf fulltrúa frá hin- um ýmsu löndum, sem hana sitja. Eru þeir félagar fulltrúar verka- lýösflokka þeirra er sæti eiga á Evrópuþinginu, sem i einstaka málum koma fram sem ein heild án tillits til þjóöernis. t för með þingmönnunum er David Black- man, ritari. A blaðamannafundi sem þing- mennirnir héldu i gær kom fram að hjá Efnahagsbandalaginu er áhugi á gagnkvæmum samning- um um fiskveiöar bandalagsrikja annars vegar og þeirra rikja, sem eiga gjöful fiskimiö innan sinnar lögsögu. I þvi sambandi ræddu þeir aðallega um Noreg og tsland. Sem kunnugt er mun Efnahags- bandalagið koma fram sem ein heild varðandi auðlindalögsögu gagnvart öðrum rikjum, en inn- byrðis stefna aðildarrikjanna er enn ekki fullmótuð, og er enn ein- hver ágreiningur um einstök atriði hennar. Litlu vildu þingmennirnir spá um hvað við tekur eftir 1. des. er samningar um veiöar Breta inn- an Islenzkrar lögsögu rennur út. En töldu aö engar efnahags- þvinganir gagnvart Islendingum kæmu til greina af hálfu banda- lagsins, og þvi siður nokkrar að- gerðir af hálfu Breta, þótt samningurinn yrði ekki endur- nýjaöur óbreyttur, enda væri þaö mál þá ekki I höndum þeirra, þar sem um Efnahagsbandalagið eitt væri að semja. Hins vegar töldu þeir að ekki ætti að biða lengi enn eftir aö hefja samningaviöræður, þvi skammur timi er til stefnu. Báðir voru þeir sammála um að sjálfsagt væri að semja á gagn- kvæmnisgrundvelli, þannig að Is- lendingar fengju að fiska I lög- sögu þeirra rikja, sem leyfi fá til að veiða hér viö land. Sá er hæng- ur á að Þjóðverjar fá sáralitla landhelgi úti fyrir sinni strönd þegar 200 milna lögsagan gengur i gildi, en þá kemur til kasta bandalagsins að semja fyrir aðildarriki, og taldi Schmidt aö ef til vill gætu Þjóðverjar Ivilnað Is- lendingum á einhverju öðru sviði, fengju þeir aö halda áfram fisk- veiðum viö tsland, en samningur- inn við bjóöverja rennur út á næsta ári. Efnahagsbandalagiö mun móta endanlega stefnu slna i fiskveiði- málum eftir að niðurstöður haf- réttarráðstefnunnar liggja fyrir, en þingmennirnir voru báðir sam mála um að þótt kannski væri enn langt I land með að 200 milna reglan tæki gildi, væri hún orðin staðreynd þar sem mörg rlki hefðu þegar tekið sér þá auð- lindalögsögu og enn fleiri, m.a. stórveldi heföu boðað að þau færi út i 200 milur innan tiðar. Þýddi þvi ekki annað en viðurkenna þá staðreynd og hlytu Evrópurikin að gæta hagsmuna sinna á þessu sviði og nýta eigin fiskimið og takmarka veiðar annarra þjóða á þeim. Goshættan d Kröflusvæðinu: „ENGAR NÝJAR FRÉTTIR AÐ HAFA — segir Pdll Einarsson jarðeðlisfræðingur ii Gsal-Reykjavik. — Það er ekkert sérstakt að gerast á Kröflusvæð- inu sem gefur tilefni til þess að vera að birta fréttir um goshættu á svæðinu. Það gilda sömu fréttir nú og fyrir hálfum mánuði og þær fréttir, sem birtust I Þjóðviljan- um og Visi I gær, eru bara endur- tekningar á fréttum, sem birtust I öllum blöðunum fyrir hálfum mánuði, sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hjá Raun- vtsindastofnun I samtali við Tim- ann i gær. — Þá er það út i hött að halda þvi fram, að jaröfræðingar telji allt að 80% likur á gosi innan 3ja mánaða. Þaö er sjálfsagt hægt að hitta einhvern mann , sem nefnir einhverjar slikar tölur, en sá hinn sami hefur ekkert fyrir sér, þvi það getur ekki nokkur maður komið tölum yfir þetta, sagði Páll ennfremur. Páll Einarsson sagði að rétt væri að skjálftavirknin á Kröflu- svæðinu hefði aukizt á siðustu fimm mánuðum og núna væru að meðaltali um 65 skjálftar á sólar- hring, en i marz- og aprilmánuði voru á svæðinu um 15 skjálftar á sólarhring. Enginn slikur stigandi var I skjálftavirkninni fyrir gosið i Leirhnúk i desember s.l. og þvi ekki hægt að leiða likur að gos- hættu á skjálftavirkninni einni saman. Kápa barnabókar Armanns Kr. Einarssonar I danskri þýðingu. Dönsk útgáfa ís- lenzkra verka I fréttatilkynningu frá Birgitte Hövrings Biblioteksforlag I Kaupmannahöfn, segir að skáld- saga Þorsteins Stefánssonar, sem gefin var út I Oxford University Press árið 1974, The Golden Future, og hlaut þá afbragðs- góðar viðtökur, verði á þessu ári gefin út bæöi I Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum, auk þess á dönsku nú i septembermánuði. A dönskunni nefnist sagan Sölvglitrende hav. Innan skamms mun bókaforlag Birgitte Hövrings einnig gefa út i danski þýðingu tvær islenzkar barrrabækur, Ned gennem skor- stenen eftir Armann Kr. Einars- son og Drengen og hunden eftir Stefán Júliusson. Norræni menningarmálasjóðurinn hefur veitt styrk til útgáfu þessara bóka tveggja. Loks kemur út hjá sama forlagi nýtt upplag af sögu Ragnhildar ólafsdóttur, Forfald, sem skrifuð var á dönsku og var upphaflega útvarpssaga I Danmörku. Varnargarðurinn í Bjarnarflagi: Beðið eftir bréf- legri heimild Gsal-Reykjavik. — Það er ekki byrjað á varnargarðinum, en það er ekkert þvl til fyrirstöðu hjá okkur að byrjað sé á honum I fyrramálið, sagði Jón Iiluga- son formaður almannavernar- nefndarí Mývatnssv. I samtali viö Timann I gær. — Ég tel fulla þörf á þvl að byrjað verði á þessu verki strax, enda að minum dómi ekki nein ástæða til þess að draga það á langinn fyrst fjárveiting til verksins er að hluta fyrir hendi. Hjá almannavörnum rikisins fékk Timinn þær upplýsingar i gær að beðiö væri eftir bréflegri heimild frá viðlagatryggingu og dómsmálaráðuneyti varð- andi framkvæmdina — og fyrr mundi ekki verða byrjaö á byggingu garðsins. Þessi bréflega heimild er væntanleg I dag. Enn hefur ekki verið ákveðið hver verði framkvæmdaaðili að byggingu varnargarösins. Diinifuiin Ikeifunni 11 Simar: 81502 - 8151Q. veiðihornið Norðurá Nú eru komnir á land úr Norðurá rétt um 1500 laxar, en 240 hafa veiðzt siðan 6. ágúst. Áin er sögð góð, og hefur hún alveg jafn- að sig eftir flóöin, sem voru I henni fyrr i þessum mánuöi, en frá sjötta til þrettánda ágúst mátti heita að væru stöðugir vatnavextir I henni. Stærsti laxinn sem veiðzt hefur i sumar' var 19 pund, en einnig hafa veiözt nokkrir 18 punda. Spónn er bannaður I ánni, en að sögn starfsmanna I veiðihúsinu þá njóta maðkur og fluga svipaðra vinsælda, en þó viröist flugan sifellt vera að vinna á I samkeppninni. Sumir veiðimann- anna veiða eingöngu á flugu, en hafa maðkinn rétt til að breyta til. Veiðitimabilinu er nú að verða lokið, eða lýkur nánar tiltekið þann 31. ágúst. Á siöastliðnu ári veiddust I Norðurá 2132 laxar og var meðalþyngd þeirra 7,3 pund. Þaö var mun minni veiöi en áriö áður, þá veiddust 1.428 laxar. Virðist þvi sumarið I sumar ætla að verða nokkuð svipað árinu 1974. Raunar gildir það um æði margar ár á landinu, en veiði er dræm viöast hvar. Þokkaleg veiði i Vatnsdalsá Samkvæmt upplýsingum veiði- varðarins við Vatnsdalsá, þá hef- ur veiði veriö nokkuð góð i ánni að undanförnu. Taldi hann, aö sam- tals væri heildarlaxafjöldinn á milli 400 og 450, en það mun vera nokkuð minna en á sama tima á siðastliðnu ári. Lax gekk siðar I ána en t.d. I fyrra og veiddist lltið sem ekkert framan af, en veiði- timabilið hófst þann 15. júnl. Veiðivörðúrinn taldi, að meðal- þyngd laxa úr Vatnsdalsá væri á milli 9 og 10 pund, en hins vegar þá hafa veiðzt mun þyngri laxar þar að undanförnu. T.d. sagöist hann hafa farið niöur að ánni i gærmorgun og séð á bakkanum laxa sem vógu hátt I 20 pund. Veiðitimanum líkur þann 15. september. Gljúfurá enn vatnsmikil — Það eru komnir á land rúm- lega 300 laxar, sagði Sigurður Tómasson I Sólheimatungu I sam- tali við VEIÐIHORNIÐ i gær. — En áin er enn vatnsmikil, og hér rignir alltaf af og til. Stærsti laxinn, sem komiö hefur úr ánni til þessa, vó um 16 pund, en hann veiddist fyrir um þaö bií hálfum mánuði. Meöalþyngdin er á milli 5 og 7 pund. Lax er enn að ganga I ána, en hann gekk i Gljúfurá, eins og svo margar aðr- ar ár, mun seinna en oft áöur. Aðspurður þá sagöi Sigurður, að mesti afli á eina stöng I sumar hefði verið 27 laxar. Kom allur aflinn úr einum hyl, Kviahyl, og voru tveir Reykvikingar um stöngina. Þetta hefur komið fyrir áður, að Kviahylur væri svona gjöfull, en það var I fyrra, þá voru dregnir úr honum 24 laxar. Veiðidagur 1 Gljúfurá kostar á bezta tlmanum 12 þúsund krónur, en Siguröur sagði að dagurinn væri nokkuð ódýrari I upphafi — og enda veibitlmabilsins. Innifal- ið er I verðinu dvöl I veiöihúsi við ána. Kjarrá Um 1100 laxar hafa komið úr Kjarrá, efri hluta, Þverá, þaö sem af er sumri. Ain hefur minnkað nokkuö mikið siðustu daga, og er vatnið I henni ekki eins skolað eins og verið hefur. Að sögn Sigmars Björnssonar, þá hefur verið tiltölulega erfitt aö veiða i Kjarrá að undanförnu. Gamlir veiðistaðir hafa horfið og ekki auðvelt að finna út hvar lax- inn heldur sig. Þá hafa vatna- vextirnir gert það að verkum, að veiði á flugu hefur veriö með minna móti. Þvi hafa jafnvel þaulvanir fluguveiðimenn hætt aö veiða með þvi veiðarfæri, og tekið upp spón og maök. Núna eru við veiðar, Sviss- lendingar, og sagði Sigmar þá hafa byrjað s.l. laugardag. Höfðu þeir veitt 33 laxa I gær, sem er nokkuö góö veiöi miðað við að- stæður. Beztu veiöistaðirnir I Kjarrá hafa verið I sumar, „Wilson” og „Johnstone”, en úr þeim hyljúm hefur veiðzt vel I allt sumar. Þeg- ar VEIÐIHORNIÐ spurði Sig- mar, hvort hyljunum heföu verið gefin þessi nöfn vegna útlending- anna, sem I ánni veiöa, kvað hann nei við, það hefðu verið Eng- lendingar sem hér voru fyrir striö sem áttu hugmyndina að þessum nafngiftum. Veiðitimanum likur þann 10. september og verða íslendingar i ánni frá 28. ágúst til lokadags. Ekki munu neinir veiðidagar liggja á lausu. ASK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.