Tíminn - 26.08.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 26. ágúst 1976
TÍMINN
7
KMÍfW
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Biaöaprent h.f.
Hugarfarsbreyting
Veruleg brögð hafa verið að þvi siðustu ár, að
fólkleiti eftir húsnæði i kauptúnum og sjávarþorp-
um úti um land. Það hefur aftur á móti verið þeim,
sem á þessa staði vilja flytjast, fjötur um fót, að
húsnæði liggur sjaldnast á lausu, enda þótt viða
hafi verið mikið byggt af nýjum húsum siðan 1971,
og varla hefur að nokkru leiguhúsnæði verið að
hverfa á þessum stöðum. Svo mikil og langvinn
kyrrstaða hafði verið i húsbyggingarmálum
flestra þessara staða, að nýju húsin gera ekki
betur en fullnægja þörf heimafólksins sjálfs á
auknum húsakosti vegna nýrra heimila. Væri hins
vegar að nægjanlegu húsnæði að hverfa, virðist
enginn efi á, að I mörgum þorpum og kauptúnum
hefði fólki fjölgað til muna meira en raun er á hin
seinni misseri.
Hér hefur ótviræð breyting átt sér stað, og hún
er vafalaust tengd þeirri atvinnubyltingu, sem
gekk i garð á vinstristjómarárunum. Afkoma
manna á þessum stöðum er góð, sums staðar ágæt,
og búseta þar hefur ýmsa kosti fram yfir hið mesta
þéttbýli á landinu, þótt tækifærin séu takmarkaðri
á sumum sviðum. Þar eru fjarlægðir hóflegar
milli heimilis, vinnustaða og búða, ekki nærri eins
erilsamt og samhygð og samhjálp meiri. Börn eru
miklu frjálsari en á götum stórbæjar, og ungir og
gamlir eru i frjórri snertingu við atvinnulif, sem
allir vita, að er burðarás samfélagsins. í mörgum
þessara byggðarlaga hefur lika verið gert hvert
stórátakið af öðru við að koma götum og umhverfi
húsa i gott horf, svo að ekki gefi þvi eftir, er bezt er
annars staðar, og allar vonir til, að þvi marki verði
mjög viða náð innan fárra ára.
Kunnugir segja lika, að það sé orðið fátitt, er al-
siða var fyrir nokkrum árum, að ungt fólk utan af
landi flytji á Faxaflóasvæðið og fari siðan að leita
sér atvinnu, er það hefur rifið sig upp með rótum i
heimabyggðinni, og af þvi fólki, sem nú flyzt til
Reykjavikur, sé hlutfallslega miklu fleira aldur-
hnigið heldur en áður var. Veldur þar vafalaust
miklu, að það á þar vandamenn, sem búsettir hafa
verið þar um árabil, auk þess sem elliheimili og
þjónusta á sérhæfðum stofnunum er ekki til reiðu
nema sums staðar.
Hér hefur greinilega orðið mikil hugarfars-
breyting, og fyrir þjóðfélagið er það mikils vert, að
hið frjóa atvinnulif hefur orðið meira aðdráttarafl
en var um skeið. Takist að glæða arðbæran iðnað I
byggðarlögunum úti um land, við hliðina á sjósókn
og vinnslu sjávarafla, fæst sú fjölbreytni i atvinnu-
háttum, er mun enn frekar stuðla að eðlilegum,
heilbrigðum vexti þeirra. Hitt má ekki heldur
gleymast, að landsbyggðin, sem svo hefur verið
nefnd, á rétt að fá nokkuð af stjórnsýslustöðvum til
sin, bæði vegna þeirra lifandi tengsla, er þvi
fylgdu, sem og þeirrar staðreyndar, að þær eru
kostaðar af alþjóð i sameiningu, en ekki einum
landshluta, og eiga að þjóna öllu landinu jafnt.
Úr þeirri húsnæðisþröng, sem nú hamlár þvi, að
fólk geti setzt þar að, er þvi er geðfelldast, þarf að
sjálfsögðu að bæta með þvi að fylgja einarðlega
eftir þeim byggingaráformum, er uppi hafa verið,
bæði um leiguibúðir og verkamannabústaði, auk
eðlilegs stuðnings við einstaklinga, er sjálfir
standa i byggingum. Það má með engu móti gera
þá afturreka, er sjálfir vilja hasla sér völl i lifinu á
þeim stöðum, sem skila hlutfallslega mestu i þjóð-
arbúið. Á þvi höfum við vissulega ekki efni. —JH
Henry Henriksen í Morgenbladet:
Norsk útfærsla fisk-
veiðilögsögu um áramótin
1 Morgunblaöinu norska hefur
birzt grein eftir Henry Henrik-
sen, þar sem fjallað er um
landhelgismál Norðmanna og
gertráð fyrir tvö hundruö sjó-
milna fiskveiöilögsögu i
Noregi frá næstu áramótum.
Tillaga rikisstjórnarinnar
um 200 sjómilna auðæfalög-
sögu, sem einnig nær til fiski-
miðanna, verður lögð fram nú
i lok ágústmánáðar, segir i
greininni. Þetta verður frum-
varp að heimildarlögum, sem
veita rlkisstjórninni vald til
þess að taka þær ákvarðanir,
sem nauðsynlegar eru til þess
að tryggja yfirráö Norðmanna
á og i hafinuog hafsbotninum.
Eftir umræður i stórþinginu
og samráð viö hlutaðeigandi
þingnefndir er sennilegt, að
norsk fiskveiöilögsaga verði
færð úr tólf sjómilum I tvö
hundruð 1. janúar 1977. Það
eitt gæti orðiö til þess að
skjóta þessari útfærslu eitt-
hvað á frest, að upp kæmu
mikil vandkvæði á fram-
kvæmdinni vegna andstöðu
erlendis.
Evensen hafréttarmálaráð-
herra á framundan tvö erfiö
viðfangsefni, áður en hann
vinnur lokasigur. Hann verður
að komast að niöurstöðu um
þau mörk, sem eiga að verða
milli Norðmanna og Sovét-
manna á Barentshafi, og hann
verður að greiða sundur allar
þær flækjur, sem hagsmunirn-
ir á Norðursjó eru komnir i.
Útfærsla fiskveiöilögsög-
unnar úti fyrir Noröur-Noregi,
þar sem mikilvægustu
fiskislóðir Norðmanna eru,
krefst lausnar á ágreini.igs-
málum Norömanna og Sovét-
manna. Þar er erfiðasta
vandamáliö, sem við er að
glima. Evensen og Ijskov,
fiskimálaráðherra Sovétrikj-
anna, tókstá samfundum sin-
um i Moskvu snemma i sumar
að komast að samkomulagi
um bráðabirgðauppkast um
fiskveiðisáttmála þessara
tveggja þjóða, en þau samn-
ingsdrög eru þess eðlis, aö þvi
bezter vitað, að þar hlýtur að
koma tii kasta fleiri sovézkra
ráðuneyta en fiskimálaráðu-
neytisins, þar á meðal flota-
málaráðuneytisins, er hefur
sinna hagsmuna að gæta.
Fallizt hafði verið á linu,
sem á að skipta auöæfum
landgrunnsins á milli þessara
tveggja þjóða, og hún á að
fylgja sömu mörkum og fisk-
veiðilögsagan. En eftir siðustu
samræður i Moskvu um
landgrunnslinu, má álykta, að
ekki verði nein föst skil fiski-
slóða þeirra, sökum ágrein-
ings um það, hvar linan skuli
dregin.
Noregsstjórn var það ljóst i
fyrra,aðerfitt myndi verða að
komast að niðurstöðu um fisk-
veiðimörkin, þegar útfærsla i
tvö hundruð milur kemur til
framkvæmda á Barentshafi.
Sú hugmynd að skjóta ákvörð-
unum um endanleg mörk á
frest kom þá upp. Það eru hin
gráu svæði, sem nefnd hafa
verið. En þetta hefur ekki ver-
ið formlega rætt við Sovét-
menn. En trúlegt er, að slik
svæöi hljóti að koma til um-
ræðu milli Norðmanna og
Sovétmanna i haust, þegar
fram faraumræður, sem von-
andi verða lokaþáttur samn-
ingsgerðarinnar.
Frá þjóðréttarsjónarmiði
séö, þýðir grátt svæði, aö báö-
ar þjóðir skjóta vissum þátt-.
um ágreiningsefnanna á frest,
og tilkomu slikra svæða fylgja
alvarleg, pólitisk vandamál.
Meðal annars verða þjóðirnar
að komast að samkomulagi
um, hvernig veiðum skuli hag-
að og ákvarðanir varöandi
þau teknar. Og hversu langt
vestur og austur á svæðiö aö
ná? Eða getur hugsazt, að
lausnin veröi á þessa leiö: 155
þúsund ferkílómetra haf-
svæöi, sem Norðmenn og
Sovétmenn greinir á um yfir
landgrunninu i norðri, skal
lýst grátt svæði að þvi er tekur
til fiskveiða? Þá mun
norsk-sovézki samningurinn
ef til vill varða stjórnun á
svæðinu. Þar getur búið undir,
að þjóðirnar tvær verði aö
taka á sig ábyrgð gagnvart
þriðju þjóðinni með ákvörðun-
um um aflahluta.
Við strönd Bandarikjanna
og Kanada verða þessi svo-
kölluðu gráu svæði meö til-
komu tvö hundruð sjómilna
landhelgi. Sennilegt er, að liða
muniár áður en i höfn er kom-
in skiptilina, að þvi er tekur til
fiskveiða.Sá vandi, sem fylgir
stjórnsýslu og eftirliti á þeim
slóðum, virðist ekki valda
áhyggjum innan rikisstjórna
þessara landa, og þaö getur
vel verið, aö þaufari bæði með
fiskveiðiákvarðanirnar á gráa
svæðinu innan tiltekinna
marka.
En strönd Norður-Ameriku
er ekki jafntengd hernaðar-
legri stórveldatogstreitu og
Barentshafið.
Veiðarfæri sett i norskan fiskibát
árum.
raunar Islenzk veiöarfæri, sem fengin voru til reynslu fyrir mörgum