Tíminn - 26.08.1976, Side 9

Tíminn - 26.08.1976, Side 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 Fimmtudagur 26. ágúst 1976 TÍMINN Þótt flest ykkar hafi liklega ekki lagt trtinað á sögurnar um Gulliver og ferðir hans i Puta- landi og talið þær uppspuna frá rótum, er ekki aö efa að margir hafa látið sig dreyma um að komast i svipuö ævintýri og imyndað sér að það, að vera hetja meðal Putanna hlyti aö vera þaö hæsta, sem maöur geti komizt á llfsleiðinni. Það hlýtur að fá mann til að kenna valds sins, að ganga um á meöal hluta, sem eru svo smáir, að ekki þarf nema rétt að reka tána i þá til að þeir brotni I spað — hvilikan usla gæti maöur ekki gert, ef manni byði svo að horfa. t dag getur maður fundið Puta- land viða um heim — mannfélög i hnotskurn, stofnsett til að draga að sivaxandi ferðamannastraum- inn. Danmörk hefur sitt Lego- land, og i Hollandi er Putabærinn Madurodam. Þar er allt sem ein mannvera getur hugsað sér að leggja I rúst. En við það að standa mitt I bænum er eins og öll skemmdarfýsn, sem kynni að vera fyrir hendi, gufi upp. í stað þess stendur maður dolfallinn af undrun yfir þvi hvernig heimur- inn tekur sig út, séður svona að ofan. Maður fyllist viröingu fyrir krHunum, sem eru á ferli og eru ekki hærri i loftinu en skóhælar manns, og maður undrast hinar griöarstóru byggingar og mann- virki, er hefur verið komið fyrir þarna i smækkaöri mynd. Maöur hefur það á tilfinningunni, að bærinn iði allur af llfi og fjöri. Þrátt fyrir það veit maöur það allan timann að fólkiö er bara brúöur — að þaö séu bara leik- fangabilar, sem þjóta fram og aftur á hraðbrautunum — að flug- vélarnar eru ekki annaö en plast- hylki, sem knúin eru rafhlööum og vasaljósaperum hefur verið komið fyrir i. En það gagnar bara ekki. Þetta er allt saman of yfir- þyrmandi. Maður gleymir gjör- samlega stund og stað og m.a. þeir elztu meðal risanna, sem þarna eru, standa og stara meö tárin I augunum. Madurodam liggur miösvæðis i Haag á 18000 fermetra bilastæði. Upphaflegahugmyndin á bak við þorpið, var að reisa minnisvarða um George Maduro, sem lézt i Dachau, fangabúðum nasista árið 1945, aöeins tuttugu og tveggja ára að aldri. Það voru foreldrar hans, sem hófust handa viö bygg- inguna, en þau fengu siðar ó- vænta aöstoö frá mikilsmetnu fólki f Haag, en án þeirrar hjálpar væri þetta ekki orðiö eins um- fangsmikið fyrirtæki i dag og raun ber vitni. Sem dæmi má nefna, að ár hvert útbýtir það styrkjum til margra stofiiana og einstaklinga um gjörvallt Hol- .... • ’ét . StóSlBSfe ■mw% i. 1 * • v: ^ Eitt stærsta hverfið I Madurodam er ollutankahöfnin, þar gefur að lita öll helztu oliuflutningaskip I heimi, MADURODAM — putabær Hollands Samhliða þvi að þú fáir það á tilfinninguna að þú sért Gulliver, gefur göngutúr i gegnum Madurodam þér einnig innsýn I margt, sem teljast má einkenn- andi fyrir Holland og ibúa þess. Madurodam er sögð vera nákvæm eftirliking af meöalstór- um hollenzkum bæ og umhverfi hans, I hlutföllunum 1:25. Á kvöldin eftir aö sól er setzt, biður eftirminnileg upplifun gesta Madurodam. Um leið og öll ljós bæjarins hafa veriö kveikt, breyt- is hann i hránt ævintýraland, og öllhin örsmáu leiftrandiljós 46000 að tölu, speglast i skinandi skrauthliðum og sléttum sýkjum. Hái útsýnistuminn sendir ljós- geisla sina yfir fótleggi gestanna, upplýstir sporvagnar þjóta út og inn um göngin og meöfram stöðu- vötnum. Ljósaauglýsingar á blaðahöllinni birta nýjustu fréttirnar af innlendum og er- lendum vettvangi. Það er bók- staflega ekkert sem vantar. Það liggur gifurlega mikið aug- lýsingagildi i þvi, að fá að byggja sitt eigið hús I Putabæ. Þess vegna sér maður þarna — útibú— frá flestum stærstu fyrirtækjum i heimi. Þau hafa hvert sitt auglýs- ingaskilti eða byggingar. Þarna eru öll oliufélögin og rafmagns- fyrirtækin með höfuðstöðvar i Hollandi. 011 alþjóða flugfélögin eru þarna, já meira aö segja má sjá Concorde á upplýstum flug- vellinum. Ollum finnst þeir þurfa að vera með og greiða fyrir lóð- irnar, það sem upp er sett. . 0*® ÉWi Borgarstjórinn i Madurodam er Beatrix prinsessa. Einu sinni á ári heldur hún hóf i hátiöasal borgarinnar. Með henni eru i borgarstjórn opinberlega kjörnir nemendafulltrúar frá grunnskól- unum i Haag, sem kosnir eru til eins ár i senn. Eins og svo margt annað hefur Madurodam vaxið hinni upphaf- legu hugmynd hátt yfir höfuð. En svo fast stendur bærinn I hugum Hollendinga, að hinn tiginborni borgarstjóri hefur tekið hann meö á lista yfir embættisskyldur sinar. Hún hefur nú haft þetta Svipmynd frá Madurodam, með forvitnar mannverur i bakgrunn- inn. verkefni meö höndum i tuttugu og fjögur ár, eða frá þvi hún áriö 1952 lýsti yfir stofnum Putarikis, þá litil stúlka. Og hún á lika eitt sinn að hafa sagt: „Hvaö gerir það lika til þótt ég hafi engin völd i Hollandi, þegar ég riki i (Þýtt og endursagt JB)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.