Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 22
 11. desember 2005 SUNNUDAGUR22 Miðað við hversu lítið raunverulegt notagildi gull hefur er merkilegt hversu mikil þýðing málmsins hefur haft alla tíð. Allt frá tímum Egypta hefur hann verið notaður til skrauts og helgihalds en löngu síðar fékk gullið hlutverk gjald- miðils sem það hefur haldið alveg fram til dagsins í dag. Gullgerð- armenn miðalda lögðu grunninn að nútímaefnafræði í leit sinni að ódýrri framleiðsluaðferð málms- ins gyllta og landkönnuðir í vestri voru að miklu leyti knúnir áfram af gullþorsta. Táknrænt gildi gulls er ekki síðra. Giftingarhringurinn tákn- ar eilífð og óforgengileika og hvort sem um er að ræða Óskars- verðlaun eða Ólympíuleika fær sigurvegarinn styttu eða pen- ing úr gulli að launum. Græðgin eftir auði getur þó orðið of mikil eins og gullkálfsdans Gamla testamentisins ber vitni um. Geysistór gullkúla Gull er reyndar býsna algengt í náttúrunni en yfirleitt er það að finna í svo litlum mæli að vinnsla þess borgar sig ekki. Stundum finnst gull í allstórum klumpum en það má þó vinna úr jörðu þar sem magn þess í berginu er ekki meira en 0,5 grömm í hverju tonni. Þótt gullvinnsla hafi tíðkast frá ómunatíð er talið að 75 pró- sent alls þess gulls sem unnið hefur verið úr jörðu hafi verið grafið upp á síðastliðnum hundr- að árum. Þessi gyllti málmur er afar endingargóður og nánast allt það gull sem fundist hefur frá upphafi er enn í umferð. Talið er að ef öllu þessu gulli væri hnoðað í kúlu væri þvermál hennar samt ekki meira en 27 metrar. „Megnið af gulli heims er samt í einhverj- um vörslum og hirslum seðla- banka og safnar þar ryki,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Suður-Afríka hefur frá því í lok nítjándu aldar verið mesta gullframleiðsluland veraldar en árið 1970 fóru sjötíu prósent heimsframleiðslu á gulli fram þar, rúmlega þúsund tonn. Hún hefur þó dregist saman á síðustu áratugum. Kanada, Bandaríkin og Ástralía eru jafnframt auðug af gulli. Tannfyllingar og tæknibúnaður Gull er einhver mýksti málmur í heimi og það má teygja svo mikið að úr einu grammi má búa til þynnu sem er heill fermetri. Því verður að blanda það öðrum málmum, til dæmis silfri eða kopar. Góðmálmurinn gyllti hefur vitanlega verið notaður í myntir frá fyrstu tíð, svo ekki sé minnst á skartgripi. Sökum mýktar sinn- ar og tregðu til að bindast öðrum efnum er það fyrirtaks tannfyll- ingarefni. Gull er auk þess góður rafleiðari og því er það notað í raftæki og víra af ýmsu tagi. Gull er svo og að finna í tölvum, fjar- skiptatækjum og öðrum hátækni- búnaði en það er einnig notað í flókinni lyfjagerð, t.d. krabba- meinslyfjum. Þar sem gull er bragð- og skaðlaust eru gullþynn- ur notaðar til skreytinga í matar- gerð og efnið er jafnvel sett út í drykki. Þótt notagildi gulls sé því vissu- lega fjölbreytt er samt ekki hægt að segja að það sé jafn ómissandi og verðminni jarðefni eins og olía og járn. Gylfi segir að hagnýtt gildi gulls og demanta sér harla lítið. „Aðallega eru efnin verðmæt vegna skrautgildisins og vegna þess að fólk trúir því að þau verði verðmæt áfram. Það er hins vegar ekki þannig að það sé einhver skort- ur á gulli sem heldur uppi verðinu. Í raun og veru er til mun meira gull í heiminum en þarf til að fullnægja þörf fyrir skrautmuni.“ Hagkerfi á gylltum fæti Sem gjaldmiðill á gullið sér langa sögu. „Fyrstu peningarnir voru gullmyntir og peningaseðlar eins og við þekkjum þá voru í upp- hafi ávísanir á gull eða aðra góð- málma,“ bendir Gylfi á. „Ef rétt var að málum staðið gáfu seðla- bankar ekki út meira af peninga- seðlum en þeir áttu gull fyrir.“ Að lokinni síðari heimsstyrj- öld var tekið upp fastgengiskerfi í heiminum, kennt við Bretton- Woods, en þá var bandaríkja- dalurinn gulltryggður og aðrir gjaldmiðlar voru með fast gengi með tilliti til hans. „Svo riðlaðist þetta kerfi allt saman á 7. ára- tugnum þegar Bandaríkjamenn fóru að fjármagna Víetnamstríð- ið með hressilegri seðlaprentun. Þingið heimilaði ekki fjárveit- ingar sem til þurfti til að standa undir stríðsrekstrinum en forset- inn réðist samt í útgjöldin með peningaprentun sem var mun umfangsmeiri en gullforðinn gat staðið undir. Að lokum tók Richard Nixon dalinn af gullfætinum,“ segir Gylfi og lauk þar með þessu skeiði í hagsögunni. Gullforði Íslands Þrátt fyrir að gullfóturinn heyri sögunni til eiga flestir seðlabank- ar heimsins talsvert af gulli í sínum fórum. Að því er árskýrsla Seðlabanka Íslands fyrir árið 2004 hermir átti bankinn í lok síðasta árs 63.855 únsur gulls, eða rétt tæp tvö tonn. Þrátt fyrir þyngd- ina tekur gullið lítið pláss, eða hér um bil jafn mikið og hefðbundið sjónvarpstæki. Verðmæti þess er hins vegar talsvert meira því miðað við heimsmarkaðsverð á gulli í dag, sem hefur ekki verið hærra í aldarfjórðung, meðal ann- ars vegna hás orkuverðs og lágs gengis Bandaríkjadals, fengjum við rúman 2,1 milljarð fyrir það. Þessi upphæð er samt aðeins um þrjú prósent af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Ólíkt því sem margir halda er gullið ekki geymt í hvelfingum Seðlabankans heldur sér Eng- landsbanki um vörslu þess fyrir okkur. Fyrir hönd Seðlabankans lánar Englandsbanki gullið, eða öllu heldur tryggingu út á það, til þeirra sem á því þurfa að halda og höfum við örlitlar vaxtatekjur af því sem vitaskuld eru greiddar í meira gulli. Þannig jókst gullforði okkar um 616 únsur á síðasta ári, þar af voru 199 únsur keyptar sérstaklega en 417 komu í formi vaxtatekna, jafnvirði þrettán milljóna króna. Notist í neyð Þar sem gullforði seðlabankanna skiptir ekki sköpum fyrir alþjþóða- hagkerfið segir Gylfi sáralítið vera selt úr honum eða bætt við. „Flestir vildu mjög gjarnan losna við hann og fá einhverjar gagnlegar eignir fyrir en það er samkomulag um að seðlabankar heims hrófli sem minnst við gullforða sínum því færu þeir að selja gull í stórum stíl myndi gullverð augljóslega hrynja. Þetta er þvílíkt magn að enginn gæti nýtt allt þetta gull.“ Engu að síður er almennt talið gott að eiga gull til að grípa til í neyð þar sem því er auðvelt að koma í verð og það hefur raun- verulegt gildi, ólíkt peningaseðlum sem eru einungis pappír. Á tímum kreppunnar miklu á fjórða ára- tug síðustu aldar flýtti fólk sér að skipta sparifé sínu í gull og hafði það svo neikvæð áhrif á gengið að Roosevelt forseti bannaði gull- söfnun, nema í formi skartgripa. Þessu banni var ekki aflétt fyrr en 1975 en þá hafði gullfóturinn verið afnuminn. Á sama hátt snarhækk- aði heimsmarkaðsverð á gulli í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 en þá skapaðist um tíma mikið óvissuástand í alþjóða- hagkerfinu. Gull hefur þannig haldið gildi sínu í heiminum hvað sem öllum breytingum á alþjóðasamskiptum og viðskiptum líður. Eftirspurn eftir fallegum skartgripum helst svo auðvitað alltaf stöðug enda fóru ríflega sjötíu prósent heimsfram- leiðslu síðasta árs í gullhringa, keðjur og úr af ýmsu tagi. ■ SEÐLABANKI ÍSLANDS Gullforði Seðlabankans er ekki geymdur í húsakynnum hans við Kalkofnsveg heldur í Lundúnum. Gullið tekur þar jafn mikið pláss og sjónvarpstæki af hefðbundinni stærð. MYND/ Gullið er konungur góðmálmanna GULLIÐ GLÓIR Talið er að ef öllu gulli sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi væri hnoðað í kúlu væri hún aðeins 27 metrar í þvermál. 75 prósent alls þess gulls hefur verið grafið úr jörðu á síðustu hundrað árum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES North Face í jólapakkann GYLFI MAGNÚS- SON „Megnið af gulli heims er í vörslum og hirsl- um seðlabanka og safnar þar ryki.“ MYND/GVA GULLFORÐI NOKKURRA RÍKJA Flest ríki heims geyma einhvern hluta gjaldeyrisforða síns í gulli sem grípa má til ef allt annað þrýtur. Alþjóðagullsambandið (World Gold Council) heldur skrá yfir gjaldeyris- forða þeirra ríkja sem á annað borð gefa slíkt upp. Bandaríkin 8.133 tonn Þýskaland 3.427 tonn Frakkland 2.892 tonn Kína 600 tonn Rússland 386 tonn Svíþjóð 155,4 tonn Danmörk 66,5 tonn Finnland 49,1 tonn Ísland 2 tonn Malta 0,1 tonn Áform um gullvinnslu í Þormóðsdal sýna svo ekki verður um villst að gull heldur gildi sínu hvað sem tautar og raular. Sveinn Guðmarsson lét glepjast af góðmálminum gyllta og komst að því að gullforði Seðlabanka Íslands er metinn á rúma tvo milljarða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.