Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 49
TILKYNNINGAR ATVINNA SUNNUDAGUR 11. desember 2005 11 C M Y CM MY CY CMY K Bifvelavirkjar.ai 12/9/05 11:50:30 AM Áhugaverð störf í boði MENNINGAR- OG FERÐAMÁLASVIÐ Bókaverðir í Sólheimasafn Verkefnin eru m.a. þjónusta við gesti/notendur, afgreiðsla, frágangur og uppröðun safnefnis og starf með börnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Auk góðrar íslensku- kunnáttu er nauðsynlegt að geta lesið og talað annað tungumál. • Grunnþekking í notkun tölva. • Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. • Viðkomandi verður að hafa ánægju af mannlegum sam- skiptum og vera fær um að vinna í hópi. • Áhugi á lestri og bókmenntum. Meirihluti starfsmanna Borgarbókasafns eru konur og eru karlar því sérstaklega hvattir til að sækja um. Vinnutími er breytilegur því safnið er opið á kvöldin og um helgar. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Óttarsdóttir, safnstjóri, aslaug.ottarsdottir@reykjavik.is. Laun og kjör skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og St. Rv. Umsóknir berist Önnu Torfadóttur, borgarbókaverði, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík eigi síðar en mánudaginn 19. desember n.k. Á heimasíðu Borgarbókasafns, www.borgarbokasafn.is eru nánari upplýsingar um starfsemina. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menningar- og ferðamálasvið ber ábyrgð á menningarmálum og rekstri menningarstofnana Reykjavíkurborgar í umboði menningar- og ferðamálaráðs. Sviðið sinnir ferðamálum og ber m.a. ábyrgð á heild- stæðri kynningu á Reykjavík og rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Þá sér sviðið jafnframt um skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða og hátíða s.s. Vetrarhátíðar og Menningarnætur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar – skrifstofu gatna- og eignaumsýslu, er óskað eftir umsóknum verktaka til þátttöku í væntanlegum lokuðum útboðum og/eða verðkönnunum vegna viðhaldvinnu o.fl. á fasteignum borgarinnar á eftirfarandi starfsviðum: • Blikksmíði Loftræstikerfi, rennur og niður föll, hreinsun loftstokka • Múrverk Múrviðgerðir utanhúss, almennar viðgerðir • Húsasmíði Almenn viðhaldsvinna utanhúss og innan. • Innréttingar Sérsmíði innréttinga og hurða. • Pappalagnir Ýmsar viðgerðir og endurnýjun á þakpappa. • Raflagnir Almennt viðhald og endurbætur. • Pípulagnir Almennt viðhald og endurbætur • Járnsmíði Ýmiskonar sérsmíði • Málun Ýmiss viðhaldsvinna og endurmálun. • Garðyrkja Endurbætur á lóðum • Dúkalögn Gólfdúkalagnir • Steypusögun Steypusögun, múrbrot og kjarnaborun • Jarðvinna Ýmiskonar jarðvegsframkvæmdir • Stíflulosun Losun á stíflum og hreinsun lagna • Þrif Ýmiskonar þrif fasteigna ofl. Einungis þeir verktakar koma til greina, sem eru í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld og opinber gjöld. Þeir verktakar sem áður hafa skilað umsókn, þurfa að endurnýja umsókn sína. Umsóknareyðublöð fást afhent í upplýsingaþjón- ustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu Innkaupa- og rekstrarskrifstofu, www.reykjavik.is/utbod Umsóknum ásamt umbeðnum gögnum, skal skilað til upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, eigi síðar en 28. desember 2005. Leyfilegt er að senda útfyllta umsókn sem og umbeðin gögn, á faxnúmerið 411 1048. 10647 VIÐHALDSVINNA Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Einnig eru lögð fram til upplýsinga fornleifaskrá Seltjarnarness ásamt athugasemdum og umsögnum stofnana og sveitarfélaga. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis frá og með 12. desember 2005 til og með 12. janúar 2006 á eftirtöldum stöðum: Á Bókasafni Seltjarnarness, á heimasíðu sveitarfélagsins www.seltjarnarnes.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna og skulu þær hafa borist skrifstofu Seltjarnarnesbæjar eigi síðar en 27. janúar 2006. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. S E L T J A R N A R N E S B Æ R Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að efna til prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006. Prófkjörið fer fram laugardaginn 28. janúar 2006. Hér með er auglýst eftir framboðum. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til borgarstjórnar Reykjavíkur og eru félagsmenn í Framsóknarflokknum. Framboðum skal skila skriflega til skrifstofu Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33 (2. hæð), 101 Reykjavík. Yfirlýsingu um framboð skal fylgja mynd og stutt æviágrip. Framboðsfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 29. desember 2005. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 540 4300. Stjórnir kjördæmasambanda framsóknarmanna í Reykjavík. Út er komin ný útgáfa af Verðbanka Hönnunar fyrir húsbyggingar og þéttbýlistækni. Verðbanki Hönnunar fæst keyptur í eftirfarandi hlutum: Húsbyggingar, yfir 2.500 grunn- og einingarverð Ákveðnir kaflar úr húsbyggingum; -Jarðvinna og burðarvirki - Frágangur utanhúss - Tæknikerfi Þéttbýlisbanki, yfir 700 grunn- og einingarverð. Verðbankinn er á verðlagi í nóvember 2005 Upplýsingar um Verðbanka Hönnunar er að finna á heimasíðu Hönnunar: www.honnun.is Grensásvegi 1 | 108 Reykjavík | Sími: 510 4000 | Fax: 510 4001 Hö nn un Nóvember 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.