Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 60
 11. desember 2005 SUNNUDAGUR28 á framhaldsstigi háskólanáms Á hverju ári veitir Landsvirkjun styrki til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms sem eru að vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi. Á árinu 2006 verður varið samtals 3 milljónum króna í námsstyrki og verður styrkjunum úthlutað í apríl næstkomandi. Hver styrkur verður að lágmarki 400 þúsund krónur. Markmiðið með námsstyrkjunum er að efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu sviðum sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsíðu fyrirtækisins. Styrkjunum er ætlað að standa undir hluta af kostnaði við lokaverkefni sem hafin eru eða munu hefjast á árinu 2006. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á verkefninu, meðmæli leiðbeinanda og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „Námsstyrkir Landsvirkjunar 2006“ Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkveitinguna og starf- semi Landsvikjunar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir@lv.is. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2005. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. M IX A • fí t • 5 1 0 1 4 Landsvirkjun auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna meistara- eða doktorsverkefnaLandsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Fyrirtækið býður viðskiptavinum bestu lausnir í orkumálum og tryggir með því grundvöll nútíma lífsgæða. Landsvirkjun fæst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála. Það er helsti raforkuframleiðandi landsins og er í for- ystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa í gegnum tíðina verið meðal stæstu framkvæmda í landinu. Landsvirkjun rekur umfangsmikla fjármálastarf- semi á alþjóðamarkaði vegna fjármögnunar á verkefnum fyrirtækisins. Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns með fjölbreytta menntun. Dótturfélög eru þrjú talsins og er Landsnet þeirra stærst. Þá á Landsvirkjun hlutdeild í mörgum félögum, innlendum og erlendum, á sviði orkumála, fjarskipta, ráðgjafar og framkvæmda. Landsvirkjun stefnir að því á hverjum tíma að vera í fararbroddi í framsækinni nútíma stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfs- þróunar. Styrkir til nemenda Vísindamenn telja enn á ný að jörðinni kunni að stafa ógn af smástirni. Það sem nú um ræðir hefur fengið nafnið Apophis eftir hinum egypska guð eyðileggingar- innar. Gert er ráð fyrir að leiðir þess og jarðarinnar geti legið saman nokkrum sinnum kringum árið 2030 en hættan á árekstri verði mest árið 2036. Daglega verður jörðin fyrir endalausu regni loftsteina, sem langflestir brenna upp og eyðast í lofthjúp jarðar. Stöku steinn er þó það stór að leifar hans ná til jarðar og árlega berast frétt- ir af slíkum steinum sem detta af himnum ofan, án þess þó að valda umtalsverðu tjóni. Saga jarðar ber þess hins vegar ótvíræð merki að mjög stórir loftsteinar hafa af og til skollið til jarðar með ógnvæn- legum afleiðingum. Þannig hefur því verið haldið fram að gríðar- stór loftsteinn sem skall til jarð- ar á Yucatanskaga í Mexíkó fyrir einum 65 milljónum árum, hafi orðið risaeðlunum að aldurtila. Dularfull sprenging í Síberíu Síðan mannskepnan komst til vits og ára eru engar öruggar heimild- ir fyrir stórárekstrum loftsteina og jarðar, en þó álíta margir vís- indamenn að dularfull sprenging sem varð í Tunguska í Síberíu árið 1908 og varð fjölda manns að bana, hafi orsakast af því að lofsteinn sprakk í tætlur skammt frá jörðu. Hefur orka sprengingarinnar verið reiknuð allt að þúsund sinn- um meiri en kjarnorkusprengj- urnar sem Bandaríkjamenn vörp- uðu á Hiroshima undir lok síðari heimsstyrjaldar. Hættustig fjögur Nú telja bandarískir vísindamenn hins vegar að stórt smástirni sem fyrst varð vart við um mitt ár í fyrra, geti hugsanlega rekist á jörðina á næstu áratugum. Um er að ræða stein sem er um 320 metrar í þvermál. Tölva hjá NASA, bandarísku geimvísindastofnuninni, reiknaði fyrst út að braut smástirnisins gæti legið hættulega nærri jörðu föstudaginn 13. apríl árið 2029. Og hættustig þessa var metið tveir á Torinoskalanum svokallaða sem nær upp í tíu. Nokkrum dögum síðar var búið að endurmeta stöð- una og hættustigið komið upp í fjóra sem er það hæsta sem nokkurt smástirni hefur fengið hjá NASA. Skalinn er reiknaður þannig að einn þýðir mjög lítið tjón á afmörkuðu svæði en tíu stórfelldar náttúruhamfarir sem yrðu stórum hluta mannkyns að fjörtjóni. Fer hjá í fyrstu atrennu Vísindamenn hafa nú reiknað út braut Apophis með enn meiri nákvæmni en fyrr og segja að hættan á árekstri árið 2029 sé til- tölulega lítil þar sem allt bendi til að steinninn fari framhjá jörðinni í um þrjátíu þúsund kílómetra fjar- lægð. Það er þó nógu nálægt til að ferlíkið verður greinilega sjáan- legt með berum augum. Til dæmis um að þessi fjarlægð er ekki svo ýkja mikil þegar geim- urinn er annars vegar, má geta þess að þeir fjarskiptahnettir sem sveima hvað lengst frá jörðu eru í um 35 þúsund kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar, þannig að steinninn fer töluvert nær en þeir. 13. apríl 2036 En þó svo að við sleppum við Apophis 2029 erum við ekki laus við hann þar með því vísinda- mennirnir telja líklegt að smást- irnið muni verða fyrir áhrifum af aðdráttarafli jarðar í þessari fyrstu ferð framhjá okkur. Og það mun hafa þær afleiðingar að braut steinsins breytist á þann veg að hann getur orðið æ nærgöngulli við jörðina. Og ef allt fer á versta veg þá getur þessi samdráttur Apophis og móður jarðar náð hámarki þann 13. apríl 2036 með því að steinninn rekist á jörðina. Stuggað við grjótinu Auðvitað byggist þessi hugsanlega atburðarás á útreikningum sem ef til vill eru ekki svo nákvæmir þegar reiknað er þrjátíu ár fram í tímann. Vísindamenn vilja þó ekki útiloka að þetta geti gerst og hvetja til þess að menn fylgist gaumgæfi- lega með Apophis og ferðum hans á næstu árum. Og NASA-menn hafa sett fram drög að aðgerða- áætlun til að verjast hugsanlegum árekstri Apophis og jarðar. Þar er bent á þann möguleika að senda geimfar til móts við smá stirnið sem ætlað væri að stugga við því með einhverjum hætti; nægilega mikið til að breyta braut þess þannig að það lendi ekki inn á áhrifasvæði aðdráttarafls jarðar. Hollywood á undan Slík aðgerð minnir óneitanlega mikið á Hollywood-stórmyndina Armageddon frá 1998 þar sem Bruce Willis og aðrar ofurhetjur fara einmitt á geimfari til móts við smástirni sem ógnar tilveru jarðar. Tilgangurinn er að lenda á geimgrýtinu, koma þar fyrir kjarnasprengjum og sprengja steininn í smærri hluta sem brunn- ið geta upp í gufuhvolfinu. Allt gengur þetta eftir en vitanlega ekki fyrr en á síðustu stundu og eftir miklar hremmingar einsog vera ber í alvöru Hollywood-mynd. Nægur tími til stefnu Og það er kannski dæmi um að ímyndunarafl handritshöfunda Hollywood-mynda er ekki alltaf svo fjarri raunveruleikanum að NASA-menn telja það fyllilega raunhæfan möguleika að senda geimfar til móts við smástirni á borð við Apophis í því augnamiði að breyta braut þess. NASA tekur þó fram að verkefni sem þetta taki að minnsta kosti tíu til tólf ár í undirbúningi og framkvæmd. Þeir segja því enga ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu nú; það nægi að hefja þennan undirbúning kringum árið 2020 og þá verði aukinheld- ur hægt að reikna braut Apophis mun nákvæmar en nú. Með þessu er NASA ekki að leggjast gegn því að geimfar verði sent fyrr til móts við loftsteininn og segist stofnunin í sjálfu sér fagna því að fá tæki- færi til að rannsaka fyrirbæri sem þetta hvenær sem er ef fjármunir fást til slíks. Smástirnið Apophis getur ógnað jarðlífi BRAUT APOPHIS FRAM HJÁ JÖRÐINNI 13. APRÍL 2029 Skýringarmyndin sýnir glöggt hversu nærri jörðu Apophis fer þann örlagaríka dag 13. apríl 2029. Hvíta þverstrikið sýnir frávik brautarinnar en það hleypur einungis á örfáum þúsundum kílómetra sem er hverfandi stærð í þessu sambandi. Sporbaugur Tunglsins Tunglið Jörðin Jörðin St ef na lo fts te in sin s 30.000 km ÁREKSTUR LOFTSTEINS OG JARÐAR Svona hafa kvikmyndagerðarmenn Deep Impact ímyndað sér að áhrifin verði lendi stór loftsteinn á jörðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.