Tíminn - 24.11.1976, Síða 3

Tíminn - 24.11.1976, Síða 3
Miðvikudagur 24. nóvember 1976 mmm 3 „Seinagangur í afgreiðslu Sána hefur valdið miklum erfiðleikum við hitaveituna" — segir Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði HV-Reykjavik. — Þetta hafa verið hrein vandræði. Við fengum á sinum tima, fyrirheit um 230 milljónir króna lán til hitaveitu- framkvæmdanna hjá okkur og var sagt að trúlega myndi Lána- sjóður sveitarfélaganna sjá okkur fyrir þvi. Sá sjóður reynd- ist f sumar ekki hafa nema 100 milljónir upp i lánið, og sfðan hefur þetta verið endalaust strið. Það er aðeins fyrir greiðvikni sparisjóðsins okkar hérna á Siglufirði, svo og langlundargeð þeirra fyrirtækja og stofnana. sem við höfum ekki getað borgað á réttum tíma, að hitaveitufram- kvæmdirnar hjá okkur standast áætlun, sagði Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði, I viðtali við Timann I gær. —- Þetta er búið að velkjast heil- lengi I kerfinu, sagði Bjarni enn- fremur, og þegar málið var endanlega tekið fyrir i rikis- stjórninni, var ákveðið, að þær 130 milljónir, sem upp á vantaði, fengjum við einnig i gegnum lánasjóð sveitarfélaganna, en Seðlabankinn útvegaði féð. Þá gerðist það loks, fyrir skömmu, að við fengum 65 milljónir, sem nægði til þess að greiða skuldir okkar við sparisjóðinn og fleiri aðila næstum þvi alveg, en skuld- irnar voru orðnar nær 70 milljón- ir. Enn stendur þó á þeim 65 millj- ónum, sem eftir eru, en farið var fram á greinargerð frá okkur, þar sem við sýndum fram á, hvað af þvi fé við þyrftum fyrir áramót. Sú greinargerð leiðir i ljós, að við þurfum allt féð fyrir þann tima, og ég vona, að við fáum það nú á næstu dögum, þannig að við getum lokið við hitaveituna i vetur. Við tengdum hitaveituna inn i ein 110 hús i vor, sagði Bjarni að lokum, og í vetur tengjum við af- ganginn, það er 440-450 hús. Hita- veita ætti þvi aö verða komin í öll hús hér næsta vor. Við erum nú að hleypa vatninu á aðalæðarnar, þannig aö hægt verður að hleypa vatni á kerfin i húsunum, jafnóð- um og þau eru tengd. Gsal-Reykjavik. — Þaö er vonazt eftir skýringum jarðfræðinga Raunvisindastofnunar sem allra fyrst, sagði Guðmundur Einars- son verkfræðingur, formaður samstarfsnéfndar um Kröflu- virkjun, sem Iðnaðarráðuneytið skipaði, i samtali við Timann i gær, en samstarfsnefndin hefur krafið jarðfræðingana um frekari skýringar á þeirri auknu hættu, sem þeir teija, að tillögur Orku- stofnunar um gerð varnargarða á Kröflusvæðinu hafi I för með sér fyrir byggðina viö Mývatn. Jarðfræðingarnir eiga að gefa fyllri skýringar á þessari auknu hættu, að sögn Guðmundar, og gera frekari samanburð á sinum tillögum — sem gera ráð fyrir tveimur varnargörðum — og til- lögum Orkustofnunar, sem gera ráð fyrir einum varnargarði. Þá á ennfremur að verðmeta þessar tvær tillögur. — Heimamenn hafa krafizt þess, að farið verði eftir tillögum Raunvisindastofnunar um gerð varnargarða á Kröflusvæðinu, sagði Guðmundur, en samstarfs- nefndin telur, að ekki sé hægt að hefja framkvæmdir fyrr en fyrir liggur nákvæmlega á hvaða for- sendum Raunvisindastofnun byggir sinar tillögur, hvar garð- VINNU- SLYS K.S.-Akureyri. — t gærmorgun varð það slys i nýbyggingu Lund- arskóla á Akureyri, að maður, sem var að vinna við glugga i byggingunni, féll út um hann og niður á jörð — en það var nokk- urra metra fall. Maöurinn var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en meiðsli hans munu ekki vera alvarlegs eölis. arnir eiga að vera og hvernig þeir eiga að liggja — og þess vegna hefur ekki verið hægt að hefja framkvæmdir. Iðnaðarráðherra lét svo um- mælt, þegar honum barst álit Orkustofnunar um Kröfluvirkjun og þær hættur, sem að virkjuninni stafa, að byggingu varnargarða á Kröflusvæðinu yrði lokið fyrir veturinn, enda kom fram I álits- gerð Orkustofnunar, að mestar likur væru á gosi skömmu eftir næstu áramót. — Astæðan fyrir því, að ekki hefur verið hægt að hefja bygg- ingu garðanna, er sú, sagði Guð- mundur, að ekki hefur náðst sam- komulag um gerð þeirra. Al- mannavarnanefnd Skútustaða- hrepps, þ.e. fulltrúi hennar i sam- starfsnefndinni, lagðist gegn til- lögu Orkustofnunar og fulltrúi Al- mannavarna rikisins taldi rétt að leita álits hlutlauss aðila, Raun- visindastofnunar. — Aö fengnu þvi áliti töldu þeir nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að fyrir- byggja aukið hraunrennsli niður i byggðina. Vonumst til að fá þyrlu til að steypa stöpla... — segir bæjarstjórinn á Siglufirði, en þar á að fara að setja upp nýja skíðalyftu — Við höfum verið að þreifa fyrir okkur hjá Landhelgisgæzl- unni, sagði Bjarni ennfremur, og ræddi ég meðal annars við Pétur Sigurðsson um daginn. Hann vildi engu lofa mér, en sagði mér þó að hafa aftur samband við sig, ef við fengjum enga aðra þyrlu til verksins. HV-Reykjavii. —Við erum nú að byrja að byggja undirstööurnar fyrir skiöalyftuna, sem viö höfum keypt, en það þarf að steypa eina átta stöpla undir hana. Það erfið- asta af þvi verki, verða þrir efstu stöplarnir, sem mjög erfitt verður að komast að með cfni. Við erum að vonast til að fá þyrlu til að vinna þetta verk, en ég veit ekki enn, hvernig það kemur til með að ganga, sagði Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði, f viðtali við Timann i gær. Óvanalega kjörsókn í prests- kosningum HV-Revkjavik. Siðastliðinn sunnudag fóru fram prestskosningar i l.augarnessókn i Reykjavík. I rambjóðendur vor’u þar tveir. Jón Dallni Hróbjartsson og Pétur Maack. Kjörsókn i kosningum þessum var óvanalega mikil af prestskosn- ingum að vera. eða urii 74%. Algengt er. að kjörsókn sé jafnvel tölu-* vert iunan \ jð 50%. I'aiið er að orsaka þessarar miklu kjörsóknar sé að leita i þvi. að framhjóðendur liafi verið mjög jafnir að fylgi og þvi hafi kosninga- haráttan veriö óvanalega hörð. Atkvæði verða talin á morgun. sswmwm Varnargarðarnir við Kröflu: Raunvísindastofnun krafin um skýringar Lítið um órekstra á Akureyri K.S.-Akureyri. — Að sögn Arna Magnússonar varðstjóra lögregl- unnar á Akureyri hefur verið til- tölulega rólegt hjá lögreglunni að undanförnu, og þrátt fyrir þaö, að töluverð hálka hafi verið á götum bæjarins um siðustu helgi, urðu árekstrar ekki fleiri en gengur og gerist og yfirleitt aðeins smá- vægilegir. Árni taldi, að ökumenn væru nú orðið flestir vel undir það búnir að mæta snjó og hálku, og þakkaði hann það öðru fremur, hve um- ferðin hefði verið svo til slysalaus að undanförnu. Eldur í Slipp- stöð- inni K.S.-Akureyri. — Síödegis i gær var slökkvilið Akureyr- ar kvatt að Slippstöðinni á Akureyri. Vcriö var aö raf- sjóða i skut togarans Gull- vers, og kviknaði þar i segli, sem strcngt var fyrir skut- inn. Slökkviliðið komst fljót- lega fyrir eldinn, og skcmmdir urðu óverulegar. ■ ■ .11,,. ■■■■■<* Sviptingar í Landsmdlafélaginu Verði Landsmálafélagið Vörður hefur iöngum verið taliö einn af traustustu hyrningarstein- um Sjálfstæðisflokksins, sem i sjálfu sér cr ekki óeölilegt, þegar á þaö er litiö, að félagiö er eldra en flokkurinn, og kjarninn i Sjálfstæðisflokkn- um viö stofnun hans 1928 er einmitt frá Verði kominn. Atök og sviptingar, sem orðiö hafa f Landsmálafélaginu Verði á undanförnum árum og áratugum hafa jafnan þótt spegla i hnotskurn stærri átök i SjálfstæðisfJokknum. í fyrrakvöld var haldinn aðalfuiulur I félaginu, og áttu sér stað nokkrar sviptingar um stjórnarkjör, bæöi hvaö varöar kjör formanns og með- stjórnenda. Var Björgólfur Guömundsson iðnrekandi kjörinn formaður meö 149 at- kvæðum, en Bjarni Helgason jarðvegsfræöingur hlaut 61 at- kvæði. Uppstillingarnefnd gerði tillögu um Björgólf I stað Ragnars Júlfussonar borgar- fulltrúa, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, en Ragnar var formaður uppstillingar- nefndar og þvi ekki kjör- gengur. Þykir Björgólfur öfgalaus og tilheyrir miöjuarmi flokksins. Ragnar Júl. fráfarandi form. og form. uppstillingar- nefndar. Bjarni Helgason var aftur á móti frambjóöandi þeirra afla i flokknum, sem eru lengst til hægri og öfgafyilst. Hófsamari öflin urðu ofan á En þaö voru ekki einungis á- tök um formannssætiö. Kjósa átti sex meðstjórnendur og komu fram ellefu tillögur. Skiptust atkvæöin milli hinna ellefu frainbjóðenda á eftir- farandi liátt: 1. Hilmar Guðlaugsson ntúr- ari (156), 2. Brynjólfur Bjarnason hagfr. (152), 3. Guömundur óskarsson bifrstj. (149). 4. Aslaug Ragnars blaðam. (137), 5. óttar Októs- son verzlm. (126), 6. óskar V. Friðriksson skrifstofumaður (125). Þessi sex náðu kjöri i stjórn- ina en þau voru öll borin upp af uppstillingarnefnd. Næst komu: 7. Gústaf B. Einarsson verkstj. (77), 8. Jónas EHas- son prófessor (64), 9. Sigriöur Valdimarsdóttir skrifari (50). 10. Ingibjörg Rafnar lögfræö- ingur (43) og 11. Egill Snorra- son verzlm. (39). Þeir, sem náöu kosningu, tilheyra hinum hófsamari öfl- um innan flokksins, t.d. As- laug Ragnars blaöamaöur viö Mbl. Annars er athyglisvert, hvað aðrir kvenkyns fram- bjóðendur urðu aftarlega. Sig- riður Valdimarsdóttir telst til hægri, cn Ingibjörg Rafnar er fulltrúi rauðsokkahreyfingar- innar innan flokksins. Raunar var lngibjörg ekki á fundinum og var borin upp aö henni for;. spurðri. Er álitiö, að hún heföi náð kosningu hefði hún sótzt eftir því. Ekki átök tveggja arma Það, sem einkum er at- hyglisvert i sambandi viö þessar sviptingar, er það, að ekki áttu sér stað raunveruleg átök milli Gunnars-armsins og Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.