Tíminn - 24.11.1976, Síða 10
10
MiOvikudagur 24. nóvember 1976
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
11
f' '
„Það þarf að hlúa að börnum eins
og hverjum öðrum græðlingum,
semvaxa og verða að nytjaskógi,"
segir Jódís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Félags einstæðra foreldra
Þessa viku verður
efnt til umræðu um
dagvistarmál og kynn-
ingar á þeim i fjölmiðl-
um landsins að for-
göngu hóps áhugafólks.
Timinn mun leggja sitt
til þeirra umræðna, og
birtist hér viðtal við Jó-
disi Jónsdóttur fram-
kvæmdastjóra F élags
einstæðra foreldra.
Jódis hafði þetta að
segja:
„Hvaö dagvistunarmál barna
varðar, þá hefur Félag ein-
stæðra foreldra beitt sér fyrir
þvi sérstaklega, aö komiö veröi
á stofn skóladagheimilum.
Þessi tegund dagvistunarstofn-
ana er tiltölulega ung hér á
landi, en hefur hins vegar
þekkzt lengi viöa erlendis, m.a.
hjá nágrönnum okkar á Noröur-
löndum. Fyrsta heimiliö af
þessu tagi var stofnaö hér áriö
1970, og siöan hafa þrjú bætzt
við. Nú eru níutiu og tvö pláss
fyrir allt Reykjavikursvæöið á
þessum fjórum heirhilum, sem
verður aö teljast með öllu óviö-
unandi. Þegar F.E.F. hóf aö
vinna aö þessum málefnum,
mætti þaö miklum skilningi
borgaryfirvalda og var vel á
málum haldið af þeirra hálfu.
Byrjunin lofaði þvi góöu, en
framhaldiö hefur ekki verið i
samræmi viö þaö. Tel ég, aö
rikisvaldið hafi þar veriö mikill
dragbitur. Alþingismennirnir
okkar virðast t.d. lifa i eins
konar draumveröld, útildcaðir
frá þvi, sem raunverulega er að
gerast og án tengsla viö þau fé-
lagslegu vandamál, sem eru á
höfuöborgarsvæðinu. Borgar-
yfirvöld aftur á móti eru miklu
skilningsbetri, enda hafa þau
þessi vandamál inni á sér.
Skóladagheimilin taka viö,
þegar almennum dagvistar-
stofnunum, þ.e. dagheimilum
og leikskólum, sleppir. Haustið,
þegar börnin eru sex ára, byrja
þau á skóladagheimilum og
geta verið þar fram til tólf ára
adurs, en i flestum tilfellum eru
þau þar, þar til þau eru niu eða
tiu ára. Ástæöa er til aö taka
fram, að börn einstæðra for-
eldra hafa algjörlega forgangs-
rétt til þessara heimila. Börnin
eru þarna allan daginn meðan
foreldrið er i vinnu og er mjög
vel um þau séð. Þau fá mat, eru
send.i skólann á réttum tlma,
tekið er á móti þeim að honum
loknum og þau aöstoöuö við
heimanámiö. Af þessu leiðir, aö
foreldrar, sem vita af börnum
sinum þarna i öruggum hönd-
um, geta verið alveg áhyggju-
lausir allan daginn. Það er
mikill galli á skólakerfi okkar,
að skólar skuli ekki vera ein-
setnir, þ.e. aö börnin hafi þar
ákveðinn vinnutima geti fengið
þar mat og hafi lokiö öllum
heimaverkefnum sinum áður en
þau fara heim. Þess i stað veröa
þau aö fara svöng heim I tóma
ibúð og biöa þar eftir aö for-
eldrarnir komi heim úr vinnu,
dauöþreyttir og oft önugir,
þannig að þeir gefa sér ekki
tima til aö sinna ýmsum for-
eldraskyldum, svo sem aö
hjálpa börnum sinum með lexi-
urnar.
Hér á landi rikir svokallaö
jafnréttiiskólagöngu. Það erþó
aðeins i orði, þvi aðstæður á
heimilum skapa mismun milli
barna.
Eins og fram kom áöan, þá
eru þaö börneinstæöra foreldra,
sem hafa forgangsrétt til skóla-
dagheimilisveru. Þaö erendaal-
gjört 'lifsspursmál fyrir ein-
stæöa foreldra, að þeirfái gæzlu
fyrir börn sin. Inn í þetta spinnst
reyndar láglaunabaráttan, þvi
yfir leitt er þetta láglauna-
fólk, sem verður aö vinna allan
daginn til að komast af.
Framlag það, sem einstæð
Jódis Jónsdóttir.
móðir fær frá fööur barns síns
og riki, er ekkert til að hrópa
húrra yfir, og aö minu áliti er
henni aðeins greitt þaö til mála-
mynda, þvi i reyndinni er það
langt i frá nægjanleg upphæð til
að framfleyta barni. Frá föður
barnsins fær hún styrk i formi
meðlags (sem duga á til að
greiða helming framfærslu-
kostnaðar þess) kr. 11.334
mánaöarlega og frá rikinu
mæðralaun, sem nema kr. 1.944.
Samtalsgerir þetta þá kr. 13.278
á mánuöi.
Gjald fyrir gæzlu á barna-
heimilum Sumargjafar svo og á
sköladagheimilunum er tólf
þús.kr. á mán. Þetta gjald er þó
aöeins 40% af raunverulegum
dagvistarkostnaði. Hin 60%
greiðir borgin, en rikið hefur
hætt þátttöku i rekstri dag-
vistunarheimila. Þrátt fyrir að
einstæðir foreldrar og náms-
menn séu forgangsflokkar að
dagvistunarheimilum vantar
400 pláss til aö fullnægja þörf
þeirra einna. Eru u.þ.b.
fimmtiu börn á biðlista við þau
skóladagheimili, sem fyrir
hendi eru. Þau börn, sem ekki
komast að, fara i einkagæzlu,
sem kostar kr. 20.000 á mán. Af
þvi greiðir borgin sex þúsund,
en foreldrar mismuninn. Það
sem faðir og riki greiða, nægir
þvi ekki fyrir dagvistarkostnaði
á einkaheimili. Móðirin verður
að greiða það, sem upp á
vantar. Hún fær aðeins greidda
gæzlu barnsins á meöan hún er
að vinna fyrir öllum öðrum
þörfum þess, og þarf auðvitaö
ekki að taka það fram, að
gæzlan á börnunum utan barna-
heimilanna er einskis metin. En
það vita allir, sem hugsað hafa
um börn, að fram til niu ára
aldurs þurfa þau gæzlu allan
sólarhringinn. Á þessu stigi
málsinsertómtmálaðtala um,
að móðirin gæti verið heima hjá
barni sinu og i fjölmörgum til-
fellum er eina ráðið til að láta
enda ná saman að búa heima
hjá pabba og mömmu.
Mikilvægt er, at það komi
fram hér, að það eru ekki ein-
asta einstæðir foreldrar, sem
eru illa staddir. Þetta gildir um
allt láglaunafólk, þar sem báöir
foreldrarnir verða að fara út á
vinnumarkaðinn til að sjá
heimilinu farborða. Börn frá
þessum heimilum eru oft jafn-
illa sett og börn einstæðra for-
eldra. 1 þeim tilfellum, sem um
mjög erfiöar heimilisástæður er
að ræða, veikindi eöa þvi um
likí, fa þó börn af þessum
heimilum inni á dagvistarstofn-
unum.
Það er krafa F.E.F. og
annarra i dag, að til þess að að-
staða til náms og vinnu verði
jöfnuð, verður að koma á fót
fleiri dagvistarheimilum. Til aö
svo megi verða, verður aö opna
augu stjórnvalda þannig að þau
geri sér ljóst hversu brýn nauð-
syn þetta er. Þeir aðilar, sem
sjá um börn, gamalmenni eöa
sjúklinga, hafa þyngri fram-
færslubyrðar en aðrir. Það sem
rikið gerir til aðlétta undir með
t.d. barnafólki, er allsendis
ófullnægjandi. Barnabætur i
formi skattlækkunar er ekki
nóg, og sizt i þjóöfélagi sem
okkar þar sem verðlag á nauð-
synjavörum hækkar jafnt og
þétt, þvi það kemur einmitt
verst niður á barnafólkinu.
Annað dæmi um skilningsleysi
yfirvalda er, að barnakennur-
um skuli ekki vera borguð
sómasamleg laun, á sama tima
og stórfé er ausið i fyrirhyggju-
lausar framkvæmdir. Barna-
kennarar hafa áreiðanl. mikil
áhrif á börn i mótun og þvi er
mikilvægt, að til þeirra starfa
ráðist fólk með menntun og
hæfileika. Yfirvöld sem og al-
menningur verða að gera sér
grein fyrir þvi, að þetta er þjóð-
félagslegt vandamái, og móta
þyrfti heildarstefnu i málefnum
barna á Islandi. Þetta eru nýir
skattgreiðendur og koma allri
þjóðinni við. Þau munu siöar
erfa mistök okkar.
Aðrar þjóðir gera sér grein
fyrir þvi að hlúa þarf að börnum
eins og hverjum öörum græöl-
ingum, sem vaxa og verða að
nytjaskógi. Hér á landi er þvi
hins vegar þannig farið, að það
virðist einkamál foreldranna
hversu margir kalkvistir verða i
þessum skógi.
(JB)
„Ef ekki kemur til stór-
aukin aðstoð við íbúa 3ja
heimsins, þá
ráðast þeir
á okkur með
vopnavaldi
og taka
Evrópu,"
segir Halfdan AAahler,
framkvæmdastjóri WHO
HV-Reykjavik. 1 siðustu viku
dvaldist hér á landi Halfdan
Mahler, aðalframkvæmdastjóri
Alþjóða-heilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO). Mahler hef-
ur gegnt embætti þessu i þrjú ár
og er jafnframt þriðji maður-
inn.sem gegnir þvi, en þetta er i
fyrsta sinn, sem framkvæmda-
stjóri þessarar stofnunar heim-
sækir tsland.
Aður en Mahler hélt aftur ut-
an, boðaði hann blaðamenn til
fundar við sig og ræddi við þá
eina siðdegisstund. Hér fer á
eftir inntakið úr þvi, sem hann
sagði þar.
Hvað er WHO?
— Aður en við reynum að gera
okkur grein fyrir þvi hvað WHO
er, verðum viö að leiða hugann
að þvi hvað heilbrigði er.Er
heilbrigði einkaréttindi þeirra,
sem bezt eru settir i þjóðfélag-
inu, eða er hún einhvers konar
lifseiginleiki, sem allir eiga rétt
til?
Ef við gerum ráð fyrir, að sú
skilgreining, sem WHO hefur
barizt fyrir — það er að heil-
brigði og viðunandi heilsufar sé
réttur hins fátæka, jafnt sem
hins rika — þá vaknar sú spurn-
ing, hvar ábyrgðin liggur. Ber-
um við aðeins ábyrgð á okkar
eigin heilsu, eða berum við
sameiginlega ábyrgð á heilsu
alls mannkyns?
Þá erum við komin að þvi,
hvað WHO er. WHO er núna
stofnun, sem miðar að þvi, aö
við gerum okkur grein fyrir þvi,
að mannkynið ber allt ábyrgð-
ina á heilsufari hvar sem er i
heiminum. Við verðum aö
standa saman og starfa saman
að þvi að bæta heilsufar, vinna
gegn sjúkdómum og útbreiöslu
þeirra og sjá til þess.að hver og
einn geti notið þessara réttinda
sinna, að hafa viðunandi heilsu.
t þessu sambandi er rétt aö
benda sérstaklega á, að WHO er
ekki samtök lækna eða heil-
brigðisstéttanna, heldur heil-
brigðismálastofnun.
Aukin aðstoö — eða...
I dag dugir okkur ekki aöeins
að viðurkenna ábyrgð okkar i
orði. Þar verður að koma einnig
til athafna, ef ekki á að fara illa.
Ef við viljum forðast þaö, að
eftir fáa áratugi verði veröldin
orðin óhæfur iverustaður fyrir
mannfólkið, þá verðum við að
taka okkur verulega á.
Meginatriðið i dag er stórlega
aukin aðstoð við þriðja heiminn
— aðstoð, sem miðar að þvi, að
ibúar Afriku og Asiu geti innan
skamms tima ráðið við vanda-
mál sin i heilbrigðismálum.
Það er staðreynd, að enn
verða einstakir sjúkdómar, sem
hægt væri með auknu átaki aö
ráða við, milljónum. barna að
bana i Afriku einni. Fleira
mætti einnig tina til, en til þess
Halfdan Mahler, aðal-framkvæmdastjóri Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar.
að þið gerið ykkur grein fyrir
mikilvægi þess, að unnið veröi
að þessum málum af krafti, vil
ég fullyrða það, að ef ekki kem-
ur til mikið átak til aukinnar að-
stoðar við þróunarlöndin, þá eru
ekki nema fáir áratugir i það, að
langþreyttar þjóðir Asiu og
Afriku hreinlega ráðist inn i
aðra heimshluta, svo sem
Evrópu, með vopnavaldi og
yfirtaki þá.
Þetta er hægt
Þaö er hægt, með einbeittu
starfi, að ráöa við alla sjúk-
dóma — allar farsóttir.
Eitt greinilegasta dæmiö, sem
við höfum núna, er kúabólan,
sem fyrir fáeinum áratugum
varð milljónum manna aö bana
árlega hér i heimi.
t dag er vitað um tvö tilfelli,
og við erum nokkuð vissir um,
að annað þeirra, ung stúlka i
Sómaliu, verður siðasta manns-
barnið, sem tekur veiki þessa.
Herferðin gegn kúabólu hefur
tekið nokkurn tima og hefur
kostað töluvert fé. Hins vegar
skilarhúnsinu nú, þegar þjóðfé-
lög um allan heim geta hætt
bólusetningum við henni, hætt
að reka dýrar heilsugæzlustöðv-
ar og hætt að eyða fé i eftirlit til
aö koma i veg fyrir flutning á
veikinni milli landa.
Þannig má taka alla aðra
sjúkdóma fyrir, hvort sem þeir
heita kúabóla, lömunarveiki,
taugaveikibróðir, malaria eða
annað og það borgar sig fjár-
hagslega, þegar frá liöur.
Aðeins brotabrot af....
Þær tölur, sem nefndar eru i
sambandi við þetta starf, virö-
ast háar, en eru það þó ekki, ef
betur er að gætt.
Ég álit, að riku þjóðfélögin —
þar á meðal það islenzka —
verði að gera sér ljósa þá
ábyrgö, sem hvilir á þeim vegna
heilbrigöismála i öðrum heims-
hlutum, og auka framlög sin til
WHO til nokkurra muna.
Ég hef átt viðræður við ráða-
menn i mörgum aöildarrikjum
WHO, og flestir eru á þvi, að
hægt væri að hækka framlögin.
Aðeins fáein riki, þvi miður þau
stærstu, standa þar i veginum
og vilja ekki hækka framlög sin.
Hitt er svo annaö mál, að
auöugu þjóðfélögin þyrftu ekki
að verja nema örlitlu brotabroti
af aukningu auðs sins til þess-
ara mála — ekki auðnum eins og
hann er i dag, heldur aukningu
hans i framtiðinni — til þess að
þau kæmust i sæmilega höfn.
tsland og hin Norðurlöndin
fjalla mikið um heilbrigðismál
sin, og af þvi hvernig tslending-
ar reka sina heilbrigðisþjónustu
i dag, megum við mikið læra.
Hins vegar verðið þið nú að fara
að framfylgja út á við þvi, sem
þið prédikið inn á við.
Það sem við þurfum i dag, er
ný vakning meðal ungs fólks i
heiminum — þessa unga fólks,
sem nú skortir svo eitthvað til
að berjast fyrir. Vakningar af
þvi tagi varö vart á sjötta ára-
tug þessarar aldar, en nú er eins
og við höfum misst dampinn.
Hún þarf að risa að nýju og
henni þarf aö beita til þess að,
smám saman, gera heims-
byggðinni ljósa ábyrgð sina,
gera ráðamönnum ljóst hvern
fjárhagslegan ávinning það get-
ur haft fyrir þeirra þjóðir, að
aðrar þjóðir njóti sæmilegs heil-
brigöis, og gera öllum ljós
hverjar afleiöingarnar verða, ef
þessu er ekki sinnt.
Tæpitungulaus ævisaga:
Ólafur á Oddhóli vill hafa
sínar konur sjálfur
Ólafur bóndi á Oddhóli á Rangár-
völlum og fyrrum i Alfsnesi á sér
litrika fortið og hefur komið viða
viö. Hann er ekki þekktur að þvi
að skafa utan af hlutunum, og eitt
er vist, að hann talar enga tæpi-
tungu i bók sinni, sem skráö er af
Degi Þorleifssyni og gefin út af
Erni og örlygi. Hann dregur ekk-
ert undan, hvorki af ævintýrum
sinunt né annarra. Ástin hefur
ætiö skipaö mikinn sess i lifi
Ólafs, og liann dregur ekkert und-
an af ástarævintýrum sinum,
hérlendis og erlendis. Hann gerir
góðlátlegt grin að sjálfunt sér og
samferðamönnum sinum, og mun
bók þessi lengi i minnum höfð fyr-
ir bersögli og bragðmikið grin.
1 ólafi á Oddhól mætast margir
eiginleikar, og sumir furðulega
andstæðir. Hann er tápmaður og
hörkutól, sem flýgst einn á við
fimm i illu og hefur sigur, hleypur
i gegnum kúlnahriö eftir brjóst-
birtu handa skipsfélögum sinum
og vandar ekki kveðjurnar
bankastjórum og stjórnmála-
mönnum, þegar hann telur, að
þar skipi köttur bjarnar ból. En
jafnframt er hann hlýr og mildur
og boðinn og búinn til að hlaupa
undirbagga meö ókunnugum sem
kunnugum. Hann er lifsþyrstur
gleðimaður, en jafnframt ódrep-
ano’i vikingur til vinnu, sem á
langri starfsævihefuroft lagt nótt
við dag til aösjá sér og sinum far-
borða.
Eins og vænta mátti talar slikur
maður beint úr pokanum, þegar
hann lituryfirfarinn veg og rekur
æviferil sinn. Hann lýsir atburö-
um af þeirri blátt áfram hlut-
lægni, sem er erfð i hérlendum
frásagnarstil, allt frá þvi að Is-
Ylræktarver
P.Þ. Sandhóli.— 6. nóvember s.l.
var stofnað hlutafélag til bygg-
ingar ylræktarvers i Hveragerði,
og nefnist félagið Ylrækt h.f.
Stofnendur eru tólf að tölu, en
hlutafjársöfnun stendur yfir, og
lendingasögur voru skrifaðar.
Hann segir tæpitungulaust kost
og löst á mönnum, en oflof jafnt
sem hatursfullur rógur á ekki
heima i slikum frásagnarmáta.
Hann segir frá mönnum og mál-
efnum einfaldlega eins og þetta
hefur komið honum fyrir sjónir og
með þeim orðum, sem hann telur
við eiga, án þess að hirða um
hverjir kunni að kætast, reiðast
eða hneykslast. Og um engan
fjallar hann á svo hreinskilinn og
opinskáan hátt i frásögninni sem
sjálfan sig.
í Hveragerði
er hún opin öllum landsmönnum.
Stjórn félagsins skipa Hans
Gústavsson, sem er formaður,
Jónas Björnsson, Bjarni Ey-
vindsson, Jakob Hansen og
Ingólfur Pálsson.