Tíminn - 24.11.1976, Side 12
12
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
krossgáta dagsins
1) Kjúklingar. — 6) Eybúa. —
8) Oðinn. — 10) Máttur. — 12)
Númer. — 13) Rugga. — 14)
Skel. - 16) Góð. — 17) Fugl. -
19) Hundur. —
Lóörétt
2) Rógur. — 3) Gramm. — 4)
Eins. — 5) Maöur. — 7) Klóka.
— 9) Mál. — 11) Sáðkorn. —
15) Fæða. — 16) Ris. — 18)
Keyrði. —
Ráðning á gátu No. 2348
Lárétt
1) Tunna. — 6) Nái. — 8) Odd.
— 10)Tak. —12) Dó, — 13) Ra.
— 14) Dug. — 16) Sið. — 17)
Ell. — 19) Aflát. —
Lóðrétt
2) Und. —3) Ná. —4) Nit. —5)
Koddi. — 7) Skaði. — 9) Dóu.
— 11) Ari. — 15) Gef. — 16)
Slá. — 18) LL. —
xmm
Esáa:
Vócs í' u^e.
LEIGJUM
glæsilega veizlusali
fyrir hvers konar mannfagnað/ svo
sem: árshátíðir, fundi, ráðstefnur,
jólatrésskemmtanir o. f I. hvort sem er
að degi til eða á kvöldin.
Upplýsingar í símum 2-33-33 & 2-33-35.
Vestmannaeyjar
Umboðsmaður óskast til að sjá um dreif-
ingu og innheimtu blaðsins.
Upplýsingar á skrifstofunni, Aðalstræti 7,
Simi 26-500, Reykjavik.
Samsæti
Samsæti til heiðurs prestshjónunum séra
Garðari Svavarssyni og konu hans verður
haldið i Átthagasal Hótel Sögu sunnudag-
inn 28. nóvember kl. 15.00.
Þátttakendur láti skrá sig hjá:
Þorsteini Ólafssyni, sími 3-54-57, Astu Jensdóttur, sími
3-20-60, Ingólfi Bjarnasvni, simi 3-88-30,eigi siðar en föstu-
dagskvöld.
Sóknarnefnd Laugarnessóknar.
Ný Ijóðabók:
Næturfrost
gébé Rvik — Nýkomin er út
ljóðabókin NÆTURFROST eftir
Pétur Onund Andrésson. Ber
bókin nafn af einu ljóðanna, en
alls eru 26 ljóð i bókinni, sem
höfundur gefur sjálfur út. Hann
tileinkar bókina dóttur sinni, en
alls er bókin 43 bls. að stærð og
er fjölrituð i Letri.
—
V.
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu sam-
úð við andlát og jarðarför
Sigurðar Jónssonar
bifreiðarstjóra frá Minni-Völlum, Hvassaleiti 30.
Blessun Guös fylgi ykkur
Sigriður Emilia Bergsteinsdóttir,
Þórir Sigurösson, Asta K. Hjaltalin,
Þuriður Sigurðardóttir, Sigurjón Kristinsson,
Katrin Sigurðardóttir, Ingi V. Arnason,
Jóna Sigrún Sigurðardóttir, Eirlkur Hreiðarsson
og barnabtírn.
í dag
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
Heilsugæzla
Slysavarðstofan: Simi 81200,’
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavík og
Kópavogur, slmi 11100, Hafn-
arfjörður, simi 51100.
Hafnarfjörður — Garðabær:
Nætur- og heigidagagæzla:
Upplýsingár á Slökkvistföð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
völd- nætur- og helgidaga-
irzla apóteka I Reykjavlk
vikuna 19.-25. nóvember er I
Ingólfs apóteki og Laugarnes
apóteki. Þaö apótek sem fyrr
er nefnt, annast eitt vörzlu á
sunnudögum, helgidögum og
almennum fridögum.
Kvtíld- og nætiirvakt: Kl.
17:00-08:00 mánud.-föstud.
simi 21230. A laugardögum .og
helgidögum eru læknastofur
lokaðar, en læknir er til viðtals
á göngudeild Landspitalans,
simi 21230. Upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu
eru gefnar i slmsvara 18888.
Heimsóknartimar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. kl. 18.30 til 19.30.
Laugardag og sunnudag kl.15
tfl 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opiö kl. 9-12 og sunnu-
daga er lokað.
Kvöld-, helgar- og nætur-
varzta er I Lyfjabúð Breið-
holts frá föstudegi 5. nóv. til
föstudags. 12. nóv.
Lögregla og slökkvilið
Reykjavik: Lögreglan sími
11166, slökkviliðið og sjúkra-
bifreið, simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, slökkviliðiö og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Haf narf jörður: Lögreglán
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreiðsimi 51100.
Bilanatilkynningar
Rafmagn: i Rejkjavik og
Kópavogi I sima 18230. 1 Hafn-
arfirði i sima 51336.
^Hitaveitubilanir simi 25524.
“Vatnsveitubilanir simi 85477.
Simabilanir simi 05.
Bilanavakt borgarstofnarta.
Slmi 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 1? siödegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum . er
svarað allan sólarhringinn.
Félagslíf
Ferðafélag lslands heldur
kvöldvöku i Tjarnarbúö
fimmtudaginn 25. nóv. kl.
20.30. Fundarefni: Þú stóðst á
tindi Heklu hám. Pétur
Pétursson þulur flytur erindi
og sýnir skuggamyndir um
leiðangra Paul Gaimard 1835
og 1836. Aðgangur ókeypis en
kaffi selt að erindi loknu. —
Ferðafélag Islands.
Mæðrafélagiö heldur fund
fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20
að Hverfisgötu 21. Spiluð verð-
ur félagsvist.
Stjórnin
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra I
Reykjavík, heldur árlegan
basarsinnsunnudaginn 5. des.
Þeir sem ætla að styrkja bas-
arinn og gefa muni, eru vin-
samlegast beðnir að koma
þeim I Hátún 12 á fimmtu-
dagskvöldum eða hringja
þangað I slma 17868 og gera
viðvart.
Kvenfélag Háteigssóknar.
Fótsnyrting fyrir aldraöa er
byrjuð aftur. Upplýsingar
veitir GuðbjörgEinarsdóttir á
' miðvikudögum kl. 10-12 f.h. s.
14491.'
Kvenfélag Hreyfils heldur
basar i Hreyfilshúsinu við
Grensásveg sunnudaginn 28.
nóv. kl. 2. Félagskonur mætið
allar á miðvikudagskvöld 17.
nóv. kl. 8,30 i Hreyfilshúsinu,
hópvinna fyrir basarinn,
föndurkennari kemur i heim-
sókn. Konur vinsamlega skilið
basarmunum um leið, annars
til Arsólar simi 32103 og Jó-
hönnu simi 36272. Kökur vel
þegnar.
Skaftfellingafélagið I Reykja-
víkheldur basar aö Hallveig-
arstööum sunnudaginn 28.
nóv. Skaftfellingar og aðrir
velunnarar félagsins, sem
ætla sér að gefa muni á basar-
inn, hringi I eftirtaldar konur:
Sigrúnu s. 30815, Jóhönnu s.
34403, Guðrúnu s. 82293, Þór-
unni s. 20484, Þuriði s. 32100 og
Elinu s. 42103.
Arnað heilla
J
Kári Guðmundsson, heil-
brigðisráðunautur, er fimmtlu
og fimm ára i dag, 24. nóvem-
ber. Hann hefur um tuttugu og
fimm ára skeið unnið að heil-
brigðismálum viða um land.
Siglingar
Skipafréttir frá skipadeild SIS
Jökulfellfór i gær frá Harwich
til Bremerhaven og Kaup-
mannahafnar, Svendborgar
og Larvikur Disarfeller i Ala-
borg. Helgafell átti að fara i
gær frá Svendborg til Reyðar-
fjarðar. Mælifell fór i gær-
kvöldi frá Þorlákshöfn til
Helsinki. Skaftafell fer i dag
frá Norfolk til Reykjavikur.
Hvassafellfer i dag frá Hull til
Reykjavikur. Stapafelllosar á
Norðurlandshöfnum. Litlafell
fór 22. þ.m. frá Hornafirði til
Waste.
Blöð og tímarit
Hesturinn i vetrarbúningi i
nýju hefti Iceland Review
Jóla- og áramótahefti Iceland
Review er komið út. Að vanda
er ritið fjölbreytt og litskrúð-
ugt, hefst á grein um Alþingi
eftir Þorstein Pálsson, rit-
stjóra, en myndir frá þing-
störfum tók Guðmundur
Ingolfsson.
Þá er lýsing á heimsókn til
Vestmannaeyja eftir ritstjór-
ann, Harald J. Hamar, þar
sem segir frá daglegu lifi i
Eyjum eftir að megnið af ibú-
unum hefur flutzt þangað aft-
ur eftir gosið. Kemst greinar-
höfundur að þeirri niðurstöðu,
að lífið verði þar aldrei hið
sama og áður var — nema þá
vinnan — og aftur meiri vinna.
Ljósmyndirnar, sem fylgja
þessari frásögn, tóku Guð-
mundur Ingólfsson og Sigur-
geir Jónasson.
Litmyndaseria er af islenzka
hestinum i vetrarklæðunum,
eftir Guðmund Ingólfsson —
og önnur litmyndasería frá
togveiðum um borð i skuttog-
ara, eftir Kristin Benedikts-
son. Aðalsteinn Ingólfsson
skrifar um Kjarval og Lökken
— og myndir af nokkrum list-
munum þeirra fylgja, bæði i
litum og svart hvitu. Loks
skrifar ritstjórinn, Haraldur
J. Hamar um utanrlkisþjón-
ustuna og hin margvislegu
verkefni hennar.
Þetta eintak Iceland Review
er fjórða hefti 1976, sem er
jafnframt 14. árgangur rits-
ins. Uppsetningu og útlithefur
Gisli B. Björnsson annazt að
vanda.
MMáiassvms&s,
hljóðvarp
Miðvikudagur
24. nóvember
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Guðrún Guðlaugsdótt-
ir les söguna ,,Halastjörn-
una’’ eftir Tove Jansson (3).
Tilkynningar kl. 9.30 Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða Drög að útgáfustígu
kirkjulegra og trúariegra
biaða og timarita á tslandi
kl. 10.25: Séra Björn Jóns-
son á Akranesi flytur
fimmta erindi sitt. Morgun-
tónleikarkl. 11.00: Vladimir
Ashkenazý leikur á pianó
.Kreisleriana”, átta fanta-
si'ur op. 16 eftir Robert
Schumann / Elly Ameling
syngur úr „Itölskuljóðabók-
inni” eftir Hugo Wolf:
Dalton Baldwin leikur á
pianó.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna.
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Lögg-
an sem hló” eftir Maj Sjö-
wall og Per Wahlötí Ólafur
Jónsson les þýðingu sina
(3).
15.00 Miödegistónleikar.
Martin Jones leikur á pianó
Fjögur rómantisk smálög
eftir Alan Rawsthorne. Igor
Gavrysh og Tatjana
Sadovskaja leika Sónötu
fyrir selló og pianó eftir
Hindemith. FUharmómu-
sveitin i New York leikur
Klassisku sinfóniuna I D-dúr
op. 25 eftir Prokofjeff:
Leonard Bernstein stjórnar.
15.45 Frá Sameinuðu þjóöun-
um.Soffia Guömundsdóttir
segir fréttir frá allsherjar-
þinginu.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 óli frá Skuld Gisli Hall-
dórsson les (14).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.