Tíminn - 24.11.1976, Page 13

Tíminn - 24.11.1976, Page 13
Miðvikudagur 24. nóvember 1976 13 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Rennsli vatns um berg- grunn Islands og uppruni hvera og linda Dr. Bragi Árnason prófessor flytur annað erindi flokksins um rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Engel Lund syngur Islenzk þjóðlögi útsetningu Ferdinands Rauters. Dr. Páll ísólfsson leikur á pianó. b. Bóndinn á Brúnum Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flytur þriðja hluta frásögu sinnar. c. Visur og kvæði eftir Lárus Salómonsson Valdimar Lárusson les. d. Miðfjarðar- disin Rósa Gisladóttir les sögu úr þjóðsagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar. e. Kynni min af huldufólki Jón Árn- finnsson segir frá. Kristján Þórsteinsson les frá sögnina. f. Haldið til haga Grimur M. Helgason cand. mag. flytur þáttinn. g. Kór- söngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur Söngstjóri: Jón Þórarinsson. Pianó- leikari: Carl Billich. 21.30 Ctvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir” eftir Truman Capote Atli Magnússon les þýðingu sina (9). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (14). 22.40 Djassþátturiumsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miövikudagur 24. nóvember 18.00 Þúsunddyrahúsið. Norsk myndasaga. Hola eikin. Þýðandi Gréta Sigús- dóttir. Sögumaður Þórhall- ur Sigurðsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 18.20 Skipbrotsmennirnir- Astralskur myndaflokkur. 7. þáttur. Steingervingarn- ir. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.45 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Furöuleg listaverk. Sólhlifar úr bambus, Vatnsveitur. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi, Nýjar gerðir flugvéla, Hávaði, hiti og svefn, Veiru- rannsóknir, í'ornleifarann- sóknir neðansjávar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 Á tiunda timanum. Norska popphljómsveitin Popol Ace flytur rokktón- list. (Nordvision — Norska ‘ sjónvarpið) 21.50 Undir Pólstjörnunni. Finnskur framhaldsmynda- flokkur i 6 þáttum, byggður á samnefndri skáldsögu eft- ir Vainö Linna. Leikstjóri Edvin Laine. Aðalhlutverk Aarno Sulkanen, Titta Karakorpi, Matti Ranin, Anja Pohjola og Risto Taulo. 1. þáttur Hjáleigu- bóndinn. Rakin er saga Koskela-ættarinnar frá aldamótunum siðustu og fram á miðja öld. Jussi Koskela, sem er vinnumað- ur á prestssetri, gerist hjá- leigubóndi. Lýst er viðhorf- um og lifsbaráttu kotbónd- ans, en jafnframt er dregin upp mynd af þeim miklu umbrotum, sem urðu i finnsku þjóðlifi á fyrri hluta aldarinnar og hrundu af stað innanlandsstyrjöldinni 1918. Þýðandi Kristin Mantylá. 22.40 Dagskrárlok. Hinrik konung konur hans Eftir Paul Rival hafði fyrstfundizt umvef ja hana eins og reykelsisilmur. En þetta allt hafði í upphaf i orðið hinum unga trúrækna manni ómótstæðilegt. Hinrik var nú farinn að efast um að sambúð þeirra væri Guði þóknanleg, hann efaðist um að Katrín væri dýrlingur, og sér til sorgar komst hann að því að hún var mjög ófullkominn syndari. Hún var jafn illa út garði gerð frá hendi Guði og Satans. Hún var ekki lagleg og hana skorti hugvit til að geta talizt góður rekkjunautur. Hinrik var undrandi að hann hafði ekki f yrr uppgötvað þetta, eða trúað þvi sem vinir hans stað- hæfðu. Hinrik var raunamæddur, er hann nú virti Katrínu fyrir sér hann horfði á stuttan háls hennar, dauf augun og hann hugleiddi að stöðugt var hún þunguð, en alltaf til einskis. Hún var alltaf lasin og hafði hita, í stuttu máli kona, sem í raun og veru var aldrei hægt að koma nálægt, þar að auki var hún hlægilega tepruleg og haldin sjálfsvirðingu, sem allt eyðilagði. Katrín játaði allt fyrir skriftaföður sínum, en hann var óþolandi munkur, sem hún hafði komið með frá Spáni. Að öllu samanlögðu, þá var hún að vísu eiginkona, sem hægt var að virða en ákaflega óf ullkomin- hvílunautur. Hún var vafalaust mikil drottning, en hún var sannarlega engin konungsgersemi. Katrín var allt annað en auðsveip, hún reifst við Hinrik, henni fannst að hún gæti komið fram við mann sinn eins og hann væri barn, vegna þess að hún var sex árum eldri en hann, hún synjaði honum um hinar minnstu skemmtanir, þetta endaði með því að Hinrik fannst hún leiðinleg og fór að litast um eftir ævintýrum, hann hefði svo sem getað sent boð eftir Elísabetu Boleyn, en Katrin hefði komizt að því og hann óttaðist rifrildi hennar, svo var Hinrik ekki sérstaklega hrifinn af Elísabetu, hann þekkti hana of vel og þvi var hún hon- um ekki lengur leyndardómur. Þar sem hann var nú ákveðinn í að syndga, þá ætlaði hann að hafa einhverja ánægju af því. Hinrik gerði Compton að trúnaðarmanni sínum, Compton hafði nóg úrræði, hann hafði samband við hágöfuga konu, hún var af Buckingham ættinni og frænka konungs, þetta var gift koria, hún hafnaði ekki tilboðinu og lofaði þagmælsku. Compton lézt sjálf ur vera ástfanginn af henni, ef til vill hlaut hann sjálf ur eitthvað af blíðu hennar, til þess að undirbúa hana og kenna henni hvers yrði krafizt af henni, hann var að minnsta kosti skálkaskjólið og milligöngumaður. Hinrik fannst lífsþróttur sinn aukast, hann var enn göfuglyndur og vel kristinn og þrátt f yrir líkamsatgervi og krúnuna leyndist enn með honum það mikið af kirkjunnar manni að hon- um fannst æsandi að syndga. Hann hafði ánægju af þægilegum armlögum þessarar nýju ástmeyjar og þar við bættist sú nautn að telja sér trú um að hann yrði að vera mörg ár í hreinsunareldinum til að borga fyrir þessa forboðnu skemmtun. Hann naut þess líka að f ara á bak við Katrínu, en hún komst brátt að hinu sanna. Katrin rannsakaði málið, öll hirðin njósnaði og blaðraði, systir Lady Buckingham var ein af hirðmeyj- um Katrínar, hún varð stórhneyksluð þegar hún komst að svikunum og sagði frá öllu saman, bróðir þeirra systra og æðsti maður Buckingham ættarinnar, mót- mælti kröf tuglega og sagði þetta árás á heiður sinn. Katrín fór grátandi á fund skriftaföður síns, sem lof- aði reiði Guðs, fyrir svo opinberan hórdóm. Katrín og skriftafaður hennar komu af stað svívirðilegu uppþoti, eiginmaður Lady Buckingham neyddist að lokum til að opna augun og taka þátt í uppnáminu, hann fór með konu sina upp í sveit. Hinrik sat eftir, sviptur sinni elskuðu og skömmustulegur fyrir að upp um hann komst, hann varð nú aftur hreinlifur, af illri nauðsyn og neyddist til að hverfa aftur í hjónasængina. Þegar þessi leiðindi höfðu varað í nokkra daga, varð Hinrik Ijóst, að hann var þó konungurinn, hann lýsti yfir því, að hann vildi engin af- skipti hafa um einkamál sín og að hann léti ekki lengur teyma sig. Hann vísaði allri Buckingham ættinni frá hirðinni og rak spænska munkinn, sem æsti Katrínu upp. Drottningin grét en Hinrik lét hana eina. Hinrik var nú farinn að venjast hugmyndinni um syndina, hann losaði sig við gömlu biskupana, sem voru sínöldrandi, Wolsey var hirðprestur hans og hann ráð- lagði konungi að lifa við glaðværð, sjálfur var Wolsey sælkeri, hann stóð fyrir grímudansleikjum og veiðiferð- um, hann þreytti skilmingar með Hinrik og naut yfir höfuðailra gæða jarðarinnar. Wolsey samrekkti oft kon- um og hirti ekki um að reka f rá sér (Dau óskilgetnu börn, sem hann eignaðist. Hinrik fannst hann þægilegur fé- lagi. Það var ekki f ráleitt að Wolsey rændi úrríkisfjár- hirzl unni og seldi aðstoð sina hæstbjóðanda, en hann eyddi líka óhóflega, heimili hans var hið fegursta i London og Hinrik f lúði stundum þangað á kvöldin, til að snæða með honum kvöldverð. Þá beið engin eftir Hinrik, nema Katrín, en hún beið árangurslaust. 4. kafli Mótstaða. I hléi milli tveggja grímudansleikja, á milli rétta, er setið var til borðs, ráðlagði Wolsey að fara í stríð, þess krafðist og allur herinn, ásamt Howordunum, ungum og gömlum, Brandon var þess og hvetjandi, Compton hélt aðef hann yrði með, þá mundi það bæta honum upp mis- tökin í Buckingham-ævintýrinu, og að hann gæti náð aftur i þá peninga er hann haf ði látið af hendi, vegna af- skipta sinna af því máli. Katrín og biskuparnir báru sig illa vegna afdrifa páfans og píslarvættis hans. Hinrik lét undan, en ekki nema að nokkru leyti, hann gerði banda- lag við páfann, við Feneyjar og f jallahéruð Sviss. Ferdi- nand gekk einnig í þetta bandalag en án þess að senda einn einasta hermann. Hinrik bar mikla virðingu fyrir páfanum, virðingu guðfræðinemans fyrir prófdómaranum. En Júlíus Páfi II, hafði ekki mikinn áhuga á guðfræði: Hann sagði — „ Ef þú óskar eftir viðurkenningu, sendumér þá hermenn og peninga." Hinrik lézt ekkert skilja, þannig leið eitt ár. Nokkrir ensku lávarðanna létu Hinrik aldrei í friði, þá þeirra, sem létu ófriðlegast sendi Hinrik til Ferdi- nands, til að berjast gegn Márum, en þeir voru ekki f yrr komnir á leiðarenda en þeir urðu ósáttir við Spánverj- ana, þeir fóru því heim til Englands aftur, og voru reiðir. Næsta vetur biðu Englendingar átakta, á italíu stóðst ekkert fyrir Frökkum, og Júliusll átti í miklum örðug- leikum. Um þessar mundir höfðu Frakkar ungan tvítug- an hershöfðingja, sem alls staðar var sigursæll, Frakkar tóku Brescia, og sigruðu heri Ferdinands og páfans í Ra- venna. En svoféll ungi undra-hershöfðinginn, þá misstu Frakkar móðinn og fóru burt frá ítalíu. Þegar Englend- ingar heyrðu um þessa ógæfu, fóru þeir enn að hvetja Hinrik til þátttöku, slíkt tækifæri var ekki hægt að láta ónotað, en Hinrik var svifaseinn, hann sendi til Loðvíks XII og krafðist að hann léti af hendi við Englendinga, f ullan f jórðung af f ranska ríkinu. Loðvík konungur yppti aðeins öxlum og bjó sig undir að taka á móti enska hern- um, en enski herinn lét ekki sjá sig. „Þetta var iummuleg mynd. Þarna sátum við I tvo klukkutima og sáum ekki einn einasta kú- reka.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.