Tíminn - 24.11.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 24.11.1976, Qupperneq 19
Miðvikudagur 24. nóvember 1976 19 flokksstarfið Kópavogur Aðalfundur fulltniaráös Framsóknarfélag- anna i Kópavogi verður þriðjudaginn 30. nóvember að Neðstutröö 4. Dagskrá: Venju- leg aðalfundarstörf, önnur mál. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra mætir á fundinum. Árnessýsla Annaö spilakvöldið í þriggja kvölda fram- sóknarvistinni verður aö Borg Grímsnesi föstudaginn 26. nóv. Avarp flytur sr. Sváfnir Sveinbjarnarson rtý- kjörinn formaður Kjördæmissambands fram- sóknarmanna á Suðurlandi. Þriðja og siöasta spilakvöldiö veröur i Ar- nesi 3. des. og þar veröur einnig stiginn dans. Aöalverölaun i keppninni verða ferð fyrir tvo með Samvinnuferöum til Kanarieyja. Stjórnin. Skipulagsmól Reykjavíkur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Reykjavik, gengst fyrir fundi um skipulagsmál Reykjavikur, að Hótel Esju, miðviku- daginn 1. des. kl. 20.30. Framsögumenn Helgi Hjálmarsson og Guömundur G. Þórarinsson. Allir velkomnir. Húsvíkingar Vegna hagstæðra samninga Framsóknarfélags Húsavikur við Samvinnuferðir bjóðum við Framsóknarfólki sérstakt afsláttar- verð á Kanarieyjaferðum I vetur. Upplýsingar gefur Aðalgeir Olgeirsson, sími 41507 á kvöldin. Einnig munu liggja frammi upplýsingabæklingar á skrifstofu flokksins I Garðar. Stjórnin Kjalarnes, Kjós, AAosfellssveit London? Kanarí? Kjósarsýslubúar! Framsóknarfélag Kjósarsýslu býöur velunnurum slnum upp á sérstök afsláttarkjör meö Samvinnu- ferðum til Kanaríeyja i vetur. Þessi vildarkjör gilda fyrir allar Kanariferðir með Samvinnuferðum, utan jóla- og páskaferðir. Einnig stendur til boða vikuferö til London 4. desember n,k. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson, Arnartanga 42 simi 66406. Akureyri Norðurlandskjördæmi eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Hafnarstræti 90 verður op- sem hér segir: Mánudaga kl. 13.00-15.00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00. Fimmtudaga kl. 14.00-17.00. Föstudaga kl. 15.00-19.00. Laugardaga kl. 14.00-17.00. Sími skrifstofunnar er 21180. Kjördæmissambandiö. Fundurum landhelgismól Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til al- menns fundar um landhelgismál fimmtudag- inn 25. nóvember aö Hótel Esju kl. 20.30. Frumnóælandi er Einar Agústsson, utan- rlkisráöherra. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Félagskonur og velunnarar. Tekiö verður á móti munum á basarinn eftir kl. 20.00 fimmtu- dagskvöldið 25. nóvember aö Rauðarárstíg 18. Þeir, sem hafa hugsað sér að gefa kökur, komi þeim að Hallveigarstööum laug- ardagsmorgun 27. nóvember, en þann dag veröur basarinn hald- inn. — Basarnefndin. fj ~~v fr 1 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson veröur til viðtals á skrifstofu Framsókn- arflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 27. nóv. frá kl. 10-12. Keflavík Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, Guðjón Stefánsson og Hilmar Pétursson, veröa til viðtals I Framsóknarhúsinu laugar- daginn 27. nóvember kl. 16.00-18.00. LONDON Framsóknarfélögin i Reykjavik bjóða upp á sérstaklega ódýra ferð til London 4.-11. desember n.k. Þeirsem tryggt hafa sér fareru beðnirað staöfesta pantanir sin- ar þegar ella verða miðarnir seldir öörum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauöarárstig 18. Sími 24480. Fjórða Emmubókin komin út gébé Rvik — Bókaútgáfan Orn og örlygur hefur sent frá sér fjórðu bókina um Emmu eftir enska rithöfundinn Noel Streat- field i þýöingu Iðunnar Reykdal. Nefnist þessi bók Emma veröur ástfangin.— Emma er ung leik- kona, sem ákveöin er i aö ná langt á listabrautinni og leggur mikið á sig, til þess að draumarnir rætist. Svo gripur ástin inni atburðarásina og þá fer ekki allt eins og upphaflega var ráögert. Aður útkomnar Emmubækur eru þessar: Emma, þá Emmu- systur og i fyrra kom út bókin Emma spjarar sig. Fundarboð Félag áhugasafnara heldur fund i cafe- teriunni i Glæsibæ 25. þ.m. kl. 8.30. — Fundarstjóri Andrés H. Valberg. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Ragnar Borg forstjóri flytur erindi um myntsöfnun o.fl. 3. Andrés H. Valberg segir safnsögu. Frjálsarumræöur. Kaffi á staönum. Öskað eftir nýjum fé- lögum og aöfélagar hafi meðsérgesti. — Stjórnin. Yfirlýsing kennara í Norðurlandi eystra TtMANUM hefur bori2t yfirlýs- ing frá Kennarasambandi Noröurlands eystra vegna verk- fallsins 8. nóvember sl. Segir i yfirlýsingunni, að kennarar telji rikisvaldið hafa komiö óheiðar- lega fram viö barnakennara og beitt þá hlutdrægum kjaradómi og ósvifinni samninganefnd. Segja kennarar, að eftirfarandi veröi strax aö leiðrétta: að kennsluskylda kennara 1.-6. bekkjar verði hin sama og kenn- ara 7.-9. bekkjar, þ.e. 30 st., að yfirvinna kennara 1.-6. bekkjar veröi greidd með 13% álagi, svo sem er meö yfirvinnu kennara 7,- 9. bekkjar, aö greiösla komi fyrir þá7,6starfsdaga,sem við bættust með útgáfu reglugeröar um starfstima grunnskóla nr. 79/1976 og reglugerðar um leyfi i skólum, nr. 80/1976, að almenn kennara- menntun verði metin jöfn til launa án tillits til hvenær kenn- araprófi er lokið. Verði þessum sjálfsögðu rétt- inda- og réttlætisatriðum ekki sinnt munu kennarar bregðast hart við og eru tilbúnir til frekari aðgerða til að knýja fram leiö- réttingu á ofangreindum atriðum, segir i yfirlýsingu kennaranna. AFHENTU TRÚNAÐARBRÉF Hinn 15. nóvember 1976 afhenti Sigurður Bjarnason Olusegun Obasanjo, hershöfðingja, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Nigeriu. HINN 22. nóvember 1976 afhenti Hans G. Andersen Luis Echeverria Alvares, forseta Mexikó, trúnaðarbréi sitt sem sendiherra Islands i Mexikó. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 23. nóvember 1976. ® Trjúfræ mjög nákvæmlega aldur trjáa. Þá sagði Hákon, að Skógræktin ætti tvo bora, sem notaðir hefðu verið við söfnun trjásýna. — Ann- an borinn, sem er 20 sm langur, lánaði ég manni nokkrum fyrir 2- 3 mánuðum, en þvi miður hefur honum láðst að skila honum aft- ur, og vil ég þvi eindregið biðja hann um að láta verða að þvi, sagði Hákon. O Á Víðavangi Geirs-armsins, heldur miklu fremur milli einstaklinga með mjög mismunandi skoðanir. Þykir sem hófsamari öflin hafi unnið á. Mikil ólga er enn þá i Sjálfstæöiskvennafélag- inu Hvöt eftir átökin, sem þar urðu nýveriö, og virðist rikja nokk'ir spenna víðar i flokknum, eins og þessar sviptingar i Landsmálafélag- inu Veröi gefa til kynna. —a.þ. o SVR leggja aukna áher^lu á hálku- eyöingu á vetri komanda. Er nú ætlunin að leita formlega álits bifreiðaeftirlits, gatnamála- deildar og umferðarnefndar á þeim viöbúnaði, sem viðhafður er I vetrarakstri. Lokaorö. t niðurlagi bókunar sinnar gefur L.K. i skyn, að SVR sé rekiö meira og minna sem einkafyrirtæki örfárra em- bættismanna. Ekki er augljóst, hvaö I þessari aðdróttun felst. Viröast þetta kaldranalegar kveðjur til forstjóra SVR, sem hefur varið aldarfjórðungi af ævi sinni i uppbyggingu al- menningsvagna þjónustu I höfuðborginni. Er óhætt að fullyröa, aö sá dugnaður og frumkvæði, sem hann og menn hans hafa sýnt i starfi sinu, veröskuldi ekki þá framkomu af hálfu stjórnar- manna, sem L.K. virðist telja sér samboðna”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.