Tíminn - 25.11.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 25.11.1976, Qupperneq 7
lA'A'A ;iK i1 Fimmtudagur 25. nóvember 1976 Frá fundi sambandsstjórnar Landssambands iðnaðarmanna. VILJA MIKLAR BÆTUR í LÁNAMÁLUM IÐNAÐARINS eitt mikilvægasta hagsmunamdl Landssambands iðnaðarmanna gébé Rvik. — Nýlega hélt sam- bandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna fund sinn á Akur- eyri og sátu hann fulltrúar viðs vegar að af landinu. Sú venja hcfur komizt á að halda annan hvorn sa mbandss t jórn arf und utan Reykjavikur, og að þessu sinni varð Akureyri fyrir valinu. Aðalumræðuefni fundarins voru iðnlöggjöfin, lánamál fðnaðarins og iðnfræðslumál in. Forseti landssambandsins, Sigurður Kristinsson, gerði grein fyrir þeim málefnum, sem efst eru á baugi i iðnaðinum i dag, og Þór- leifur Jónsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, skýrði frá þeim verkefnum, sem nú er unnið að á vegum iandssambandsins ýmist i samvinnu við aðra eða á eigin vegum. Miklar umræður urðu um lána- mál iðnaðarins i heild og lögð áherzla á, aö úrbætur i þeim efnum væri eitt mikilvægasta hagsmunamál landssambands- ins. Auk eflingar sjóðanna var talið nauðsynlegt, að starfssvið þeirra væri aukið. Fram kom, að Iðnlánasjóður, sem er helzti lána- sjóður aðila innan lands- sambandsins, hefur til ráðstöf- unar705 millj. kr. á árinu 1976, en áætlað er, að heildarfjárhæð láns- umsókna til sjóðsins muni nema um 2800 millj. kr. A næsta ári má búast viö, að umsóknir nemi um 3200-3500 millj. kr., en til ráðstöf- unar verði um 800 millj. kr. fyrir utan lántökur sjóðsins. Verkalýðsfélög Borgarness d móti drögum að vinnulöggjöf A FUNDI Verkalýðsfélags Borgarness var samþykkt and- staða við meginatriði draga til nýrrar vinnulöggjafar, og skoraöi fundurinn á rikisstjórnina að leggja slikt frumvarp ekki fyrir Alþingi. Þá var samþykkt á fundinum á- skorun til Hótel Borgarness h.f. að leyfa ekki aðgang að vinbar öðrum en föstum dvalargestum og gestum á lokuðum samkom- um. A sama fundi var samþykkt á- lyktun um kjaramál, þar sem m.a. er harðlega mótmælt árás- um rikisvaldsins á lifskjör laun- þega i landinu og skorað á verka- fólk að risa upp og hefja kröftug mótmæli. 7 Seljum í dag 1976 Chevrolet Blazer Cheyenne 6 cyl. beinskiptur. 1976 Chevrolet Pick Up með framdrifi 19 76 Volvo 244 DeLuxe 1975 UAZ 452 Rússa jeppi 1 9 74 Ford Bronco al sport V8 beinskiptur vökvastýri (skulda- bréf) 1 974 Vauxhall Víva DeLuxe 1 974 Scout 2 V8 sjálfskiptur með vökvastýri 1974 Saab 99 4ra dyra 1 974 Chevrolet Blazer Cheyenne 1 9 74 Plymouth Valiant sjálfskiptur með vökvastýri 1 9 74 Chevrolet Nova sjálfskiptur með vökvastýri 1 974 Ford Bronco 6. cyl. beinskiptur 1974 Citroén GS 1 220 Club 1973 Chevrolet Blazer Custom V8 sjálfskiptur með vökva- stýri 1973 Chevrolet Nova 1 973 Scout 2 V8 6 cyl. beinskiptur vökvastýri 1973 Chevrolet Blazer beinskiptur (vökvastýri með stálhúsi) 1973 Peugeot 404 1973 Pontiac Grand Am með öllu 19 72 Chevrolet Cevelle sjálfskiptur með vökvastýri 1972 Vauxhall Victor sjálfskiptur 1971 Chevrolet Malibu 1970 Vauxhall Viva Deluxe 1972 Volkswayen 1 300 1970 Saab 96 1969 Vauxhall Victor 1967 Ford Bronco 1974 Ford Mustang Véladeild ÁRMÚLA 3 • SÍMI 38900 Bílasalar lýsa furðu á FIB TIMANUM hefur borizt eftirfar- andi yfirlýsing, sem undirrituð er af forsvarsmönnum nlu bilasala 1 Reykjavik: Við lýsum stuðningi okkar við starfsmenn Bifreiðaeftirlits rikis- ins I baráttu sinni um bætta starfsaðstöðu og breytingar á skráningu bifreiða. Einnig viljum við lýsa furðu okkar á FIB fyrir afstöðu slna við tillögur dóms- málaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Fróðlegt væri að vita, hve margir félagsmenn innán FIB styddu fréttatilkynn- ingu þá, sem FIB hefur gefið út eftir landsþing sln slðastliðin tvö ár. Með þeirri afstöðu, sem fréttatilkynningin felur I sér, telj- um við, að félagiö sé aö vinna á móti hagsmunum hins almenna bifreiðaeigenda. Við álitum okkur þekkja vel þá fyrirhöfn og þau vandamál, sem upp koma vegna núverandi fyrirkomulags á um- skráningum bifreiða og erum sannfærðir um, að breytingar þar að lútandi yrðu til mikils hagræð- is og sparnaðar. AFHENTI TRÚNAÐARBREF HINN 20. nóvember 1976 afhenti Pétur Thorsteinsson Fakhruddin Ali Ahmad, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Indlandi. Utanrikisráðuneytiö, Reykjavik, 22. nóvember 1976. VTO FLYTJ ámorguní húsnæði\ið Strandgötuna Önnumst alla almenna bankaþjónustu. Höfum tryggingaumboó fyrir Samvinnutryggingar g.t. og Líftryggingafélagið Andvöku. Opið alla daga kl. 9.30—12.30 og 13.00—16.00 nema laugardaga. Ennfremur á föstudögum kl.17.30—18.30 Nýtt símanúmer: 5-39-33 Samvinnubankinn STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933 Auglýsingadeildin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.