Tíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 25. nóvember 1976 Þórleifur Bjarnason: Hornstrendingabók. Örn og Örlygur. Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar kom út árið 1943. Þá var hún i einu bindi, — ein bók. Nú er hún þrjár bækur og hefurhversitt nafn, sem raunar eru kaflaheiti úr upphaflegri út- gáfu: Land og lif. Baráttan við björgin. Dimma og dulmögn. En allar seljast þessar þrjár bækur, eða Hornstrendingabók öll, i einum kassa, og mun hann nefndur gjafakassi. Flateyjar- bók var lika gefin út i fjórum bindum, svo að ekki er leiðum að likjast. Þetta er aukin og endurskoð- uð útgáfa. Hér eru auk fyrri mynda margar ljósmyndir ef tir Hjálmar Bárðarson, en flestum mun nú ljóst, að hann kann vel til þeirra verka að ljósmynda landið. Ritið er drjúgum eigu- legra vegna þessara mynda. En sjálfur hefur Þórleifur aukið við efni bókarinnar. Það er formáli annarrar útgáfu, þættir um hvalveiðar og mótor- bátaútgerð, upptalning á miðum Aðalvikinga og sagna- þáttur. Hornstrendingabók á engan sinn lika. Hornstrandir eru engu likar. Vist eru til lokinhamrar viða á Vestfjörðum og einangr- aðar hamravikur eru til noröan lands og austan, en hvergi jafnmargar á samfelldri strandlengju. Þórleifur Bjarnason er skáld gott og sögumaður ágætur. Skáldskapur hans er allur merktur Hornströndum. Þar hefur hann sérstöðu. Hann þekkir gamla timann, meðfram af eigin raun, meðfram af sögn- um gamla fólksins. Hann hafði sagnir af fólki sem mundi sjálft um það bil hálfa nitjándu öld- ina. Þeir sem lesa bækur hans, skáldsögurnar, Hjá afa og ömmu og Hornstrendingabók, verður væntanlega ljóst, að hann hefur fest á bækur merka menningarsögu. begar Hornstrendingabók var skrifuð fyrir röskum 30 árum, var enn mannabyggð um Horn- strandir. Nú eru Sléttuhreppur horfnum heimi og Grunnavikurhreppur báðir aleyddir nema Hornbjargsviti eriLátravik. Þórleifur rekur þá sögu að nokkru i þættinum um útgerðina. Nútimaútgerð þarf hafnarmannvirki, frystihús o.s.frv. Sagnaþátturinn nýi, — Rauður logi i Rekavik — er merkileg saga og menningar- heimild. Sakamálasögur frá fyrri öldum hafa oft svip af óhugnaði og grimmd. Hér er að visu um voðaverk að ræða en samhliða er þetta saga um mildi og göfuga samúð með ógæfu- mönnum. Þannig var islenzk alþýða. Hvergi minnist ég þess að hafa heyrt nokkuð það úr þjóðtrú eða þjóðsögum, sem bent gat til þess, aö mönnum hefndist fyrir að sýna mildi. Hins vegargekk guðsdómur yfir þá, sem fóru illa með vald sitt, og það eins þó að sakamenn ættu i hlut. Af þvi likum rótum var runninn guðsdómurinn yfir Sigurði skugga, en hann kom fyrstframi þvi, að þegar sýslu- maður var að flytja frá Mos- völlum og dót hans beið þess' i Arnarbælinu að vera borið á skip, kom svo mikið flæði, að það flæddi. Þetta var svo sér- stakur atburður, að menn minntust hans 150 árum siðarog gátu þess þá að slikt hefði aldrei átt sér stað fyrr eöa sföar. En siðar barst svo vestur, að sr. Jón á Bægisá hefði ort þennan kviöling: Skuggi hingað skauzt á hestifúsum. Skuggi gisti um nótt i amtmannshúsum. Skugga stakkur, Skugga hnakkur, Skugga blakkur skreið og sprakk i lúsum. Þá fannst önfirðingum ekkert óeðlilegt við það, að hin refsandi hönd almættisins hefði ekki sleppt af sýslumanni en látið lúsapláguna fylgja honum svona rækilega. Mér varð ungum starsýnt á trédiskana og flotkúpurnar hennar ömmu. Þeir gripir voru renndir á Ströndum. Þaðan var lika ausan góða, sem súra skyr- inu var ausið með úr tunnunum, þegarþaðskyldi flutt á markað. Eg mun hafa verið 14 ára að koma heim úr verinu á Kálfeyri á laugardagskvöldi. Þá lá aðkomubátur við bryggju á Flateyri. Þar var þá kominn Betúel i Höfn með sonum sinum einhverjum. Það hefur orðið mér ógleymanleg sjón, sem við blasti, þegar ég leit niður i lestina á þessum bát. Hann sigldi með eggjafarm. Mig minnir, að skyggndu eggin kost- uðu 25aura,en hinóskyggndu 15 aura. Formaður minn keypti hátt i vatnsfötu, 12 litra fötu, af skyggndu eggjunum en sagði svo á sinn hispurslausa hátt: — Beti. Láttu mig svo hafa 20 af ónýtu fjöndunum. — Og um leið bætti hann þremur krónum við. Litið vissi ég þá hvaða vinna, iþrótt og mannraunir lágu að baki þessum smiðisgripum og eggjatöku. En um leið, og Horn- strendingabók færir mig nær þessum gömlu minningum varpar hún ljósi á svo margt að baki þeim. Það er haft eftir spökum manni fyrr á öldumað lesa skuli sögur vilji menn vitrir verða. Ekki veit ég hvort allur sögu- lestur er til þessfallinn að vitka okkur, en hygg að það eigi við Hornstrendingabók. Sannar myndir af þvi hvernig menn bregðast við á örlagastundum hafa menntagildi, þvi að þær bókmenntir varpa ljósi á mannlegt eðli. Þrátt fyrir sérstöðu Horn- stranda voru Hornstrendingar með mannlegu eðli. Hér segir frá mönnum, sem þekktu skort, og vissu hvað neyð var. begar þeim tókst að afla matar fyrir sig og sina, var sigur unninn. Baráttan fyrir frumþörfunum var löngum hörð og tvisýn. Nú lita menn á dag- legt viðurværi sem sjálfsagðan hlut eins og 4oft og vatn, sem raunar eru engan veginn sjálf- gefin gæði hvar sem er. En þá kemur i ljós, að sá sem ekki á sér neitt áhugamál utan við þarfir munns og maga, er i nauðum staddur, þegar horfin er öll óvissa um öflun þeirra. Það er mikil hætta, — svo mikil, að margir farast. Ef ekki tekst að finna slik áhugamál, er allt i fári. Þörf mannsins fyrir tvisýna keppni og baráttu á sinn þátt i þvi að gera alls konar mót- mælaaðgeröir vinsælt sport i velferðarriki. Verst þegar mót- mælin eru orðin svo algeng og hversdagsleg, að enginn nennir að taka mark á þeim. Þá er komið langt frá lifsbaráttu Hornstrendinga. Fi'ágangur þessarar bókar og málfar er gott. Að' visu er ég ekki vanur að segja, að bátur reki, heldur að bát reki, og kalla það enga þágufallssýki þar sem sjór og vindur rekur bátinn, en mér er ekki ljóst hvað báturinn rekur. Vönduð nafnaskrá er hér með bæði yfir mannanöfn og ör- nefni og það sem fágætara er: Skrá hluta og athafna. Þar er t.d. visað á hvar getið er um vanfærur, bjargmara. hrifsing- ar, eggjavisi, lestingja o.s.frv. bar er lika visað til þess, sem sagter af draugum, svo að fljót- fundið verði hvar draugur drap kú og fé, spillti varpi, spillti selalögnum eða skældi sig. Slík- ar skrár eru alltof fágætar, og ert.d. meinlegtaðhafaþærekki við tslendingasögur og þjóðsög- ur. Þvi meira gleðst lesandinn yfir þvi hér. Hér virðist mér vera smekk- leg og vönduð útgáfa á góðri og gagnmerkri bók. H.Kr. Samtíningur vestan um haf Samtiningur vestan um haf. Þorsteinn Matthiasson: tslendingar i Vesturheimi. Land og fóik. 1. Ægisútgáfan Þorsteinn Matthiasson er mikilvirkur rithöfundur. Hann lætur oft frá sér fara tvær bækur á ári og allt upp i fjórar. Flestir bókhneigðir m.enn munu þvi vera farnir aö kannast við stil hans og framsetningu, sem raunar er fátt um að segja. bor- steinn er hvorki snjall né til- þrifamikill höfundur, en still hans má kallast lýtalaus. Þetta virðist eiga að verða margra binda verk og er ekki að efa, aö höfundur hefur elju og atorku til að standa við það, ef honum endist heilsa. I þessu bindi er aðeins fjallað um þá, sem búið hafa við Winnipeg- vatn. Trúlegt þykir mér, að Þorsteinn eigi enn margt ósagt um aöra ibúa Manitóbarikis og fólk i sjálfri Winnipegborg. En hvað sem um það er, tökum við þessa bók eins og hún er. Þorsteinn hefur tint saman i bókina ýmsan fróðleik um land- nám og sögu vesturislenzkra byggða. Þar hefur hann einkum leitað fanga i almanak ólafs Þorgrimssonar og Sögu Islend- inga i Vesturheimi. Sumtendur- segir hann, en birtir annað orð- rétt. Þetta eru eftir atvikum ekki óeðlileg vinnubrögð. En auk þess eru i bókinni nokkrir þættir, sem byggðir eru á viðtöl- um höfundar við aldrað fólk vestan hafs. Og þeir finnst mér að gefi bókinni einkum gildi. Ekki er þvi að neita, aö ýmis- legt, sem vikið er að i þessum viðtölum er okkur hér heima svo fjarlægt og framandi, að við áttum okkur ekki á þvi til fulls eins og það er lagt fyrir. Svo er a.m.k. um mig. Oft er þetta meinlitið. Hverju skiptir þaö t.d. þó að við vitum ekki hvað Gislasons verðlaunin eru eöa hvers konar félag eða fyrirtæki er til umræðu? Rétt er að geta þess, ungu fólki til upplýsingar, i sambandi viö sögu Ólinu Kristjánsdóttur, sem sendi sveit sinni greiöslu á þvi, sem kostaö var til uppeldis hennar, svo að hún skuldaði ís- landi ekki neitt, að börnum var aldrei fært slíkt til skuldar. bað var styrkur viö foreldra þeirra, ef þau voru á lífi, en ann- ars var samfélagsleg skylda að Þorsteinn Matthíasson ala upp munaöarlaust barn þangað til það gæti unnið fyrir sér sjálft. Þá var það frjálst og skuldlaust. Þetta breytir engu um tiltæki Ólfnu. Hún var að greiða þá skuld, sem móöir hennar hafði komizt i vegna dótturinnar. Auk þess sem aö sjálfsögðu er fróðleikur i þessum þáttum um persónusögu, atvinnuhætti o.fl., þykja mér þeir sumir skemmti- legir. Guðjón Arnason, sem fæddur er vestan hafs að Espi- hóli á Gimli 1891, segir t.d. þeg- ar hann ber gamla timann sam- an við það sem nú er: „Vegir voru engir — menn urðu bara að vaða forina i lang- an tima. Landið var blautt og kargaskógur fram i fjöru. Flæð- armálið, sem var hér fyrir aust- an varð að slá allt með orfi og stundum þurfti að draga heyið uppúrvatninu. Svo var það bor- iðsaman á staurum, þaö var áð- uren kerran kom. Þetta er orðið stórkostlega breytt. En það voru allir ánægðir að kvöldi. Grasið var vel sprottið. En nú eru þeir farnir að hafa þessar stóru sláttuvélar, kannske 14-16 feta greiðu, og maður situr hátt uppi og hefur hátalara, og svoer drukkinn bjór og brennivin og fyrirkomulaginu bölvað — sjáðu til, þetta er breytingin. Eftir þvi sem maður hefur meira, eftir þvi vill maður fá meira. Islendingum liður vel hér, mörgum hverjum kannske allt- of vel. Ég veit þó ekki hvort mönnum getur liðið of vel, það er ekki endilega það að hafa nóga fjármuni, þeir eru mis- brúkaðir. Ég held, að það séu fáir mjög ánægðir. Þetta vasl- ast svona áfram, menn bölva öllu i jörðu og á, en hafa allt til alls”. Þannig lýsti hann þvi i henni Ameriku. Eins og sjá má, er hér sums staðar annarlegur blær á orða- lagi. Það er sjálfsagt rétt, að þvi er haldið. Ekki veit ég um mun flóðsog fjöru við Winnipegvatn. Þarna er „unnið upp nóg hey’ þar sem við heyjum vel eða nóg, „búinn til haröfiskur” þegar við herðum fisk, hey „sett i súr- gras” þegar við verkum vothey. Hvað er að tala um þó að þeir vaði „ilangan tima” i Manitóba þegar allt er að veröa skamm- timiog langtimi hjá okkur. Hins vegar gerðum við mun á skinn- skóm og leðurskóm, þó að leðrið sé auðvitað skinn af stórgrip. Þorsteinn Matthiasson mun hafa verið vestra hluta úr þrem- ur árum að viða að sér efni til þessa verks. Þar á hann sjálf- sagt góðan efnivið — það vottar þessi bók — en það kostar vinnu að gera úr góðu efni smiöisgrip, sem þvi er sainboðinn. Þvi ætti Þorsteinn að vanda sig vel með framhaldið. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.