Tíminn - 25.11.1976, Side 16

Tíminn - 25.11.1976, Side 16
16 Fimmtudagur 25. nóvember 1976 G.B. Akranesi. Verzlunarfyrirtækiö Bjarg hf. hefur opnaö verzlanir á tveimur hæöum f húsi sinu aö Skólabraut 21 eftir gagngerar endurbæt- ur á húsnæöinu. Á efri hæöinni eru húsgögn og herrafatnaöur, en úrvörp og hljómflutn- ingstæki á þeirri neöri. Verzlunarstjóri er einn eigendanua, örlygur Stefánsson. Reynir Adólfsson, umdæmisstjóri: Flugfélagið hafði engin óhrif á ferðir „skæruliðabílsins" I tilefni lesendabréfs, sem birtist i Timanum hinn 17. nóv. sl., þar sem Kristinn Snæland fer hörðum orðum um þjónustu Flugfélags Islands við ön- firðinga, þykir mér réttað eftir- farandi atriði komi fram, stað- reyndir sem Kristinn Snæland sveitarstjóri á að vita um, eða i það minnsta gat veitt sér upp- lýsingar um, áður en hann skrif- aði bréf sitt. Bifreið sú, sem Kristinn nefn- ir „SKÆRULIÐABÍL” Flug- félagsins, er sérleyfisbifreið, sem hefur undanfarin 11 ár ver- ið i ferðum á leiðinni Þingeyri- Flateyri-lsafjörður á vegum umferðardeildar Pösts og sima, til að annast póstflutninga milli þessara staða innbyrðis og við Reykjavik. Flugfélagi Islands þótti sjálf- sagt að nýta þessar ferðir til þjónustu við Flateyringa og fór þvi inn á þá braut að semja við viðkomandi sérleyfishafa um vöru- og farþegaflutninga milli Flateyrar og Isafjarðarflug- vallar, og heíur það samstarf verið á hverju sumri s.l. 11 ár. Þegar svo Vængir h/f hdfu reglubundið áætlunarflug til Flateyrar, þótti ekki ástæða til annars en að fækka þessum ferðum, og var þá gert sam- komulag við sérleyfishafa um flutningá vörum á þeim dögum, sem leiðabók sérleyfishafa seg- ir til um. En vöruflutningar til Flateyrar hafa alltaf verið tölu- verðir um ísafjarðarflugvöll. Flugfélag Islands tók þá ákvörðun sl. vor að hætta þessu samstarfi nú i sumar, ef Flat- eyringar óskuðu ekki eftir þess- um ferðum. Það var svo i vor, um það leyti, sem heiðar urðu akfærar, að Vængir h/f hættu flugrekstri, og var þá i samráði við Kristin Snæland, og að hans ósk, ákveð- ið að Flugfélagið gerði sam- komulag við sérleyfishafa um flutning á farþegum og vörum þrisvar i viku, þ.e.a.s. bætti einni ferð við auglýstar sér- leyfisferðir, en jafnframt var ákveðið, að sú ferð skyldi falla niður strax og Vængir h/f hæfu flug að nýju. Þetta var gert, en Flugfélag tslands hélt áfram samkomu- lagi við sérleyfishafa um flutn- ing á vörum i auglýstum sér- leyfisferðum, eða til 1. oktöber s.l. Síðan þessar ferðir hættu, hef- ur afgreiðsla Flugfélags íslands á Isafirði notað eigin bifreið til að flytja vörur til Flateyringa, og ekki hefur verið óskað eftir þvi af hálfu Flateyringa að hefja reglubundnar ferðir að nýju, fyrir farþega nú, eftir að Vængir hættu flugi. Af þessu ætti öllum að vera ljóst, að Flugfélag íslands hafði ekki að neinu leyti áhrif á það, hvaða daga ferðir þessar voru farnar, né heldur var ætlunin að hefja samkeppni við Vængi, heldur fyrst og fremst að koma vörum til Flateyrar reglulega og nýta til þess þær samgöngur, sem 'fyrir hendi voru. Isafirði, 19. nóvember 1976 f .h. Flugfélags Islands Reynir Adólfsson Umdæmisstjóri I L Sólaðir Nýir amerískir IERK Sendum í póstkröfu um land allt snjó-hjólbarðar flestum stærðum MJOG HAGSTÆTT VERO ATLAS snjó-hjólbarðar með hvítum hring GOTT VERÐ SÓlslíStQF HE Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 4-48-80 Hornstrend- ingabók í nýrri útgáfu gébé Rvik — Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent frá sér nýja útgáfu af Hornstrendinga- bók Þérleifs Bjarnasonar fyrr- um námsstjóra, en hún kom fyrst út árið 1943 á vegum Þorsteins M. Jónssonar á Akur- eyri og vakti þegar mikla at- hygli. Þessi útgáfa er endur- skoðuð og aukin frá hendi höf- undar, og er hún prýdd mörgum myndum, gömlum og nýjum. Hornstrendingabók er i þrem bindum, sem nefnast: Land og lif . Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. 1 Hornstrendingabók greinir frá byggðarlögum og náttúru Hornstranda og mannlifi þar um slóðir um langan aldur, harðri lifsbaráttu fólksins í þessum afskekkta og hrjdstruga landshluta, en jafnframt sér- stæðri menningu þess og ein- kennilegum háttum. Drjúgur hluti bókarinnar er sagnaþættir og þjóðsögur af Hornströndum, og tekst höfundi að bregða sterku ljósi á liðnar aldir. Bókin er filmusett i Prent- stofu G. Benediktssonar og prentuö hjá Offsetmyndum h.f. A kassanum, sem geymir öll bindin þrjú, er mynd af Horn- bjargi, sem Hjálmar R. Báröar- son tók. íslendingur forseti Evrópu- stjórnar Kiwanis Bjarni B. Asgeirsson, skrif- stofustjóri hefur verið kjörinn forseti Evrópustjórnar Kiwanis- hreyfingarinnar og tók viö störfum 1. okt. s.l. Bjarni er annar Islendingurinn, sem kjörinn er til þessa starfs. Páll H.Pálsson forstjóri gegndi þessu starfi fyrir nokkrum árum. Einnig tók við störfum sem umdæmisstjóri fyrir tsland 1. okt. s.l. Bjarni Magnússon banka- stjóri. Frá byggingahappdrætti Nárrúrulækningafélags íslands Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættismiðum. Miðasala er i bilnum i Austurstræti. Dreg- ið verður l.desember. Stjórn N.L.F.í.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.