Tíminn - 21.12.1976, Page 19

Tíminn - 21.12.1976, Page 19
Þriðjudagur 21. desember 1976 19 r ^ Hreinn setti met — kastaði kúlunni vel yfir 19 m Slrandamaöui inn sterki — llreinn lialldórsson, setti glæsilegt mel i súluvarpi innanhuss um helgina, þeg- ar hann kastaði kúlunni \fel yfir 19 metra — 19.16. Hreinn, sem er nu korninn i mjög góða ælingu, átti fyrra metið — 1H.9S. Metkast Hreins er örugglega sma forleikur aö þvi sem koma skal —ef hann heldur álram a þessari braut i vetur, má húast \ ið miklu al' þessum sterka kúluvarpara na'sta sumar. L___________________________A „Mikil vinna framundan... — hjd strdkunum", sagði Januz Cerwinsky — Höfuðverkurinn hjá okkur er varnarleikurinn —og hann verður að lagfæra, sagði Januz Cerwinsky landsiiðsþjálfari eftir leikinn gegn Dönum á sunnu- daginn f Laugardalshöllinni. Januz sagði, aö lands- liðsstrákarnir þyrftu að leggja mikið á sig á næstunni — æfingar yrðu auknar og varnarleikurinn tekinn í gegn og lagfærður. Januc sagði, að hann væri að vissu leyti ánægöur tneð sóknina. — Það vantar þó meiri „keyrslur” í sóknarleikinn, og strákarnir þurfa að láta knöttinn ganga hraðar, sagöi Januz. Stórsigur Dankersen Liðið mætir 1. maí í Evrópukeppni bikarhafa AXEL Axelsson, ólafur H. Jónsson og félagar þeirra i Dankersen skutust upp í efsta sæti, þegar þeir unnu stórsigur (22:14) yfir Rheinhausen sem áður var efst Axel og ólafur skoruðu 2 mörk hvor í ieiknum sem var vel ieikinn af Dankersen-liðinu. Dankersen drógust gegn 1. ntaí frá Moskvu i Evrópukeppni bikarhafa unt helgina. Punktar Ólafur gefur á Björgvin Hólmbert þjálfar Keflavík — og Theódór tekur við Þróttarliðinu HÓLMBERT Friðjónsson hefur verið róðinn þjólfari Keflavfkur- liösins Iknattspyrnu. Hólmbert er ekki ókunnugur f herbúöum Kefl- vfkinga — hann var sóknarleik- maður f hinu harbsnúna Keflavik- ur-liði sem tryggöi sér Islands- meistaratitiiinn 1964 og skoraði 12 1. deildarmörk á keppnisferli sfn- um. Þá var Hólmbert þjálfari Keflavlkuriiösins, þegar það varö lslandsmeistari 1969. Hólmbert hefur þjálfað 2. deiid- arlið Ármanns undanfarin ár með góðum árangri. Theódór Guömundsson var um helgina ráðinn þjálfari 2. deildar- liðs Þróttar. Theódór hefur þjálf- að Fylki og unglingalandsliðið undanfarin ár. Theódór hefur ráðið sér aöstoöarmann— Lárus Loftsson, sem þjálfar unglinga- landsliðiö með honum. —SOS VONBRIGÐI.. • Sigur í Færeyjum Blaklandsliðið lék tvo landsleiki gegn Færeyingum f Þórshöfn um helgina og vann sigur f þeim báö- um — 3:2 og 3:1. • Tap hjó landsliðinu í körfuknattleik Islenzka landsiiðið f körfuknatt- leik lék gegn bandarfsku háskóla- liði frá Tennessee um heigina — og lauk leiknum með sigri (79:64) Bandarikjamanna, sem eru hér á keppnisferðalagi. Jón Sigurðsson skoraði flest stig landsliðsins — 16, en þeir Kristinn Jörundsson (14), Jón Jörundsson (12) og Ein- ar Bollason 10 stig. • Einar með 38 stig Einar Bollason skoraöi 38 stig, þegar KR-ingar unnu naumann sigur (76:70) yfir Fram I 1. deild- arkeppninni i körfuknattleik. Framarar, sem léku án landsliðs- mannsins Guðmundar Böðvars- sonar, veittu KR-ingum harða keppni. Þá unnu ÍR-ingar auð- veldan sigur (87:59) yfir Breiða- blik. • Union ó toppinn Marteinn Geirsson og félagar hans hjá Royale Union hafa tekið forystuna i 2. deildarkeppninni I Belgiu með góöum sigri (2:0) yfir erkifjendunum Malines. Stand- ard Liege tapaði 1-2 fyrir FC Brugge. VONBRIGÐI. — Það var það, sem mátti lesa af andlitum hinna fjölmörgu áhorfenda, sem yfir- gáfu Laugardalshöllina á sunnu- daginn, eftir að þeir höfðu verið vitni að þvf, að íslendingar máttu þola tap (22:23) gegn erkifjend- unum frá Danmörku. Það var vel skiljanlegt, að áhorfendur yfir- gæfu Laugardalshöilina von- sviknir, þvf það er sárt að tapa gegn dönsku liði — og það lélegu dönsku liöi. Leikur islenzka liðsins gladdi heldur ekki áhorfendur — lands- liðsmenn okkar léku lélegan varnarleik, og það var einmitt hann sem reið baggamuninn gegn Dönum. Það var oft grátlegt að horfa upp á leik islenzka liðsins og þá sérstaklega varnarleikinn, sem var oft á tfðum eins og gatasikti. Þá var sóknarleikurinn ekki nógu ógnandi — að visu sáust margir góðir sprettir, en þess á milli var sóknarleikurinn fálmkenndur og þunglamalegur. Það eina sem gladdi augað, var samvinna þeirra Ólafs Einars- sonar og Björgvins Björgvinsson- ar i fyrri hálfleik — þá átti ólafur þrjár stórglæsilegar linusending- ar á Björgvin, sem Björgvin nýtti að fullu og skoraöi góð mörk. Geir Hallsteinsson átti góða spretti og einnig Jón Karlsson, sem var hafður úti i horni allan leikinn — Jón fór á stúfana undir lokin og skoraði þá tvö gullfalleg mörk meö langskotum af svæöi, sem hann fékk ekki athafnafrelsi á i leiknum. ólafur Benediktsson varði vel — sérstaklega um tima i siöari hálfleiknum, þegar Islend- ingar náðu að vinna upp fjögurra — beqar Danir löqðu íslendinqq að velli í Lauqar- dals-höllinni marka (18:14) forskot Dananna og jafna 19:19 og siðan 20:20. En það dugði ekki — Danir gerðu úti um leikinn (22:20) og sigruðu 23:22. Arangur islenzka liösins i Laugardalshöllinni var þannig, að leikmenn liösins skoruðu 13 mörk úr 21 sóknarlotu I fyrri hálf- leik, en 9 mörk úr 21 sóknarlotu i siðari hálfleik — alls 22 mörk úr 42 sóknarlotum i leiknum. Arangur einstakra leikmanna varö þessi — mörk (viti), skot og knetti tapað: JónK...............7 (5)—10—2 Björgvin............4 —5—1 Geir................4 —7—3 Viðar...............3 (D—4—0 Agúst...............2 —3—0 ólafurE.............1 —3—1 Þorbergur...........0 —2—0 Mörk islenzka liösins voru þannig skoruð — 7 langskot, 6 vitaköst, 4 gegnumbrot, 3 lina, 1 hraöupphlaup og 1 horn. Ólafur Benediktsson stóð nær allan leikinn I marki og varöi 10 skot. Tap í Eyjum tsland — Danmörk...... 16:19 (10:13). Mörk íslands: ólafur E. 5, Björgvin 5, Viöar 2, Geir 1, Þor- bergur 1, Jón K. 1 og Agúst 1. Leikurinn var afspyrnu lélegur hjá Islenzka liöinu, sem varö oft á mjög slæm mistök. Góð mark- varzla Gunnars Einarssonar und- irlokin kom I veg fyrir, aö tslend- ingar fengju verri útreiö, þvi aö staðan var 16:10 fyrir Dani, þegar hann kom inn á.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.