Tíminn - 28.12.1976, Page 9

Tíminn - 28.12.1976, Page 9
þriðjudagur 28. desember 1976 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Rljstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Beitir Efnahagsbanda- lagið refsiaðgerðum? Af ýmsu, sem hefur verið haft eftir talsmönnum Efnahagsbandalags Evrópu, virðist mega draga þá ályktun, að efnahagslegum refsiaðgerðum verði beitt gegn íslandi, ef ekki verður látið undan kröfum um veiðileyfi fyrir brezka togara innan fiskveiðilögsögunnar. Þetta er þó andstætt þvi, sem talsmaður Efnahagsbandalagsins, Olav Finn Gundelach, hélt fram i viðræðum þeim, sem fóru fram hér i Reykjavik i nóvembermánuði. Hann tók það skýrt fram að Efnahagsbandalagið myndi ekki blanda saman viðskiptamálum og fiskveiði- leyfum. Að sjálfsögðu skipta viðskiptin við Island ekki miklu máli fyrir Efnahagsbandalagið, en vert er þó að benda á, að þau eru miklu hagstæðari Efna- hagsbandalaginu en íslandi. Árið 1975 fluttu ís- lendingar t.d. inn vörur frá löndum Efnahags- bandalagsins fyrir 33.7 milljarða islenzkra króna, en seldu þangað vörur fyrir aðeins 11.7 milljarða króna. Þótt viðskiptin við Efnahagsbandalags- löndin séu íslendingum engu að siður mikilvæg, myndu Islendingar standast viðskiptastrið við þau, sem sennilega stæði aldrei nema skamma hrið, þvi að Efnahagsbandalagið gæti sóma sins vegna ekki lengi beitt Islendinga viðskipta- þvingunum. íslenzka þjóðin myndi vafalitið verða fús til að axla byrðar, sem leiddu af þvi, að verið væri að verja fiskimiðin. Hitt myndu íslendingar hins vegar ekki standast til lengdar, ef islenzku fiskimiðin væru eydd. Þá biði þeirra ekki annað en afnahagsleg uppgjöf. Þetta verða ráðamenn Efnahagsbandalagsins að gera sér ljóst. Margir þeirra hafa lika látið þau orð falla, að þeir skyldu þá meginþýðingu, sem fisk- veiðarnar hefðu fyrir Island. Þess vegna er næsta ótrúlegt að þeir hafi uppi ráðagerðir um viðskipta- strið i sambandi við fiskveiðimálin. Það er sama hvort áætlanir islenzkra fiskifræð- inga eða brezkra eru lagðar til grundvallar. Niður- staðan verður sú sama, að þorskstofninn þoli ekki frekari undanþágur en þegar hafa verið veittar. íslenzkir fiskifræðingar áætla að ekki megi veiða meira af þorski á íslandsmiðum á næsta ári en 275 þús. smál. Samkvæmt áætlun brezkra fiskifræð- inga i fyrrahaust, mátti hámarksþorskveiðin ekki vera meiri en 300 þús. smálestir á árinu 1976 og 300 þús. smálestir á árinu 1977. Nú verður veiðin i ár um 330-340 þús. smál. eða um 30-40 þús. smál. meiri en brezkir fiskifræðingar töldu hana mega vera mesta. Af þvi leiðir að eðlilegt er, að hámarksveiðin verði nokkru minni 1977 en áætlað var i fyrra, þegar gert var ráð fyrir minni há- marksveiði 1976 en raun hefur orðið á. Þorskafli íslendinga einna á þessu ári verður 270-280 þús. smál. og má ekki öllu minni verða á næsta ári ef lifskjörin eiga ekki að rýrna. Við bætast svo undanþágur, sem hafa verið veittar Færeyingum, Vestur-Þjóðverjum, Belgiumönnum og Norð- mönnum. íslendingar eru þvi ekki aflögufærir. Þá stað- reynd verða ráðamenn Efnahagsbandalagsins að skilja. Það er þessi staðreynd, en ekki andúð i garð eins eða neins, sem mótar afstöðu islenzkra stjórnvalda. ERLENT YFIRLIT AAikill vinstri sigur á Jamaica AAanley tapaði ekki á vinfengi við Castro ÞRIR frændur hafa mótað stjórnmálasögu Jamaica um meira en 40 ára skeið. Sá yngsti þeirra, Michael Man- ley, vann mikinn sigur i þing- kosningum, sem fóru fram um miðjan þennan mánuð. Flokk- ur hans fékk rúmlega tvo þriðju þingsætanna. Liklegt þykir, að hann noti þetta um- boð, sem hann fékk frá þjóð- inni, til mjög róttækra stjórn- araðgerða. Andstæðingar hans halda þvi fram, að hann ætli að fara i slóð nábúa sins á Kúbu, Castrós, enda sé sam- starf þeirra orðið allnáið. Manley ber á móti þessu og einnig þvi, að hann sé mikill andstæðingur Bandarikjanna, enda þótt bandariska leyni- þjónustan (CIA) hafi unnið gegn sér i kosningunum og vestrænar fréttastofur keppzt við að segja rangt frá ástand- inu á Jamaica. Manley segist vilja eiga gott samstarf við Bandarikin, enda þarf hann á þviað halda af efnahagslegum ástæðum. Hins vegar segist hann ekki una óeðlilegum af- skiptum Bandarikjamanna. Bandarikjamenn verði að skilja, að aðstæður séu allt aðrar á Jamaica en i Banda- rikjunum og stjórnarhættir og stjórnaraðgerðir hljóti að mótast af þvi. SPANVERJAR fundu Jama- ica rétt fyrir 1500 og notuðu hana aðallega sem birgðastöð, en hófu ekki landnám þar að ráði. Þá voru þar fyrir Indián- ar, en þeir þóttu ekki nógu góður vinnukraftur, og var þvi hafinn flutningur þangað á blökkumönnum frá Afriku. Bretar hertóku Jamaica um 1650 og hófust handa um land- nám þar. Þeir héldu áfram innflutningi á þrælum frá Af- riku. Jafnframt settist þar að talsvert af landnemum frá Bretlandi. Þvi var komiðþar á fót þingbundinni heimastjórn. Arið 1838 gáfu Bretar þrælun- um frelsi og leiddi það brátt til óróleika i stjórnarfarinu. Eftir misheppnaða uppreisnartil- raun 1865, lögðu Bretar alla þingbundna heimastjórn á hilluna og komu á hreinni ný- lendustjórn. Þetta hélzt til loka sfðari heimsstyrjaldar- innar, þegar Jamaica fékk heimastjórn að nýju. Þá voru áðurnefndir frændur komnir til sögu. Elztur þeirra var William Alexander Busta- mante, sem var ungur tekinn i fóstur af sjómanni, sem fór með hann til Spánar, en þaðan flakkaði hann viða um lönd og var m.a. um skeið strætis- vagnabilstjórii New York. Ar- ið 1932 kom hann heim til Jamaica og gerðist brátt um- svifamikill verkalýðsleiðtogi. Systursonur hans, Norman Manley, var honum til aðstoð- ar i þvi starfi, en hann hafði hlotið annan uppvöxt, eða gengið skólaveginn og m.a. numið lögi Oxford. Báðirvoru þeir frændur vel til foringja fallnir. AriÓ 1938 stofnaði Manley fyrsta stjórnmála- flokkinn á Jamaica, Þjóð- lega flokkinn. Hann hafði brezka Verkamannaflokk- inn sem fyrirmynd og var i fyrstu i nánu sam- starfi við verkalýðshreyÞ inguna. Bustamante var hins vegar ekkert hrifinn af hinum sósialisku skoðunum frænda sins, og þvi lágu leiðir þeirra sundur 1943, þegar Busta- mante stofnaði Verkamanna- flokkinn,andsósialiskan flokk. Michael Manley og kona hans Siðan hafa þessir tveir flokkar keppt um völdin á Jamaica. "Bustamante fór með völd frá 1944-1954, en Manley frá 1955- 1962. Það ár fékk Jamaica fullt sjálfstæöi og inngöngu i Sameinuðu þjóðirnar. 1 kosn- ingunum, sem fóru fram 1962, vann flokkur Bustamante sig- ur og varð hann þvi fyrsti for- sætisráðherrann eftir að Jamaica fékk sjálfstæði. Bustamante vann aftur i þing- kosningunum 1967, en dró sig i hlé nokkru siðar, enda kominn á niræðisaldur. Tveimur ár- um siðar eða 1969 lézt Norman Manley og tók þá sonur hans, Michael Manley, við forustu Þjóðlega flokksins. MICHAEL MANLEY, sem er 52 ára gamall, þykir hafa erft ýmsa helztu foringjahæfileika föður sins og ömmubróður. Þjóðlegi flokkurinn vann lika góðan sigur undir forustu hans i þingkosningunum 1972. Hann hafði hins vegar ekki stjórnað lengi, þegar heimskreppan kom i kjölfar oliuverNi'ækkun- arinnar, en hún hefur valdið Jamaica miklum búsifjum. Landbúnaðurinn, sem er aðal- atvinnuvegur á Jamaica, byggist mest á sykurrækt, en sykurverðið hefur lækkað verulega siðustu árin. Asamt Skammt er milli Kúbu og Jamaica sykrinum erbauxit, sem notað er i ál, helzta útflutningsvara Jamaica, en heimsmarkaðs- verð á þvi hefur einnig fallið. Þriðja áfallið er svo það, að mjög hefur dregið úr heim- sóknum ferðamanna til lands- ins, en þær höfðu verið drjúg tekjulind. Þetta stafar sum- part af þvi, að gistihús hafa þotið upp á öðrum eyjum Karabiska hafsins, og sum- part af þvi, að róstusamt hefur verið á Jamaica siðustu miss- erin, m.a. vegna vaxandi at- vinnuleysis. Erlendir fjölmiðl- ar hafa mjög rekið þann áróð- ur, að pólitiskt ástand væri ó- tryggt á Jamaica og Manley á hraðri leið til Castroisma. Manley hefur reynt að mæta efnahagserfiðleikunum með ýmsum félagslegum aðgerð- um, en farið sér hægt að öðru leyti. T.d. hefur hann ekki þjóðnýtt bauxitnámurnar, en hins vegar tryggt rikinu 51% af hlutabréfaeigninni. Kosningar áttu ekki að fara fram á Jamaica fyrr en á næsta ári, en Manley taldi hyggilegt að flýta þeim. Þvi rauf hann þing og efndi til kosninga um miðjan þennan mánuð. Erlendir fjölmiðlar spáðu þvi, að úrslit væru tvi- sýn. Verkamannaflohkurinn væri i sókn undir forustu Ed- ward Seaga, sem var fjár- málaráðherra Jamaica 1962- 1972. Úrslitin urðu á aðra leið, eða stórsigur fyrir Manley, eins og áðursegir. Nú erað sjá hvernig hann notar sigurinn. Úrslitin þykja sýna, ásamt ýmsum öðrum sólarmerkjum, að sterkur vinstri vindur blæs nú á Karabiska hafinu og eru það vafalitið áhrif frá Castro. Það skaðaði a.m.k. ekki Man- ley neitt að vera kenndur við hann. Jamaica er þriðja stærsta eyjan á Karabiska hafinu og eru ibúar þar um tvær millj- ónir, aðailega kynblendingar. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.