Tíminn - 28.12.1976, Side 19

Tíminn - 28.12.1976, Side 19
Þriðjudagur 28. desember 1976 19 Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri: Uppgjörog útborgun K.B. á sláturafurðum í siöasta hefti kaupfélags- ritsins, sem gefið er út i Borgarnesi, er grein eftir Ólaf Sverrisson kaupfélags- stjóra, þar sem fjallað er um uppgjör og greiðslu á slátur- fjárafurðuin. Greinin er skrifuð í tilefni af árásum, sem gerðar hafa verið að undanförnu á þá aðila, sem fara með sölu búvöru. Fyrri hluti þessarar greinar er hér endurprentaður. Undanfarna daga hafa af- urðasölumál og þá aðallega uppgjör sláturleyfishafa og mjólkursamlaga við bændur verið i sviðsljósinu. Er svo að sjá, að mörgum bóndanum þyki hann fá seint fullnaðaruppgjör fyrir afurðir sinar og að of stór hluti verðsins biði til siðasta uppgjörs. Sérstaklega mun hér vera átt við sauðfjárafurðir þ.e. kinda- kjöt, gærur og slátur. Astæða er til þess að fagna umræðum um þessi mál á opin- berum vettvangi. Skrif Morgun- blaðsins i leiðara sunnudaginn 5. des s.l. eru eðlileg, þar sem spurt er, hvort afurðasölufélög bænda liggi á fjármunum bænd- anna eða skili ekki á réttum tima andvirði seldra vara, sama á við um lánsfé það, sem félögin fá i formi afurðalána. Afurðalánin eru verulegir fjármunir, og þau eru veitt af- urðasölufélögunum til þess, að þau geti fyrr en ella greitt bændum fyrir innlagðar búvör- ur. A okkur, sem veitum for- stöðu afurðasölufélögum bænda, hvilir sú skylda, að sjá til þess að þetta fjármagn gangi til réttra aðila, en sé ekki notað til annars. t sláturhúsi Kaupfélags Borg- firðinga hefur undanfarin ár verið slátrað fleiri kindum held- ur en i nokkru sláturhúsi öðru á landinu. Enginn sláturleyfishafi hefur heldur haft eins mikla slátrun, nema Sláturfélag Suðurlands sem rekur mörg sláturhús á Suður- og Suð-Vesturlandi. Haustið 1975 var slátrað hjá K.B. 73.599 dilkum og 7.340 full- orðnum kindum, samtals 80.939 kindum. Ctborgun til bænda ,,á haustnóttum”, þ.e. pr. 30.10 1975, miðað við I. verðflokk voru kr. 365,00 á kg. Þar fyrir utan lagði félagið út fyrir flutningi fjárins að sláturhúsinu og skaff- aði ástöðumenn á fjárflutninga- bila.En verð til bænda er miðað við sláturfé komið að sláturhús- rétt. Þá ber þess að geta, að K.B. greiðir nokkru meira fyrir það fé, sem tekið er til slátrunar fyrstu daga sláturtiðarinnar. Er það gert vegna þess, hversu slátrun hefst snemma. Það snemma, að dilkar eiga þá, að jafnaði, eftir að bæta við sig verulegum kjötþunga. Þetta samanlagt, flutningurinn, ástöðumenn og aukagreiðslan fyrstu daga sláturtiðar gerir alls kr. 13,15 á kjötkiló. Samtals hefur þá félagið greitt kr. 378,15útá kiló kjöts i I. verðflokki strax i lok sláturtið- ar. Rétt er að geta þess, sem félagsmenn raunar vita, að K.B. greiðir allt andVirði innlagðs sauðfjár samkvæmt kjötþunga, þ.e. verðmæti gæru og sláturs er meðtalið i tilgreindu verði per kg. kjöts. Þannig út reiknað var grundvallarverð, miðað við I. verðflokkhaustið 1975, kr. 457,78 per kg. Raunveruleg útborgun K.B. kr. 378,15 er sem næst 82,6% af grundvallarverði. 1 mai s.l. voru greiddar til viðbót- ar kr. 56,00 á kg, sem er um 12,2% af haustgrundvallarverði. Samtals er þá búið að greiða 94,8% af haustgrundvallarverð- inu. Svo sem vænta mátti, hefur meðalgrundvallarverð fyrir framleiðsluna frá 1975 orðið hærra heldur en var haustið 1975. Þvi að nokkrar verð- hækkanir urðu 1. des 1975, 22. marz 1976 og 1. júni 1976. Meðal- grundvallarverðer kr. 474,43 (1. verðfl.). Upp i það hefur þegar verið greitt kr. 434,15 samkv. framanrituðu, eða 91,5%. Eftir- stöðvar, kr. 40,28, verða nú greiddar. Að frádr. sjóöagjöld- um og tillagi til lifeyrissjóðs, verða nettoeftirstöðvar rúm- lega kr. 26,00 pr. kg., eða um 5,5% af grundvallarverði. A verðeftirstöðvar þessara af- urða, bæði þær, sem greiddar voru i mai og þær, sem nú er verið að greiða, verða greiddir fullir vextir frá 1. jan. Lokauppgjör er óvenju seint á ferðinni nú, vegna þess, að enn- þá eru stórar upphæðir ógreidd- ar af útflutningsbótum. Mikill hluti ærkjöts frá siðasta ári er einnig óseldur. Vegna óselds ærkjöts og ógreiddra útflutn- ingsbóta á K.B. ennþá eftir að fá inn um 30 millj. króna vegna framleiðslu 1975. Útflutningsbæturnar verða greiddar, um það liggur fyrir yfirlýsing landbúnaðarráðherra og vonir standa til þess, að ær- kjötið seljist án teljandi affalla. Námsmenn í Osló og Edin borg mófmæla fyrir komulagi námslánanna F.l. Rvik. — Timanum hafa borizt fundarsamþykktir frá is- lenzkum námsmönnum erlendis, þar sem lýst er yfir „örvæntingu vegna þeirrar svivirðilegu árásar, sem gerð hefur verið á kjör námsmanna”, eins og það er orðað i bréfi frá stúdentum i Edinborg. Þá benda islenzkir námsmenn i .Noregi á þá staðreynd að yfirleitt sé skólavist Islendinga erlendis á kostnað viðkomandi þjóðar að undanskildum dvalarkostnaði, sem er einungis litill hluti alls kostnaðar. F.I. Rvik. — Timanum hefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Lánasjóðs isienzkra námsmanna: Að undanförnu hafa i fjölmiðl- um birzt staðhæfingar um að menn geti notiö aðstoöar Lána- sjóðs islenzkra námsmanna án þess aö uppfylla þau skilyrði, sem sett eru fyrir veitingu náms- aðstoðar, þar á meðal um náms- ástundun og tilskilinn náms- árangur. Að þessu tilefni vill stjórn sjóðsins upplýsa eftirfar- andi. 1. Námsmönnum á fyrsta ári erlendis er veitt vixillán til bráða- birgða, enda hafa þeir ekki að hausti tækifæri til þess að fram- visa skilrikjum um námsfram- vindu. Nái þeir ekki tilskildum árangri á námsárinu falla lán þeirra sjálfkrafa i gjalddaga eins Við Statens Spesiallæreskole i Osló sem er skóli til menntunar kennara barna með sérþarfir stunda 16 Islendingar nám og hafa 111 bekkjarfélagar þeirra af 130 skrifað undir stuöningsyfir- lýsingu við baráttu islenzkra námsmanna gegn hinum nýju lögum og reglum um námslán. Skólastjóri sérskólans hefur lýst yfir vonbrigðum sinum með þá stefnu islenzku rikisstjórnar- innar að setja islenzkum náms- mönnum stólinn fyrir dyrnar fjárhagslega meðan skólinn hliðrar til fyrir þeim á kostnað norskra umsækjenda. og aðrir vixlar..,Ef skilriki þess- ara námsmanna sýna tilskilda ástundun og árangur á námsár- inu er bráðabirgðalániö greitt með veitingu almennra náms- lána. 2. Námsmenn á fyrsta ári á Is- landi hafa enga aðstoð fengið frá Lánasjóði islenzkra námsmanna fyrr en sýnt hefur verið fram á tilskilda ástundun og árangur i námi meö staðfestum skilrikjum frá viðkomandi skólastofnun. 3. Námsmenn sem lokið hafa fyrsta ári fá þvi aðeins námslán að lögum, til að halda áfram námi sinu, að framvinda þess sé eðlileg samkvæmt upplýsingum viökom- andi skólastofnunar. 4. Lánasjóði islenzkra náms- manna er ætlað að tryggja að lög- um og reglum verði réttilega framfylgt. ® Furðuhlutur... ur til baka sá ég aö ljósfyrirbrigði þetta hafði fjarlæzt nokkuð og virtist jafnframt hafa breytt örlít- ið afstöðu i loftinu, þannig að framhlutinn hefði risið örlitið hærra upp, eftir þvi sem mér sýndist og eins og sveigzt til i samræmi við þá stefnu sem það leið i. Jafnframt var eins og þaö hefði tekið i sig meiri roða og jafnframt skýið sem fylgdi. Aö örlitilli stundu liðinni hvarf það i fjarska og varð siðast eins og ör- litill rauðleitur punktur i gegnum sjónaukann að sjá. Litlu siðar dreifðist einnig skýið og hvarf i næturblámann. Fyrirbærið mun hafa staðiö i 10-15 minútur frá þvi er ég sá það fyrst, frá kl. um 0.01-0.15. Hálf- tima siðar leit ég út um sama glugga en þá var engan vott aö sjá af fyrrnefndu skýi, hinsvegar loguðu þá allbjört norðurljós yfir þeim slóðum sem þetta haföi áöur gengið um. — Þetta ljósfyrirbæri var það bjart-, sagði Stefán að lokum, að ég taldi að margir mundu hafa séð það, enda þó nokkuð af fólki á ferli úti við. Þó virðist það ekki hafa verið, aö minnsta kosti er það ekki aö heyra á fréttum. Tengdamóðir min, sem stödd er hjá okkur og sá þetta lika, sagði mér að þegar hún var ung, hefði samskonar ljósfyrirbrigði sézt og heföi þá verið kallað Vigabrand- ur. Atti það að tákna að váleg tið- indi væru i nánd. ® Á víðavangi eyrisöflunar þessara svæða og 28% reglunnar er ekki óeðli- legt að útibúin skuldi aðal- bönkunum. Hér er aftur á móti ekkert samræmi á milli svæöa. Það má bæta þvi við að ó Vestfjörðum fækkar fólki, en fjölgar á Austfjörðum. — A bankapólitikin þátt i þvi?” —a.þ. Aðeins menn , sem uppfylla sett skilyrði njóta námsaðstoðar Frá happdræ.M'i Framsóknarflokksins Dregið hefur verið i happdrætti Framsóknar- flokksins og eru vinningsnúmerin innsigluð á skrifstofu Borgarfógeta næstu daga, á meðan skil eru að berast frá þeim, sem ennþá eiga eftir að greiða heimsendingar. Dregið var úr öllum útsendum miðum, eins og venja er og á meðan vinningsnúmerin eru innsigluð geta þeir, sem eru með miða og giróseðil greitt i næstu peningastofnun.pósthúsi eða á skrifstofu happdrættisins, Rauðarárstíg 18. Umboðsmenn eru eindregið hvattir til að póst- leggja uppgjör fyrir þá miða, sem þeir eru með i sölu. O Kidd sá um... liðanna. Eftir nokkurn tima komst samt á ró aftur og á 75. minútu jafnaði Duncan fyrir Totténíiaru, jiannig að lokastaðan varð 2-2. Newcastle sýndi mjög góðan leik á St. James Park á móti Sunderland og mörk frá Kennedy og Cannell sáu til þess að Sunder- land er ennþá kyfiilega fast við botninn, en Newcastle spókar sig meðal efstu liða deildarinnar. Lengi vel leit út fyrir sigur WBA á móti Bristol City. Cross skoraði mark fyrir WBA i fyrri hálfleik, og var staöan 1-0 alveg þar til á siðustu minútu, en Rit- chie tókst að jafna fyrir Bristol liðið, og ná þannig i nokkuð óvænt stig. Norwichvann góðan sigur á liði Q.P.R., sem ennþá hefur ekki fundið þá leikgleði, sem var ein- kennandi fyrir liðið i fyrra. Leikið var á Carrow Road i Norwich, og mörk frá Busby og Boyer sáu um sigur Anglia liðsins. Lið Q.P.R. getursamthuggaðsig við þá góðu frétt, sem liðið fékk fyrir jól, Gerry Francis byrjar að æfa aftur með liðinu eftir áramót, eftir langvarandi meiðsli. ® Liverpool... það, þegar skot af 25 metra færi frá Bertschin sigldi i bláhornið, án þess að Blyth i marki Coventry hreyfði legg né lið. Ipswich lék i þessum leik án þeirra Hunters og Mariners, og léku Roberts og Bertschin i þeirra stað. Virtist þetta alls ekkert veikja lið Ips- wich nokkurn skapaðan hlut, styrkur Ipswich liggur éinmitt i þvi hve sterka varnarmenn liöiö á. David Milisskoraði „hat-trick” fyrir Middlesborough á móti Aston Villa á Ayresome Park, á fyrsta hálftima leiksins. Mesti áhorfendafjöldi á keppnistimabil- inu á Middlesborough eða 31.000 manns sáu leikinn, og var gleði heimamanna mikil til að byrja með. En Andy Gray minnkaði muninn fljótlega i 1-3 og snemma i seinni hálfleik skoraöi ungur nýliði hjá Aston Villa, David Hughes, glæsilegt mark af rúm- lega 20 metra færi. Það sem eftir var af leiknum sótti liö Villa mikið, en tókst ekki að skora, m.a. vegna glæsilegrar mark- vörzlu Platt I marki „Boro”. Middlesborough varð þannig naumur sigurvegari, 3-2. Derbymarði sigur yfir Leicest- er á heimavelli sinum, Baseball Ground. Leighton James skoraði mark þeirra, en greinilegt var á leik liðsins að það á langt i land með að ná fyrrigetu. Derek Hales átti enn einn slæman leik með liði Derby, og er kominn timi til, að þessi mikli markaskorari fari að sýna listir sinar meö liðinu. Birmingham sotti mun meira i leiknum við' West Ham á St. Andrews i Birmingham, en góður leikur Mervin Day i marki West Ham, sáum aðannaðstigiðfór aö þessu sinni til London. West Ham hefur sótt sig mikið að undan- förnu, og ef liðið slakar ekki á klónni ætti það að þoka sér frá fallbaráttunni með tið og tima. ó.o. O Erlendar... grunsemda um að hann hefði fengið fyrirskipanir um af- tökur og einnig að hann hefði sjálfur skotið fóik tii bana. Sjálfur segir Menten ásak- anir þessar tilhæfulausar og fullyrðir að hann hafi ekki komiötil neins þorpanna siðan i september 1939 og hafi ekki verið viðstaddur neinar af- tökur. • Flytja vopn sín úr borgum Reuter, Kuwait. — Palestinu-skæruiiðar eru ,nú að flytja þung vopn sin úr borgum og bæjum i Líbanon, en munu áfram hafa þau stað- sett I héruöum sem liggja aö tandamærum Libanon og tsrael, að þvi er sendimaöur Yasser Arafat, leiðtoga Palestinumanna, sagði I gær. Sendimaöurinn, Mahmoud Abbas, sagði að þegar hefði eitthvað af vopnum veriö flutt frá hafnarborgiuni Tripoli. — Vopn okkar veröa þó áfram hjá okkuv. sagði hann, og viðhöfum alls ekki i hyggju að gefa þau eftir, þvi i suöur- hluta Libanon erum við aö verja málstað okkar og Libanan sjáift. Barnavinafélagið Sumargjöf I' (V*íy \ I Fornhava S. — Simi 27277 \Má/ Forstaða leikskóla Staða forstöðumanns við leikskólann Grænuborg er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sumargjafar, sem veitir nánari upplýs- ingar. Umsóknarfrestur er til 17. janúar Stjórnin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.