Tíminn - 18.01.1977, Síða 2
2
Þri&judagur 18. jantiar 1977.
erlendar f réttir
• Gilmore
tekinn af lífi
í gærmorgun
Heuter, Utah fylki Bandarlkj-
unum. — Gary Gilmore,
morhinginn, sem um margra
mánafta skeiö hefur barizt fyr-
ir þvf aö dauöadómi yfir sér
yröi fullnægt, var f dögun f gær
tekinn af Iffi f Utah-fylki I
Bandarlkjunum, þrátt fyrir
tilraunir lögfræöinga og ann-
arra til þess aö fá aftökunni
frestaö.
Þetta cr fyrsti dauöadómur-
inn, sem fullnægt er I Banda-
rfkjunum um tfu ára skeiö.
Baráttan um þaö hvort
| Gilmore yröi tekinn af lffi eöa
ekki stóö aiveg fram á siöustu
stund, en endanieg ákvöröun
lá fyrir, þegar frestunar-
beiöni var hafnaö af áfrýjun-
ardómstól.
Gilmore, scm var ákaflega
þreyttur tók hressilega til
matar sfns og fékk sér meira
aösegja stuttan blund, áöur en
hann var lciddur fram fyrir
aftökusveitina og skotinn I
gærmorgun.
Af þvi er haft er eftir vitn-
um, sem viöstödd voru aftök-
una, voru sföustu orö hans: —
Komum okkur aö þessu. —
Hátt á fjóröa tug manna
voru viöstaddir aftökuna og
rétt um fjörutíu manns, sem
mótfallin eru dauöadómum,
. efndu til inótm ælaaögeröa
fyrir utan fangelsiö.
Gilmore var neitaö um aö fá
Framhald á hls. 19
H Mannrétt-
indaráðið
segir Tyrki
seka
Hcuter, l.ondon. — Mannrétt-
indaráö Evrópu hefur komizt
að þeirri niöurstööu, aö Tyrkir
hafi gcrt sig seka um brot á
mannréttindum á noröurh'uta
Kýpur, aö þvf er brezka át-
varpsstööin BBC skýröi frá I
gær.
, i fréttum frá Strassbourg
segir dtvarpiö, aö mannrétt-
indaráöiö hafi staöfest ásak-
anir rikisstjórnarinnar á Kýp-
ur, þess efnis, aö tyrkneskir
hermenn hafi gert sig seka um
víötæk brot á mannréttindum
— þar á meöal morö, nauög-
anir, rán, ómannúölega mcö-
höndlun, cyöileggingu eigna
og nauöungarflutninga á fólki
frá heimilum sinum.
Háöiö komst aö þessari niö-
urstööu, eftir rannsókn sem
forscti þess, brezki lögfræö-
ingurinn James Faweett, stóö
fyrir.
Sex af meölimum ráösins
heimsóttu Kýpur I september
1975 til þess aö athuga hvort
fótur væri fyrir kvörtunum
stjórnarinnar þar, en kvartan-
irnar voru lagöar fram áriö
1974, eftir innrás Tyrkja á-
icyna, en þeir hernámu hana
þá.
Fawcett skýröi fréttamanni
Reuters frá þvl I gær, aö
skýrsla ráösins væri nú i
höndum ráðherranefndar
skipaöri ráöherrum frá aöild-
arríkjum Evrópuráösins, sem
eru nitján talsins.
Mannréttindará&iö hefur
aöeins einu sinni komizt aö
svipaöri niöurstööu gagnvart
aöiidarriki Evrópuráösins.
Þaö var áriö 1969, þegar þaö
staöfesti ásakanir á hendur
rikisstjórnar hersins f Grikk-
landi. Fljótlega eftir þaösagöi
Grikkland sig úr Evrópuráö-
inu.
1 skýrslu sinni tekur mann-
réttindaráöiö ekki tillit til
deilnanna milli Grikkja og
Tyrkja á Kýpur, aö þvi er
BBC segir.
Fyrir innrás Tyrkja á Kýpur
1974 bárust oft ásakanir um
aðgriski meirihlutinn á Kýpur
beitti tyrkneska minnihiutann
þar ofbeidi og bryti mannrétt-
indaákvæöi gagnvart þeim.
Komum meirihlutastjórn
aftur á með sumrinu
— segir Paavo Vayrynen, félagsmólaróðherra Finna
Paavo VSyrynen átti i gær
stuttan fund meö ólafi Jó-
hannessyni, formanni Fram-
sóknarflokksins, Steingrimi
Hermannssyni, ritara flokks-
ins og Þráni Vaidimarssyni
fr a mk v æmdas tjóra. Tima-
mynd: Gunnar.
FJ-Reykjavík. — Það er
min trú, að við verðum aft-
ur búnir að fá sósíaldemó-
kratana til samstarfs með
vorinu og þar með meiri-
hlutastjórn á ný, sagði
Paavo Váyrynen, félags-
málaráðherra Finna, í
stuttu spjalli við Tímann í
gær, en hann situr nú fund
félagsmálaráðherra
Norðurlandanna, sem
haldinn er hér á landi.
Núverandi minnihlutastjórn
finnska Miöflokksins, sem Martti
Miettunen veitir forsæti, hefur 58
þingmenn af 200. Þingmenn Miö-
flokksins eru 39 talsins, Sænski
þjóöarflokkurinn hefur 10 þing-
menn og Frjálslyndi þjóöarflokk-
urinn 9. Miöflokkurinn er þriöji
stærsti stjórnmálaflokkur Finn-
lands, kommúnistar hafa 40 þing-
menn og Sósialdemókratar 55.
Váyrynen sagöi ágreining um
efnahagsmálin ástæöu þess, aö
meirihlutastjórn kæmist ekki á
laggirnar strax. Erlendar skuldir
Finna nema nú 24 milljöröum
finnskra marka, sem er rösklega
fimmtungur þjóðarframleiösl-
unnar, og vilja nú allir flokkar —
nema kommúnistar — reyna aö
draga saman seglin og koma
jafnvægi á meö aöhaldsaögerö-
um. Sósialdemókratar áttu fjár-
málaráöherrann I minnihluta-
stjórninni, sem sprakk I septem-
ber sl. og sagöi Váyrynen aö for-
ysta flokksins væri sammála
þeim um nauösynlegar efnahags-
aðgeröir. Hins vegar væri sterkur
armur innan sósialdemókrata
sem styddi sjónarmið kommún-
ista um aö rangt væri að taka upp
aöhaldsaögeröir og hans vegna
hefði flokksforystan ekki treyst
sér enn til stjórnarsamstarfs. —•
Eins og málin standa nú gæti
þessi ágreiningur sósialdemó-
krata leitt til klofnings innan
flokksins, sagöi félagsmálaráö-
herrann. En þaö er unnið aö þvi
aö finna grundvöll fyrir meiri-
hlutastjórn meö þátttöku sósial-
demókrata og ég hef trú á þvi aö
þeim takist að jafna ágreininginn
innan flokksins og aö okkur takist
aö finna grundvöll, sem meiri-
hlutastjórn getur byggt á.
Finnski félagsmálaráðherrann
sagöi, að verðbólgan væri Finn-
um mjög erfið I skauti og heföi
gert útflutningi þeirra miklar
skráveifur. A siöasta ári var
veröbólgan 12% en 20% á árun-
um þar á undan. Nú eru um
110.000 manns atvinnulausir i
Finnlandi og er þaö um 4%
vinnuafls þjóöarinnar.
Paavo Várynen er frá Lapp-
landi. Hann er varaformaður
Miöflokksins finnska. Hann gegn-
ir sem fyrr segir félagsmálaráö-
herraembættinu I núverandi
minnihlutastjórn, en áður gegndi
hann embætti menntamálaráð-
herra I tæpt ár.
Þetta er i þriöja skiptiö, sem
hann kemur hingað til lands.
Handtökumálið:
Algjörlega úr lausu lofti
gripiö að málið sé látið hafa
forgang fram yfir önnur mál
— segir Steingrímur Gautur umboðsdómari
Gsal-Reykjavik. — Þaö leiöir af
sjálfu sér, ef manni er vikiö úr
starfi, aö mjög áriöandi sé aö
hraöa máli hans sem mest. Al-
menna reglan er sú, aö þaö á aö
hraöa dómsmálum eftir þvi sem
tök etu 4, og min skoöun er al-
mennt sú, aö mál taki yfirhöfuö,
bæöi rannsóknir og annaö, alltof
langan tima. — Ég hef reynt1 i
minu starfi aö flýta öllum málum,
eins og hægt er. Og þessu máli hef
ég flýtt eins og hægt er.
Þannig fórust orö Steingrimi
Gauti Kristjánssyni, umboös-
dómara i handtökumálinu svo-
nefnda, i samtali við Timann i
gær, en mjög hefur boriö á þvi i
fjölmiðlum aö þetta mál hafi ein-
hvern undraverðan forgangs-
hraöa, og þess vegna báöum viö
hann aö svara þeirri spurningu,
hverju þaö sætti, aö rannsókn
þessa máls væri flýtt svo mjög
sem raun ber vitni.
— Astæöan fyrir þvi, aö máliö
hefur svona hraðan gang er ein-
göngu sú, aö þannig vil ég hafa
þaö. Þaö er enginn, sem gerir
sérstaka kröfu um þaö, heldur er
þetta min skoöun — og hún styöst
viö ákvæöi laganna um meöferö
opinberra mála, þess efnis, aö
hraöa beri málum eins og föng
eru á. Hér er mikið i húfi aö þess
sé gætt, aö sönnunargögnin spill-
ist ekki, og ef þetta dregst eitt-
hvaö fara menn aö gleyma
o.s.frv.
Allar getsakir um þaö, aö mál
þetta sé látiö hafa forgang fram
yfir önnur mál, það er algjörlega
úr lausu lofti gripið. Þetta er bara
min ákvöröun og mitt mat, að
þessi rannsókn sé þannig vaxin,
aö hún þurfi aö hafa hraöan gang
— og ég hafði aðstöðu til þess aö
ganga i þetta, þegar ég var beð-
inn um þaö, og þaö er skýringin,
sagði Steingrimur aö lokum.
Við landið:
17 skip
í gær —
72 sama
dag í
fyrra
Landhelgisgæzlan
segir vafasamt að
Belgar fylli veiði-
kvóta sinn
Gsal-Reykjavik. — t gær, 17.
janúar, voru viöstrendur tslands
sautján erlend veiöiskip aö veiö-
um eöa á siglingu, 11 þýzk skip og
6 belgisk, samkvæmt samningum
viö þær þjóöir. Ari áöur voru viö
landið innan 200 milna fiskveiöi-
lögsögunnar, alls 72 skip, þar af
52 brezkir veiöiþjófar.
Landhelgisgæzlan sendi i gær
frá sér fréttatilkynningu, þar sem
farið er nokkrum oröum um belg-
isku togarana:
Belgisku togararnir (togbáta
myndum við kalla þá marga)
sem hér hafa veiðiheimildir (12
aö tölu) en aö meöaltali aöeins 257
tonn brúttó, hver og meðalaldur
þeirra er 22 ár, allt siöutogarar,
yngsta skipiö 10 ára og elzta skip-
iö 41 árs. Áhafnir á þessum belg-
Isku fiskiskipum eru allt niöur i 7-
10 menn og er fiskmagnið hjá
belgum sáralitið, enda skip
þeirra mjög léleg. Belgar hafa
leyfi til að veiöa hér aðeins 1500
Framhald á bls. 5
Lögreglufélag Suðurnesja:
Lýsir fullum stuðningi
við Hauk Guðmundsson
Timanum hefur borizt eftir-
farandi yfirlýsing frá stjórn og
trúnaöarmannaráöi Lögreglu-
félags Suöurnesja.
Fundur stjórnar og trúnaöar-
mannaráös Lögreglufélags Suö-
urnesja, haldinn 14. janúar 1977,
lýsir yfir, með tilvisun til 2. gr.
laga félagsins, fullum stuöningi
viö Hauk Guömundsson rann-
sóknarlögreglumann, viö rann-
sókn á meintu broti hans viö
handtöku Karls Guömundsson-
ar og Guðbjarts Pálssonar,
meöan ekki eru komnar fram
nánari upplýsingar I málinu, er
sanna meint brot hans. Um leið
er lýst yfir vitum á hendur
hverjum þeim, sem notar óiög-
mæt vinnubrögð viö starf, i
hverju sem þaö er fólgiö. Jafn-
framtlýsir fundurinn yfir furðu
sinni á þeirri ákvöröun lög-
mætra yfirvalda aö svipta Hauk
helming fastra launa, þar sem
sú ákvöröun er nánast eins-
dæmi, og þeirri heimild, sem
stuöst er viö i lögum, varöandi
þá ákvöröun, hefur ekki veriö
beitt við rannsókn á meintum
brotum opinberra starfsmanna
viö störf um iangt skeiö.
Onnur grein laga Lögteglufé-
lags Suðurnesja, hljóöar svo:
Tilgangur félagsins er:
A. Aö efla samvinnu og sam-
starf lögreglumanna á Suöur-
nesjum og um land allt.
B. Að vinna aö velferöarmál-
um lögreglumanna, svo sem
launakjörum, vinnutilhögun,
vinnuskilyrðum, vinnuvernd og
atvinnutryggingum.
C. Aö vinna að aukinni mennt-
un lögreglumanna og þekkingu
á starfi og ööru þvi sem verða
má til gagns lögreglumönnum.