Tíminn - 18.01.1977, Side 8
8
Þriöjudagur 18. janúar 1977.
7. tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands
Efnisskrá:
Pjotr Tsjækovský: Forleikur:
Rómeó og Júlia.
Fiölukonsert i D-dúr
Sergei Rachmaninoff: Sinfónia
nr. 2 i e-moll, op. 27
Þessir 7. reglulegu tónleikar
Sinfóniuhljómsveitar tslands,
sem haldnir voru i Háskólabiói
13. janúar sl., voru helgaöir
Rússlandi og börnum þess:
Vladimir Ashkenazy stjórnaöi
verkum tveggja landa sinna, en
Boris Belkin, rússneskur Gyö-
ingur, sem fluttist til Israels ár-
iö 1974, lék einleik á fiölu. Eigi
kann undirritaöur skil á þvi
hvaö veldur, en Ashkenazy tókst
aöná „stórhljómsveitarhljómi”
út Ur strengjum Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands. Stjórnpalls-
hegöun hans er nú oröin agaöri
en áöur, og árangurinn ennþá
betri, i fyrra óimaöist hann svo
mjög á stjórnpallinum I þvi
skyni aö hrifa vora seinhrifnu
hljööfæraleikara meö sér, aö
likara var hnefaleikakeppni 1
léttvigt en hljómsveitarstjórn.
Enda er þaö vafalaust, aö
Ashkenazy er vaxandi stjórn-
andi.
Ást i meinum
Rómeó og Júlia eru sifellt inn-
blástursefni listamönnum allra
tima — tónleikaskráin segir
þennan forleik vera eitt af feg-
urstu verkum Tsjækovskýs
(1840-1893), eins konar tónaljóö
byggt á ákveöinni sögu. ,,En
heppilegast er sjálfsagt, eins og
i svo mörgum slikum verkum.
aö reyna ekki aö lesa söguna úr
þvi, hlusta heldur á þaö sem
heiömúsik”. Og rétt er þaö. En
bezt allra þykir mér Duke
Ellington (1899-1972) binda inn-
tak þessarar frægu ástarsögu i
tónlist i Shakespeare-svltunni
„Such sweet thunder”. 1 laginu
„The star-crossed lovers” sem
lýsir „sorglegri sögu um tvær
fallegar manneskjur”, er altó-
sax Johnnys Hodges Júlia, en
Paul Gonsalves tekur Rómeó á
tenór-saxafóninn.
Hanzki tekinn upp
fyrir Hanslick.
Tsjækovský samdi fiölukon-
sertinn á einum mánuöi, april
1878. Hann var þá i Sviss aö
jafna sig eftir hjónaband, og
heyröi Symphonie Espagnole
fyrir fiölu og hljómsveit eftir
Lalo (1823-92), meö þeim afleiö-
ingum aö hann varpaöi öllu ööru
frá sér og sneri sér aö fiölukon-
sert-smiö. Konsertinum var illa
tekiö af fiölurum, sem sögöu
hann óspilandi, en loksins fékkst
Adolf Brodský tii aö spila hann
meö Vinarfilharmoniunni 4.
desember 1881. Samkvæmt
Brodský var verkiö aöeins æft
einu sinni fyrir tónleikana, auk
þess sem nótnablööin voru lúsug
af villum. Enda var meira baul-
aö en klappaö i lokin, og Eduard
Hanslick (1824-1904) skrifaöi
frægandóm sem nú er i tizku aö
hneykslast á, og kvaldi Tsjæ-
kovský til æviloka. Þar segir
svo: „Til aö byrja meö er kon-
sertinn vel byggöur, er músik-
Boris Belkin
alskur og ekki án snilli, en áöur
en varir nær villimennskan yfir-
höndinni og rikir til loka fyrsta
þáttar. Þaö er ekki leikiö á fiöl-
una. Henni er svipt fram og aft-
ur. Hún er tætt i sundur. Hún er
barin i klessu. Ekki veit ég
hvort þaö er á nokkurs manns
færi aö sigrast á þessum ægi-
legu tæknilegu erfiöleikum, en
hittvar sýnt aö pislir Brodskys
voru engu minni en áheyrenda.
Adagio-kaflinn vinnur okkur
næstum þvi og fyrirgefningu
okkar, meö slnu milda þjóölagi.
En skyndilega tekur lokakaflinn
viö — i einu vetfangi erum viö
komin I rússneska krá meö sln-
um hrottalega og villimannlega
gleöskap. Viö sjáum tryllt og
siölaus andlit heyrum bölv og
ragn, og finnum fnykinn af lé-
legu brennivini”. O.s.frv.
Boris Belkin og Vladimir
Ashkenazý eru báöir rússneskir
Gyöingar. Báöir fluttust til
Vesturlanda og reika nú um
heiminn uppskerandi ávexti
þeirrar vinnu, sem sovézka
kerfiö og kynstofn þeirra lagöi á
þá unga. Þaö er engin tilviljun,
hve Gyöingar bera af öörum
mönnum I visindum og listum
hvar sem þeir koma — I Rúss-
landi, Þýzkalandi, Bandarikj-
unum, viö botn Miöjarðarhafs-
Vladimir Ashkenazy.
ins — yfirburöir þeirra eru óum-
deilanlegir, og þaö skiptir miklu
máli aö komast aö þvi hvaö
veldur: Er þaö uppeldi eða
erföaeiginleikar, eöa hvort
tveggja? Hinn frægi dr. Spock
fór til tsrael i heimsókn, og
sagöi heimkominn úr þeirri
ferö, að Gyöingar væru á góöri
leiö meö aö veröa aö „venjulegu
fólki” á barnaheimilum slnum
—með öörum orðum. Spock trú-
ir þvi, aö uppeldi Gyöinga (og
þá ekki sizt hin slýtandi Gyö-
ingamamma) sé undirrót alls
þessa — og skortír þó varla
„sérmenntaöar manneskjur” á
barnaheimilin þar eystra. Mér
er óskiljanlegt hvernig grillu-
fangarar um uppeldis- og
kennslumál komast upp meö
þaö aö bylta kerfinu sitt á hvað
meö órökstudd hugboö og slag-
orö aö leiöarljósi án þess aö
gera minnstu tilraun til aö
kynna sér þaö sem þó er til um
árangur hinna ýmsu uppeldis-
aðferöa. En fyrst þarf auövitaö
aö skilgreina tilganginn meö
uppeldinu og skólagöngunni, og
þaö hefur ekki veriö gert eftir
öll þessi ár, mér vitanlega.
Boris Belkin (f. 1948) er geysi-
lega fliknur fiölari, enda fæ ég
ekki séö aö hægt sé aö „gera”
þennan konsert miklu betur en
þarna var gert. En þvi minntist
ég dóms Hanslicks, aö á þessum
tónleikum var siöasti kaflinn
leikinn miklu hraöar en ég hefi
áöur heyrt. Það var ekkert fag-
urt viö kaflann, heldur var hann
miklu fremur æðislegur og
tryllingslegur: Þegar Belkin
sargaöi neösta strenginn var
þaö þvl iikast sem Louis Arm-
strong væri aö syngja. En svona
finnst mér núna aö eigi aö spila
þennan konsert, og svona hefur
hann vafalaust veriö spilaöur i
Vin áriö 1881. En þá eftir eina
æfingu, hljómlistarmenn yfir-
leitt og upp til hópa lakari en nú
gerist, og Brodský ekki eins
tónlist
slyngur og Belkin. Þaö er þvi
ekkert einkennilegt eöa óskilj-
anlegt viö dóm Hanslicks —
konsertinn var ekki betri en
þetta.
Angi af eilifðinni
Rachmaninoff (1873-1943) er
sagöur vera minnst þekktur
hinna vinsælu tónskálda: , ,Þeg-
ar Annar pianókonsertinn,
Paganini-rhapsódian, eða Sis-
moll prelúdian eru leiknar,
staulast hljómleikagestir út
meö hjartslætti og gljáa I aug-
um, þeirri trú hafandi veriö
hamraö inn I þá aö nú hafi þeir
heyrt hæstu hæöir tónlistarinn-
ar”. Þvi Rachmaninoff samdi
mikla tónlist og stóra, fulla af
melódíu og rómantik. En hin
verkin öll, sem hann samdi, og
þá ekki sizt sinfóniurnar þrjár,
eru litt þekktar.
Sú sinfónia, sem hér var flutt,
nr. 2 i e-moll, er svo löng, aö hún
er oftast stytt eitthvað I flutn-
ingi, en samt tók hún um 50 mín-
útur. Ég held aö hljómsveit og
stjórnandi hafi gert þessu lit-
rika og melódiska' verki góö
skil, en meö þvi aö ég á þaö
sammerkt meö meölimum Út-
kastarafélagsins aö duga illa
viö mjög löng verk, nema þau
séu þeim mun betri, fannst mér
þetta fullmikiö af svo góðu.
Bandarikjam. hafa reyndar
leyst þann vanda, sem óþreyju
nútimamanna gagnvart lengd
nauösynlegrar klassikur veld-
ur: þar var gefin út plata meö
„mikilvægustu tónlist hinna
ástfólgnu höfunda, þar sem allt
aukaefni haföi veriö numiö
burtu” (all the unfamiliar
material has been eliminated).
Rachmaninoff taldi sig skyld-
astan Tsjækovský, og tónskráin
hefur þetta eftir honum: „I tón-
smlðum minum reyni ég ekki aö
vera frumlegur, rómantlskur,
Framhald á bls. 19.
HÖLL
Hvaó er Kretschmer hveitikim?
Hveitikím er þýðingarmesti hluti hveitikornsins, sa hluh sem spnngur
út og vex þegarþví er sað. n,la kjarna ótrúlegu magm
ZSSAmrn er, mmrn
innihaldsins allt til notkunar. ^ejton eda kaldan, svo sem
Sáldrid hveitikíminu ut a ^ ^ nKringargildi þessarar
hafragraut eða k0rntlakelorðaeþaðbeint með mjólk og sykn, efhr smekk\
fœðu, einnig má gjarnan
®INTERNATIONAl
MULTIFOODS
Fœst í kaupfélaginu