Tíminn - 21.01.1977, Síða 9
Föstudagur 21. janúar 1977.
9
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrimur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.,
Guðbjarts-
málið
Að undanförnu hefur orðið nokkurt umtal um
mál Guðbjarts Pálssonar, sökum þess að reynt
hefur verið að bendla það við Framsóknarflokk-
inn og utanrikisráðherra þó alveg sérstaklega.
Orðrómur þessi er m.a. þannig til kominn, að
Kristján Pétursson tollvörður hefur látið svo
ummælt við f jölmiðla, að Guðbjartur væri riðinn
við ýmis vafasöm fjárbrallsmál og hefði notið við
þá iðju stuðnings og hjálpar háttsettra embættis-
manna og bankamanna. í framhaldi af þvi hefur
þeim sögusögnum verið komið á kreik, að hér sé
sérstaklega átt við utanrikisráðherra.
Það hefur nokkuð hjálpað til að gefa þessum
sögusögnum vængi, að mál Guðbjarts hefur borið
að með nokkuð sögulegum hætti. Hann er hand-
tekinn af Hauki Guðmundssyni lögreglumanni
með þeim hætti, að gildra virðist hafa verið lögð
fyrir hann. Hefur það leitt til sérstakra mála-
ferla, sem Haukur Guðmundsson hefur dregizt
inn i. f framhaldi af handtökunni var Guðbjartur
úrskurðaður i 20 daga varðhald i Keflavik, en
bæjarfógetinn taldi mál hans ekki eiga þar
heima, þar sem lögheimili hans væri i Reykjavik
og þegar hefði verið höfðað mál gegn honum þar.
Yfirsakadómarinn i Reykjavik vildi hins vegar
ekki veita Guðbjarti móttöku, en saksóknari úr-
skurðaði, að mál hans ætti heima i Reykjavik.
Mál hans var svo falið ungum og vöskum
rannsóknardómara þar. Um likt leyti ógilti
hæstiréttur varðhaldsúrskurðinn yfir Guðbjarti,
sem hafði verið k/ eðinn upp i Keflavik. Þessi
gangur málsins hefur allur verið hinn sögulegasti
og þvi tilvalið fréttaefni fyrir blöð, sem leggja
megináherzlu á götusölu. Við þvi er ekkert að
segja, ef ekki hefði verið bætt við aðdróttunum
um, að embættismenn þeir, sem hér koma við
sögu, hefðu farið eftir fyrirmælum Framsóknar-
flokksins, og þar á meðal þeir fjórir hæstarétt-
ardómarar, sem ógiltu gæzluvarðhaldsúrskurð
inn. Langt mun siðan slik árás hefur verið gerð á
hæstarétt. Hér hefur verið gerð hin ómaklegasta
árás á dómstóla landsins og það eru einmitt slik-
ar árásir f jölmiðla, að dómarar hagi sér pólitiskt
og hlutdrægt, sem veikja mest virðingu fyrir lög-
um og rétti, og hafa viða orðið lýðræðinu að falli.
Vegna þess, að reynt er að bendla Framsókn-
arflokkinn og utanrikisráðherra við þetta mál,
er það að sjálfsögðu sérstakt áhugamál þeirra
aðila, að mál þetta verði upplýst til fulls. Þvi ber
að fagna þvi að það er nú i höndum dómara, sem
er vænlegur til að gera þvi full skil. En jafnframt
verður að kref jast þess, að þegar embættismaður
eins og Kristján Pétursson ber fram þungar
ásakanir á hendur öðrum embættismönnum, að
hann standi við ásakanir sinar og láti rannsókn-
ardómaranum i té þær sannanir, sem hann telur
rökstyðja þessar ásakanir. Embættismenn eiga
ekki að fara með dylgjur, nema þeir geti staðið
við þær.
Vafalitið verður fylgzt vel með rannsókn þessa
máls og þó ekki sizt með þvi, sem Kristján
Pétursson telur sig geta upplýst, ef hann lætur
ekki sitja við orðin ein. Heilbrigt réttarfar krefst
þess, að embættismenn fari ekki með dylgjur,
heldur standi við orð sin.
Spartak Beglof, APN:
500 röksemdir mæla
með slökun spennu
Frá nýlokinni friðarráðstefnu í Moskvu
Rússnesk blöö birta nú öbru hverju myndir af Brésnjef meb barn I
fanginu, en margar svipabar myndir voru birtar af Carter I
ameriskum blöbum meban á kosningabaráttunni stób.
Nýlega er lokib I Moskvu
einni alþjóblegri fribarráb-
stefnunni enn, en af umræb-
um, sem þar fara fram, og
ályktunum þeirra, má oft-
ast vel rába vibhorf Sovét-
rikjanna til alþjóbamála á
hverjum tima. Rétt þykir
þvi ab birta frásögn Beglofs
af þessari sibustu fribarráb-
stefnu.
FROSTIÐ i Moskvu hafbi
engin áhrif á fulltrúa almenn-
ingssamtaka i 115 löndum,
sem komu þangaö til þátttöku
i alþjóðlegri friöarráöstefnu.
Þeir lýstu þvi yfir fyrir hönd
samtaka sinna, að þau væru
staðráðin i að koma i veg fyrir
afturhvarf til kalda striðsins.
Þessi ráðstefna var haldin i
framhaldi af friðarráðstefn-
unni 1973, og hún verður lengi i
minnum höfð vegna þeirra
yfirgripsmiklu og djúptæku
umræðna, sem þar urðu um
friðarmálin. Fjöldi þátttak-
enda og fjölbreytileiki bendir
til þess, að friðarhreyfingunni
aukist nú fylgi meðal hinna
ýmsu skoðanahópa. Meðal
fulltrúa 220 þjóðlegra og 70 al-
þjóðlegra samtaka bar enn
meira en áður á fulltrúum
sósialista- og sósialdemó-
krataflokka, miöflokka,
verkalýðsfélaga, þingmanna
(80 þingmenn frá ýmsum
löndum sóttu ráðstefnuna),
trúflokka og þjóðernisflokka
frá Asiu og Afriku. Fulltrúar
sameinaðs Vietnams tóku
þarna i fyrsta sinn þátt i svo
almennri alþjóðlegri ráö-
stefnu.
Annað einkenni Moskvuráð-
stefnunnar var sú mikla at-
hygli, sem heimsmálunum
var veitt. Þátttakendur, sem
voru 500 talsins, skiptust i 13
starfshópa i þeim tilgangi að
fá fram sem áþreifanlegust og
frjálsust skoðanaskipti.
En hvert sem umræðuefnið
var i hverjum einstökum
starfshópi, hvort sem rætt var
um afvopnun, nýtt efnahags-
kerfi, sjálfstæði rikja, mann-
réttindi, félagsleg vandamál
eða friðsamlega sambúð og
umhverfisvernd, varð loka-
niöurstaöa umræðnanna
ávallt sú sama: áframhald-
andi þróun þeirrar stefnu, sem
kennd er við slökun spennu, er
undir þvi komin að lausn fáist
á þeim vandamálum, sem nú
eru efst á baugi á alþjóðavett-
vangi.
SLÖKUN spennu var tvi-
mælalaust aðalmáliö á ráð-
stefnunni. Röksemdir þessara
500 fulltrúa frá 115 löndum
hljómuðu sem áhrifarikt and-
svar i garö þeirra stjórnmála-
manna á Vesturlöndum, sem
höfðu uppi mikla tilburði á ár-
inu 1976 — einkum meðan
kosningabarátta stóð yfir — I
þá veru að rangtúlka tilgang
og markmið spennuslökunar
og gera litið úr henni með alls
kyns bollaleggingum um „ein-
stefnugötu fyrir Rússa”
o.s.frv.
Hver eru helztu markmið
spennuslökunar? Ég vitna hér
i umsagnir fulltrúa á ráöstefn-
unni I Moskvu:
Þingmaður frá Kolumbiu:
„Slökun spennu er leiðin til al-
þjóðlegrar lausnar á við-
kvæmum vandamálum”.
Fulltrúi afriska þjóðþings-
ins (S-Afrika): „Slökun
spennu auðveldar einangrun
þeirra stjórna, sem stunda
kynþáttakúgun og færir okkur
nær þeim degi, þegar réttur og
frelsi afriska meirihlutans
vinna sigur”.
Verkalýðsleiðtogi frá Bret-
landi: „Slökun spennu hefur i
för meö sér aukna atvinnu-
möguleika vegna aukinna viö-
skipta austurs og vesturs”.
Hver man ekki æsinginn I
Ronald Reagan i fyrra, þegar
hann reyndi að telja fólki trú
um að slökun spennu væri
„lúmsk gildra fyrir Banda-
rikjamenn”? En hér er svar
sem byggir á heilbrigðri skyn-
semi og kom frá Saundra Gra-
ham, þingmanni frá Massa-
chusetts: „Framkvæmd á
spennuslökunarstefnunni er
leið út úr þeim vitahring
vandamála, sem ógna
Ameriku, og gætu annars haft
i för meö sér efnahagslegt
hrun stórborganna og eftirlits-
lausa sóun fjármagns til
hernaðarnota”.
STARFSHÓPAR ráðstefn-
unnar, sem fjölluöu um áhrif
spennuslökunar á heims-
póitikina, komust m.a. að
eftirfarandi niðurstöðum:
Slökun spennu hefur haft i
för meö sér stöðugleika i milli-
rlkjasamskiptum og upp aö
vissu marki heft ævintýra-
mennsku heimsvaldasinna. Á
nokkrum svæðum (Evrópa,
Suður- og Suðaustur-Asia)
hefur hún stuðlað að eðlilegu
ástandi og komiö i veg fyrir
styrjaldarátök. Slökun spennu
staðfestir trú manna á þvi, að
unnt sé að koma i veg fyrir
kjarnorkustyrjöld, og eykur
jafnframt möguleika á gagn-
kvæmt hagstæðum samskipt-
um og samstarfi rikja, sem
búa við mismunandi stjórnar-
far.
Jafnframt var bent á, að enn
væru svæði i heiminum, sem
slökun spennu hefði ekki náö
til: Miðausturlönd, Kýpur og
Kórea.
Helzta hindrun á vegi
spennuslökunar er vig-
búnaðarkapphlaupið, sem
ekkert lát virðist á. Þetta
kapphlaup gæti veikt eða jafn-
vel stöðvaö þá þróun, sem
náðst hefur á sviði pólitiskrar
spennuslökunar, en þeirri þró-
un verður að fylgja eftir meö
slökun hernaðarlegrar
spennu. Fulltrúar á ráðstefn-
unni mæltu eindregiö gegn öll-
um hugmyndum um óhjá-
kvæmileika vigbúnaðarkapp-
hlaupsins, en þær hugmyndir
endurspegla fyrst og fremst
hagsmuni hergagnaiðnaðar-
ins, sem hefur komið af staö
alls kyns goösögnum um svo-
nefnda „sovézka hættu”.
Einkum ber að fordæma það,
að almenningi er innrætt hug-
myndin um „bættan hag með
auknum vigbúnaði” I sumum
rikjum Vesturlanda.
Næsta skrefið I baráttu
friðaraflanna veröur áreiðan-
lega stofnun fastanefndar,
sem hafi þaö að markmiði að
efla og þróa samtökin i nýjum
áfanga baráttunnar. 1 þessum
samtökum verða fulltrúar
hinna ólikustu skoðanahópa og
stefnt verður að siauknu sam-
starfi þeirra innbyröis á
grundvelli viðræðna og
skoöanaskipta. Slökun spennu
er hnattrænt fyrirbæri og
stuðlar að lausn ávandamál-
um er snerta allt mannkyn.
Þ.Þ.